Frjáls verslun - 01.07.1993, Qupperneq 40
STJÓRNUN
HLIfTVERK STJÓRNfl
I' HLUTAFÉLÖGUM
Greinarhöfundur, Halldór
Friðrik Þorsteinsson,
útskrifaðist úr Viðskipúa- og
hagfræðideild Háskóla íslands
í vor. Kandídatsritgerð hans
var um hlutverk stjórna í
hlutafélögum og skrifuð undir
handleiðslu Árna
Vilhjálmssonar prófessors.
Halldór gerði nákvæma
könnun á starfsháttum
íslenskra hlutafélaga. Valin
voru 20 fyrirtæki af handahópi
úr hópi 150 stærstu
hlutafélaga landsins sem
birtust á lista Frjálsrar
verslunar ífyrra. Alls tók
hann viðtöl við 32
einstaklinga, (stjórnarmenn
og forstjóra) og ræddu þeir
málin umbúðalaust þar sem
þeir vissu að þeir kæmu ekki
fram undir nafni.
Einhverra hluta vegna hafa
stjórnir hlutafélaga fyllt flokk
þeirra fyrirbæra sem oft og tíð-
um er talað um í niðrandi tón.
Menn segja eitthvað á þá leið að
almennt séu stjórnir óvirkar,
þeim hefur verið líkt við kaffi-
klúbba þar sem menn komi sam-
an til að rabba um daginn og veg-
inn. Meðlætið skipti mestu
máli.
STJÓRN Á AÐ VERA TÆKITIL GÓÐRA
VERKA - EKKITÁLMI
Á undanfömum tveimur áratugum
hefur á erlendum vettvangi farið mik-
ið fyrir umræðu um hlutverk stjórna
og hvernig megi virkja þær til góðra
verka. Menn deila ekki lengur um
hvort stjómir geti látið gott af sér
leiða, heldur hvernig þær nái því eftir-
sótta markmiði. Spurningin er ein-
faldlega þessi: Með hvaða hætti geta
stjómir lagt sitt af mörkum til far-
sældar fyrirtækja? Hvernig geta þær
gegnt uppbyggilegu hlutverki?
Meginmarkmiðið hlýtur hinsvegar
alltaf að vera það sama: Að ná því
besta mögulega út úr stjórnum.
Stjóm á að vera tæki til góðra verka
en ekki tálmi. Heilmikill akkur getur
verið í góðum stjómum. Betur sjá
augu en auga.
ÁBYRGÐ UMFRAM LÖG
Lagaleg ábyrgð stjórnarmanna
liggur fyrir í lögum, hún er skjalfest
og í aðalatriðum skýr. En er eitthvað
það til sem gæti heitið ábyrgð umfram
lög, ábyrgð sem er af öðrum toga en
lagalegum? Það skulum við rétt vona.
Þó svo að lög séu góð og gild þá verð-
ur lagasetning, til allrar guðs lifandi
lukku, aldrei annað en mjög ófullkom-
inn leiðarvísir um tilhlýðilega breytni
manna. Tilgangur lagasetningar get-
ur vart verið sá að njörfa niður í
smæstu atriðum fyrirframákveðna
hegðun manna, slíkt yrði óskapnaður.
Yfírleitt eru viðhorfin á þá lund að
mönnum er í nöp við of mikla og ná-
kvæma lagasetningu. Það að planta
linnulaust niður lögum og reglugerð-
um sé hamlandi heilbrigðu sjálfræði
manna. Aldrei sé greiðfært í gegnum
frumskóga.
Á vissan hátt má segja að lögin kalli
á siðferðilega ábyrgð manna því þau
eru um margt opin. Þannig segir t.d. í
52. grein hlutafélagalaga að stjómin
skuli annast að skipulag og starfsemi
félagsins sé jafnan í réttu og góðu
horfi. Hvað er rétt og gott horf? Það
er áhorfsmál. Og hversu langt eiga
menn að ganga fram í að uppfylla
þessa skyldu sem lögin leggja mönn-
I„Þetta leiðir hugann að frægri setningu Parkinsons
þess efnis að í hópstarfi hafi of mikill fjöldi þátttakenda
lamandi áhrif á afköst heildarinnar. Rannsóknir hans
bentu til þess að þegar fjöldi fólks í hópi sé á bilinu
19-22, þá taki að myndast minni hópur innan
heildarinnar sem taki að sér hlutverk hennar.“
40