Alþýðublaðið - 17.11.1969, Side 6
6 AJþýðu'folaðið 17. nóvember 1969
Heiðlóa. — Ljósm.: Grétar Eiríksson.
□ Sumarið er tími íarfuglanna á íslandi. Þeir koma
hingað á vorin og fara héð&n á haustin. Aðeins til-
tölulega fáar tegundir dvelja hér árið um kring, hafa
aðlagazt loftslagi og landslagi, eru orðnir ífullgildir ís-
lendingar. En auk farfuglanna, sem leita hingað til
varpsíöðva isinna ng eyða ihér sumrinu, teru isvo far-
gestir og flækingar. Fargestirnir lkoma hér'við á 'vorin
á leið til annarra morðlægra landa og sömuleiðis á
haustin í ‘bakaleiðinni, ien flækingarnir herast hingað
frekar jaf tilviljun, lenda í íhafvillum cg 'hrekjast fyr-
ir vindi upp að ströndum íslands. Þetta eru einatt
forvitnilegir fuglar, ,þó ekki væri af annarri ástæðu en
þeirri, að þeir eru sjaldséðir gestir á þessari (norðlægu
úthafseyju. 1 í \
í því skyni að forvitnast lum sjaldséða flækinga og
fargesti í vor eða haust, snerílég mér tiUtveggja fugla-
áhugamanna, þeirra Jóns Baldurs Sigurðssonar, kenn
ara, og Grétars Eiríkssonar, tæknifræðings, isem báð-
ir ,hafa verið leiðsögumenn í íuglaskoðunarferðum af
og til,/Og spurði þá, 'hvað helzt iværi tíðinda í þessum
efnum. Brugðust þeir vel við og létu mér í té ýmsa
markverða vitneskju, isem rakin verður í stuttu imáli
hér á eftir.
Heisingi á
ReykjavíkurfjÖrn
Jón Baldur hafði frá ýmsu
■ markverðu að segja úr fugla-
lífinu. T. d. kvaðst hann hafa
• séð helsingja á Reykjavíkur-
tjörn 11. apríl, en hann mun
! ekki hafa sézt þar fyrr. Hann
var þar síðan viðloðandi a. m.
\ k. fram undir apríllok, hélt sig
' með gæsunum, var dálítið stygg
ur fyrst, en þegar á leið, spekt
1 ist hann og át brauð, sem hon-
um var gefið, næstum því úr
—GG.
hendi manns. Helsingi hefur-
orpið í Breiðafjarðareyjum af
og til, en mun þó ekki vera
reglulegur varpfugl þar. Sömu
leiðis hefur hann sézt paraður
heiðagæs í Þjórsárverum.
Líka sást á Tjörninni bles-
gæs, og er hún algerlega nýr
Tjarnarfugl. Hún var svolítið
seinna á ferðinni, sást fyrst 25.
apríl og síðan eitthvað næstu
dagana. Þá sá Jón margæsahóp
við Bessastaðanesið, um 100
talsins. Þær sjást þar á hvérju
vori, að sögn Jóns, eru á leið
til Grænlands, helsinginn og
belsgæsin sem sáust á Tjörn-
inni hafa/,sjálfsagt verið á leið
þangað líka, en villzt frá hópn-
um, sem þær voru í og stað-
næmzt þarna.
Þá kvaðst Jón Baldur hafa
séð tvo gráspörva, karlfugla,
fyrst vestur á Ránargötu og
Stýrimannástíg og svo niður við
Grjótagötu. 25. júní sáust fjór
ir múrsvölungar í fjörunni við
Kasthúsatjör-n á Álftanesi, þeir
sjást oftast- eitthvað á hverju
ári, en hafa aldrei orpið hér,
svo vitað sé. • Loks sagði Jón,
að lappajaðrakan og rúkragi
hefðu sézt á Álftanesi í vor.
Yepja
Ijósmynduð
Grétar Eiríksson rakst ekki
á ýkjamikið af sjaldgéefum far
gestum eða flækingum í sum-
ar, enda alltaf nokkuð undir
tilviljun komið, hvað á vegi
manns verður hverju sinni, auk
þess sem áraskipti eru að slík-
um fuglakomum. Grétar rakst
þó á rúkraga og lappajaðrak-
an, og sömuleiðis komst hann í
tæri við vepju hér í nágrenni
Reykjavíkur í apríl síðastliðn-
um. Það var aðeins einn fugl,
en í marz hafði orðið vart
tveggja vepja á svipuðum slóð
um. Grétar var svo heppinn
að ná ágætri mynd af vepjunni,
líklega fyrstu mynd, sem næst
af fullorðinni vepju hér á landi
og var hann svo vinsamlegur að
leyfa okkur að birta hana í
þessum þætti. Hinsvegar náði
Jón Baldur Sigurðsson mynd
af fyrsta vepjuhreiðri, sem hér
hefur fundizt, sumarið 1963, og
sömuleiðis af vepjuunga. Hef-
ur hann sagt frá því og fleiru
Vepja. Ljósm.: Grétar Eiríksson.
í m # wimt w
sem vepjunni viðkemur í fcóð-
leg’ú grein í Náttúrufræðingn-
um, 3—4 hefti, 1967.
Grétar sagði, að varpheim-
kynni vepjunnar væru svo að
segja um allt meginland
Evrópu. Hingað flækist hún af
og til og þá helzt frá Brétlandi,
einkum þegar vetrarhörkur eru
á þeim slóðum. Vepjan- hefur
undanfarið fært út varpstöðv-
ar sínar norður á bóginn og
kynni svo að fara, að hún yrði
fastur varpfugl á íslandi.
Vepjan er náfrænka heiðló-
unnar og svipar til hennar,
hvað vaxtarlag snertir, en er
ivið stærri. Hún er ákaflega
auðþekktur fugl, svört að ofan
og hvít að neðan og hefur lang-
an fjaðratopp aftur úr hnakk-
anum, sem gerir hana auðkenni
lega. Hún heldur sig mikið á
ræktuðu landi.
Þá sagðist Grétar hafa séð
hér gráhegra í fyrravor í nánd
við Vífilsstaði, hann kemur
hingað af og til í rióvember eða
desember frá Bretlandi og er
fram í marz-apríl og fer svo
til Bretlands aftur, venjulega
aðeins örfáir fuglar. Sama er
að segja um silkitoppuna, hún
kemur hingað á haustin og er
hér dálítið á flækingi á vet-
urna, hrekst hingað fyrir sunn
anvindinum, en Grétar kvaðst
ekki hafa séð hana í haust.
LféshöfSaðtid
á Tjöminni
í fuglaþættinum hér í blað-
inu 13. Séþt. s.l. var dálftiíl
pistill um fuglalífið á -Tjörn-
inni í Reykjavík, m. a. upptaln-
ing þeirra fuglategunda, sem
þar hafa aðsetur eða sézt þar
einhverntímann. í þessa upp-