Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 19
ÍÞROTTIR QG VIDSKIPTI
Sá sem þegir tapar
Valdimar Grímsson líkir fyrirtæki við kappleik. Ef leikmaður er ósáttur í leiknum
hefur hann um tvennt að velja, að ræða um hlutina eða þegja. Ef hann þegir „þá
getur hann bókað að hann hefur tapað þegar leikurinn er flautaður af. Það er því
mikilvægt að ganga hreint til verks og tala um hlutina. Menn rífast kannski og ná
svo niðurstöðu.“
Gunnsteinsson, forstjóri ÍM Gallup og fv. þjálfari hjá Aftur-
eldingu í Mosfellsbæ, sem jafnframt er fv. landsliðsmaður í
handknattleik og leikmaður með Stjörnunni og Val, að
reynsla úr hópíþróttum nýtist vel við stjórnun og þjálfun
stjórnenda. „Menn vitna mikið til hópíþrótta í nútíma stjórn-
un. í þjálfun stjórnenda sérhæfir sig nú orðið heil atvinnu-
grein sem veltir mörg hundruð milljónum króna. Okkar fyr-
irtæki er m.a. á þeim markaði. Þar erum við að vinna með
faglega þætti stjórnunar. Hana tengjum við oft við hópíþrótt-
ir og hlutverk leiðtoga og einstaklinga innan hópsins. Þessa
þjálfun eru flestir atvinnustjórnendur landsins að nýta sér í
dag,“ segir hann.
I nútíma stjórnun hefur stjórnandinn annað hlutverk en
þannig að hver hópur hefur sín markmið og sína ábyrgð.
Stjórnandinn er ekki lengur settur á stall með starfstitli. Lið-
unum stjórna fyrirliðar úr hópi jafningja. I hverju liði eru
einstaklingar sem hafa ólíka sérþekkingu og mismunandi
hæfileika. Oft er sérþekking leikmanna meiri en þjálfarans
og þannig má það vera. Hlutverk þjálfarans er að leiða hóp-
inn.
Búa til keppni Úr Öllll Hópíþróttamenn eru fljótir að laga
sig að nýjum hóp og nýju starfsumhverfi og þeir taka fljótt
og vel á móti nýju fólki. Með því að binda strax traust bönd
getur samstarfið þegar hafist. Fáir kunna betur á samstarf
en einmitt hópíþróttamenn og viðmælendur Frjálsrar versl-
áður. í dag er hann oft í hlutverki þjálfarans. Hann hefur það
verkefni með höndum að halda liðinu saman og fá starfs-
menn til að keppa að sama marki. „í harðnandi samkeppni
þarf íþróttamaðurinn að þola aukna ábyrgð og mikið mót-
læti á stundum. Hann þarf samt að geta haldið áfram og
staðið gegn straumnum. Hópeflið er mikilvægur þáttur í ár-
angri. Hver einasti starfsmaður þarf að vera virkur í dagleg-
um rekstri. Maður nær ekki árangri nema allir séu að spila
á sömu strengi,“ segir Valdimar.
í íþróttunum koma foringjaefnin snemma fram. „Eg
þekki enga hreyfingu sem skilur hafrana jafn snemma frá
sauðunum," segir Einar.
í síauknum mæli eru stjórnendur farnir að velta fyrir sér
hópefli og innra heilbrigði fyrirtækja. Liðsandinn skiptir
máli og mörg fyrirtæki vinna markvisst að því að byggja upp
góðan starfsanda. Mörg fyrirtæki skipuleggja starf sitt
unar eru sammála um að íþróttamenn veljist oft til forystu í
fyrirtækjum einmitt vegna þessa hæfileika. Stjórnandi með
bakgrunn úr hópíþróttum hvetur sitt fólk áfram, setur því
markmið og nær upp keppnisanda. Ef hann hefur reynslu úr
íþróttunum hefur hann ósjálfrátt tilhneigingu til að tækla
verkefnin út frá þeim sjónarhóli, að mati þeirra stjórnenda
sem hafa unnið með íþróttamönnum. Hinn gamli keppnis-
maður dettur aftur inn í sitt gamalkunna íþróttaumhverfi og
býr sér til samkeppni úr öllum verkefnum. Hann reynir sí-
fellt að gera betur en síðast og fær samstarfsmenn sína til að
ná betri árangri en áður. Ef um deildarstjóra er að ræða þá
býr hann sér til ímyndaða keppni við hinar deildirnar í fyrir-
tækinu.
Iþróttamenn eru mjög árangursmeðvitaðir og þurfa að fá
endurgjöf, nokkurs konar verðlaun, þegar starfinu lýkur
eða áfanga er náð. Að mati margra stjórnenda þrífast gaml-
íþróttir eru þjálfunarbúðir
Metnaður; gerir hann gæfumuninn í rekstri? Eða er það kannski keppnisskapið
sem gefur bestan árangur? Stundum er sagt að íþróttir séu frábær skóli fyrir þá
sem vilja ná langt í starfi.
19