Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 27

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Side 27
JÓLABLAÐ 1969 27 * Land Djingis Kan var Mongólía. Þótt fólkið þar sé hraust og djarft, er það ekki lengur herskátt á þann hátt, ,sem fram kemur í sigurvinningum Djingis Kan og annarra stríðsgamma, enda hefur það verið Búddhatrúar í margar aldir. — Frá vinstri: Kon- ur; riddaraliðar blása í trompet; þrír menn af mismunandi mongólaættbálkum framan við tjaldið. stríð.“ í mongólska hestinum og knapa hans uppgötvaði hann dýrmætt hráefni. Hestur- inn var óþreytandi. Fengi hann vatn þriðja hvem dag, var hon um borgið. Og alltaf gat hest- urinn reytt eitthvað í svang- inn. Með hófunum krafsaði hann snjó og frera ofan af þurru grasi, sem þar gat leynzt undir. Hermanninum varð ekki um að sitja á hestbaki allan liðlangan daginn, sofa á hjarn- inu um nætur og búa við lít- inn matarskammt. Hermennsk- an var runnin honum í merg og bein. Vopnaburður var þáttur í uppeldi hans, og hann lærði að skjóta af boga, áður en hann varð altalandi. Útbúnaður þessa fædda her- manns sýndi ljóslega þá fágætu hæfileika Djingis-kan að hugsa allt og skipuleggja frá því stærsta til hins smæsta. Mongól inn klæddist ógörfuðum skinn- klæðum, þurrkuðum og lakk- fernisuðum. Hver maður bar tvenns konar boga. Annar var notaður á hestbaki, en hinn á jörðu niðri, þegar miða mátti nákvæmar. Hann hafði einnig þrjár tegundir örva fyrir mis- munandi fjarlæg skotmörk. Þungu návígisörvarnar með járnslegnum oddi smugu gegn- um allar algengar verjur þeirra tíma. Hver hermaður átti súr- mjólkurost í malpoka sínum og nægðu honum 250 grömm á dag í fuilu erfiði. Varastrengi í boga sina hafði hann einnig í fórum sínum og ennfremur vax og nál. Allan útbúnað sinn bar hann einnig í skinnskjóðu, sem blása mátti upp og nota fyrir flotholt, þegar leiðin lá yfir djúp vatnsföll. Hernum var deilt niður i misstóra herflokka, 10, 100, 1000 og 10.000 manna. En auk sjálfra hermannanna hafði hann á að skipa sérstök- um „verkfræðingasveitum“ og „stórskotaliði", sem annaðist grjótvörpur og aðrar umsát- urstilfæringar. Þá hafði hann ennfremur flokk hestasveina, vopnagæzlumenn og sérstaka deild, er annaðist týnda og fundna muni. Hernaðartækni Djingis-kan byggðist á undraverðri ná- kvæmni, þaulhugsuðu skipulagi og ósvikinni þjálfun. Herir hans sóttu fram í fimmföldum fylkingum. Fremst fór storm- sveitin, góðan spöl á undan hin um. Hún var búin þungum vopnum, sverðum, lensum og gaddakylfum. Ríðandi boga- skyttur héldu sig lengst að baki. Þær þeyttust fram í skörð in, sem mynduðust í framvarða sveitirnar og skutu villt á fullri ferð. Þegar bogaskyttur þessar komu í návígi við fjandmenn- til þyngri boganna í stað þeirra léttu og létu járnslegnar örv- arnar drífa yfir óvinina. Þessi áður óþekkti árársarkraftur og einbeitni var reiðarslagið í her tækni Djingis-kan. Þegar liðsafla andstæðing- anna hafði verið sundrað, æddu framvarðasveitirnar áfram og fullkomnuðu sigurinn. Hinar ýmsu fylkingar voru þraut- skipulagðar; unnu saman af mikilli nákvæmni. Engar fyr- irskipanir heyrðust. Þær voru eingöngu gefnar með svörtum og hvítum fánum. Sigursæld sína áttu Mongólarnir að þakka yfirburða vopnum, leifturhraðri sókn að andstæðingunum og einstœðum hraða og skotfimi bogaskyttanna. Hersveitir Kín verja, djarfar hetjur múhamm- eðstrúarmanna og riddarar og stríðsmenn hinna kristnu, — allir lutu þeir í lægra haldi í örvahríð Mongólanna. Þótt liðssveitir Djingis-kan væru fámennari, hafði hann alltaf yfirhöndina, þar sem bar daginn j’eisaði harðastur. Hann vissi nákvæmlega, hvernig hann átti að sundra kröftum óvinanna, en sameina sína eig- in krafta. Hann var meistari í þeirri íþrótt að villa um fyrir fjandmönnunum. Honum skaut ætíð upp, þar sem þeir áttu hans ekki von. Hann sigraði með hliðarárásum fremur en dýrkeýptum atlögum beint á víglínuna. iHernaður hans byggðist á hraða, — á skipu- lagi því sem gerði honum kleift að sækja fram með tvöföldum hraða óvinanna. Sveitir hans þutu gegnum heri andstæðing- anna, klufu þá i tvístraða hópa og eyddu þeim síðan markvisst og skipulega. Hann sniðgekk öflug og vel mönnuð vígi í þeirri öruggu vissu, að þau mundu falla fyrr eða síðar. Ekkert gerðist af tilviljun. Herförin var skipulögð út í yztu æsar, áður en fórnarlömb- in grunaði, að styrjöld stæði fyrir dyrum. Mongólaforinginn áttiþað'til að senda samtímis þrjár eða fjórar hersveitir inn i eitthvert landið. Þær sóttu úr ýmsum áttum víðsfjarri hver annarri og áttu þess engan kost að hafa samband sín á milli. Samt tókst honum að láta þær vinna saman og sækja fram úr ýmsum áttum að sam- eiginlegu marki. Suma af sínum sigrum hafði Djingis-kan unnið til hálfs með áróðri, áður en hann kom með hersveitir sinar á vettvang. Orðsins vopn hefur enginn hers höfðingi beitt betur en þessi barbari, sem hvorki kunni að lesa né skrifa. Farandkaup- mennirnir voru hans „fimmta Jjerdeild“...í -hópi- þeirra leigði hann sér njósnara i hverju því landi, sem hann hugðist ráð- ast gegn. Hann kynnti sér ræki lega landafræði þess, fólk og stjórnmál, leitaði uppi óánægða hópa og atti saman andsnúnum þjóðfélagsöflum. Njósnarar hans í Samarkand sögðu hon- um, að móðir soldánsins bæri öfundarhug til sonar síns, vegna mikilla valda hans. Djin gis-kan lét skrifara si^n rita henni bréf, þar sem hann þakk aði henni fyrir tilboð um að- stoð, er hann þóttist hafa feng ið í bréfi frá henni. Siðan kom hann því svo fyrir, að bréfbér- inn féll soldáninum í hendUr. Þegar Djingis-kan gerði inni'á» ina, kom í ljós, að þjóðin ramk aði á barmi borgarastyrjaldar. Hann hafði „fimmtu herdeild" í mörgum löndum, og njósnar- ar þefuðu það t. d. upp, kínverski hermálaráðherrann hefði stolið opinberu fé úr eig- in hendi. Þessi fregn flaug um landið og leiddi af sér pólitískt upp- lausnarástand, sem var í al- gleymingi, þegar Mongólarnir ruddust yfir kínverska múrinn Framhald á 47. síðn Hin óskaplega sléttuauðn Mongólíu. — Karavaninn silast áfram yfir óendanleika sléttunnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.