Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Page 57

Frjáls verslun - 01.07.1993, Page 57
BEINLINU-BANKARAN Úr banka hérlendis. Fyrr á þessu ári vakti það athygli þegar einhverjum óprúttnum einstaklingi tókst að svíkja 39 þúsund sterlingspund út úr banka í Bretlandi með því að „logga“ sig inn á tölvukerfi sem annast millifærslu fjár og milliuppgjör á milli banka. Ekki var hægt að rekja slóðina. Svik af þessu tagi þykja vart fréttnæm Iengur. Það vakti verðskuldaða athygli víða um heim þegar bresk dagblöð greindu frá því að fyrr á þessu ári hefði ein- hverjum óprúttnum einstaklingi tek- ist að svílvja 39 þús. sterlingspund út úr banka með því að logga sig inn á tölvukerfi sem annast millifærslu fjár og milliuppgjör á milli banka. Hann eða hún virðist ekki hafa verið í vand- ræðum með að millifæra féð og fá það greitt án þess að nokkur leið sé að rekja slóðina og hafa hendur í hári viðkomandi. Svik af þessu tagi, þar sem innrás er gerð með tölvu í þjónustunet stofn- unar, þykir varla fréttnæmt lengur. Ástæðan fyrir því að þetta ákveðna atvik í Bretlandi vakti svo mikla at- hygli var að í ljós kom að þjófurinn hafði komist í gegn um nýtt öryggis- kerfi sem átti að vera eitt það full- komnasta sinnar tegundar í heimin- um. Þar er um að ræða öryggishlið þjónustunets sem 14 breskir bankar reka í sameiningu til að annast milli- færslu og milliuppgjör í samtengdu tölvukerfi. Kerfi sk. Chaps-banka hefur fram að þessu verið talið örugg- asta kerfi sinnar tegundar. (Chaps = Clearing house automated payments system). Á sínum tíma, þegar þetta milli- færslukerfi var tekið í notkun, þótti það fréttnæmt að öryggisþátturinn hefði kostað margar milljónir sterl- ingspunda og var það m.a. réttlætt með því að kerfið væri pottþétt (im- penetrable). Nú hefur komið í ljós að svo bregðast krosstré sem aðrir raft- ar, í þessu efni sem öðru. Á meðal þeirra banka sem nota Chaps-kerfið eru nokkrir stærstu bankar Bretlands svo sem Lloyds Bank of England, Barclays, Nat- West, Coutts og Midland Bank. Sér- fræðingar þeirra hafa ekki getað skýrt út hvers vegna þjófnaðurinn var mögulegur og þeir útiloka ekki að þjófurinn hafi komið víðar við. Eðli málsins samkvæmt er varla við því að búast að miklar upplýsingar komi frá bönkum um þjófnað af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum sem hafðar voru eftir talsmönnum lögreglunnar, í breskum blöðum, virðist þjófurinn hafa komist framhjá gáttum þar sem lykilorð og dulmálskóðar áttu að stöðva óviðkomandi aðgang. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar mun vera hætta á að svona þjófnaðir eigi sér stað í öllum bankakerfum sem nota fjarvinnslu sé ítrustu reglum um eftirlit með kerfunum ekki framfylgt. í þessu tilviki hafi skort á að nægilegt eftirlit hafi verið með því fólki sein tók við útgreiddum peningum eftir milli- færslu í Chaps-kerfinu. Mánuði áður en þjófnaðurinn átti sér stað hafði þjófurinn stofnað reikn- ing í einu útibúa NatWest og notaði nafnið Stephen Brown. Hann falsaði nöfn tveggja framkvæmdastjóra starfandi fyrirtækis sem var í við- skiptum hjá Barcleys bankanum í Devon. Með fölsuðu bréfi fyrirtækis- ins óskaði Brown eftir því að Barcleys bankinn millifærði 39 þús. sterlings- pund af reikningi fyrirtækisins yfir á reikning hans hjá NatWest á ákveðnum degi og tíma. Þjófurinn virðist hafa haft næga þekkingu til að vita að í Chaps-millifærslukerfmu er ekki beðið eftir milliuppgjöri á milli banka áður en millifærð upphæð er bókuð inn á reikning. Hann virðist einnig hafa vitað að skriflegar milli- færslubeiðnir, jafnvel fram í tímann, væru ekki öryggisprófaðar fyrir af- greiðslu. Brown mætti í útibúi Nat- West 30 mínútum eftir að tölvukerfið hafði fært á milli reikninganna og gat því tekið upphæðina út af þeim reikn- ingi sem hann hafði stofnað mánuði áður án þess að starfsmenn útibúsins könnuðu málið hjá áðurnefndu fyrir- tæki.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.