Frjáls verslun - 01.07.1993, Qupperneq 65
FOLK
KRISTJÁN ÓSKARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIGLITNIS HF:
GLITNIOFT RUGLAÐ SAMAN
VIÐ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
„Starfsemi Glitnis hf.
hefur iðulega verið rugl-
að saman við starfsemi
verðbréfafy rirtækj a, “
segir Kristján Óskars-
son framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. „Aðal-
starfsemi Glitnis bygg-
ist á fjármögnun véla og
tækja fyrir aðila í at-
vinnulífinu en fjár-
magns til útlána er aflað
með sölu skuldabréfa á
verðbréfamarkaði,
svokallaðra Glitnis-
bréfa, sem fólk hefur
iðulega haldið að væru
sjóðsbréf lík þeim sem
verðbréfasjóðir selja.“
Kristján varð stúdent frá
Verslunarskóla íslands árið
1972 og lauk viðskiptafræði-
prófi frá HÍ fjórum árum síðar.
Hann fór í tveggja ára fram-
haldsnám til Bandaríkjanna árið
1981 þar sem hann lauk MBA
prófi frá háskólanum í Austin í
Texas. í millitíðinni starfaði
hann sem deildarstjóri inn-
kaupadeildar og síðar hagdeild-
ar hjá OKuverslun Islands þar
sem hann hafði verið í hluta-
starfi með námi. Þegar fram-
haldsnáminu lauk réðst hann til
starfa hjá alþjóðlegu ráðgjafa-
fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem
heitir McKinsey & Company.
Kristján segir að það starf hafi
krafist mikilla ferðalaga sem
hafi ekki fallið vel að fjöslkyldu-
lffi. Hann sagði því starfi lausu
árið '1984 til þess að taka við
fjármálastjórastöðu hjá Hamp-
iðjunni. Þar starfaði hann til árs-
ins 1987 eða þar til hann tók við
stöðu framkvæmdastjóra Glitn-
is hf.
TÖKUM ANNARS
KONAR ÁHÆTTU
GKtnir er dótturfyrirtæki ís-
landsbanka og starfar innan
hinnar svokölluðu ísiands-
bankasveitar sem samanstend-
ur af VÍB, Glitni og íslands-
banka. „Okkur er ætlað að vera
sérhæft fjármögnunarfyrirtæki
sem finnur leiðir til þess að auka
þjónustuúrval íslandsbanka-
sveitarinnar með þarfir við-
skiptavina í huga,“ segir Kristj-
án. „Megintryggingin fyrir end-
urgreiðslu lána til viðskiptavina
okkar er eignaréttur eða veð í
þeim tækjum sem fjármögnuð
eru en aðrar ijármálastofnanir
taka yfirleitt veð í fasteignum til
tryggingar lánveitingum sínum.
í því Iiggur munurinn á starf-
semi Glitnis og annarra fjármál-
astofnana fyrst og fremst. Við
lánum viðskiptavinum okkar
fjármagn með fjármögnunar-
leigusamningum, kaupleigu-
samningum og lánum."
BÍLALÁN TIL EINSTAKLINGA
Kristján segir að nokkur
undanfarin ár hafi Glitnir veitt
einstaklingum lán til bifreiða-
kaupa og að sú þjónusta hafi
notið mikilla vinsælda. „Þetta
enr svokölluð Staðgreiðslulán
þar sem við bjóðum einstakling-
um að fjármagna fyrir þá kaup á
nýjum bíl. Lánin eru tryggð
með veði í bílnum og eru þau
afgreidd hjá öllum helstu bif-
reiðaumboðum. Þegar Stað-
greiðslulán er tekið fær kaup-
andinn bílinn á staðgreiðslu-
verði en lán, sem hafa oft verið
veitt í bifreiðaumboðunum,
hafa verið miðuð við afborgun-
arverð, sem er hærra.“
Glitnir hefur, að sögn Krist-
jáns, auk þess verið að ryðja
braut fyrir nýja tegund af þjón-
ustu sem er innheimta og fjár-
mögnun á viðskiptakröfum
fyrirtækja. „Þetta er sambæri-
leg þjónusta og er erlendis köll-
uð „factoring" og byggir á því
að við lánum fé út á viðskipta-
reikninga sem viðkomandi
fyrirtæki eiga á hendur öðrum
fyrirtækjum. Við sjáum um inn-
heimtuna á þessum reikningum
en erum jafnframt með inn-
heimturáðgjöf og innheimtueft-
irlit. Þessi þjónusta byggir á því
að spara fyrirtækjum kostnað
við innheimtuna auk þess sem
þeim stendur til boða að fá lán í
takt við veltu fyrirækisins, þ.e.
þegar veltan eykst geta lánin
vaxið o.s.frv."
VEIÐIOG
GARÐYRKJA í FRÍSTUNDUM
Kristján er kvæntur Sigríði
Ágústu Ingólfsdóttur, skrif-
stofumanni og húsmóður, og
eiga þau saman þrjú börn, 12
ára, 14 ára og 16 ára. Hann segir
að lítill tími gefist oft og tíðum
fyrir tómstundir því auk fram-
kvæmdastjórastarfsins hjá
Glitni hefur hann verið stjómar-
formaður Holiday Inn hótelsins
frá því íslandsbanki og Glitnir
yfirtóku reksturinn árið 1989 og
er einnig í stjóm Hlutabréfa-
sjóðsins hf. Hann hefur auk
þess kennt {]ávmá\ milliríkjavið-
skipta og Ijölþjóðafyrirtækja við
viðskiptadeild HI undanfarin ár.
Kristján er í aðalstjóm knatt-
spyrnufélagsins Víkings þar
sem bömin hans hafa æft og
keppt undanfarin ár. Hann gef-
ur sér þó tíma til þess að
skreppa í veiði á sumrin og seg-
ir að það sé sameiginlegt áhuga-
mál þeirra hjóna. „Af annars
konar tómstundaiðju er helst að
nefna lestur bóka og tímarita og
svo höfum við hjónin eytt tölu-
verðum tíma í að endurvinna
garðinn okkar heimafyrir og ég
hefði ekki trúað því að óreyndu
hversu skemmtilegt starf það
I er,“ segir Kristján að lokum.
65