Alþýðublaðið - 11.03.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1970, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 11. marz 1970 Það hefur ekki alltaf ! HverS á verið sælan i Þórsmörk - samkvæmt rannsóknum dr. S igurðar Þórarinssonar Brímaský ifrá Montagne Ljósm.: A. Lacroix. vPelée 16. (diesember 1902 □ f nýútkomnum NáttúrufræS ingi birtir dr. Sigurður Þórar- Sinsson, jarðfræðmgur, niður-í stó'ður af rannsóknum sínum á ignimbríti í Þórsmörk, en hahn varð fyrstur manna til að vexta því athygli þar og gera sér grein fyrir uppruna þess og útbreiðslu. Ignimbrít er berg- tegund, sem verður til við eld- gos af ákveðinni gerð, sem mynda svokölluð brímaský eða helský, og er þeirra frægast liið ægilega gos úr fjallinu Mon- tagne Pelée á vesturindísku eynni Martinique, mannskæð- asta eldgos veraldarsögunnar, sem eyddi borginni St. Pierre hinn 8. maí 1902 og drap á rúmri minútu um 28 þúsund manns. Samkvæmt rannsókn- um Sigurðar hefur þesskonar helský lagzt yfir Þórsmörk endur fyrir löngu og kemur ignimbrítið nú fram sem ljós- leitt lag víða í Mörkinni. Það er ekki fullur áratugur siðan dr. Sigurður Þórarinsson uppgötvaði ignimbrítlagið í Þórsmörk, en harrn varð eims og áður segir fyrstur til að gera sér grein fyrir hvers eðlis hið Ijósleita lag er, sem víða kemur fram í Mörtónni og margir Hafa sjálfsagt tekið etftir,- t. d. í Merkurrananum og hjá Álfa- kdrkjunni. í greininni í Náttúrufræðingn um telur Sigurður, að uppruna ignimbrítlaigsins í Þórsmörk megi rekja til goss í Tindfjalla- jökli á siðjökultíma og sam- kvæmt athugunum hans nær I gosgeirinn yfir svo til alla Þórs- I mörk, einnig kemur lagið fram 8 allvíða sunnan Krossár. Og sem | að líkum lætur er það áberandi 1 norðan Markarfljóts, t. d. suð- | austan í Pauskheiðinni, en það svæði er minna kannað en Þórs- I mörk. Gosefni í eldgosum sem þess- ■ um berast loftleiðis með ógnar- I hraða eða allt upp í 45 m/sek., I oft langar leiðir, jafruvel svo I mörgum tugum kílómetra skipt ir. I Tindfjallajökulsgosinu hef- | ur hlaupið fairið að miinnsta 1 kosti nokkuð inn fyrir Búðar- i hamar í Þórsmörk og Gölt að | sunnanverðu við Krossá, sem | mun vera um 1/5 km vegalengd. I Hitinn í þessum hlaupum er gríðarlega mikill eða um 700— | 900 gráður á C. Ignimbrítlagið er víða tals- vert þykkt í Þórsmörkinni eða 8 um 20—30 m og j/afnvel meira, I það er ekki fullriannsakiað. Og | sjálfeagt þykknar það eftir því. sem nær dregur gosstöðvunum | í Tindfjiallajökli. Samikvæmt | lauslegum útreikningi áætlar * Sigurður rúmmál ignimbríts- I lagsins 2—3 km3/ og er þá hér I um að ræða gos, sem um [ gjóskumagn er 3—4 sinnum :l meira en Hekiugosið 1'1>04 og íj Öskjugo'sið 1875, en líkleiga eitt | hvað álíka og Öræfajökulsgosið = 1362, að sögn Sigurðar. Gos af þessu tagi eru tiiltölu- | lega sjaldgæf, sem betur fer, I enda þyrmia þau enigu fcvrku, sem á vegi þeiirra verður, svo 9 sem ásannaðist í borgimni St. I Pieri'e og áður er að vikið, þar I sem allir íbúarnir urðu helský- j inu að bráð, að einum undan- skildum, sem var fangi í neðan- j jarðarklefa og slapp lifandi úr óaköpunum. Hér á landi hafa I þó ignimbrítgos átt sér stað af I og til á forsögulegum tíma, og J Sigurður telur jafinvel, að . ignimbrítlag, sem kemur fram á Landmarmialaugasvæðinu geti verið frá því um eða eftiir land- ' nám. En þar hefur að vísu ver- I ið um tiltölulega litið gjósku- hlaup að ræða, sem mun hafa átt upptök í grennd við Suður- náminn. Þórsmörk er sem kunnugt er einhver fjölsóttasti ferðamanna ' staður landsins og mifcill sælu- | staður að flestra dómi. Rann- sófcnir dr. Sigurðar Þórarins- J sonair, sem hér hefur lítillega verið vi'kið að, færa okikuír hims vegar heim sanninn um, að það hefur ekki lálltaf verið sælan í ' Þórsmörk, en ástæðulau'st ætti þó að vera að láta þessa vitneskju hafa áhrif á sumar- ferðaáætlunina. — GG. S sauðkindi lað gjalda I ° Er til /of aiiikils jmælzt iað borgin útvegi landssvæði utan Reykjavíkujr fyrir iþá Isem vilja eiga og umgang- ast sauðfé? □ Ég er einn þeirra, þó enga eigi ég sauðkindina. sem finnst það lágkúrulegt af borgarstjórn Reykjavíkur að finna ekki ein- hvern stað í nágrenni Reykja- vikur, þar sem sauðfé fær að hafast við og þar sem eigendur þess geta hugsað um það, rétt eins og aðrir borgarbúar rnega þjóna lund sinni við heilbrigð störf í tómstundum. Hvers á þetta fólk að gjalda? I Reykjavík úir og grúir af alls skonar köttum — selskaps- köttum af virðulegum uppruna er halla sér að skauti virðu- legra frúa og ungfrúa. Þeir eru stroknir í bak og 'fyrir og njóta að sögn oft og iðulega meiri umhyggju en börn á beztu heim ilum, en hvorí þeir eru sótt- breinsaðir, eða tjara hreinsaðir, áður en þeir lenda í faðmi barna og unglinga, skal ósagt látið. Eitt vitum við, sem höfum garð við hús okkar, að þessi lævísu dýr, selskapskettir rétt eins og villikettir, sitja um það seint og snemma að drepa fugls unga jafnóðum og þeir koma úr hreiðrunum. Fuglarnir eru á- reiðanlega fleirum til yndisauka en kettirnir, en menn horfa upp á þessi smáfuglamorð þurrum augum,- Ef ég man rétt er hundahald bannað í Reykjavík. Sá vísi mað ur Gunnlaugur Classen, læknir, beitti sér fyrir því í þökk margra er kynni höfðu af sullaveikinni, en óþökk fárra í þá tíð.. Ég sofna á kvöldin frá hund- gá í næstu húsum. Af því að ég er gamall kann ég þessu ekki illa í sjálfu sér, en þegar ég vakna á morgnana við sams kon ar gá frá sömu ólöglegu hund- unum, finnst mér það ofrausn af hálfu borgaryfirvaldanna. Á heilsubótargöngum mínum mæti ég þessum útilegudýrum í fylgd með eigendum eða fulltrúum þeirra. Þeir eru að fá sér frískt loft eins og ég. Sá er munurinn á mér og þeim, að ég á heima í þessari borg, greiði minn skatt og greiði einnig fyrir líkamlega þjónustu, en hundarnir gera. sín stykki hvar sem er, og átölu- laust. En öðru máli myndi gegna um sauðkindina — það er vai'g- ur sem hvergi á griðland! Við megum drekka vín að vild hér í borginni, reykja, tyggja skro og taka í nefið. Við megum hafa hér kýr og þarfa- naut, og alls konar hross — allt frá stóðmerum til graðfola, að ógleymdum reiðhestum fyrir mig og konuna og alla aðra fjöl skyldumeðlimi. Hi-ossataðið er hreint í augum borgarstjórnar, en forði okkur allir heilagir frá sauðataðinu! Hrossaíbúðir reisulegar má byggja í borgarlandinu ekki of langt frá eigendum hrossa. Olíu- og benzínsölur hljóta virðingarstaði í borgarlandinu, sízt lakari staði en valdir hafa verið undir þau fáu líkneski sem. til eru í borginni. En þetta heyrir nútím.amenningunni til og er í sérstakri náð hjá borg- arstjórninni. Þegar á allt þeíta er litið, og ótalmargt annað, sem ekki er rakið hér, er þá til of mikils mælzt að borgarstjórn Reykja- víkur finni, eða kaupi lands- svæði í næsta nágrenni Reykja- víkur þar sem hinir mörgu menn, er - hafa ánægju af að umgangast sauðfé, geti eytt tóm stundum sínum í samneyti við þetta meinlausa og trygga dýr. Margir þessara manna eru full- orðnir, þeir leiðbeina æskulýðn um í umgengni við dýrin og gefa honum innsýn í nauðsyn- leg tengsl manns og náttúru. Setja mætti skilyrði um útlit fjárhúsa og umgengni, og gera samtök fjáreigenda ábyrg gagn- ■ vart borginni hvað snerlir eft- irlit og umhirðu. Er þetta til of mikils mælzt? Örn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.