Alþýðublaðið - 24.12.1969, Qupperneq 11
JOLABLAÐ 1969 11
Hvað vantar þig mikið góði? Hvenær geturðu borgað það? . Við skulum reyna það, góði?
f — Já, það er mikill munur á
I kjörunum.
— Svo mikill munur að nú-
lifandi fólk af yngri kynslóðinni
hefur enga hugmynd um hvað
það var á búa á íslandi. Þetta
er allt annar heimur, allt annað
líf. Það hefur í för með sér bæði
plús og mínus, sorg og gleði,
sumir verða meira og minna
mislukkaðar manneskjur fyrir
að vera of mikið, alveg einsog
sumir liðu fyrir að hafa of lítið
áður og mislukkuðust á þann
.veg.
í — Þú ert að fást við peninga
mál alla daga, geturðu sagt mér:
eru ekki flestir Reykvíkingar
blankir eftir jólin?
— Jú, margir, og þeir eru lík
lega nokkuð lengi að jafna sig
’ eftir jólin, fjármálalega séð. Það
er eðlilegur hlutur. Margir hafa
alls ekki úr of miklu að spila.
; Ef menn hafa nóga peninga
geta þeir náttúrlega notað þá
einsog þeim sýnist, en mín
reynsla er sú að þeir sem hafa
eitthvert fé handa á milli fari
betur með það en hinir sem
lítið eiga. Það er þessi gamla
regla að það er miklu þægilegra
’fyrir mann að safna eftir að
hann er búinn að eignast fyrstu
tíu þúsundin heldur en ef hann '
hefur ekki neitt nema kaupið
Sitt. Þetta er salrænt. Þeim sem
á lítið eða ekkert er sama þótt
hann eyði þessu litla sem hann
fær; það munar samt ekkert um
það, finnst honum.
— Er það þú ráðlegging þín
til fólks að eiga eitthvað í spari
sjóði?
— Já, rétt er það, en þá kom
um við að merkilegu spursmáli^
I sambandi við velferðarríkið.
Sú spurning hlýtur að vakna hjá
okkur þegar velferðarríkið er
komið á laggirnar til hvers verið
er að þessu. Við skulum segja
að blásnauður maður og milljón
ari séu saman a gangi á götunni,
þeir þekkjasí, sem betur fer
þekkjast ríkir menn og fátækir
á þessu landi, og það kemur
bíll og ekur á þá og þeir fara
báðir ú sjúkrahús. Svo einkenni-
lega vill til að báðir eru á sömu
stofunni, klæddir í sömu spítala
fötin, þeir hafa sama lækni og
sama hjúkrunarkonan annast
þá. Munurinn er bara sá að ef
það er eitthvað sem gera þyrfti
umfram það sem sjúkrasamlag
og tryggingar borga þá getur
ríki maðurinn veitt sér það, en
nú er komið svo að einhver
annar aðili mundi líklega greiða
þann kostnað líka fyrir fátæka
manninn. Og þá er spurningin:
hvers vegna eiga menn að vera
að safna peningum ef þeir hafa
raunverulega ekkert með þá að
gera? Velferðarþjóðfélagið skaff
ar manninum það sama hvort
sem hann er ríkur c-ða fátækur.
En svp komum við að hinu, það
er þessi skratti sem í mannin-
um sjálfum býr þegar hann fæð
ist, löngunin til að eignast eitt-
hvað, þörfin fyrir að vita að
hann eigi eitthvað í bankabók-
inni eða kistuhandraðanum,
einsog það var kallað í gamla
daga, þörfin fyrir að vita af því
að hann þurfi ekki að vera uppá
aðra kominn. Sumt gamalt fólk,
og þarf ekki gámalt fólk til, er
stundum að brjóta heilann um
hvort það sé ekki rangt að sækja
tryggingarféð sitt. En það á
þetta, það er búið að leggja inn
fyrir þessu kannski í mörg ár.
— Greiðsla til trygginganna
er bara sameiginlegur skyldu-
sparnaður allrar þjóðarinnar,
það eiga þetta allir og fá allir
að njóta þess.
— Auðvitað, það er ekkert
annað. En það eimir samt eftir
hjá fólki að því finnst það vera
að taka frá öðrum. Velferðar-
þjóðfélagið hefur sína kosti og
sína galla. Það er ákaflega elsku
legt að maður sem ekkert á til
að kaupa hluti, til að kaupa
heilsuna, kaupa lífið, skuli ekki
þurfa að óttast neitt. En svo
kemur hitt: hvers vegna eiga
menn að neita sér um að kaupa
alls 'konar lífsþægindi, skemmt
anir og ferðalög til þess að spara
og eignast peninga? Til hvers á
maður að vera að leggja fyrir
peninga? Velferðarríkið kemur
því inn hjá mönnum að þeir
þurfi þess ekki. En samt bygg-
ist velferðarríkið á því að pen-
ingar séu lagðir fyrir.
— Já, það er rétt, velferðar-
ríkið krefst mikillar félags-
hyggju, mikils þegnskapar af
borgunum.
— Akkúrat, og maðurinn sem
sparar peninginn, sparifjáreig-
andinn er burðarásinn í þjóð-
félaginu. Hann skaffar þjóðfé-
laginu það fjármagn sem það
þarf til að geta verið velferðar-
þjóðfélag. Ef hann gerir það
ekki, ja hvað þá? Þá fer allt í
hönk.
— Svo þú heldur að fólk
mundi fara betur með peninga
ef það ætti svolítið.
— Það er mín reynsla eftir
áratuga starf við sparifé, í sam-
skiptum við fólk og í samskipt-
um við sparifé.
— Þá vil ég spyrja að öðru:
hvað eru það mörg prósent þjóð
arinnar sem eiga sparifé?
— Ákaflega margt fólk á
sparifé. Þá langar mig til að
koma að öðru: Margir halda að
hinir svokölluðu ríku menn vaði
í peningum uppfyrir haus. En
mín reynsla að ríku mennina
vanti alltaf peninga. Þeir eru í
athafnalífinu, eiga allskonar
eignir sem eru svo og svo mikils
virði, en fjármagnið hrekkur
varla til að halda öllu saman
gangandi. Afturámóti ef allt
yrði selt og upp gert þá kæmi
kannski í ljós að þeir eru flug-
ríkir menn. En. þeir eru ekki
með lausa peninga. Það er al-
menningur sem á sparifé í bönk-
um og sparisjóðum. Hitt er svo
hin hrvggilega hlið á þessu máli
hvernig hefur verið farið með
sparifjáreigendur á umliðnum
áratugum. Það er ferlegt að
hugsa til þess að ekki skuli vera
eftir nema tveggjeyringur af
hverri krónu sem til var fyrir
30 árum.
— Er það svo bágborið?
— Já, ef maður miðar við
vissa hluti, t. d. fasteignaverð,
húsaverð hér í Reykjavík 1939,
þá getur maður sagt að ekki
séu eftir nema 2—3 aurar.
— Telurðu þá að ekki þurfi
að ráðleggja fólki að safna spari
fé?
— Það hefur tilhneigingu til
þess, þetta er meðfætt, margt
eldra fólk getur varla eytt eyri
þótt það fái alla þessa sósíal
hjálp, finnst einhvern veginn
lífsnauðsyn að spara.
— Tekur fólk út mikið spari
fé fyrir jólin?
— Já, það gerir það, þá kem
ur það góða upp í manninum,
að gleðja aðra, og njóta gleði
með því að gleðja aðra. Það
fólk sem er lengi að jafna sig
eftir jólin, það er fólk sem ekki
hefur komizt yfir fyrstu tíu þús-
undin. Hinir sem komnir eru yf-
ir markið gæta sín að ganga
ekki ú innstæðuna of mikið.
— Er meira um sparnaðar-
hugsun hjá eldra fólki en yngra?
— Já, ungt fólk hefur alltaf
meiri tilhneigingu en eldra fólk
til að skemmta sér, svo er það
að koma sér fyrir svo það er
eðlilegt að það geti ekki safnað
sparifé. Sparifjársöfnun tilheyr-
ir fremur fullorðinsárunum.
Ungt fólk langar til að njóta
lífsins, fara í ferðalög. Ég er
ekki að tala um þá menn sem
ekkert loðir við hendurnar á
vegna óreglu, það er alltaf á-
kveðið brot af þjóðinni þannig
gert. /
— Hefur það brot stækkað?
— Ég held það.
— Hvað hefur þú verið lengi
í þessum kauphallarbissniss?
— Þrjátíu og sex ár. Það eru
36 ár síðan Kauphöllin var
stofnuð. Ég var ekki stofnandi
hennar, en ég gekk inni hana
þegar hún var þriggja mánaða.
Kannski má ég geta þess að þeg
ar hún var búin að starfa í þrjá
manuði var hún búin að hagn-
ast um tólf krónur og fimmtíu
aura brúttó. Það var afrekstur-
inn af þriggja manaða starfi. Og
launin mín hjá fyrirtækinu
fyrsta árið voru 75 krónur á
mánuði. En ég vár ekki bara að
hugsa um laun, heldur hitt hvort
hægt væri að skapa eitthvað
landinu áður. Þetta hefur heppn
nýtt sem ekki hafði verið til í
azt.
— Og þú heldur að vandræða
mönnum hafi fjölgað, þeim sem
eru ábyrgðarlausir í lífi sínu og
í meðhöndlun fjár.
— Já, því miður, og það er
eðlilegt. Gamla fólkið gat ekki
eytt peningum. En nú eru freist
ingarnar alls staðar. Menn fá
vikukaupið sitt á föstudegi og
þá standa allár dyr upp á gátt,
allir vilja bjóða manninum uppá
að eyða því undireins.
— Að vera dyggðugur fyrir
skort á freistingum, það er ekki
hægt í dag.
— Nei, einsog Knut Hamsun
segir um konu ísaks gamla í
Gróðri jarðar: Hún var dyggð-
ug af því það freistaði hennar
ekki neitt. Þar sem engin freist
ing er er engin dyggð að vera
dyggðugur. Það er margt sem
hér kemur til greina, aðstaðan
í lífinu, trúarskoðanir manna,
áhrif á barnsaldri, samneyti við
samborgarana, tíminn...
— Segðu mér nú í einlægni,
hvað mundirðu gera ef þú værir
f jármálaráðherra á þessu landi?
— Ég vona að forsjónin varð-
veiti mig frá því að verða það
nokkurn tíma. En ég skal segja
þér að þegar menn tala um starf
fjármálaráðherra þá gera þeir
sér oft ekki ljóst að hann er alls
ekki alvaldur í fjármálum. Hann
á að ráðstafa fjármagni því sem
er til ráðstöfunar og stundum
jafnvel ráðstafa því sem ekki er
til, en um það ræður alþingi
mestu. Samt hefur hann anzi
mikinn tillögurétt, hefur mikil
völd í fjármálum. En ef ég væri
í því embætti yrði ég sennilega
að ýmsu leyti íhaldsamur fjár-
málaráðherra. Ég mundi náttúr
lega líta í kringum mig hvar við
getum borið niður til að afla
fjár til að byggja upp þetta
land. Ég hef ekki farið dult með
skoðanir mínar að undanförnu
þótt ekki sé ég stjórnmálamað-
ur, væri sennilega orðinn stjórn
málamaður fyrir löngu ef ég
kærði mig nokkuð um það, en