Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 9
r;?'l JÓLABLAÐ 1969 9 Rætt við Aron fyrr og síðar, og enn frem ur um fjár- mál, pólitik, guðstrú og lif eftir dauðann — Ef ég á að tala um jólin bæði fyrr og síðar þá kemur mér fyrst í hug lítil saga sem móðir mín sagði mér þegar ég var strákur. Hún var alin upp á Stokkseyri hjá foreldrum sínum sem voru örsnauð; þau eignuðust sextán börn, en átta dóu á unga aldri; það þótti gott í þá daga ef helm- ingur komst til manns. Þegar hún var einu sinni að segja mér frá jólunum heima í kotinu minntist hún á það að það hefði alltaf verið vani að steypa eitt tólgarkerti fyrir hvert barn, þau voru þá orðin átta, hitt allt dá- ið. Þau fengu kertin nokkru fyr- ir jól, og átti hvert barn að geyma sitt kerti. En svo skeður óhappið: eitt barnið týnir kert- inu sínu. Það er leitað dyrum og dyngjum, en það finnst hvergi. Svo koma jólin, hvert barn hefur sitt kerti á sínum rúmstólpa, en einn rúmstólpinn er auður; eitt barnið verður að gleðja sig við það sem aðrir eiga. Á engan hátt var hægt að bæta kertismissinn, ekkert kerti til vara, ekki mátti missa meiri tólg sem líká var notuð til mat- ar ... Skömmu eftir jól var far- ið að hreyfa eitthvað við rúmi barnsins sem kertinu tapaði, og þá finnst þráðurinn úr kert- inu í rúminu og gamall hníf- kuti hjá. Barnið hafði borðað jólakertið sitt'af því það var bú ið til úr mat. Maginn gerði sín- ar kröfur sem ekki var hægt að fullnægja alveg dag frá degi, og þrátt fyrir tilhlökkunina áð sjá kertið loga á jólunum var þörfin meiri að borða það. ■ — Geturðu ekki sagt mér eitt hvað af þínum eigin jólum þeg- ar þú varst barn? — Ég skal segja þér, ég er líka alinn upp á örsnauðu heim ili, verkamannsheimili á Eyrar- bakka. Og ég minnist þess að á jólaföstunni fór faðir minn vestur í Einarshafnarverzlun með lítinn hvítan poka eða koddaver, til þess að taka út til jólanna, að gera dagamun. Og þegar hann kom aftur heim var hann með jólin í litla pokan- um. Fyrir okkur krakkana voru jólin öll í þessum poka. Við fýlgdumst með af geysilegum á- huga hvað það væri sem pabbi kæmi með. Hitt var annað mál að venjulega var þetta gert í hálfgerðu laumi, við áttum ekki að vita að hann væri með pok- ann og ekki heldur hvað í hon- um væri. En þegar við sáuip hann labba af stað með hvita pokann vissum við að eitthvað var á seyði. Þetta eru mínar fyrstu jólaminningar. — Voru þá einhverjar jóla- gjafir? — Já, alltaf fengum við krakkarnir eitthvað, en jólagjaf irnar voru náttúrlega ekki nokk ur skapaður hlutur hjá því sem nú er. Við fengum lítil barna- spil, og venjulega var keyptur einn stokkur af kertum. Á héim ilinu var til lítið heimagért jóla tré, 30—40 cm. hátt,- geymt ér frá ári. Og svo var þáð tekið fram á jólunum og kertin látin þar á. Þaraðauki fékk kannski hvert barn eitt kerti. Við vorum þrjú systkinin, og svona voru okkar jól. Aðfangadagskvöldið, já, það var alltaf mikill hátíða- blær á aðfangadagskvöldinu. Þá sátu menn og gerðu ekki neitt, skemmtu sér ekki neitt, fullir af helgihugsun. En aftur á jóladags kvöld og alveg framá áramót var spilað og menn skemmtu sér við ýmsa hluti. Allt fór þetta fram með mestu skikkanleigheit um, vín sást ekki á neinum á mínu heimili um hátíðirnar, drykkjuskapur var yfirleitt lít- ill. Þarna bjó alþýðufólk sem hafði úr litlu að spila. — Heldurðu að fólk hafi ver- ið óánægðara með lífið en í dag? — Síður en svo, ég get full- vissað þig um að þetta fólk hlakkaði miklu meira til jól- anna en við gerum nú. Nú eru jól nefnilega 365 daga ársins. Nú geta flestir veitt sér að hafa jól hvenær sem þeir vilja. Mér er t. d. minnisstætt atvik sem kom fyrir á aðfangadagskvöld fyrir nokkrum árum. Ég þurfti að koma til vinafólks míns, fara með bréf eða pakka, og þannig stóð á að ég komst ekki í þetta fyrr en um .áttaleytið um kvöld- ið. Það var verið að ljúka við jólamatinn þegar ég kom. • Ég " gat leyft mér þetta af því ég þekkti fólkið mjög vel. Á heim- . ilinu var drengur, þriggjá ára rþamall, p| i^amma hans vár að segja við hann þegar ég kom að hann mætti fara að opna jóla- pakkana sem lágu við jólatréð, „því þeir eru til þín“, segir hún. Drengurinn settist flötum bein- um á gólfið og opnaði hvern pakkann af öðrum; það voru 32 pakkar sem hann opnaði; þeg ar hann var búinn að sjá hvað í þeim var þá leit hann til mömmu sinnar og sagði: „Nú og er ekki eitthvað meira?“ — Það að bæta við sig meira og meira gerir mann sjálfsagt ekki ánægðari eftir að komið er yfir eitthvert ákveðið mark. — Akkúrat. Mikið vill meira, og það er ákaflega erfitt að gera manni þannig til hæfis að hann fái nokkurn tímann nóg. En í gamla daga þegar við vorum búin að fá spilin okkar og þegar við vorum búin að fá eina snúna kertið okkar þá vorum við bú- in að fá jólin. Við vorum full að gleði yfir þessu, ekki þó af því hvað það kostaði, því það kostaði smámuni. Og meira kom ekki til mála, það var ekki hægt að kaupa neitt dýrara, eng ir peningar til. — Heldurðu að jólagleðin yrði eitthvað minni hjá fólki í dag þótt það bæri minna í kostn að fyrir jólin. — Ekki held ég það, vitan- lega er hugsanagangurinn breytt ur. Það yrði að breyta hugsana- ganginum til þess að fólk sætti sig við minha. Bezt ég segi þér eina sögu um það. Eða viltu kannski ekki meira svoleiðis? — Jú, blessaður vertu. — Það er saga um hvernig fólk lifði á þeim tíma þegar ég var strákur, hvað lífsbaráttan var hörð. Þegar ég var rúmlega fermdur eignuðumst við kú. Við höfðum aldrei átt neina skepnu og aldrei fengið mjólk, hún var ekki til og ekki til neinir pen- ingar til að kaupa hana. Við vor um alin upp við að smakka aldrei mjólk, ekki einu sinni á veturna. En eftir að við eign- uðumst kúna þá kemur gamall maður heim til okkar og vill kaupa mjólkursopa. Þessi gamli maður dó á elliheimilinu fyrir ekki mörgum árum og var 102 ára, hann entist vel þótt ekki hefði hann úr miklu að spila. Móðir mín spyr hve mikið hann þurfi. Og þá fer hann að telja upp hvað hann borðaði svona vissa daga vikunnar, það var þó nokkur regla á mataræðinu hjá honum; þegar hann borð- aði kjötsúpu þá þurfti hann ekki mjólk, en svo komu náttúrlega dagar þegar hann þurfti nauð- synlega mjólk, og svo bætir hann við: „Svo er nú þannig að sonarsonur minn er á heimilinu hjá okkur, og ég get náttúrlega ekki látið barpið horfa á og fá ekki neitt að smakka; ég sé að ég slepp ekki með minna én tvær hálfflöskur á viku“. Þáð svaraði til að hann keypti einá Þriggja pela flösku á viku, og ætlaði þó að gefa barninu með sér. Svona var lífið hjá örsnauðu alþýðufólki fyrir 50—60 árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.