Skólavarðan - 01.11.1990, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.11.1990, Qupperneq 12
GÓÐ HUGMYND Lestrarrall (lesrall. lestrarþeysa) er mjög hvetjaadi fyrir skólanemendur og skilar sér í aukinni færni í lestri. Sérstaklega er það æskilegt í 4. bekk þar sem ekki er lengur lögð eins mikil áhersla á hina hefðbundnu lestrarkennslu. Nemendum hættir þá til að draga úr bókalestri en hafa þó mörg hver ekki öðlast þá lestrar- færni sem þarf til þess að lesa sér til ánægju. Fyrsta lestrarrallið á íslandi var haldið í Mosfellssveit vorið 1983. Rallið hófst með því að öll tíu ára börn í Varmárskóla hlupu númeruð yfir í Gagnfræðaskólann, en þar var Héraðsbókasafnið þá til húsa. Þar fengu allir lánaða bók og afhent eyðublað með spurningum um efni bókarinnar. 1 þessu ralli og því næsta árið eftir áttu börnin að lesa 20 bækur á 10 vikum. 1 þriðja rallinu 1989 var bókunum fækkað í 10 og vikunum í 5. Gaf það góða raun og mun fleiri luku rallinu en áður. Auk viðurkenningarskjalsins voru dregin út fern bókaverðlaun frá Héraðsbókasafninu, eða ein í hverjum bekk. Góð samvinna tókst milli bókavarða og bekkjarkennara og sáu bekkjarkennarar um stærstan hluta undirbúningsins og yfirferð svarblaða. Nemendur höfðu sérstök spjöld sem bækurnar voru skráðar á og voru þau í þremur litum eftir lestrargetu viðkomandi. Var það gert til að auðvelda bókavörðum að aðstoða við bókaval. 12

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.