Frjáls verslun - 01.08.2000, Blaðsíða 174
Sigurjón Sigurðsson:
Markmið S.Guðjóns-
sonar er að bjóða upp
á lausnir á vönduðum
og sérhæfðum
lýsingar- og rafbúnaði.
Sigurjón Sigurðsson, S. Guðjónssyni
Eftir Isak Öm Sifiurðsson
S. Guðjónsson er fjöl-
skyldufyrirtæki á göml-
um grunni sem einbeit-
ir sér að innflutningi á sér-
hæfðum lýsingar- og rafbún-
aði. Sigurjón Sigurðsson,
sonur stofnandans, Sigurðar
R. Guðjónssonar, er sölu-
stjóri fyrirtækisins. „Saga S.
Guðjónssonar ehf. nær aftur
til ársins 1958 þegar faðir
minn og stofnandi S. Guð-
jónssonar hóf að starfa sem
rafverktaki. I upphafi var íyr-
irtækið til húsa í 20 fm hús-
næði á Bjarnhólastígnum í
Kópavogi en árið 1965 flutt-
ist starfsemin í 100 fm hús-
næði í Auðbrekkunni," segir
Sigurjón.
„Um mitt ár 1967 var versl-
un með rafvörur bætt við
reksturinn og síðar á sama ári
hófst innflutningur á lýsingar-
búnaði frá Concord á hreyf-
anlegum kösturum á raf-
braut. I framhaldi af því voru
fluttar inn ýmsar gerðir af
lömpum og smávörum í raf-
lagnaefni. Viðskiptin við
Concord eru enn mikil. Arið
1978 yfirtók S. Guðjónsson
ehf. heildverslunina Ljósfara
og tíu árum seinna var fyrir-
tækið flutt yfir götuna í núver-
andi húsnæði að Auðbrekku
9-11 sem er 2.100 fm að flatar-
máli. Starfsmenn eru nú 15,
þar af 6 sölumenn. Markmið
S. Guðjónssonar er að bjóða
upp á lausnir á vönduðum og
sérhæfðum lýsingar- og raf-
búnaði.
Mitt hlutverk er að sjá um
innkaup fyrir ljósadeildina en
ég sinni einnig margvísleg-
um verkefnum í rafmagns-
deildinni. Arið 1996 sótti ég
námskeið í Þýskalandi hjá
„European Installation Bus
System" og lærði þar á stýri-
kerfi sem kallað er „Instabus“
og kynnti mér forritun á því
kerfi. í kjölfarið hóf fyrirtæk-
ið markaðssetningu Instabus
á Islandi sem hefur gengið
mjög vel.
Síðustu árin hefúr S. Guð-
jónsson ehf. unnið náið með
mörgum af virtustu arkitekt-
um og rafhönnuðum landsins
við uppsetningu Instabus
stýrikerfisins. Meðal þeirra
sem nýtt hafa þessa þjónustu
má nefna Listasafn Reykjavík-
ur, Olíshúsið, Nýherjahúsið,
Eflingarhúsið og Sáttasemj-
arahúsið í Borgartúni, Bláa
lónið, Hitaveitu Suðurnesja
og orkuverið í Svartsengi.
Ohætt er að halda því fram að
Instabus sé ráðandi stýrikerfi
á markaðnum í dag. S. Guð-
jónsson er einnig mjög sterkt
fyrirtæki í innflutningi á lýs-
ingarbúnaði. Meðal verkefna
fyrirtækisins í lýsingarbúnaði
má nefna Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar, Gerðarsafnið, Kjar-
valsstaði og Olíshúsið."
Sigurjón er fæddur árið
1967 í Kópavogi og eyddi þar
æskuárunum. „Eg var nem-
andi í Víghólaskóla og síðar í
MK, en hætti þar fljótlega
vegna anna í starfi hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu. Við erum
þrjú systkinin og vinnum öll
hjá S. Guðjónsson, bróðir
minn sem framkvæmdastjóri
og systir mín á skrifstofunni.
Segja má að ég hafi starfað
óslitið hjá fyrirtækinu frá ár-
inu 1986, samfellt síðustu 14
árin, og sé því nánast orðinn
eins og eitt af húsgögnunum
á staðnum. Þegar ég hóf störf
voru 5 manns hjá fyrirtækinu
en nú erum við orðin 15.“
Sigurjón er kvæntur As-
dísi Fanneyju Baldvinsdóttur
nuddara og eiga þau hjónin
tvö börn, Andra Fannar, 13
ára, og Stefaníu Osk, sem er
7 ára gömul. ,Áhugamálin hjá
mér tengjast eingöngu íþrótt-
um. Eg hef undanfarin 9 ár
verið varaformaður hjá HK
en var áður formaður knatt-
spyrnudeildar félagsins. Á
mínum yngri árum lék ég
hins vegar knattspyrnu með
IK. Skíðaíþróttin á sterk ítök í
fjölskyldunni, ég eins og önn-
ur systkini mín æfðum og
kepptum á skíðum. Faðir
minn, Sigurður Guðjónsson,
var einnig keppnismaður á
skíðum til margra ára og
segja má því að áhugi á skíð-
um sé ættinni nánast í blóð
borin," segir Sigurjón.BO
174