Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 50
In ’ • MfflJ
S T Æ R S T U
» I R I B RÉFAMABKAÐIRINH
skarpt, ótti flárfesta við lækkun íslenskra hlutabréfa eftir að NOR-
EX samstarfið hefst svo og verri aíkomutölur margra íyrirtækja
en væntingar stóðu til. Jafnframt má geta þess að aðrir markaðir
lækkuðu einnig á tímabilinu og hefur það vafalaust einnig haft
áhrif á íslenska markaðinn."
5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
„Fjárfestingar í hlutabréíum valinna hlutafélaga mun eflaust skila
góðri ávöxtun á næstu mánuðum. Ég tel að skuldabréfamarkað-
urinn sé ekki síður spennandi um þessar mundir enda vextir
mjög háir og von til þess að erlendir fjárfestar muni sýna honum
áhuga þegar NOREX samstarfið hefst.“
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Það er rétt að spár greiningardeilda um afkomu fyrirtækja voru
nokkuð langt frá því sem raunin varð. Meginástæða þessa er að
mínu mati slök afkoma margra fyrirtækja. Þetta er slakari af-
koma en getur talist ásættanlegt við þær aðstæður sem ríkt hafa.
Þannig er mun nærtækara að spyrja af hveiju þessi fyrirtæki
náðu ekki betri árangrí en raun ber vitni.“
markað. Sé verðmyndun ekki til staðar á þeim markaði brenglar
það einnig verðmyndun annarra eignaflokka, a.m.k. meðan við
notum enn sjálfstæðan innlendan gjaldmiðil."
Siguröur AtliJónsson,forstjóri Landsbréfa: „Neikvœðustu tíðindin eru
tvímœlalaust þau að nú, þegar komið er fram í október, hafi ekki eitt
einasta hlutabréf fyrirtækis í meirihlutaeigu ríkisins verið selt til
einkaaðila á árínu. “
7. Spennandi kostír framundan vegna nýskráninga?
„Það verður spennandi að sjá fyrirtæki úr fjarskiptageiranum
koma inn á þingið. Þessi geiri er víðast hvar stór í kauphöllum og
í mikilli framþróun en ekki hefur neitt fyrirtæki úr honum verið
skráð hér á landi ennþá.“
8. NOREX-samslarfið, sóknarfæri?
.Aðgangur íslenskra fjárfesta verður auðveldari að mörkuðum á
hinum Norðurlöndunum þannig að val þeirra ætti að aukast. Eða
með öðrum orðum stækkar heimamarkaður íslenskra Jjárfesta."
9. Ábending tíl stjórnvalda?
„Mér finnst að þau eigi að ljúka við einkavæðingu viðskiptabank-
anna.“ S9
Sigurður Atli Jónsson
1. Mest á óvart?
„Ég held að ég verði að segja að það sé sú staðreynd að besta
ávöxtun einstakra eignaflokka á árinu sé af ríkisvíxlum. Hluta-
bréfavísitalan hefur lækkað um 5% frá áramótum og neikvæð
ávöxtun hefur verið af flestum skuldabréfaflokkum. Helstu hluta-
bréfavísitölur vestan- og austanhafs hafa einnig skilað neikvæðri
ávöxtun. Lækkun evrunnar um 14% gagnvart Bandaríkjadal er
einnig meiri en ég hefði þorað að spá í upphafi árs.“
2. Jákvæðustu tíðindin?
„Yfir heildina þá finnst mér skýr merki um alþjóðlega útrás ým-
issa íslenskra fyrirtækja vera meðal jákvæðustu tíðinda ársins.
Skráning DeCode á Nasdaq í júní er hluti af þessari þróun og er
mjög jákvæð frétt út af fyrir sig. Ég verð einnig að segja að mér
fannst það mjög mikilvægt fyrir íslenskan verðbréfamarkað að
fjármálaráðherra og ýmsir markaðsaðilar beittu sér fyrir því í
sumar að blása lífi í nánast sjálfdauðan innlendan skuldabréfa-
3. Neikvæðustu tíðindin?
„ Neikvæðustu tíðindin eru tvímælalaust þau að nú, þegar komið
er fram í október, hafi ekki eitt einasta hlutabréf fyrirtækis í meiri-
hlutaeigu ríkisins verið selt til einkaaðila á árinu. Einu sporin í
þessa veru voru hlutafjáraukning Landsbankans á árinu þar sem
First Union National Bank kom inn sem stærsti einkahluthafinn
í félaginu og hlutur ríkisins minnkaði niður í 68%. Hægagangur í
einkavæðingu sendir afar slæm skilaboð til þeirra fjölmörgu fjár-
festa sem tekið hafa þátt í einkavæðingarútboðum til þessa.“
4. Hlutabréíavísitalan. Hvers vegna lækkun?
.Ástæðurnar íyrir lækkununum eru að mínu mati einkum endur-
mat á væntingum sem höfðu byggst upp þegar úrvalsvísitalan
hækkaði um rúm 49% á árinu 1999 og um 16% fyrstu þrjá mánuði
þessa árs. Akveðnar ytri aðstæður, svo sem lækkun evru, hækk-
un Bandaríkjadals, samdráttur í fiskveiðikvóta og ýmsar kostnað-
arhækkanir, spila þar inn i. Margir eru svartsýnir um framhaldið
það sem eftir lifir af árinu en ég held að útlitið sé ekki svo dökkt,
kauptækifæri séu til staðar eftir lækkanir undanfarið og að
úrvalsvísitalan eigi eftír að hækka síðustu mánuði ársins.“
5. Hvort fara íjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
„Skuldabréfamarkaðurinn er auðvitað mun stærrí en hlutabréfa-
markaðurinn, jafnvel þótt sá fyrrnefndi hafi verið óvirkur fyrri
hluta ársins. Hlutfall hlutabréfaviðskipta fer hins vegar hraðvax-
andi. Næstu sex mánuði held ég að fjárfestar muni ekki geta lit-
ið fram hjá þeirri staðreynd að ávöxtunarkrafa á víxla- og skulda-
bréfamarkaði er mjög há. Með hliðsjón af ýmsum vísbendingum
úr efnahagslífinu, sem styðja ættu við lækkun vaxta, tel ég að
stærri fjárfestar muni horfa í auknum mæli til skuldabréfa- og
víxlamarkaðar næstu mánuðina."
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Ég held að frávikin hafi einkum komið fi'am þegar reynt var að
áætla fjármagnsliði og óreglulega liði í uppgjörum fyrirtækjanna.
Verulegar breytingar urðu á gengi gjaldmiðla á tímabilinu sem
erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif hafa á grundvelli þeirra upp-
50