Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 70
£ » ' W
S T Æ R S T U
Skýringar
Skýring 1.
SIF og IS sameinuðust um mitt árið 1999
undir heiti SIE í ljósi þess að tölur um
efnahag og Ijölda starfsmanna giltu um
fyrirtækið í árslok ákvað Fijáls verslun
að stilla upp sameiginlegri veltu beggja
fyrirtækjanna allt síðasta ár.
Skýring 2.
Baugur keypti öll hlutabréfin í Vöruvelt-
unni hf., 10-11, í lok maí í fyrra.
Skýring 3.
Islandsbanki og FBA sameinuðust í byij-
un júní á þessu ári. Sú sameining gerir
Islandsbanka-FBA að stærsta banka
landsins á árinu 2000 en Landsbankinn
var stærsti bankinn á síðasta ári.
Skýring 4.
Nóatún og Kaupfélag Arnesinga samein-
uðust í Kaupás í mars á síðasta ári.
Skýring 5.
Eigendur R Samúelssonar hf., Toyota,
eru einnig eigendur að Kraftvélum hf.
Skýring 6.
Eigendur Ingvars Helgasonar hf. eru
einnig eigendur að Bílheimum.
Skýring 7.
Hjá Opnum kerfum hefur bæst við nýtt
dótturfyrirtæki, Tölvudreifing.
Skýring 8.
Skinney, Þinganes og Borgey voru sam-
einuð í byijun síðasta árs undir heitinu
Skinney-Þinganes.
Skýring 9.
Islenska útvarpsfélagið og Skífan eru á
aðallistanum í ár þar sem raunveruleg
sameining fyrirtækja í fyrirtækjaneti
Jóns Olafssonar undir heitinu Norður-
ljós, sem tilkynnt var um á síðasta ári,
varð í reynd ekki fyrr en í byrjun þessa
árs.
Skýring 10.
Fyrr á þessu ári sameinuðust fimm fyrir-
tæki í kjötiðnaði og sláturhúsarekstri í
eitt; Goða hf. Fyrirtækin fimm eru Borg-
arnes-Kjötvörur, sláturhús og kjöt-
vinnsla Kaupfélags Héraðsbúa á Egils-
stöðum, Kjötumboðið hf. í Reykjavík,
Norðvesturbandalagið á Hvammstanga
og Þríhyrningur.
Skýring 11.
Samvinnusjóður íslands og Fjárvangur
sameinuðust fyrr á þessu ári í Frjálsa
íjárfestingarbankann.
Skýring 12.
ACO og Japis voru sameinuð fyrr á
þessu ári.
Skýring 13.
BGB hf. áÁrskógssandi og Snæfell, dótt-
urfélag KEA, sameinuðust í byrjun
þessa árs undir heitinu BGB-Snæfell.
Það fyrirtæki verður á listanum á næsta
ári. Snæfell er ekki á aðallistanum núna
þar sem það er inni í samstæðureikningi
KEA - en svo verður ekki á næsta ári.
Skýring 14.
ÚA keypti Hólmadrang hf. fyrr á þessu
ári en Jökul hf. á Raufarhöfn á því síð-
asta.
Skýring 15.
Sölufélag A-Húnvetninga var áður hluti
af sameiginlegu fyrirtæki Kaupfélags
Húnvetninga og Sölufélags A-Húnvetn-
inga. Fyrirtækjunum var skipt upp í byij-
un síðasta árs.
Skýring 16.
TölvuMyndir. Fyrirtækin TölvuMyndir
og Forritun AKS voru sameinuð á síð-
asta ári.
Skýring 17.
Velta Stálskips minnkaði til muna á síð-
asta ári vegna þess að annað skip þess
var frá veiðum hluta ársins vegna
óhapps.
Skýring 18.
Vaka Helgafell og Mál og menning voru
sameinuð fyrir nokkrum vikum.
Skýring 19.
Kælismiðjan Frost seldi þjónustuhluta
sinn á síðasta ári og er hann núna inni í
Stáltaki sem er sameinað fyrirtæki Stál-
smiðjunnar, Slippstöðvarinnar og
Stáltaks Frosts. Kælismiðjan Frost heitir
núna Icetech en að því fyrirtæki standa
Kælismiðjan Frost og Landssmiðjan.
Skýring 20.
Plastos umbúðir í Garðabæ og AKO-
plast á Akureyri, sem sameinuð voru í
upphafi síðasta árs, heita núna AKO
Plastos hf.
Skýring 21.
Deloitte & Touche sameinaðist Endur-
skoðunarstofu Ara 'Ihorlacius á síðasta
ári.
Skýring 22.
íslensk verðbréf hétu áður Kaupþing
Norðurlands og fengu hið nýja nafn í
byrjun síðasta árs.
Skýring 23.
Fróði sameinaðist útgáfufélaginu Iðunni
í upphafi þessa árs.
Skýring 24.
Islandssími hóf ekki eiginlega starfsemi
fyrr en seint á síðasta ári.
Skýring 25.
Skýrr er dótturfyrirtæki Opinna kerfa.
Skýrr fer því ekki inn á aðallistann enda
inni í samstæðureikningi Opinna kerfa.
Skýring 26.
Hugur er dótturfélag EJS og hluti af
þeirri samstæðu.
Skýring 27.
Kynnisferðir og Flugleiðahótel eru dóttur-
félög Flugleiða og hluti af þeirri sam-
stæðu.
70