Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.07.1993, Qupperneq 65
FOLK KRISTJÁN ÓSKARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIGLITNIS HF: GLITNIOFT RUGLAÐ SAMAN VIÐ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI „Starfsemi Glitnis hf. hefur iðulega verið rugl- að saman við starfsemi verðbréfafy rirtækj a, “ segir Kristján Óskars- son framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Aðal- starfsemi Glitnis bygg- ist á fjármögnun véla og tækja fyrir aðila í at- vinnulífinu en fjár- magns til útlána er aflað með sölu skuldabréfa á verðbréfamarkaði, svokallaðra Glitnis- bréfa, sem fólk hefur iðulega haldið að væru sjóðsbréf lík þeim sem verðbréfasjóðir selja.“ Kristján varð stúdent frá Verslunarskóla íslands árið 1972 og lauk viðskiptafræði- prófi frá HÍ fjórum árum síðar. Hann fór í tveggja ára fram- haldsnám til Bandaríkjanna árið 1981 þar sem hann lauk MBA prófi frá háskólanum í Austin í Texas. í millitíðinni starfaði hann sem deildarstjóri inn- kaupadeildar og síðar hagdeild- ar hjá OKuverslun Islands þar sem hann hafði verið í hluta- starfi með námi. Þegar fram- haldsnáminu lauk réðst hann til starfa hjá alþjóðlegu ráðgjafa- fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem heitir McKinsey & Company. Kristján segir að það starf hafi krafist mikilla ferðalaga sem hafi ekki fallið vel að fjöslkyldu- lffi. Hann sagði því starfi lausu árið '1984 til þess að taka við fjármálastjórastöðu hjá Hamp- iðjunni. Þar starfaði hann til árs- ins 1987 eða þar til hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Glitn- is hf. TÖKUM ANNARS KONAR ÁHÆTTU GKtnir er dótturfyrirtæki ís- landsbanka og starfar innan hinnar svokölluðu ísiands- bankasveitar sem samanstend- ur af VÍB, Glitni og íslands- banka. „Okkur er ætlað að vera sérhæft fjármögnunarfyrirtæki sem finnur leiðir til þess að auka þjónustuúrval íslandsbanka- sveitarinnar með þarfir við- skiptavina í huga,“ segir Kristj- án. „Megintryggingin fyrir end- urgreiðslu lána til viðskiptavina okkar er eignaréttur eða veð í þeim tækjum sem fjármögnuð eru en aðrar ijármálastofnanir taka yfirleitt veð í fasteignum til tryggingar lánveitingum sínum. í því Iiggur munurinn á starf- semi Glitnis og annarra fjármál- astofnana fyrst og fremst. Við lánum viðskiptavinum okkar fjármagn með fjármögnunar- leigusamningum, kaupleigu- samningum og lánum." BÍLALÁN TIL EINSTAKLINGA Kristján segir að nokkur undanfarin ár hafi Glitnir veitt einstaklingum lán til bifreiða- kaupa og að sú þjónusta hafi notið mikilla vinsælda. „Þetta enr svokölluð Staðgreiðslulán þar sem við bjóðum einstakling- um að fjármagna fyrir þá kaup á nýjum bíl. Lánin eru tryggð með veði í bílnum og eru þau afgreidd hjá öllum helstu bif- reiðaumboðum. Þegar Stað- greiðslulán er tekið fær kaup- andinn bílinn á staðgreiðslu- verði en lán, sem hafa oft verið veitt í bifreiðaumboðunum, hafa verið miðuð við afborgun- arverð, sem er hærra.“ Glitnir hefur, að sögn Krist- jáns, auk þess verið að ryðja braut fyrir nýja tegund af þjón- ustu sem er innheimta og fjár- mögnun á viðskiptakröfum fyrirtækja. „Þetta er sambæri- leg þjónusta og er erlendis köll- uð „factoring" og byggir á því að við lánum fé út á viðskipta- reikninga sem viðkomandi fyrirtæki eiga á hendur öðrum fyrirtækjum. Við sjáum um inn- heimtuna á þessum reikningum en erum jafnframt með inn- heimturáðgjöf og innheimtueft- irlit. Þessi þjónusta byggir á því að spara fyrirtækjum kostnað við innheimtuna auk þess sem þeim stendur til boða að fá lán í takt við veltu fyrirækisins, þ.e. þegar veltan eykst geta lánin vaxið o.s.frv." VEIÐIOG GARÐYRKJA í FRÍSTUNDUM Kristján er kvæntur Sigríði Ágústu Ingólfsdóttur, skrif- stofumanni og húsmóður, og eiga þau saman þrjú börn, 12 ára, 14 ára og 16 ára. Hann segir að lítill tími gefist oft og tíðum fyrir tómstundir því auk fram- kvæmdastjórastarfsins hjá Glitni hefur hann verið stjómar- formaður Holiday Inn hótelsins frá því íslandsbanki og Glitnir yfirtóku reksturinn árið 1989 og er einnig í stjóm Hlutabréfa- sjóðsins hf. Hann hefur auk þess kennt {]ávmá\ milliríkjavið- skipta og Ijölþjóðafyrirtækja við viðskiptadeild HI undanfarin ár. Kristján er í aðalstjóm knatt- spyrnufélagsins Víkings þar sem bömin hans hafa æft og keppt undanfarin ár. Hann gef- ur sér þó tíma til þess að skreppa í veiði á sumrin og seg- ir að það sé sameiginlegt áhuga- mál þeirra hjóna. „Af annars konar tómstundaiðju er helst að nefna lestur bóka og tímarita og svo höfum við hjónin eytt tölu- verðum tíma í að endurvinna garðinn okkar heimafyrir og ég hefði ekki trúað því að óreyndu hversu skemmtilegt starf það I er,“ segir Kristján að lokum. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.