Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 3
JOLABLAÐ 1969 3
Þess vegna eru Stjörnur vors-
ins eiginlega eina bókin mín
þarsem nafnið er ekki í föst-
um tengslum við eitthvert
kvæði.
— Og það hefur aldrei birzt?
—■ Nei, það hefur aldrei
birzt, ég er óánægður með það
ennþá, vil ekki birta það enn.
— Ég held mikið uppá lítið
kvæði eftir þig sem heitir Sorg-
in, mér finnst það einstaklega
viturlegt og sanngjamt í garð
sorgarinnar, sanngjarnara en
flest sem um hana hefur verið
sagt.
— Já, það er smá-kvæði. Ég
veit ekki hvemig þetta kom,
mér er það óljósit, mér hefur
alltaf verið óljóst hvernig
þetta byrjaði. Þetta mótíf fór
bara •einhvern veginn að syngja
í huga mér. Það varð til ein-
hvern veginn smámsaman, kom
held ég alveg af sjálfu sér. Ég
.gekk með þetta í huganum af-
jskaplega lengi áðuren ég festi
það á blað.
- —En þjóðvísan sem er
kannski þitt frægasta ljóð?
—Já, það er það kannski.
Þar kemur einmitt þetta sem
ég hef aldrei verið sáttur við.
Þeir eru margir sem líta á það
sem kallað er raunvemleiki,
hinn ytri raunvemleiki, sem
einasta veruleikann í lífinu. Ég
hef aldrei getað sætt mig við
það sjónarmið vegnaþess mér
finnst ég hafa rekið mig á að
kannski er eins margt sem
verulegu máli skiptir fyrir
manninn — sem hann lifir og
lifir raunverulega alls ekki á
þessu sviði, sviði hinna áþreif-
anlegu hluta. Þetta kvæði, þjóð
vísa, var eiginlega tilraun til
að lýsa mjög raunverulegri
upplifun sem skeður í hugskoti
manns, reynslu sem er alveg
eins raunvemleg og hvað ann-
að, en hlítir þó öðrum lögmál-
um. Þatta er innri upplifun,
eða mér finnst ég hljóti að
mega segja það.
—Fljótið helga?
— Já, um það gildir að ýmsu
leyti hið sama og um kvæðið
Eftirmála. Eftirmáli er við-
skilnaður við ákveðið tímabil.
En Fljótið helga er eiginlega
uppgjör við lífið á víðara sviði.
Ég hafði mikla þörf fyrir að
yrkja það kvæði af því þann-
ig stóð á með sjálfan mig, með-
al annars var heilsa mín veil
um þær mundir, ég bjóst við
að ég væri að fara þá og þeg-
ar.
— Þú hefur verið að gera
upp sakirnar við tilveruna.
— Já, mér fannst ég þurfa
þess.
— Ég hef heyrt þig segja og
þótti merkilegt að of mikið sé
uppúr því lagt að skáldið yrki
ljóðið, það megi alvegeins segja
að ljóðið yrki skáldið. Hvað
viltu segja um þessa athyglis-
verðu staðhæfingu?
— Þetta er hugsun sem er
ákaflega gömul hjá mér. Ég
veit hún er gömul því hún er
komin inní ljóð sem ég orti
fyrir mjög mörgum árum og
ég hef aldrei birt. Það er
kannski ekki svo auðvelt að
gera þetta alveg skiljanlegt. En
það er hægt að nálgast spurs-
fnálið eftir skiljánlegum leið-
LJÓÐIÐ YRKIR SKÁLDIÐ |
um, til dæmis það að ástundun
einhvers hlutar getur tekið ráð
in af manninum. Þess eru dæmi
úr bókmenntasögunni og hvar-
vetna annars staðar. í þessu
sambandi hefir mér oft komið
í hug Kristján skáld Jónsson,
það ágæta skáld, hann byrjar
að yrkja sín bölsýniskvæði á
tvítugsaldri. Að vissu leyti lá
það alveg beint fyrir honum,
þetta var á tímabili þegar þungt
var yfir þjóðinni, hún tekur
þessum ljóðum opnum örmum,
hann finnur að þetta á mikinn
hljómgrunn með þjóðinni. En
hann varar sig ekki á því að
smámsaman fara þessi kvæði
að taka ráðin af honum, þann-
ig verða það kvæðin sem
yrkja honum örlög og svo er
oft.
— Þetta þykir mér meira en
lítið athyglisvert. Má ég búa
til eftir þér eftirfarandi stað-
hæfingu: Skáld verður það
sem það yrkir?
— Ætli megi ekki orða það
svo.
— Og þarafleiðandi: ef skáld
temur sér að yrkja um göfug
efni . . .
— Það verður þá að mínum
dómi pósitífari maður en ella
mundi.
— Þú gazt þess áðan að kvæð
ið Stjörnur vorsins væri enn
óbirt, og eins sagðirðu að þessi
hugsun að ljóðið yrki skáldið
hefði komið fram í ljóði sem
þú ortir fyrir löngu en aldrei
hefur birzt. Nú langar mig til
að spyrja þig; áttu ekki mikið
af óbirtum ljóðum? Mega ekki
íslenzkir ljóðaunnendur von-
ast eftir að sjá nýja bók frá
þér innan skamms?
Jú, ég hef alltaf ort öðru
hverju, en þetta er mál útaf
fyrir sig. Mér hefur alltaf þótt
einna dapurlegast við það að
yrkja að þurfa að gefa kvæðin
út.
— Þú ert ekkert hrifin af
því.
— Nei, það er með kvæði
alveg einsog með unglinga sem
maður sendir frá sér útí ver-
öldina og eiga að standa
straum af sér sjálfir. Örlög
kvæðisins eru ekki lengur á
valdi skáldsins þegar það hef-
ur verið birt. Það verður að
standa straum af sér sjálft, og
það getur hvarflað að manni
að vorkenna því. í annan stað
hef ég aldrei haft miklar mæt-
ur á að láta mikið liggja eftir
mig.
— Það er auðséð að þú legg-
ur meiri alúð við gæðin.
— Ég hefði meiraaðsegja
heldur kosið að þetta væri
minna sem eftir mig hefur birzt,
að ekki alveg allt hefði birzt
sem komið hefur í bókum mín-
um. Það getur hvarflað að mér
þegar ég kem í bókasöfn og
lít yfir þessar þungu hillur full
ar af ritsöfnum og ritverkum
hvers vegna menn eru að senda
frá sér þessi ósköp af bókum.
Mér líður þá stundum einsog
ég sé að ganga um kirkjugarð
og finnst sem það hafi verið
óþarflega mikið skrifað. En það
líður að því að eitthvað meira
komi.
— Ég má þá segja frá því,
að það líði að því að þú sendir
frá þér nýja bók.
— Já, þú mátt það, það líður
að því.
— Hvað viltu segja um ljóða
gerð ög ljóðaáhuga í dag?
—Maður vonar bara að skáld
haldi áfram að yrkja og fólk
hafi áfram gaman af ljóðum,
hafi gagn af að lesa ljóð, svo
framarlega sem mannkynið á
einhverja framtíð fyrir sér á
jörðinni.
— Ertu svartsýnn á það?
— Dálítið. Ég sá þess ný-
lega getið í svissnesku bláði
að einhver prófessor sem talihn
var merkur maður hefði í fyrir
lestri sagt ekki alls fyrir lön'gu
að jafnvel þótt ekki yrði neín-
um nýjum styrjöldum til að
dreifa þá gæti mannkynið ekki
átt örugga von um að lifa meira
en fjórar til fimm kynslóðir
ef ekki yrðu sérstaklega mikl-
ar breytingar á háttum manns-
ins og afstöðu hans til lífsins.
Það sem mér fannst þó kannski
eftirtektarverðast var að þetta
spursmál sem sannarlega virð-
ist vera talsvert þýðingarmik-
ið var í þessu blaði undir
smæstu fyrirsögn alveg einsog
þetta sé daglegt brauð eða smá-
vægilegur hlutur.
—Og hvað mundirðu telja
að gera þyrfti?
—Ætli það verði ekki að
taka upp gersamlega annað lífs
viðhorf, pósitívara lífsviðhorf-.
— Hvað finnst þér um skáld-
skap ungra manna í dag, þess-
ara ungu manna sem eiga að
erfa heiminn?
— Ég hef séð skáldskap eft-
ir ungt fólk sem mér þykir
mjög skemmtilegur, mjög at-
hyglisverður. Það sem kannski
meðal annars fælir lesendur frá
er að manni finnst svo dimmt
yfir skáldskap þessara ungu
manna. Það stendur aúðvitað
í sambandi við hvernig tilver-
an er. Menn þurfa ekki annað
en opna útvarpið eða sjónvarp-
ið til að vera minntir á hvern
ig ástatt er í þessum efnum.
Okkar kynslóð fæddist í afskáp
lega fábreyttum heimi, en þ&ð
var heimur sem átti sér vdn.
En þessi unga kynslóð sem er
að byrja að yrkja í dag, hún
er fædd í miklu auðugri og fjöl
breyttari heimi, en heimi eem
Frh. á 44. síffus
r
a
a Ijóðið unz jbað er sem jboð hefði orðið til í einni andrá
w/ Vw> • 1.
trJ' W •