Frjáls verslun - 01.08.2000, Side 172
Gunnar Bjarnason, 31 árs, framkvæmdastjóri
Teymis. Gunnar tók við starfinu í sumar en hann
var áður söiustjóri Teymis. Þess má geta að Elvar
Þorkelsson, sem áður var framkvæmdastjóri
Teymis, er núna orðinn forstjóri fyrirtækisins.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
Gunnar Bjarnason, Teymi
Eftir ísak Öm Sigurðsson
Gunnar Bjarnason tók nú í
sumar við stöðu fram-
kvæmdastjóra hjá Teymi
hf. Teymi er Jimm ára gamalt
fyrirtæki sem sérhæfir sig í
gagnagrunnum og öllu því
sem þeim viðkemur. Teymi er
umboðsaðili Oracle sem er
annað stærsta hugbúnaðar-
hús í heimi með yfir 40.000
starfsmenn um heim allan.
„Teymi er fyrst og fremst
þjónustufyrirtæki og starf-
semi okkar snýst að mestu
um að aðstoða viðskiptavini
okkar við að nýta hugbúnað-
inn frá Oracle sem allra best.
Við sjáum um allt, frá uppsetn-
ingu á gagnagrunnum og
verkfærum þeim tengdum til
forritunar og kerfishönnunar.
Þó að Oracle hugbúnaður sé
fyrst og fremst þekktur á sviði
gagnagrunna og vöruhúsa-
gagna þá hefur Oracle að
undanförnu haslað sér völl
svo um munar á sviði við-
skiptalausna, svokallaðra
„eBusiness" lausna, og Inter-
netlausna," segir Gunnar.
„Oracle er í fararbroddi á
sviði Internetlausna og má
segja að Internetið sé knúið
áfram af Oracle hugbúnaði.
Könnun USA TODAY sýndi
fram á að 92 af 100 stærstu
Internetfyrirtækjum Banda-
ríkjanna nota Oracle. Þetta
sýnir að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra heimasíðna sem
þekktar eru um allan heim og
teljast til risanna á Internetinu
notast við hugbúnað frá
Oracle. Má til dæmis nefna
síður eins og Amazon.com og
Yahoo.com.
Styrkur Teymis liggur
fyrst og fremst í öflugu starfs-
fólki sem býr yfir mikilli þekk-
ingu og ekki er verra að hafa
öflugt bakland eins og Oracle
í Danmörku, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Við höfum
nýlega endurskipulagt fyrir-
tækið sökum þess hve hratt
það hefur vaxið á síðustu 12
mánuðum. Starfsmönnum
okkar hefur Jjölgað um helm-
ing á þessum tíma og því var
endurskipulagning nauðsyn-
leg. Skipulagsbreytingarnar
fela í sér að valdi og ábyrgð er
dreift eins og mögulegt er.
Ábyrgðin er flutt frá stjórn-
endum og deildarstjórum til
allra starfsmanna Teymis.
Markmiðið með þessu er að
verða enn sveigjanlegri og
sneggri og geta þannig veitt
viðskiptavinum okkar enn
betri þjónustu. Starf mitt nú
snýst fyrst og fremst um dag-
legan rekstur Teymis með
öllu sem því fylgir.“
Gunnar er fæddur 12. mars
1969 í Reykjavík og hefur búið
þar alla sína tíð. „Ég ólst upp í
Breiðholtinu og var í Selja-
skóla. Ég tók stúdentspróf frá
Verslunarskóla Islands og eft-
ir það fór ég í Tölvuháskóla
Verslunarskóla íslands. Þar
var öll áhersla lögð á forritun
og þegar því námi lauk lang-
aði mig að fá „meira kjöt á
beinin“. Ég fór því til Örebro í
Svíþjóð og tók B.S. gráðu þar í
tölvunarfræði. Ég hélt síðan
áfram og tók M.sc. gráðu í
sama fagi frá Háskólanum í
Uppsölum.
Á skólaárunum vann ég á
sumrin í Veiðihúsinu sem er
„dótabúð" fyrir veiðimenn.
Það var mjög harður heimur
sökum millar samkeppni en
að sama skapi góður skóli.
Fyrirtæki sem ekki stóðu sig í
stykkinu héldu ekki lengi
velli. Eftir námið i Svíþjóð
vann ég í tæpt ár hjá fyrirtæk-
inu Radisoft AB í Svíþjóð sem
gagnagrunnssljóri og forritari
en flutti síðan heim og hóf
störf hjá Teymi. Þar starfaði
ég í þjónustudeild sem ég svo
stýrði frá árinu 1997 fram til
júní á þessu ári.“
Gunnar er giftur Þórunni
S. Eiðsdóttur og eiga þau tvö
börn, Eið Svein, 6 ára, og Láru
Lilju, 4 ára. „Við búum úti á
landi, nánar tiltekið í Mosfells-
bæ og kunnum sveitalifinu
vel. Áhugamálin tengjast flest
útivist og ég er ólæknandi
dellukall. Skot- og stangveiðar
skipa stóran sess í lífi mínu og
fimmti íjölsky 1 dumeðlimnrinn
tengist áhugamálinu en það er
veiðihundurinn Fluga sem er
af þýsku pointer kyni. Að auki
er ég með jeppadellu sem er
bráðnauðsynleg hverjum
manni. Það liggur í hlutarins
eðli að maður hefur aldrei
nægan tíma til að sinna áhuga-
málunum en með því að
skipuleggja tíma sinn vel er
allt hægt.“ gg
172