Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýgublaðið 21. ágúst 1969 m ^Hamingjan ef Ijyerful SuSan cAShe 39 f kjólinn, sem hún hafði saumað. Það varð dauðaþögn í kirkjunni, þegar presturinn ■ spurði: — Hvað á barnið að heita? — Filip Pétur Farrell. Aftur hvískruðu og pískruðu allir og ungi faðirinn tók við syni sínum og hélt stoltur á honum, þangað til guðsþjónusturrni var lokið. Hann horfði á konu j sína yfir dúnmjúkan koll drengsins, og þeir, sem næstir stóðu, sáu, að augnaráð hans var þrurrgið ást, sem jaðraði við tilbeiðslu. — Þetta fólk hefur gifzt af ást, hvíslaði einn gest anna, en þeir, sem næstir sátu, litu hver á annan, en enginn sagði orð, því að bærinn hafði lært betur en að ganga um með slúðursögur. Rilminster hafði rekið upp stór augu, þegar Ethe! Rutley og frú Hilton sögðu sögu sína um hegðun Gildu. Seinna höfðu Lloyd og systir hans farið úr bænum og því hafði Pétur ekki kært hann, Frú Hilton var á hæli, enda hafði hún fengið slag eftir að hún missti barnið, en nú var hún á batavegi bæði líkamlega og andlega. Helen gat því verið hamingjusöm. Pétur rétti hinni stoltu ömmu barnið og hjálpaði henrri inn í bílinn. Seinna um daginn átti að halda veizlu, sem frú Bates hafði bakað og skreytt fyrir og því þurftu Helen og Pétur að flýta sér heim. Söfnuðurinn fór hver í sína áttina, en ungu hjón in fóru fótgangandi frá kirkjunni. Þau leiddust eftir I götunni og gengu að litlu söðlasmiðjunrri, þar sem j þau höfðu búið fyrst. . Pétur benti á skjaldarmerkið, sem hékk yfir búð-1 inni. — Nú fáum við nýjan söðlasmið í Farrell-ættina, . sagði hann stoltuf. Helen brosti blíðlega til hans. — Ef hann verður nú ekki handlaginnr eins og | pabbi? spurði hún hlæjandi. I Pétur skellti upp úr. I — Þá fær bróðir hans smiðjuna. Sama er, hver I fær hana, ef það verður aðeins Farrell. Helen horfði dreymandi niður götuna. Þau Pétur * ætluðu að eignast mörg börn — bæði drengi og | stúlkur, og hún sá þau fyrir sér sem í draumi, hávaxin I og sterk eins og Pétur, ■ Hann tók um hönd hennar og augu hans Ijómuðu. Nú bar hann fingur hennar að vörum sér. — Þetta verður þér að nægja, þangað til við i komum heim, frú Farrell. Þá kyssi ég þig betur. — Fyrir framan fimmtíu gesti? spurði hún stríðnis | lega, og hann þrýsti fastar hönd hennar. i Fyrir framan allan heiminn, ef svo ber undir, sagði hann ástúðlega. — Ég vil, að allir viti, hve heitt ég I elska þig, Helen. I Svo leiddust þau heim á leið. S Ö G U L 0 K . I Madridbúar fara oftast í bíó Hver reykvikingur fer að jafnaði 10 sinnutn í bíó á hverju ári -sæfanýfing 24,3% □ Skýrsla um aðsókn að kvikmyndahúsum í höfuðborg- um Evrópu var fyrir stuttu birt í danska dagblaðinu Berlingske Tidende. Þar kemur í Ijós, að Iteykjavík er í sjötta efsta sæti, hvað snertir aðsókn, en sætið skipar hún ásamt Vínarborg og Briissel. Mest aðsóknin er í höfuðborg- um rómönsku landanna og hef- ur Madrid vinninginn með 20, 7 heimsóknir að meðaltali á ári á hvern íbúa, Síðan kemur París með 15, 6 og Róm með 13,3. Þarnæst er Zúrich með 12,2, Kaupmannahöfn með 11 og Reykjavík, Vínarborg og Brússel með 10. Bezt sætanýting er hins vegar í Osló, sem kemur í níunda efsta sæti, hvað aðsókn snertir. Þar er sætanýting 17,9% Brússel með ... 28,9% Kaupmannahöfn með 27,4% London með ... 24,5% Reykjavík með .... 24,3% í þessari skýrslu er miðað við árið 1967, en tekið er fram, að í Danmörku hefur aðsókn að kvikmyndahúsum síðan þá minnkað um 10% og er í grein- inni kennt um hinum miklu verðhækkunum á aðgöngumið- . um. Ennfremur er vakiji athygli á, að mjög lítil aðsókn sé að I kvikmyndahúsum í Berlín og því einkum kennt um, að lítið j sé að því gert að auglýsa þær. almenningi. . I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véfarlok _ Geymslulok á Volkswagen í allfiestum iitum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir é- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhrelnsun. VönduB eg góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREEÐASTJÓRAR Gerum við aiiar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Iraktorsgröíur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. JarSvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. , Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN 77 allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.