Alþýðublaðið - 13.12.1969, Síða 5
Alþýðublaðið 13. desember 1969 21
Fólk gefur líka
erlendar bækur
JÓLABÓKIN FÆST í
Bókabúðinni
HRÍSATEIG 19.
FÓLK gefur líka erlendar
bækur í jólagjafir eftir því sem
Alþýðublaðinu er tjáð.
Við röbbuðum í fyrradag við
tvo bóksala í Reykjavk, sem
mikið selja af erlendum bókum,
*íþá Magnús Torfa Ólafsson í
deild erlendra bóka hjá Máli og
Menningu og Steinar Guðjóns-
son hjá Bókaverzlun Snæbjarn-
ar Jónssonar._________________
Magnús Torfi Ólafsson í deilcl
erlendra bóka í Bókaverzlun
Máls og menningar:
— Mig langar til að leggja
íyrir þig þá spurningu Magnús,
hvort einhver brögð séu að því
að menn kaupi erlendar bæk-
ur til jólagjafa?
— Já, nokkur brögð munu_
jvera að því þótt það sé ekkert
líkt því sem gerist um íslenzk-
ar bækur. Það er þó nokkuð um
það að menn kaupi bækur sem
eru nýkomnar út erlendis, eink-
um á Norðurlöndum og Bret-
Magnús Torfi ölafsson.
landi, bækur sem hafa vakið
mikla athygli. Þó er sérstaklega
áberandi í jólasölunni að menn
kaupa erlendar bækur til að
gefa sjálfum sér, þegar þeir eru
búnir að kaupa innlendar bæk-
ur til að gefa ættingjum og vin-
um, þá hafa þeir eitthvað í
huga erlent sem þeir hafa á-
girnd'"á sjálfir, þeir menn sem
á annað borð fylgjast með bóka
útgáfu f öðrum löndum.
— Og hvers konar bækur eru
þá mest keyptar?
— Það er mjög erfitt að segja
um það, mest líklega þær bæk-
ur sem maður verður að kalla
metsölubækur, t. d. bækur Morr
ish um nakta apann og manna-
dýragarðinn, líka skáldsögur
sem vekja athygli, listaverka-
bækur og enn fremur ævisögur
og sagnfræði.
— Hvers konar fólk finnst þér
það vera einkum sem kýs sér
slíkar jólagjafir?
— Einkum fólk sem hefur
dvalizt meira eða minna erlend
is eða hefur komizt uppá að
fylgjast með ritdómum og bóka
fregnum í erlendum blöðum, og
veit því hvað er að gerast á
erlendum bókamarkaði. Það get
ur verið fólk af öllu tæi.
— Það eju þá einkum þeir
■sem hvort sem er skipta mikið
við ykkur?
— Já, aðallega er það.
— Er meiri sala í erlendum
bókum fyrir jól heldur en á öðr
um tíma?
— Já, hún er meiri, þótt mun
urinn sé hvergi nærri einsog
viðvíkjandi íslenzkum bókum.
Steinar Guðjónsson: —
— Kaupir fólk erlendar b^pk-
ur til jólagjafa, Steinar? "
— Já, það gerir það, aðallega
glæsilegar bækur, fallega út-
gefnar eins og listaverkabækur
og hagnýtar bækur til gjafa fyr
ir skólafólk. Fræðibækur um
vísindi og tækni. Einnig iista-
verkabækur og svo klassiskar
menntir ef þær eru skemmtilega
út gefnar.
— Finnst þér vera mun meiri
sala í erlendum bókum fyrir
jól en aðra tíma árs.
— Já, svolítið meiri, bóksal-
an tekur öll kipp. En samtím-
is dettur niður sala í þungum
vísindalegum bókum.
— Hvaða fólk er það einkum
sem gefur erlendar bækur í jóla
gjöf?
— Alls konar fólk, en aðal-
lega menntamenn og aðstand-
endur menntamanna. Og þar að
auki fólk sem hefur áhuga á að
gefa vandaðar bækur.
— Kaupa menn erlendar bæk
ur handa sjálfum sér í jólagjöf?
— Það getur verið að eitt-
hvað sé um það, menn vilji
tryggja sér eina góða bók til
að hafa að lesa um jólin.
— Er sala erlendra bóka yf-
irleitt minni nú en hún var fyr-
ir tveimur árum?
Steinar Guðjónsson.
— Nei, svipuð, líklega alveg
sú sama.
— Er hún kannski heldur vax
andi ár frá ári, þegar litið er
yfir langan tíma?
— Já, það er líklega hægur
vöxtur. Verð bóka er alltaf að
hækka, og verðhækkanirnar
draga úr eðlilegum vexti sölunn
ar.
— Þið hafið því ös í erlend-
um bókum líka?
Framhald á bls. 24
Það er isegin saga.
Jólabókin fæst hjá Braga. ,
BÓKAVERZLUN
Braga Brynjólfssonar
Hafnarstræti 22.
JÓLABÆKURNAR FÁST í
Bókabúð Vesturbæjar
Dunhaga 23.
JÓLABÆKURNAR FÁST í
BÓKAVERZLUN .
Jóns P. Jónssonar
ÁLFHEIMUM 6. ' V* } ■ : ' 1
Jón Þórarinsson.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
ævisaga.
Ævisaga höfnndar lagsins viö þjóðsöng lslendinga.
Brugðið upp iifandi svipmyndum frá heimilisháttum og bæjarbrag
lifinu
í Reykjavík á nítjándu öld. Sagt er ítarlega frá lífinu i Latínuskólanum,
ýmsum merkum mönnum og einnig frá Kvöldfélaginu hinum merka
Jeynifélagsskap Reykvískra menntamanna. Sveinbjörn Sveinbjörnsson
átti viðburðaríka starfsævi erlendis, lagði m.a. stund á kaupsýslu og
hlaut óumdeilda viðurkenningu sem tónlistarmaður.
Bókina prýða 40 myndir.
Félagsmannaverð
kr. 685.00.
ALMENNA BOKAFELAGiÐ
AliSTURSTRÆTI 18 SÍMI13