Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 35
S T Æ R S T U
4. 35 milljarða hagnaður. Hagnaður 300 stærstu fyrir-
tækjanna fyrir skatta var um 35 milljarðar á árinu 1999 en
hagnaður sömu fyrirtækja árið áður nam um 28 milljörðum.
Þetta er um 25% aukning á milli ára.
Athyglisverður samanburður
300 stærstu
Velta: 755 milljarðar.
Hagnaður: 35 milljarðar.
Meðallaun 211 þús. á mán.
Aukn. veltu: 22,3%.
Aukn. hagnaðar: 25,3%.
Aukn. meðallauna: 7%.
I
Fjármálageirinn <
Velta: 94 milljarðar
Hagnaður: 14 milljarðar
Meðallaun: 222 þús. á mán.
Aukn veltu: 50,7%.
Aukn. hagnaðar: 77,2%.
Aukn. meðallauna: 11,4%.
endurspeglar hækkandi gengi hlutabréfa á síðasta ári og á
hinn bóginn lækkandi gengi á þessu ári.
5. 100 StærstU. Listi Frjálsrar verslunar hefur til þessa
gengið undir vinnuheitinu 100 stærstu. Hagnaður 100 stærstu
fyrirtækjanna á síðasta ári nam tæpum 31 milljarði fyrir skatta
á meðan hagnaður næstu tvö hundruð fyrirtækja á eftir, frá nr.
101 til 300, nam 4 milljörðum.
6. Fyrirtækjum I millistærð fækkar. Listinn yfir 300
stærstu sýnir að landslagið í viðskiptalífinu er að breytast. Það
skiptist núna mjög stórar einingar eða smáar. Fyrirtækjum í
millistærð fer fækkandi.
7. Fimm stærstu með 8 þúsund manns. Fimm stærstu fyr-
irtæki landsins eru með um 8 þúsund manns í vinnu. Þau tvö
stærstu, SIF og SH, eru með nokkurn hluta starfsmanna sinna
erlendis. Tíu stærstu fyrirtækin eru með yfir 12 þúsund manns
í vinnu.
8. Fimm stærstu velta 161 milljarði. Það vekur athygli
að fimm stærstu fyrirtækin veltu 161 milljarði eða yfir fimmt-
ung af allri veltu 300 stærstu fyrirtækjanna.
9. Ýmislegt. íslenskerfðagreiningvarmeðyfirl,7millj-
arða tap á síðasta ári. Hagnaður bílaumboðanna fer minnkandi.
Norðurál, sem hóf starfsemi sína seint á árinu 1998 en gang-
setningu lauk ekki fyrr en í mars í fyrra, er þegar komið í hóp
stærstu fyrirtækja landsins.
10. Hagnaður fjármálageirans. Heildarhagnaður banka
og sparisjóða fyrir skatta nam um 14 milljörðum á síðasta ári
og jókst um 77% á milli ára.
4. Vísbendingar Verðbréfaþings. Miðað við afkomutölur fyr-
irtækja á Verðbréfaþingi fyrstu sex mánuði þessa árs verður af-
koma 300 stærstu fyrirtækjanna á þessu ári mun slakari. Þetta
11. Meðallaun I fjármálageiranum. Meðallaun í fjármála-
geiranum voru hærri en annar staðar. Þau voru 222 þúsund á
mánuði á móti um 211 þús. á mánuði á almenna markaðnum. SH
35