Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 6
6 JÓLAÐLAÐ 1969
■ iLoftur G*uðmundsson rithöf-
undur var í ellefu ár blaðamað-
ur við Al’þýðublaðið, og meðal
annars skrifaði hann árum
saman dálkinn Brotnir penn-
•ar sem var skop og skens um
allt og alla. Loftur hlaut mikla
frægð fyrir þennan dálk, enda
einn mesti spéfugl lands-
ins á þeim tíma.
Til þess að hressa uppá gaml
an kunningsskap datt mér í
hug að eiga stutt viðtal við
Loft fyrir jólablað Alþýðublaðs
ins.
— Hvað ertu lengi búinn að
vera frilans skribent og þýð-
andi, hafa það að atvinnu?
— Tíu til tólf ár, nema hvað
ég var fastráðinn blaðamaður
hjá „Vísi“ í tvö ár. Að öðru
leyti hef ég unnið sem „frí-
jansari“ við „Vikuna“, „Vísi:‘
og á tímabili við ,Fálkann“ og
'samtímis unnið að allskonar
þýðingum, bæði á bókum og
kvikmyndatextum. Raunar var
ég farinn að fást talsvert við
•þýðingar á kvikmyndatextum
á meðan ég vann hjá Alþýðu-
blaðinu — þýddi texta við
margar fræðslukvikmyndir fyr
ir Bandarísku upplýsingaþjón-
ustuna. Þá má telja það með,
að ég hef þýtt talsvert af leik-
ritum; meðal annars tvö Strind
bergs-leikrit, „Föðurinn“ og
„Kröfuhafana“, sem bæði voru
sýnd á vegum Þjóðleikhússins.
Meðal þeirra bóka, sem ég hef
haft mesta ánægju af að þýða
— og varð mér erfiðust um leið
— er „Fallið“, nóbelsverðlauna
skáldsaga franska rithöfundar-
ins, Oamus, sem Bókaforlag
Odds Bjornssonar á Akureyri
gaf út á sínum tíma.
— Hvernig gengur það og
hversu langan vinnutíma þarftu
til þess að fá sæmilegar tekjur
útúr því?
— Vinnutími og tekjur, það
er hvorttveggja hálfgert feimn
ismál. Ekki beinlínis gagnvart
skattheimtunni, heldur sjálfum
mér fyrst og fremst og svo
vinnuveitendunum hverju sinni.
Það á helzt við þýðingarnar.
Fyrstu árin, sem ég fékkst við
þetta, voru þýðingar á bókum
allvel borgaðar. Nú er svo kom-
ið, að það þarf meira vöku-
þol en í meðallagi til að fá
sæmileg verkalaun við það
starf. Lakast er þó, að mínum
dómi, að útgefendur virðast
margir hverjir hneigjast að því
mati að greiða þýðinguna eftir
því hvað bókin muni seljast.
Nú er því einu sinni þann veg
farið, að beztu bækurnar — og
þá yfirleitt um leið þær vand-
þýddustu, eru ekki alltaf væn-
legastar sem sölubækur, oftast
þvert á móti. Taki maður að
sér að þýða slíka bók, er að-
eins um tvennt að velja, hrözla
þýðingunni af eins og um laka
miðlungsbók væri að ræða, eða
að vinna naumast fyrir mat sín
um, og vanda verkið að
minnsta kosti sæmilega. Enn
er eitt, sem gerir atvinnuþýð-
endum erfiðara fyrir hvað það
snertir að fá vinnu sína’ sæmi-
lega greidda. Fjöldi manna og
kvenna, sem hefur aðra fasta
atvinnu, er alltaf reiðubúið til
að taka að sér þýðingar í auka
vinnu fyrir mun lægra verð en
atvinnuþýðandi getur unnið
fyrir. Margt af þessu fólki er
prýðisvel menntað og ritfært
í bezta lagi, svo það er ekki
nema eðlilegt að útgefendur
notfæri sér vinnu þeirra, þar
sem það dregur úr útgáfu-
kostnaðinum. Og loks er það
eitt, sem snertir mig sérstak-
lega — ég er í eðli mínu ekki
neinn afkastamaður, og það
þýðir að vinnutími minn verð-
ur oft lengri en ella mundi. Satt
bezt að segja skammast ég min
fyrir hvað ég vinn fyrir lágt
tímakaup, ef út í það er farið.
En um leið vil ég geta þess, að
ég hef líka unnið og vinn fyrir
menn sem skilja allar aðstæður
og greiða að minnsta kosti sann
gjörn vinnulaun.
— Ertu eitthvað að semja
með?
— Það er enn eitt feimnis-
málið. teg samdi á sínum tima
tvær skáldsögur, og ég held að
það sé óhætt að fullyrða að
þeim hafi verið vel tekið. Löng
unin til að láta ekki þar við
sitja hefur að vísu aldrei látið
mig með öllu í friði. En það er
mikil fjárfesting að semja bók,
t. d. að skrifa skáldsögu, ætli
maður að sitja við það unz
lokið er og einbeita sér að verk
inu. Slíkan ,,munað“ liggur mér
við að segja, getur enginn leyft
sér nú, nema við heppilegar að-
stæður. Þá er það hin leiðin —
að semja slík verk í ígripa-
vinnu, meðal annars á þami
hátt að stytta svefntímann. Það
gat ég, eða lét mig að minnsta
kosti hafa það, þegar ég samdi
áðurnefndar sögur, en það varð
mér sú þrekraun, að ég hét að
freista þess ekki aftur. Lakast
þótti mér það, að verðá að
fara að sofa — oft þegar langt
var liðið nætur — einmitt þeg-
ar mér fannst að ég væri að ná
tökum á verkinu; vakna síðan
til annarrar vinnu að morgni
og setjast ekki að framhaldinu
fyrr en að kvöldi, en þá var
efnið oft orðið mér annarlegt
og framandi, afstaða mín til
þess öll önnur ,en þegar ég
hvarf frá því, og svo hófst glím
an á nýjan leik. Ég neita því að
vísu ekki, að ég á drög að ýmsu
í fórum mínum, sem ég hef
heitið sjálfum mér að vinna úr,
þegar ég fæ stóra vinninginn
í einhverju happdrættinu.
Hreppi ég hann hinsvegar
aldrei, geri ég ráð fyrir að
það verði mitt helzta stolt í ell-
inni, að ef til vill hefði ég orð-
ið liðtækur sem sögu- eða leik-
ritasmiður, ef . . . ég hefði feng-
ið stóra vinninginn.
En ég hef unnið að ýmsu
öðru í hjáverkum, — ég á orð-
ið fjöldann allan af segulbands-
spólum með lengri og skemmri
viðtölum við fólk af gömlu
kynslóðinni, sem unnið hafa
flest störf á sjó og landi og
kunnu frá mörgu að segja. Með
al annars á ég drög að ævi-
sögu Kristjáns frá Hítarnesi,
eina mannsins, sem mér vitan-
lega lifði öll manndómsár sín
af „byssunni“, sem sela- og
refaskytta. Hann gerþekkir sel-
;nn og allt hans háttalag, auk
þess sem hann er manna fróð-
astur um háttu fugla og dýra,
og segir prýðilega frá. Ég er
að vona að mér hafi, með þessu
móti, tekizt að bjarga ýmsu frá
gleymsku sem einhverjum þyk-
ir fróðleikur einhvern tima.
Margt af þessu fólki er nú lát-
ið, en því miður hef ég ekki
haft efni á að eignast eins
hentugt segulbandstæki og
skyldi hvað raddgeymslu snert
ir, en efnið er þarna.
— Hvað er langt síðan þú
hefur samið ljóð? gerirðu það
kannski enn, og ætlarðu aldrei
að koma út með nýja ljóðabók?
— Nei, reyndar ekki. Ég fæst
við yrkingar öðru hverju, en
fyrst og fremst sem einskonar
þankaleikfimi, til að hvíla og
hressa hugann stund og stund,
og án þess að nokkuð, sem kalla
mætti „innblástur", eigi nokk-
urn þátt í því föndri. Þótt und-
arlegt kunni að virðast, hef ég
mikla ánægju af að fást við
það, sem ég kalla atómskáld-
skap á öld Leifs Leirs kunn-
ingja míns, og sem við reynd-
um í sameiningu að skrum-
skæla eftir beztu getu. Það er
líklega hefnd, sem einhver, er
þótzt hefur verða fyrir barð-
inu á okkur, hefur kveðið á
okkur, og af slíkum fítonskraft.i
að Leifur sálugi geispaði gol-
unni — en ég sit og hnoða leir-
inn.
— Ertu alveg hættur að
semja skop?
•—- Eins og ég sagði áðan,
þá er ég yfirleitt hættur að
semja nokkurn hlut frá eigin
brjósti, annað en lausleg drög.
Ég þræti þó ekki fyrir að ég
hafi samið stöku sinnum eitt-
hvert léttmeti, sem gamanleik
arar okkar hafa lagt sér til
munns. En — nú er það bara
allt önnur kynslóð, sem á að
hlusta og satt bezt að segja,
bá kann ég ekki til fulls tökin
á því að semja fyrir hana.
Rætt v/ð Loft Guðmurtdss. um skop o.U.