Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 73
Jón Helgi Guðmundsson, Jramkvæmdastjóri BYKO.
Bjorn Hogdahl, framkvæmdastjóri Norðuráls.
Góður rekstur BYKO
í Lettlandi
Bjartar framtíðarhorfur í
áliðnaðinum
Byko er 25. stærsta fyrirtœki landsins og hefur vöxtur á
byggingamarkaði skilað sér í sölu byggingavara. En er
samdráttur á næsta leiti á þessum markaði? Jón Helgi
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Byko, svarar.
Norðurál er í 39. sæti listans. Bjorn Hogdahlfram-
kvæmdastjóri Norðuráls, segir að ánægja ríki með rekstur
Norðuráls. Framleiðslan sé fremur lítil miðað við nýtt
álver, aðeins 60 þúsund tonn á ári.
að gæti verið farið að draga úr mestu þenslunni. Vextir
eru mjög háir, tilkostnaður hefur aukist og lóðaframboð
er tregt. Það er engin sprengja í íbúðabyggingum á
landsvísu þó að vel gangi hér á höfuðborgarsvæðinu en hins
vegar held ég að vöxtur verði eitthvað áfram,“ segir Jón
Helgi.
Byko hefur í gegnum tíðina farið í gegnum margar sveifl-
ur i byggingariðnaði. Samdrátturinn upp úr 1990 nam um 40
prósentum í nokkrum helstu vörunum og segir Jón Helgi að
iðnaðurinn sé sveiflukenndur og fyrirtækið verði að haga bú-
rekstri sínum eftir því. Fleiri stoðum hefur verið rennt undir
reksturinn á undanförnum árum. Elko er t.a.m. undir Byko-
hattinum og svo hefur starfsemi fyrirtækisins í Lettlandi
gengið afar vel.
„Þetta getur hjálpað okkur að fást við samdrátt þegar og ef
hann kemur. Svo þurfum við sjálfsagt að fara í gegnum aðrar
rekstraraðgerðir," segir hann.
Byko hefur verið að endurnýja verslanir sínar á þessu ári
og mun halda því áfram. 5.000 fermetra vöruskemma hefur
verið reist í Kjalarvogi og er þar tekið á móti leiguskipum á
vegum fyrirtækisins. Á næsta ári verður haldið áfram að bæta
vöruhúsaaðstöðu fyrirtækisins.
„Svo eigum við von á því að umhverfi okkar breytist mik-
ið á næsta ári þegar framkvæmdum lýkur við umferðarmann-
virkin í Mjóddinni. Það verður miklu auðveldara að komast
að okkur og frá og það hlýtur að hafa áhrif á viðskiptin." lif
Við höfum haft nettóhagnað frá maí 1999 þegar aðeins
tveir mánuðir voru liðnir frá því álverið komst í fulla
framleiðslu. Starfsmenn og stjórnendur hafa náð góðum
tökum á rekstrinum þannig að okkur hefur skjótt tekist að ná
góðri rekstrarniðurstöðu," segir Bjorn Hogdahl og bendir á
að ráðningar hafi tekist vel og starfsmenn hafi sinnt frábæru
starfi. Norðurál tapaði engu að síður 166 milljónum á sl. ári.
Álmarkaðurinn hefur sveiflast mikið en markaðsaðstæður
hafa verið góðar undanfarið. Verð á áli hefur farið hækkandi
undanfarna mánuði og er nú um 1600 dollarar á tonnið.
Samningar Norðuráls kveða á um að verð á súráli og orku sé
bundið álverði og það segir Hogdahl að hjálpi til þegar niður-
sveiflur verða í álverði.
Verksmiðjan verður stækkuð á næstunni og mun fram-
leiðslan aukast um 50 prósent. I september 2001 verður verk-
smiðjan komin með full afköst. Hogdahl segir að kostnaður-
inn aukist hlutfallslega minna en sem nemur aukinni fram-
leiðslu.
„Samkeppnisstaða okkar batnar þannig að framtíðin er
björt. Hvað markaðsþróun varðar þá reynum við að fýlgjast
með þeim markaðsathugunum sem birtast. Þær gefa góð fyr-
irheit um framtíðina. Mikilvægasti þátturinn er að bílaiðnað-
urinn virðist hneigjast meira að því að nota ál í bíla og er spáð
mestum vexti á þeim markaði. Umhverfismál eiga stóran þátt
í þeirri þróun en aukin notkun áls hefur mjög jákvæð áhrif á
eldsneytisnotkun og auk þess er það endurvinnanlegt.“[£]
73