Frjáls verslun - 01.08.2000, Side 168
Salurinn var þétt setinn. A myndinni má m.a. sjá Sigríði Margréti Guðmundsdótturfréttamann, Kjartan Ragnarsson leikstjóra og alþingiskon-
urnar Þórunni Sveinbjarnardóttur, Svanfríði Jónasdóttur og Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur.
Benedikt Jóhannesson, framkvœmdastjóri Talnakönnunar, t.v. var
fundarstjóri. Hann sést hér ásamt Árna Finnssyni.
Tryggvi Felixson ræðir við Jónas Haralz, fv. bankastjóra Landsbanka
Islands.
ast á næstu árum. Geturðu útskýrt þetta betur? Hvar t.d. finn-
ast þessar olíulindir?“ spurði Jón og Lomborg svaraði því til að
hann teldi ekki að orkuskattur ætti að draga úr olíuneyslu held-
ur loftmengun, þannig væri það a.m.k. í Danmörku og Banda-
ríkjunum. „En í rauninni ertu að biðja mig um að gera hið
ómögulega, að benda á þessar olíulindir þegar við erum ekki
enn búin að finna þær,“ sagði hann og kvaðst telja að einhvern
tímann kæmi að því að olíunotkun lyki í heiminum. „Olíuöld-
inni lýkur ekki af því að við verðum uppiskroppa með oliu frek-
ar en að steinöldinni lauk af því að við urðum uppiskroppa með
stein. Við munum hætta að nota olíu áður en hún verður búin
af því að við höfum fundið ódýrari orku.“
Glúmur Jón Björnsson efnafrœðingur, Alda Möller matvœlafrœðing-
ur, Arni Finnsson, framkvœmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Is-
lands, og Jón Bjarnason alþingismaður fluttu ávörþ.
Entjinn hefði dirfst... Tæpt var á mörgu á fundinum. Jón G.
Hauksson taldi veikleika á þessari umræðu; að í bókinni væri
algjörlega litið framhjá kjarnorkuvopnum og möguleikanum á
þriðju heimsstyrjöldinni og Lomborg svaraði því til að hann
hefði ekki getað tekið allt með. Loftmengun er alvarlegt vanda-
mál í heiminum og það viðurkenndi Daninn þó að hann teldi
hugsanlega of mikið gert úr gróðurhúsaáhrifum. Kyoto bókun-
in frá 1997, sem batt 38 iðnríki til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda, sagði Stefán Jón að hefði verið mörgum
stjórnmálamanninum dýr en því kvaðst Lomborg algjörlega
ósammála. Hann telur gróðurhúsaáhrifin hina miklu „hræðslu-
sögu“ okkar tíma og hvetur til þess að ijármunum til að draga
úr gróðurhúsaáhrifum verði skynsamlegar varið.
Fjórir sérfræðingar fluttu ávörp í lok fundarins, Jón Bjarna-
son þingmaður, Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur, Árni
Finnsson framkvæmdastjóri og Alda Möller matvælafræðing-
ur. Alda fagnaði bókinni, taldi hana líflega og jákvæða en Jón
rifjaði upp umgengni þjóðarinnar um náttúruna og varaði við
áhyggjuleysi í umhverfismálum. „Mér virðist Lomborg gera
sig að vissu leyti sekan um hroka og virðingarleysi eða eins og
hann segir: „Hafið ekki áhyggjur, ég er búinn að kortleggja hið
sanna ástand heimsins." Enginn á mínum uppvaxtarárum
hefði dirfst að koma með slíka yfirlýsingu," sagði hann.íí]
168