Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 65
FOLK SKÚU GUNNAR SIGFÚSSON HJÁ SUBWAY Skúli Gunnar opnaði Subway á íslandi í ágúst sl. og setti met í sölu fyrsta mánuðinn. Hann hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið um opnun nýrra staða til ársins 2001. „Þegar ég samdi um opn- un Subway staðar hér á landi þurfti ég að gera rekstraráætlun sem eigend- ur Subway samþykktu. En salan hefur farið margfalt fram úr þeirri áætlun. Sub- way hefur opnað 10.000 staði út um allan heim en viðtökumar hafa hvergi veriðbetri. Hér var metsala í opnunarmánuðinum og við eigum von á viðurkenningu frá höfuðstöðvunum vegna þess. í upphafi réði ég 10 starfsmenn en varð að þre- falda þá tölu eftir fyrstu vik- una. Nú vinna hér 25 manns á vöktum,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar hf., einkaleyfishafa Subway á Islandi. Skúli er 28 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1986 og vann eftir það hjá DHL hraðflutningum í tvö ár. Þá fór hann til Bandaríkjanna og lauk BS prófi í fjármála- fræðum frá Arizona State University vorið 1991. „Þegar ég kom heim vann ég sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Landsbréfum í eitt og hálft ár en vorið 1993 fór ég til Bandaríkjanna til að und- irbúa opnun Subway hér á landi. Ég stofnaði fyrirtækið Stjörnuna hf. um reksturinn og útbjó viðskiptaáætlun sem lögð var til grundvallar samningsins við móðurfyr- irtækið. Það var svo á 4 ára afmæli dóttur minnar, 28. ágúst 1994, sem staðurinn opnaði en þann dag voru lið- in 29 ár frá því að Fred De Luca opnaði fyrsta Subway staðinn í Connecticut í Bandaríkjunum,“ sagði Skúli. SAMNINGUR TIL 2001UM 0PNUN NÝRRA STAÐA Skúli segist hafa kynnst ágæti Subway samlokanna þegar hann bjó í Bandaríkj- unum og fannst þær góður valkostur í skyndibitafæði vegna ferskleika. „Við verðum að fara eftir ströngum gæðakröfum og reglulega koma eftirlits- menn að utan til að fylgjast með og tryggja að hér sé boðið upp á sömu gæði og hjá Subway annars staðar. Viðtökur íslendinga hafa verið ótrúlegar og þeir, sem hafa búið í Bandaríkjunum og kynnst Subway þar, hafa tekið opnun staðarins fagn- andi. Við höfum innlent hrá- efni þar sem það er hægt og bökum brauðin á staðnum. Mér er það metnaðarmál að halda verðinu lágu og tel að það eigi stóran þátt í vel- gengni staðarins. Við bjóð- um einnig partíplatta fyrir átta til tíu manns á aðeins 2.199 krónur og hægt er að fá risakafbáta, allt að tvo metra á lengd, fyrir stærri veislur. Bráðlega verður annar Subway staður opn- aður í Reykjavík og síðan fleiri, bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Ég er búinn að gera samning við Subway um opnun staða til ársins 2001.“ SNJÓSLEÐAFERÐIR 0G SKOKK Skúli Gunnar á 4 ára gamla dóttur. Hann hefur ekki átt margar frístundir undanfarið en þessa dagana hefur hann mikinn áhuga á snjósleðaferðum og annarri útiveru. Á námsárunum stundaði hann skokk og hef- ur tekið það upp aftur. „Ég er mikill áhugamaður um körfubolta og er Subway styrktaraðili körfuknatt- leiksliðs K.R. Þegar ég bjó úti fór ég á alla leiki í NBA sem ég komst á. Ég var úti í Phoenix í Arizona sumarið 1993 og skrifaði um úrslita- leikina fyrir DV. Úrslita- keppnin á milli Phoenix Sun og Chicago Bulls er mér ógleymanleg, “ segir Skúli með stjörnur í augunum. 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.