Frjáls verslun - 01.08.2000, Qupperneq 56
vinnumarkaði og þróun olíuverðs. Milliuppgjörin staðfestu þetta.
Afkomuspár okkar gefa ekki tileíni til væntinga um hækkandi
hlutabréfaverð á næstunni."
5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
,Að mörgu leyti er um ólíka hópa íjái'festa að ræða. Margir fjár-
festar hugsa eingöngu um hlutabréfamarkaðinn og leita tæki-
færa þar meðal einstakra fyrirtækja þó að markaðurinn í heild sé
í lægð. Þessir aðilar leita frekar tækifæra á erlendum hlutabréfa-
mörkuðum en að skipta yfir í skuldabréf. Iifeyrissjóðirnir hafa
margir hverjir verið að breyta fjárfestingarstefnu sinni að undan-
förnu í takt við breytta löggjöf. Þeir hafa fjárfest tiltölulega mikið
í erlendum hlutabréfum. Þetta hefur sett svip sinn á skuldabréfa-
markaðinn hér heima þar sem eftirspurn er minni en framboð.
Ekki er að vænta breytinga á steihu lifeyrissjóðanna í bráð. Vegna
óvissu á verðbréfamarkaði getur því verið skynsamlegt að geyma
góðan hluta af Qármunum sínum á markaðsreikningi þar til línur
skýrast."
Þóroddur Ari Þóroddsson, framkvæmdastjóri Burnham International.
„Aðkoma Landsbankans að Islandssíma er afar ánægjuleg. “
FV-mynd: Geir ólajsson.
2. Jákvæðustu tíðindin?
„Skráning deCode Genetics á Nasdaq."
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Rekstarumhverfi fyrirtækjanna hefur verið óstöðugt og því erf-
iðara en ella fyrir verðbréfafyrirtækin að spá um afkomuna. Á
allra síðustu dögum uppgjörstímabilsins veiktist krónan töluvert
og fjármagnsliðir því gerðir upp á töluvert lægra gengi en tekjur
tímabilsins endurspegluðu. Veiking evrunnar hafði neikvæð áhrif
á tekjur margra fyrirtækja, en upplýsingar um myntsamsetningu
tekna og gjalda eru í mörgum tilfellum af skornum skammti í
uppgjöri fyrirtækjanna. Þetta gerir okkur erfiðara um vik að spá
um afkomuna."
7. Spennandi kostir framundan vegna nýskráninga?
,Áf þeim fyrirtækjum sem nelht hefur verið opinberlega að steíhi
að skráningu stendur Landssíminn upp úr. Þetta er eitt af þeim
fáu íslensku fyrirtækjum sem vekja mun áhuga erlendra fjárfesta
og mun skráning þess fyrirtækis því styrkja innlendan hluta-
bréfamarkað,"
8. NOREX-samstarfið, sóknarfæri?
„Islenskir fjárfestar geta í dag keypt í öllum þeim félögum sem
skráð eru á hinum Norðurlöndunum eins og á öðrum mörkuð-
um. Að því leyti aukast sóknarfærin ekki. Norex samstarfið er þó
skref í alþjóðavæðingu íslenska markaðarins. Smám saman mun
verðlagning innlendra félaga taka mið af verðlagningu sambæri-
legra fyrirtækja á Norðurlöndum. Rétt er að fylgjast vel með þeim
innlendu félögum sem ætla má að veki áhuga erlendra fjárfesta."
9. Ábending til stjórnvalda?
„Selja bankana." ffij
Þóroddur Ari Þóroddsson
1. Mest á óvart?
„Kaup fjármálafyrirtækja á töluverðum hlutum í rótgrónum fé-
lögum og endursala. Það sem á ensku kallast „Greenmail".
56
3. Neikvæðustu tíðindin?
,Að ekki hafi enn náðst að skrá Oz.com á nokkurn markað.“
4. Hlutabréfavísitalan. Hvers vegna lækkun?
„Helstu ástæðurnar hljóta að felast í versnandi afkomu fyrir-
tækja í flestum geirum viðskiptalífsins. Gengisskráning krón-
unnar, hækkandi olíuverð, lækkun evrunnar, hækkun vaxta,
hækkun launakostnaðar og aðrir ytri þæltir. Útlitið er ekki
spennandi á komandi mánuðum og í kjölfar uppgjöra held ég að
þau fyrirtæki, sem stunda metnaðarfulla greiningu á íslensku
atvinnulífi, verði að taka sér tak og vinna sína vinnu betur. Fjár-
festar mega ekki missa trú á sjálfstæði og getu sérfræðinga eða
efast um hlutleysi ráðgjafar."
5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
„Veltutölur á Verðbréfaþingi íslands sýna að ijárfestar munu
frekar halda sig við innlend skuldabréf en hlutabréf þó svo að
viss merki geti verið um áhuga á óskráðum fyrirtækjum. Ég
held að ijárfestar muni hafi áhuga á erlendum hlutabréfum."
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Sérfræðingarnir vanmátu ytri þætti svo um munaði. Það var til
staðar bjartsýni á markaðnum sem skilaði sér í spám verðbréfa-
fyrirtækjanna. Sú bjartsýni virtist ekki byggð á sterkum eða vel
grunduðum forsendum."
7. Spennandi kostir framundan vegna nýskráninga?
„Tvímælalaust eru það ijarskiptafyrirtæki á borð við íslands-
síma og Línu.Net sem vekja mesta aðdáun þessa dagana.
Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með aðkomu Landsbank-
ans að Islandssíma og tel ég að þar hafi forsvarsmenn Lands-
bankans sýnt mikla framsýni. Fjarskipti verða mjög mikilvæg í
framtíðinni og nú er réttur tími til að veðja á þann sem kemur til
með að vera í fararbroddi á því sviði.“
8. NOREX-samstarfið, sóknarfæri?
„Uppbygging kerfisins kemur til með að hafa mjög jákvæðar
breytingar í för með sér. Veltan kemur til með að aukast og dýpt
markaðarins kemur einnig til með að aukast. Einnig losnar
j