Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 166
Tryggvi Felixson, hagfrœðingur og framkvœmdastjóri Landverndar, og Bjorn Lomborg, prófessor og höfundur bókarinnar Hið sanna ástand heims-
ins, í hita leiksins á fundinum. Lomborg hvatti til bjartsýni, vandinn væri fyrir hendi en hann væri bara minni en menn hefðu viljað vera láta.
„Og það er einmitt boðskapur þessarar bókar:
Þau börn sem fæðast á okkar tímum, bæði í
iðnríkjunum og í þróunarríkjunum, munu lifa
lengur, vera heilbrigðari, fá meiri mat, betri
menntun, meiri lífsgæði, fleiri tómstundir og
margfalt fleiri tækifæri - án þess að eyði-
leggja jörðina." Björn Lomborg í bókinni Hið
sanna ástand heimsins. (Bls. 264)
Frjáls verslun og Fiskifélagið efiidu
nýlega til opins fundar um bókina
Hið sanna ástand heimsins eftir
Danann Bjorn Lomborg á Grand Hót-
el Reykjavík. Lomborg, sem er töl-
fræðingur að mennt, starfar sem
prófessor við Háskólann í Arósum og hefur hann vakið athygli
fyrir skoðanir sínar. Lomborg kom á fundinn og flutti framsögu
ásamt Tryggva Feiixsyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra
Landverndar. Þrír spyrlar kröfðu þá svara og loks fluttu fjórir
menn ávörp. Salurinn var þétt setinn og voru umræður hressi-
legar. Benedikt Jóhannesson, eigandi Talnakönnunar, stýrði
fundinum.
Hvatti til bjartsýni Lomborg hefur skapað sér sérstöðu í um-
ræðum um umhverfismál, ekki síst meðal umhverfisverndar-
sinna en margir þeirra eiga erfitt með að kyngja skoðunum
hans. Sjálfur er hann gamall Grænfriðungur sem fór að velta
umhverfisverndarmálunum betur fyrir sér eftir að hann rakst
á viðtal við bandaríska hagfræðinginn Julian Simon í tímaritinu
166
Wired Magazine. Simon lýsti þar
þeirri skoðun sinni að skilningur fólks
á umhverfismálum væri að mörgu
leyti byggður á fordómum og ónógri
tölfræði. Heimsendaspárnar hrein-
lega stæðust ekki. Lomborg sann-
reyndi gögn Simons og komst að
þeirri niðurstöðu að þetta væri rétt.
Þróunin væri þveröfug við ríkjandi
skoðun. Heimurinn væri alls ekki á
fallanda fæti eins og svartsýnismenn
héldu fram.
Tæpast telst rödd Lomborgs til
ríkjandi skoðana og í framsögu sinni
minnti hann að sumu leyti á trúarleiðtoga sem flytur söfnuði
sínum fagnaðarerindið, sannleikann eina. Lomborg færði rök
fyrir því að sannleikurinn hefði verið afbakaður undanfarna
áratugi, ekki horfði jafn illa varðandi t.d. matvæli í heiminum
og menn hefðu haldið, velmegun værí meiri og ástand í heil-
brigðismálum hefði aldrei verið betra en nú. Þó að mannfólk-
inu fjölgaði hratt færi ástandið stöðugt batnandi. Aldrei hefði
verið meira um matvæli, olía væri langt frá því að verða uppur-
in og loftmengun hefði ekki minni verið síðustu 100 árin. Með
öðrum orðum sagði Lomborg: Dómsdagur er ekki í nánd,
þvert á móti. Hann hvatti til bjartsýni, vandinn væri fyrir hendi
en hann væri bara minni en menn hefðu viljað vera láta. Mann-
kynið þyrfti að forgangsraða verkefnum og ráðstafa fjármun-
um sínum skynsamlega til að tryggja bjarta framtíð.
Dómsdagur er ekki í nánd. Vanda-
mál eru fyrir hendi i umhverfismál-
um en pau eru minni en menn
vilja vera láta. Frjáls verslun og
/
Fiskifélag Islands efndu á dögunum
til fundarsem bar yfuskriftina:
„Heimsendir“.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson