Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 20
FORSIÐUGREIN Aðalstjórnendur COCA-COLA samsteypunnar, þeir Roberto C. Goizueta og Donald R. Keough, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Atlanta í Banda- plönum markaðsherferðir og hrindum þeim í framkvæmd. Áður en til þess kemur þarf að fara fram flókin sam- ræming verka milli fjölda manna, bæði hér í Noregi og víða um heim. Þar sem um alþjóðlegt fyrirtæki er að ræða hafa menn töluverð samráð milli landa og milli svæða. Þannig hittumst við markaðsstjórar einstakra svæðis- skrifstofa Evrópu á sex vikna fresti til að samræma störf okkar og stilla saman strengi í markaðsstarfi COCA- COLA. Það eru innan við tíu menn. Aðgerðir eru sérsmíðaðar fyrir hvert land um sig en þær byggjast að sjálf- sögðu á tilteknum grundvallarþáttum sem bera hið alþjóðlega svipmót COCA-COLA. TUGMILUÓN DOLLARA SAMNINGAR Fyrirtækið er styrktaraðili fjölda stórviðburða í heiminum, t.d. á sviði íþrótta. COCA-COLA er styrktar- aðili bæði Vetrar- og Sumarólympiu- leikanna, Heimsýningarinnar í Sevilla og Evrópukeppninnar í knattspymu sem fram fer í Gautaborg næsta sum- ar. Þá er fyrirtækið í samstarfi við Disney um kynningu á opnun Disney World í París og einnig erum við styrktaraðilar vegna árs Evrópu 1992. Þá má nefna hljómleikaferð El- ton John um Evrópu á næstunni. „Maður hlýtur að nálgast stjórnunarstörf hjá svona fyrirtæki með virðingu og taka viðfangsefni sín alvarlega.“ Búið er að semja um vetrar OL árið 1994 sem fram fara í Lillehammer í Noregi og sumar OL sem fram fara í Atlanta árið 1996 en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru þar. COLA-COLA hefur stutt Ólympíuleikana frá árinu 1928.“ Hann segist ekki geta sagt mér hve mikið sé greitt fyrir þessa stóru stuðningssamninga. „Það eru margir tugir milljóna dollara hver samning- ur.“ En nú víkur sögunni heim til Is- lands. Lýður Friðjónsson var fram- kvæmdastjóri Vífilfells á árunum 1984 til haustsins 1991. Á þeim tíma jókst kókneysla íslendinga gífurlega. Hún samsvaraði 197 átta únsu flöskum á mann árið 1984 en var komin í 370 slíkar flöskur árið 1990. íslendingar eru þarna í efsta sæti allra þjóða heims. Neyslan á mann íNoregi nem- ur á ári 220 flöskum — þannig að Lýður hefur þar verk að vinna — og einungis 300 flöskum í sjálfri heima- byggð COCA-COLA, Bandaríkjun- um. I Kína er neyslan innan við ein svona flaska á ári á mann og í vanþró- uðum ríkjum er þetta hlutfall víða tvær til þrjár flöskur. Það er einmitt í vanþróuðu ríkjunum sem Lýður segir að vaxtarmöguleikarnir liggi því „kók er lúxus fátæka mannsins“. í ágúst árið 1990 birti tímaritið Fortune umfjöllun um kókneyslu í heiminum. Þar kom fram að ísland var í efsta sæti, næst á undan Banda- ríkjunum. Það er í samræmi við þær tölur sem nefndar voru hér að fram- an. Þá var meðaltalskókneysla ís- lendinga nær sexföld á við heims- meðaltalið, hún var tvöföld meðaltals- neysla Þjóðverja, nær fjórföld neysla Breta og áttföld neysla Frakka, svo dæmi séu tekin. Hverju þakkar Lýður þennan ár- angur hjá Vífilfelli? GÍFURLEG HAGRÆÐING HJÁ VÍFILFELLI „Markaðurinn nær tvöfaldaðist á þessu tímabili, m.a. vegna þægilegri pakkninga, sem komu þá til sögunn- ar, og öflugrar markaðsstarfsemi. Árangur okkar má að hluta rekja til vel heppnaðra fjárfestinga á umbúða- sviðum og öðrum sviðum. Það gekk vel hjá okkur fjárhagslega öll árin.“ Hann hefur ekki mörg orð um þennan mikla árangur og verst frekari spurningum um árangur fyrirtækis- ins. „Vífilfell er einkafyrirtæki í eigu fárra hluthafa. Stefnan hefur verið sú að ræða ekki um afkomu eða innri málefni þess við fjölmiðla.“ Frá árinu 1985 hefur Verksmiðjan 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.