Alþýðublaðið - 08.11.1969, Page 9
Alþýðublaðið 8. nóvember 1969 9
Byggðakönnun Þorsteins Gunnaruonar
og Harðar Ágústssonar í gamla bænum
fyrsta lagi er úrvinnsla gam-
alla teikninga og í öðru lagi
úrvinnsla sögulegra gagna.
Þetta er mjög tímafrekt starf
hvorttveggja en tilgangurinn
með því var að ákvarða aldur
húsanna og sögu. f þriðja lagi
van rannsókn á sjálfum bygg-
ingunum. Niðurstöður þessara
rannsókna eru teiknaðar á kort,
sem urðu 7 talsins. — Á fyrsta
kortinu er aldursgreining hús-
anna. Er henni skipt í skeið og
þau merkt með ákveðnum lit-
um. Fyrsta skeiðið er talið til
1874, annað frá 1874 til alda-
móta, þriðja frá aldamótum til
1918, en fjórða frá 1918 til des.
1927, en þau tímamót eru mörk
uð af fyrstu skipulagssam-
þykktinni, sem gerð var. Hús,
sem eru byggð eftir það eru
sett í einn flokk.
BYGGINGAR-
GREINING
— Síðan eru kort með byge-
ingargreiningu húsanna til
1927, og hún skiptist í nokkra
þætti. Fyrst er sögulegt gildi,
en það skal tekið fram, að sú
rannsókn okkar er ekki tæm-
andi. Því er skipt niður í sögu
lega atburði, merkar stofnanir,
Gamla Landshöfðingjahúsið,
sem kallað er Næpan í dag-
legu tali nú. Samkv^emt til-
•'lögum þeirra Þorsteins og
Harðar fór fram á því stór-
felld viðgerð s.l. sumar.
í þessu húsi er nú franska
sendiráðið, en Olav Forberg,
sem var landsímastjóri á ár-
unuin 1907—1927, byggði það
árið 1909. Greinilega má sjá
áhrif af norskum byggingar-
stíl á húsinu, en það var
byggt að öllu leyti af íslenzk-
um mönnum.
hvort húsin hafa verið aðset-
ur frægra manna og í síðasta
flokkinn setjum við lið, sem
við köllum ,,annað“. — Þá er
kort yfir byggingarefni hús-
anna. Það skiptist í steinsteypt
hús, steinhús með timburlofti,
timburhús, járnvarin timbur-
hús og múrhúðuð timburhús.
Við athuguðum líka viðhald og
tæknilegt ástand húsanna og
skiptum því niður í fjóra
flokka, þ. e. gott, viðunandi,
(sem er normal ástand gamals
húss), slakt og hrörlegt. — Við
gerum líka athugun á heildar-
svip gatnanna cða hverfanna
og skiptum húsunum niður í
þrjá fiokka; samstætt ríkjandi
vfirbragð, andstætt ríkjandi yf
irbragð og hlutlaust. Síðasta
kortið yfir byggingargreiningu
lýsir listgildi húsanna og er því
skipt niður í: ágætt, gott, hlut-
laust, slakt, lélegt og sérstak-
lega er tekið fram hvort höf-
undur fr þekktur.
VARÐVEIZLUGILDI
HÚSANNA
Þá kemur að þriðja þættin-
um, varðveizlugildi. Eru húsin
merkt með mismunandi litum
eins og á hinum kortunum og
varðveizlugildinu skipt í
brennt: æskilegt að húsin séu
varðveitt á staðnum, varðveitt
á byggðarsafni og í þriðja lagi,
að gefin séu tækifæri til rann-
sókna og ljósmyndunar áður eþ.
húsin eru rifin.
Sjö slík verkefni eru þegar
komin til borgarráðs, en hið
áttunda er á leiðinni. Með þeim
fylgja síðan skipulagstillögur
sem stefna að því að götur þær
eða hverfi sem ;yið viljum varð
veita, falli inn í heildarskipu-
lagið og slitni ekki úr tengsl-
um við umhverfi sitt og sömu-
leiðs greinargerð og gamlar og
nýjar ljósmyndir. En það skal
tekið fram, að borgarráð hefur
ekki tekið afstöðu til þessara
tillagna ennþá.
I
UMHVERFI
TJARNARINNAR
VERÐUR AÐ VERA
ÓBREYTT
— Hvaða svæði tókuð þið
fyrir?
— Við skiptum gamla borg-
arhlutanum í fimm svæði, Mið-
bæ, Tjörnina og umhverfi,
Austurbæ, Þingholt og Vest-
urbæ. — Og niðurstaðan.er sú,
að við viljum varðveita óbreytt
allt Þingholtsstræti, umhverfi
Tjarnarinnar, þ. e. Thors Jen-
sen húsið, Fríkirkjuna og barna
skólann. Sömuleiðis megnið af
húsaröðinni við Lækjargötu á
milli Stjórnarráðsins og íþöku,
Búnaðarfélagshúsið gamla, alla
Tjarnargötuna og í Vesturbæn
um Stýrimannastíg og Mið-
stræti. Og að sjálfsögðu vilj-
um við varðveita Alþingishús-
ið, Dómkirkjuna og sömuleiðis
tugthúsið við Skólavörðustíg,
en samkvæmt aðalskipulaginu
á Grettisgata að framlengjast
í gegnum það.
LÉLEG HÚS í
GR J ÓTAÞORPINU
— En hvað um Grjótaþorp-
ið og Austurstræti?
— Að okkar áliti er ekki bita
-stætt á að verja Grjótaþorpið,
húsin eru yfirleitt of léleg, en
við höfum lagt til að nokkur
hús verði flutt upp að Árbæ og
einnig munum við fylgjast með
þegar önnur hús verða rifin.
— IJvað Aðalstræti vdðkemur,
er þegar búið að skemma þá.
götu. Tvö gömul hús brunnu
að vísu, Hótel ísland og húsið
sem Gildaskálinn var í síðustu
árin. Það var líka mjög mikill
skaði þegar þau hús voru rifin
sem stóðu þar sem Morgun-
blaðshöllin stendur nú, og nú
síðast hurfu Uppsalir. Raunar
vaf það hús órðið lítils virði
þegar hin. voru farin, heildar-
Framhald á 'bls.' 11,‘ '.