Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 150
Mörgæsir á ferð. Saga Film vann
auglýsingu fyrir Sony myndbands-
tökuvél og var hún tekin upp í
febrúar, enda átti sagan að gerast
á Suðurskautinu og því nauðsyn-
legt að hafa snjó og kulda.
Eftir hverju er sóst?
Tvö íslensk fyrirtæki koma mest við
sögu þegar erlendar auglýsingar
eru teknar upp á íslandi. Þetta eru
fyrirtækin Saga Film og Pan Arctica.
Að venju hefur verið líflegt hjá þeim
báðum á þessu ári. Þau aðstoða útlend
fyrirtæki, ekki aðeins við gerð auglýs-
inga heldur einnig önnur verkefni eins
og kynningar- og tónlistarmyndbönd.
Þá leggur Saga Film ennfremur
nokkra áherslu á að aðstoða við kvik-
myndagerð en Pan Arctica leggur
minna upp úr þvi.
Saga Film hefúr sl. fimmtán ár sérhæft sig í aðstoð og mynda-
tökum fyrir erlend kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki. Oft er
leitað til fyrirtækisins þegar verið er að leita að auðn, einmana-
leika, skemmtilegri birtu eða einhverju „öðruvísi" tíl að nota í
auglýsingum.
Þegar kemur að verkefnum fyrir erlend fyrirtæki eru not-
aðar bæði íslenskar og erlendar fyrirsætur. Oftast er þó reynt
að nýta þá sem finnast hér á landi, bæði leikara og aðra
starfsmenn. Hér á landi er orðið hægt að finna fólk af flestum
þjóðernum og því auðveldara um vik að finna fólk í hvers kon-
ar hlutverk. Þegar leitað er að fólki til að leika í auglýsingum
er gjarnan leitað til fyrirtækisins Casting sem er að hluta til í
eigu Saga Film.
Utimyndataka i febrúar Reynslan af
kvikmyndatökum, m.a. vegna James
Bond myndarinnai' A View To A Kill,
þar sem upphafsatriði myndarinnar var
tekið hér á landi hefur nýst Saga Film
vel og segir Leifur B. Dagfinnsson, yfir-
framleiðslustjóri hjá Saga Film, að nú
sé líkt því að hringurinn sé að lokast því
sumarið hafi meira og minna farið í tök-
ur fyrir kvikmyndina Tomb Raider.
„Tökuárið byrjaði eiginlega strax
eftír áramótín, í byijun febrúar, þegar
við vorum að vinna auglýsingu um nýja myndbandstökuvél frá
Sony, en það er fremur óalgengt að útímyndatökur séu gerðar á
þessum árstíma,11 segir Leifur sem hefur eftírlit og umsjón með
flestum erlendum tökum og samvinnu við erlend fyrirtæki.
„Ljósið á þessum árstíma er erfitt viðureignar og birtan
stendur stutt yfir, er ekki nema u.þ.b. sex til sjö tímar, og svo er
auðvitað allt á kafi í snjó. I þessu tílfelli var reyndar verið að leita
að stað sem gætí verið Suðurskautíð og við fórum á stúfana og
fundum ágætan stað uppi á hálendinu. Þær tökur sem fóru fram
hér á landi voru notaðar sem bakgrunnur, en erlenda tökuliðið
kom með leikmuni, eins og mörgæsir, sem þóttu nauðsynlegar
tíl að gera auglýsinguna trúverðuga. Þessar mörgæsir voru raf-
drifnar dúkkur og pappaspjöld, einnig lágvaxið fólk í mörgæsa-
búningum."
Að venju hafa nokkrar erlendar aug-
/
lýsingar verið teknar upp á Islandi á
/
pessu ári. Utlendu fyrirtækin eru pá
að leita eftir auðn, einmanaleika,
skemmtilegri birtu eða eimhverju
„öðruvísi“ til að nota í auglýsingum.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir. Geir Ólafsson og fleiri
150