Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 151
wm|
- Saga Film -
Erlendar auglýsingar og kynningar
teknar upp á íslandi á árinu
Auglýsing um nýja myndbandstökuvél frá Sony.
Auglýsing um karlmannsilmvatn frá L'Oreal.
Auglýsing fyrir danska símafyrirtækið Mobilix.
Kynningarmynd fyrir bandarískt verðbréfafyrirtæki.
Kynning á hausttísku fyrir spænsku verslunarkeðjuna
El Corte Inglés.
Kynning á nýrri japanskri poppstjörnu.
I
Leifur B. Dagfinnsson, yfirframleiðslustjóri hjá Saga Film.
Mörgæsir á hálendinu „60 manns unnu að tökum þessarar
auglýsingar, bæði Islendingar og útlendingar. Töluverð fyrir-
höfn var að koma öllu þessu fólki ásamt tækjum og tólum upp
á hálendið auk þess sem við tókum yfir gistiaðstöðuna á
Hrauneyjum," heldur Leifur áfram.
Tökur tóku um ijóra daga en myndin var einar þrjár vikur í
eftirvinnslu þar sem mörgæsirnar fengu aukið líf með aðstoð
tölvuvinnslunnar. Sagan er í stuttu máli sú að rannsóknarmað-
ur er staddur á Suðurskautslandinu í litlum skúr þar sem hann
fylgist með mörgæsum og atfeiii þeirra, sem síðar tekur
stakkaskiptum! Þessi auglýsing hefur vakið mikla athygli og
hefur verið sýnd víða erlendis. Concrete Film í London fram-
leiddi auglýsinguna og leikstjóri var Anthea Benton.
Japanskur leikstjóri og franskur herrailmur „í apríl unnum við
með franska auglýsingafyrirtækinu Premier að auglýsingu fyr-
ir L'Oreal þar sem verið var að kynna nýjan karlmannsilm.
Leikstjórinn var japanskur, Saitoshi Saikusa. Þessi auglýsing
var tekin á stóru svæði, allt frá Vík í Mýrdal og út á Reykjanes,
en einnig í stúdíói Islenska kvikmyndaversins, Stúdíó Oskar,
og var þessi auglýsing fyrsta verkefnið sem tekið var upp þar
inni. I vor unnum við síðan auglýsingu fyrir Mobilix í Dan-
mörku en það er símafyrirtæki. í þeirri auglýsingu fór forstjóri
fyrirtækisins, sem er frönsk kona, með aðalhlutverkið því hún
kom fram á milli myndskeiða og talaði til áhorfenda. Auglýs-
ingin var unnin eins og fréttakvikmynd og átti að gerast víðs
vegar um heiminn. Þeir bræður Arni Þór og Lárus Jónssynir
Japanska poþpstjarnan Thorgal kynnt í íslensku umhverfi. Sannkall-
aður víkingur.
■aá *• WT1B
—
Hausttískan hjá sþœnsku verslunarkeðjunni El Corte Inglés. Islenskt
sumar í algleymingi, sennilega heldur kaldara en Spánverjarnir eiga
að venjast.
151