Alþýðublaðið - 01.11.1969, Page 1
©g
□ Gistiverð í íslenzkum gisti
húsum hækkar mánuðina maí-
september um 20%, en 10%
aðra mánuði. Er þetta árang-
ur samningaviðræðna milli
Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda annars vegar og
samgöngumálaráðuneytisins
hins vegar ,en sem kunnugt er
hafði SVG fyrirhugað meiri
hækkanir yfir sumarmánuðina,
en með þessu er tímabilið sem
sumarverðið gildir, lengt.
%
Hækkun þessi hefur í för
með sér um 4% hækkun á al-
gengri IT-ferð til íslands. Aðr-
ar almennar hækkanir eru ekki
fyrirhugaðar að óbreyttum að-
stæðum, en Konráð Guðmunds
son, hótelstjóri á Hótel Sögu
sagði í viðtali við blaðið í gær,
að ef um hækkun á matvælum
eða launum starfsfólks gisti-
og veitingahúsa yrði að ræða
hækkaði þjónusta húsanna, önn
ur en gisting, sem því næmi. —
„Ekki einblína á gólfiff, heldur horfa beint fram. Og svo máttu gjarnan
brosa.“ Þaff er frú Unnur Arngrímsdóttir aff leiffbeina um fallegan lima-
burff, þegar gengíff er niffur tröppur, en í opnunni er sagt frá Snyrti-
og tízkuskólanum nystofnaffa. (Mynd: Gunnar Heiðdal)
Mest
saltað í
Keflövlk
Reykjavík VGK
□ Heildarsöltun suðvestur-
landssíldar í haust nemur sam-
tals 58.659 tumium, samkvæmt
upplýsingum sem hlaðið hefur
fengið hjá síldarútvegsnefnd.
Síldarsöltun fór fram á alls 19
höfnum á Suðvesturlandi og
Austfjörðum. Hæsti söltunar-
staðurinn er Keflavík, en þar
voru saltaðar 8.771 tunna. Næst
kemur Grindavík með 7.618
tunnur og Akranes með 6.432
tunnur. Undanfarna daga hef-
ur engin síldveiði verið, enda
ekki gefið á sjó.
Suðvesturlandssíldin fer til
ýmissa. ianda og eftinspurn eft-
ir síld er mikil nú. Stór hluti
síldarinnar, eða um helmingur
er heilsaltaður og hluti hennar
verður flakaður og er flökun
u. þ. b. að hefjast á nokkrum
höfnum, enda er elzta síldin
orðin nægilega verkuð til flök
unar. Síld þessi er minni en
norðurlandssíldin og fara að'
jafnaði 6—800 stykki í tunnu,
en 3—400 af norðurlandssíld.
67 þúsund tunnur af Shet-
landseyjasíld voru saltaðar í
sumar og hefur allt það magn
verið selt til Rússlands, Sví-
þjóðar og Finnlands. Er nú ver
ið að ljúka afskipun á síldinni.
□ Þarna er maffurinn hakkaffur í
spað. brosmildur á svip, með blóm
í höndum. Kannski á þetta aff vera
táknrænt: Hakkavélin listgagnrýn
endur aff hakka listamanninn í
spaff. Ef verk mannsins á mynd-
inni eru ekki lakari en þessi sam
setning, þarf hann engu aff kvíða
en þetta er mynd á boðskorti, sem
Magnús Tómasson sendi. út, en
hann opnar í dag sýningu á 30—
40 verkum í Gallerí SÚM en sýning
in verffur opin frá kl. 4—10 í
hálfan mánuð.
íslenzkt leikril 'BÖRN ÐAUDáNS í útvarpinu:
Fimm króna
kaup hjá höfund
i
Reykjavík — VGK
□ „Börn dauðans“, nýtt ís-
lenzkt framhaldsleikrit fyrir
útvarp eftir Þorgeir Þorgeirs-
son hefst á morgun kl. 4 í út-
varpinu. Leikritið er byggt á
heimildum um morðið á Natan
Ketilssyni á í4luSastöðum Á
Vatnsnesi, Húnavatnssýslu, ár-
ið 1826, en morðingjar Natans
voru teknir af lífi 12. janúar
1830 og var það síðasta aftaka
á íslandi. Þorgeir upplýsti í
gær, að hann hefði unnið að
gerð leikritsins í 5 ár, haft hana
að aðalstarfi í 3 ár og launin
fyrir verkið væru kr. 5 á klst,,
miðað við 300 vinnustundir á
mánuði. Tók Þorgeir þetta
fram vegna þess að á blaða-
mannafundinum kom til um-
ræðu ný og bætt íeglúg'erð um
aukna greiðslu ríkisútvarpsins
til rithöfunda, fyrir verk er út
varpið flytur efíir þá.
„Við erum óskaplégá hrifin
af þessu verki og það hefur
verið óskaplega gaman að vinna
við það’‘, sögðu leikararnir
einum rómi í gær.
Þorgeir Þorgeirsson hefur
kvnnt sér mjög ítarlega heim-
ildir um efni það sem leikritið
fjallar um, einkum dómsskjöl
um málið. —
Þá hefur hann á Landsbóka-
safninu legið yfir rituðu máli
um þetta fræga sakamál, sem
svo mikið hefur verið skrifað
um og orkað hefur á ímyndun-
arafl fólks í landinu í þau rúm
140 ár sem liðin eru frá því
Natan Ketilsson var myrtur.
Framhald bls. 4