Alþýðublaðið - 24.12.1969, Page 25
JOLARLAÐ 1969 25
■4
DJINGIS KAN
mongólski sfríBsgammurinn
óttalegi sem lagði undir sig
heiminn
„ÞÓTT frásagnir af öllum
bardögum öðrum en þeim, er
Djingis-Kan háði um sína daga,
væru þurrkaðir út af spjöld-
um sögunnar, mundu herfor-
ingjar okkar tíma samt sem
áður eiga aðgang að ótrúlega
auðugri fróðleiksnámu um her-
stjórnartækni og hernað“, seg-
ir ameríski hershöfðinginn,
Douglas MacArthur.
Það er skoðun MacArthurs,
að hermaðurinn geti ekki lært
sína lexíu með æfingunni einni
saman. Vopnin breytast, en
samt verður hann að líta um
öxl til liðinna tíma til þess að
skilja óumbreytanlegar grund-
vallarreglur hemaðarlistarinn-
ar. Hvergi er þá um auðugri
garð • að gresja en í sögu
mongólska herkonungsins, sem
óafmáanlega risti nafn sitt með
blóðugum rúnum á blöð mann-
kynssögunnar fyrir 750 árum.
Með misskunarlausu vopna-
valdi myndaði Djingis-Kan víð-
lendasta ríki, sem veröldin hef-
ur nokkru sinni litið. Það teygði
sig alla leið frá Kyrrahafi vest-
ur í miðja Evrópu og spann-
aði mestan hluta gamla heims-
ins auk þess að standa yfir höf-
uðsvörðum meira en helmings
af öllum íbúum hans. Karakor-
um í Innri-Mongólíu var vold-
ugasta höfuðborgin í austri, og
veldi Djingis-kan ógnaði ger-
völlum kristna heiminum.
Vegur Napóleons endaði í
niðurlægingu. Djingis-kan varð
aldrei sigraður í neinni meiri-
háttar orustu. Hann náði há-
um aidri. Þegar hann dó, stóð
hann á hátindi frægðar sinn-
ar, og ríki hans var enn í stöð-
ugri útþenslu. Cesar og Alex-
ander mikli áttu báðir fyrir-
rennurum sínum mikið að
þakka, sem höfðu skapað róm-
verska herinn og makedóniska
herdeildaskipulagið. Mongólski
stríðsgammurinn smíðaði sjálf
ur sína hernaðarvél. Herir hans
voru næstum alltaf fámennari
en andstæðinganna. Sennilega
hefur hann aldrei haft á að
skipa meira en 200.000 manna
liði, en með þeim litla liðstyrk
malaði hann undir sig milljóna-
ríki. Með fullum rétti má því
telja hann sigursælasta hers-
höfðingja veraldarsögunnar.
„Djingis-kan“ þýðir ef til vill
„voldugasti vopnahöfðinginn“.
Hann valdi sér sjálfur nafn
þetta. Á yngri árum bar hann
nafnið Temudjin.
Þegar Temudjin var 13 ára,
var faðir hans drepinn á eitri.
Drengurinn var þá samt sem
áður þegar orðinn eins stór og
sterkur og fullorðinn maður.
Hann gat setið allan daginn á
hestbaki og handleikið boga
sinn með ósvikna krafta í köggl
um. Og vilji hans var einnig
sterkur. Hann var fastákveð-
inn að verða eftirmaður föður
síns sem höfðingi hirðingja-
þjóðflokksins, sem lifði við
skorinn skammt á hrjóstrug-
um hásléttum Asíu. En hirð-
ingjar þessir kærðu sig ekkert
um hann, og aðrir höfðingjar
ákváðu að ryðja þessum unga
keppinaut úr vegi. Þeir eltu
Temudjin eins og flýjandi dýr
um gresjurnar, tóku hann hönd
um, settu þungt tréok um háls
honum og fjötruðu þar við
hendur hans. Nótt eina sló hann
fangavörð sinn með okinu og
hljóp að því búnu sína leið
milli raða sofandi hirðingjanna.
Hann faldi sig niðri í fljóti
einu, meðan óvinir hans riðu
fram og aftur um bakka ár-
innar í leit að honum. Síðan
skreið hann upp úr ánni og
tókst að fá veiðimann einn,
sem hann rakst á, til þess að
losa sig við okið.
Gamlar sagnir um unglings-
ár hans herma frá því, að oft-
sinnis hafi hann naumlega
bjargast frá bráðum bana vegna
svika og ofsókna óvinanna, en
hann hélt stöðugt fast við þá
ákvörðun að berjast til höfð-
ingjatignar í þjóðflokknum. Ein
hverju sinni lá Temudjin á
gaddfreðinni gresjunni skámmt
frá bækistöðvum fjandmann-
apna með djúpt örvarsár á háls
ínum. Stríðsfélagi hans einn
saug þá blóð og óhreinindi úr
sárinu og klæddi sig því næst
úr fötunum og breiddi yfir vin
sinn. Að því búnu laumaðist
hann inn í hreiður óvinanna,
þar sem hann stal mjólk handa
Temudjin og tókst loks að
flytja hann á öruggan stað.
Smám saman fjölgaði áhang-
endum hans, og fylgismenn
föður hans tóku að safnast um
hann. Innan við tvítugsaldur
var hann orðinn höfðingi. Þeg-
ar því takmarki var náð, tók
hann að leggja undir sig aðra
ættflokka með ofbeldi og und-
irferli. Hann var ætíð foring-
inn og drap undantekningar-
laust sérhvern þann, er gerði
sig líklegan til að deila völd-
unum með honum.
Togrul hafði verið vinur föð-
ur Temudjins og hjálpað synin-
um, meðan erfiðleikar hans
voru mestir. En þegar gamli
höfðinginn vildi ekki beygja
sig fyrir unglingnum, lét Temu-
djin drepa hann. Á hinn bóginn
launaði hann ríkulega þeim
höfðingjum, sem lutu honum
af fúsum vilja.
Árin liðu, og hann valdi höf-
uðbækistöðvar sínum stað í
Karakorum — Borg svarta
sandsins, sem þá var tjaldborg
og áningarstaður við hina fjöl-
förnu ferðamanna- og flutn-
ingaleið frá austri til vesturs.
Temudjin þyrmdi hins vegar
flutningalestunum, því að þær
voru liður í framtiðaráformum
hans.
Hann var stórvaxinn og
kraftalega byggður, klæddur
gæruskinnsfeldi og leðri, og
göngulagið stirt og klunnalegt
eins og þeirra, sem eyða æv-
inni á hestbaki. Veðurbitið og
djúphrukkað andlit hans var
smurt feiti til varnar kuldan-
um og nístandi næðingi há-
sléttunnar. Varla er trúlegt, að
hann hafi þvegið sér einu sinni
á ári, hvað þá oftar. Augun
sátu gleitt undir slútandi yggli
brúnum umgirt rauðum hvörm-
um og þrútnum af stöðugum
sandmettuðum jóreyk, og í
þeim speglaðist glóandi lífs-
orka og ósveigjanleg. Hann tal-
aði fátt og aðeins, þegar hann
hafði hugsað mál sitt lengi og
rækilega.
Við fimmtugsaldur hafði
Temudjin — Djingis-kan —
barið saman ættflokkana í Mið-
Asíu í eina harðsvíraða heild,
þar sem hann einn réð lögum
og lofum. Frægð hans barst
vítt og breitt um víðáttur gresj
anna. Samt er ekki líklegt, að
nafn hans og saga hefði varð-
veitzt til siðari tíma, ef fjand-
samleg ör hefði ratað réttu leið
ina í veikasta hlekkinn í her-
búnaði hans um þessar mund-
ir. Stórkostlegustu hernaðar-
sigra sína vann hann síðustu
16 ár ævinnar. En þegar hér
var komið sögu, hafði hann
byggt þá hernaðarvél, er átti
eftir að mala undip sig heim-
inn. Og nú hófst hann handa.
í austri var Kína — elzta
menningarland jarðarinnar. —
Það skiptist í tvö ríki, Kína og
Sung. Á hinn bóginn lágu lönd
múhammeðstrúarmanna, —
sundurleit ríki, er vaxið höfðu
upp úr landvinningum Mú-
hammeðs og eftirmanna hans.
Og ennþá lengra í vestri teygð
ust sléttur Rússlands, sem þá
var deilt í mörg smáríki, og
þar vestur af Mið-Evrópulönd-
in stór og smá.
Djingis-kan lét fyrsta högg-
ið ríða á Kína. Hann brauzt
gegnum kínverska múrinn, og
herskarar hans flæddu inn yf-
ir víðáttur Kína eða Norður-
Kína. Höfuðborgin, Jenking,
sem nú heitir Peking, var tek-
in herskildi, og keisarinn flúði
sem fætur toguðu. Ringulreið-
in var alger.
Þremur árum síðar réðst
Djingis-kan í vesturátt. Eftir
nokkurra mánaða herför voru
mongólsku hermennirnir í óða-
önn að ræna hina glæsilegu
höfuðborg, Samarkand, og sold
dauða. Næstu árin sóttu herir
Djingis-kan niður á sléttur
Indlands, og þvínæst stormuðu
þeir vestur Mið-Austurlöndin,
áfram yfir Rússland og inn í
Mið-Evrópu. Alls staðar fóru
þeir eins og logi yfir akur.
Ekkert fékk staðizt. Hvað olli
þvílíkri sigursæld? Djingis-kan
átti ósveigjanlega einbeitni, of-
urmennska hrossaheilsu, and-
lega og líkamlega, auk þess að
vera ófyrirleitinn og tillitslaus
út í yztu æsar. En yfirburða
hans verður þó einnig að leita
annars staðar. Óvinir hans hafa
skilmerkiiega lýst því, hvern-
ig stríðsvél hans starfaði. Og
þar komumst við á sporin, er
vísa okkur leiðina að leyndar-
málum hans.
Djingis-kan vílaði ekki fyrir
sér að fleygja hefðbundnum
venjum út i yztu myrkur, ef
því var að skipta. Hann mætti
vandamálunum á miðri leið og
réðst að þeim frá nýjum og áð-
ur óþekktum hliðum. Að vísu
notfærði hann sér fornar og við
urkenndar aðferðir, útbúnað og
vopn. En allt þetta lagði hann
í hendi sér ,svo að það þjónaði
sem bezt markmiðum hans.
Hann varð fyrstur til að ala
upp hermenn frá blautu barns-
beini, og fyrir 700 árum síðan
fann hann upp „hið algera
EFTIR EDWIN MULLER
Teikningar eftir mong-
ólska lamann Lodai