Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Ritstjómarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði fl efri myndinni er Leifur BreiðfjörS a5 hengja upp eitt verka sinna, en á þeirri neðri sjáum við listamanninn í vinustogu sinni. NORRÆNN IÐNÞRÓUN-I ARSiÓÐUR A l'SLANDI? □ Sá hugmynd hefur komið fram, að stofnaður verði norrænn iðnþróunarsjóður á Islandi í því skyni að auðvelda aðlögun íslcnzks iðnaðar að EFTA-markaði ef til aðildar íslands að EFTA kemur, Verður það mál rætt sérstaklega við embættismenn frá hinum Norð- urlöndunum á fund'i, sem haldinn verður í Reykja- vík á morgun. 1 Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá viðskiptaráðu- neytinu, sem Alþýðublaðinu barst í gær. Sú tilkynning er í heild á þessa leið: ' „Hinn 12. nóvember 1968 samþykkti Alþingi þingsálykt- un, þar sem ríkisstjórninni var heimilað að sækja um aðild fs- lands að Fríverzlunarsamtök- um Evrópu. í samræmi við þetta iagði ísland fram umsókn um aðild að EFTA og fylgdi viðskiptamálaráðherra þeirri t»“-‘ Akn úr hiaði á fundi EFTA rú* í hinn 28. janúar J'rfrt 's sinn in <»«*viSrssður hófust þð "‘■-ix Mtt, í hnira, vjð-kiptamálaráðherra, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri, og Einar Benediktsson, deildarstjóri. Áður höfðu þing- flokkarnir komið á fót sam- starfsnefnd um málið. Voru til- nefndir í hana Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðherra, sem er formaður nefndarinnar, Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, Pétur Benediktsson bankastjóri, Helgi Bergs banka stjóri og Lúðvík Jósepsson al- þingismaður. Síðar var Jóni Baldvin Hannibalssyni hag- fræðingi, bætt í nefndina. í stað Péturs Benediktssonar hefur Jóhann Hafstein iðnað- armálaráðherra verið tilnefnd- í nefndina. Þórhallur Á3- geirsson og Einar Benedikts- son hafa síðan annazt áfram- haldandi samningaviðræður í Genf um málið og verið á- heyrnarfulltrúar að viðræðum Breta (Norðmanna, Dana j'og Svía, um freðfiskinnflutning til Bretlands. Gýlfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra hefur ásamt Guðmundi í. Guðmunds- svni ambassador, og Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytisstjóra, átt tvö viðtöl við Anthony Crosland, viðskiptamálaráð- herra Breta, og brezka embætt- ismenn um málið. Auk þess hafa íslenzkir ráðherrar og embættismenn rætt sérstaklega við ráðherra og embættismenn hinna Norðurlandanna í sam- bandi við fundi Norðurlanda- ráðs og ýmis önnur tækifæri sem gefizt hafa. f þessum viðræðum hefur sú hugmynd komið fram, að stofn aður verði á íslandi norrænn Framhald á bls. 15. I I I I STEINT GLER Ætlaði að verða listmálari ' ■. i □ Reykjavík — ÞG. ! ' ’ Sýningu Leifs Breiðfjörð á steindum glermyndum> sem opnuð var 9. ágúst í Blikksm'ðju Breiðf jörðs við Sigtún, lýkur á sunnudaginn. Alþýðublaðið hitti Leif að máli í gær og sagði hann? að aðsókn hefði verið góð, um 500 manns höfðu þá sótt sýninguna. Virtist Leifi myndimar fá góðar und- irtektir hjá fólki, þó hefur hann aðe'ns getað selt tvær litlar myndir, en hefur vontim að geta selt sama aðila há þriðju. Leifur lauk nárai í gler- myndalist í Edinborg fyrir ári og hefur dvalið hér heima síð- an. „Raunar ætlaði ég fyrst og fremst að leggja stund á mál- aralist,11 segir Leifur, þegar við erum komnir upp í stúdíóið hans í suðurenda hússins, — og bendir á nokkrar myndir, sem hanga á veggjunum. „En það er svo komið að glerið er orðið aðalatriðið." Glermyndalist er að sjálf- sögðu listgrein, sagði Leifur okkur, en hún getur líka verið iðngrein, eða listiðnaður. Þá er um að ræða gler í daufum lit- um, sem skorin eru niður og sett í blýramma. Þetta er að sjálfsögðu miklu ódýrara en gluggar sem eru hreinar mynd’- ir, — listaverk og það liggur líka mikil vinna í gerð glugg- anna. Glermyndalist er mjög nátengd „arkitektúr“, og segist Leifur leggja mjög mikið upp úr því að ná samvinnu við arki- tekta, það sé í rauninni heila málið. —- Leifur hefur verið að giíma við glugga í nokkrar kirkjur, Bústaðakirkju, kirkju óháðá safnaðarins og Fossvogs- kaþellu. Raunar eru forsvars- menn þessara guðshúsa á engan hátt skuldbundnir Leifi, þurfa ekki að kaupa af honum glugga nema þeim sjmist svo. Hann út- vegaði sér þessi verkefni aðal- lega til þess að hafa eitthvað visst til að vinna að. Því er’ nefnilega þannig varið, að lit- ur glerjanna verður að fara eftir því hverslags birta fellur í gegnum það, þannig er ekki sama hvort gluggi snýr til norð- urs eða til suðurs. ÍSLANDSMET í 200M. HLAUPI KVENNA □ Krístín Jónsdóttir setti í gær nýtt íslandsmet í 200 m hlaupi kvenna í Óðinsvéum í Danmörku, hún hljóp á 26.6, en fyrra metið, 26.8 átti hún sjálf. Hún varð önnur í röðinni. Kristín hljóp 100 m á 12.7, sem er bezti tími í ár. Þá sigr- Þrír á leiðinni með síld R'eykjavík — VGK □ Þrír bátar eru væntamlegir til 'l'ands í dag með síid aif Hjaltlands miðum, að sögn sUdarieitarinnar á R'aufarhöfn í morgun. Bátarnir eru: Gígja, Óskar Magnússon og Asgeir. Ekiki vissi síldarleitm um Ivversu mikinn síldarafla bátarnir eru með, en Óákar Magnússon leggur upp á Mjóafirði og Ásgeir á Seyðistfirði. aði Trausti Sveinbjörnsson í 200 m hlaupi á 23.0 og Lárus Lárusson varð annar í kúiu-i varpi með 13.74. v Á íþrótfasíðunni er skýrt frá tveimur öðrum íslandsmetum í frjálsum íþróttum. — Prentarar haida íund í dag □ Hópur innan Híits ísíjanzka prenltarafál'ags htífur farið frarn á að stjórnin ihaldi allmennjan fé- lagsfund til að útskýra gang mála. Er 'h'elzt að skilja á fundarlboði að óánægju gæti með það, hversu lít- ið almtennir prentarar vita um gang mála. Fundurinn verður í Iðnó og 'hafst kí. 17.15. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.