Alþýðublaðið - 11.03.1970, Síða 7
Miðvibudagur 11. marz 1970 7
NJÖRÐUR P.
NJARÐVÍK:
BRÉF AI) UTAN
m
TÍMASKEKKJA
Á ALNNGI
Svo undavlega .tókst til að mögn
uð grein sem ég' skrifaði um
Kvennaskólamálið í febrúar-
byrjun og sendi Alþýðublaðinu,
týndist í pósti. Fóru því lesend-
ur blaðsins skammarlega á mis
við merkilegt framlag til þess
kátbroslega skrípaleiks. Rétt er
þó að geta þess að ein athyglis-
verðasta hlið þessa máls hefur
orðið einkennilega útundan í op
inberum umrœðum. Og það er
þáttur stjórnmálamannanna.
Enn einu sinni hafa íslenzkir
stjórnmálamenn sýnt þjóð sinni
hversu fjarri því fer að þeir
skynji þann tíma sem þeir lifa.
Það er furðulegt að slíkar frétt-
ir skuli berast frá íslandi í lok
sjöunda tugar 20stu aldar. Sam
þykkt neðri deildar Alþingis á
Kvennaskólafrumvarpinu kem-
ur ekki aðeins þvert á alla
menningarlega framvindu um
víða veröld, heldur verður ekki
annað séð en í henni felist ótví-
rætt brot 4 þeim fræðslulögum
sem Alþingi sjálft hefur áður
sett. Einkum og sér í lagi er
þetta mál alvarlegt þegar þess
er gætt að undirrótin virðist
vera einber metnaðargirnd fá-
einna einsíaklinga fyrir hönd
einnar skólastofnunar sem í
rauninni á engan rétt á sér í
nútímaþjóðfélagi. Það er ekki
hlutverk Alþingis að svala metn
aðargirnd einstakra manna og
stofnana. Svo eru menn að
furða sig á að þessu skuli mót-
mælt! Það er svo sannarlega
kominn tími til að íslenzka þjóð
in hætti að taka þegjandi
hverri vitleysu sem stjórnmála-
menn hennar láta frá sér fara.
Jafnaðarmenn og annað
vinstri sinnað fólk þarf í sjálfu
sér ekki að verða neitt undr-
andi á því þótt sjálfstæðismenn
ljái slíkri hugmynd sem Kvenna
skólafrumvarpinu. fúslega fylgi
sitt. Það er varla hægt að ætlast
til þess að íhaldsmenn hafi skiln
ing á eðlilegri framþróun úr
því að þeir skilja ekki einu
sinni grundvallaratriði lýðræðis
skipulags. En það er í sann-
leika sagt dapurleg tilhugsun að
flokk þeirra tímaskekkju-
manna sem samþykktu Kvenna
skólafrumvarpið skuli fylla
flestir þingm.enn Alþýðuflokks-
ins í neðri deild, auk Hannibals
Valdimarssonar. Jafnréttiskraf-
an er og verður eitt grundvall-
aratriði jafnaðarstefnunnar, og
hluti þeirrar kröfu er að skól-
ar landsins skuli hvorki tak-
markast af þjóðfélagsstöðu
manna né kynferði. Og ég geri
skýlausa kröfu til þess að þing-
menn Alþýðuflokksins séu jafn-
aðarm.enn.
ÓSAMKVÆMNI
Sú ósamkvæmni sem hér birt-
ist í breytni þeirra manna sem
val.izt hafa íil að standa í fylk-
ingarbrjósti jafnaðarmanna er
býsna alvarlegt mál, og þeim
m.un, átakanlegra sem málefn-
ið er broslegra. Þetta heitir að
sjá ekki skóginn fyrir trjánum
og er sorglega algengur eigin-
leiki íslenzkra stjórnmála-
raanna. Ef þingmen Alþýðu-
flokksins geta ekki gætt sín í
svo litlu og ótvíræðu máli, við
hverju er þá að búast þegar
rau.nverulega sverfur til stáls?
Þingmenn Alþýðuflokksins sitja
á Alþingi til að koma á lýð-
ræðislegum sósíalisma á Islandi,
og ég leyfi mér að minna þá á
það, ef þeir skyldu með öllu
hafa gleymt þvú
Svipaðrar ósam.ræmi gætir
einnig stundum í efnisvali Al-
þýðublaðsins. Ég ætla aðeins að
tilfæra tvö dæmi smávægilegs
efnis. Þegar hvað mest var skrif
að í. vestræn blöð um fjölda-
rnorð ban.daríkjam.anna í Song
My (rétt eins og það væru ein-
hver tíðindi að bandaríkjamenn
fremdu fjöldamorð í Víetnam!)
þá birtir Alþýðublaðið mynd-
skreytta frétt sem upplýsir les-
endur um þá gífurlegu fjárhæð
sem blaðaljósmyndari fékk
greidda fyrir myndir af þessum
skemmtilegu hernaðaraðgerð-
um. Þá vaknar sú spurning
hvers vegn.a þessa atriðis er sér-
staklega getið í málgagni ís-
lenzkra jafnaðarmanna, sem að
öðru leýti leiddi þetta glæpa-
mál að mestu ieyti hjá sér. Ligg
ur kannski sú. hugsun að baki
að fjárhagsafkoma blaðaljós-
myndara sé sá þáttur fjölda-
morðanna í Víetnam sem lesend
ur Alþýðublaðsins hafi mest-
an áhuga á? Eða er efni blaðs-
ins kannski valið alveg um-
hugsunarlaust?
Og nú fyrir skemmstu birti
blaðið heilsíðugrein um dætur
Nixons bandaríkjaforseta. Nixon
er eins og kunnugt er mesti
afturhaldsseggur sem setið hef-
ur á fcrsetastóli í Bandaríkjun-
um síðan á dögum kreppunnar
miklu, og ég segi fyrir mitt leyti,
ég hef afskaplega takmarkaðan
áhuga á að fræðast um dætur
hans. Ég las samt greinina til
að reyna að komast að því hvers
vegna hún væri birt í málgagni
íslenzkra jafnaðarmanna. Og ég
gat ekki betur séð en a. m. k.
annarri dóttur Nixons væri tal-
ið það til töluverða tekna að
hún væri bæði gamaldags og
ihaldssöm í hugsun og skoðun-
um. Eru það kannski slíkar skoð
anir sem Alþýðublaðið mælir
með við lesendur sína? Eða er
efni blaðsins kannski valið
alveg' umhugsunarlaust? — Nei,
góðir bræður, blaðamenn og rit-
stjórar, má ég minna ykkur á
að þið eigið að vera málsvarar
lýðræðislegs sósíalisma? Og má
ég líka biðja ykkur um svolítið
meiri samkvæmni í hugsun og
breytni?
STJÓRNARSAM-
STARFIÐ MESTA
ÓSAMKVÆMNIN
Mesta ósamkvæmni Alþýðu-
flokksins felst að sjálfsögðu í
10 ára stjórnarsamstarfi hans
við sjálfstæðismenn. Ég dreg
enga dul á’að ég er andstæðing-
TAKIÐ VEL EFTIR
Olrðsending til jþeirra ):cm tryggt þafa ,hjá' '
Vátryggingafélaginu h.f.: > {
i? HAGTRYGGING hýður þeim aðilum,
ÍX sem eru tjónlausir og greitt hafa
ÍZ lægsta dðgjald hjá Vátryggingafélaginu
Íf bifreiðatryggingu ifram til 1. maí. '
# FYRIR 90 KRÓNUR, AUK SÖLUSKATTS.
HAGTRYGGING - SÍMI 38580
ur viðreisnarstjórnarinnar, ekki
fyrst og fremst vegna þess að
ég vilji fordæma allar gerðir
hennar, heldur vegna þess að
enginn hugsjónalegur grund-
völlur er fyrir samstai'fi .jafn-
aðarmanna og íhaldsmanþa í
ríkisstjórn, hvoi’ki nú né endra-
nær. Flokksbræður mínir and-
mæla stundum þessari sKoðun
minni og segja að Alþýðuflokk-
urinn eigi auðveldara með að
koma í framkvæmd ýmsum mál-
um sínum í samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn en aðra flpkka.
Og svo bæta þeir við að ef Al-
þýðuflokkurinn hverfi úr ríkis-
stjórn þá köllum við yfir landið
samsteypustjórn framsóknár og
íhalds, og varla viltu gera þjóð
þinni þann óleik.
Þessu er þá til að svaiia að
Alþýðuflokkurinn hefur í Éaun-
inni ekki komið fram ne, num
af sínum stefnumálum. Vi S er-
um ekki hæriufeti nær takrharki
okkar eftir 10 ára samstarf.
Og hugsanleg stjórn íhalds og
framsóknar kemur okkur ekki
við. Formaður Alþýðuflokksins
hefur varið stiýrnarsamstarfið
m. a. með því að segja að stöð-
ugt stjórnarfar sé mikils yirði.
En það fer vitanlega eftir því,
hvers. konar stjórnarfar er um
að ræða. og áframhaldandi við-
reisnarstjórn er ekkert keppi-
kefli fyrir jafnaðarmenn, iöðru
nær.
Alþýðuflokkurinn hefur í
rauninni aðeins eitt mál á stefnu
skrá sinni: að ko.m.a á lýðræðis-
legum sósíalisma. Og ekkert er
slíkum málstað hættulegra en
stjórnarsamstarf við íhalds-
flokk. Vera rná að hægt sé að
hækka almannatryggingar um
nokkur hundruð krónur í slíku
samstarfi, en það er hégómi sem
engan dregur. Og engan veginn
má kaupa það því verði að flokk
urinn. teygist æ lengra til hægri
unz hann verður frjálslyndur
miðfiokkur í stefnulausri af-
greiðsluríkisstjórn sem vill
stjórna til þess eins að stjpfna.
Ljóst er að þátttaka Alþýðu-
flokksins í ríkisstjórninni stend-
ur beinlínis í vegi fyrir sam-
einingu jafnaðarmanna í :einn
flokk. Verkalýðshreyfingin er
margklofin og má sín ein^kis í
stjórnmálabaráttunni. Leiðin til
sósíalismans liggur ekki! um
bæjarhlað íhaldsins. Sú leið
verður aldrei að veruleika
nema verkalýðshreyfingin standi
sameinuð í einum sterkum sósí-
alistískum fiokki. Sá flokkur
verður aldrei að veruleika nema
Alþýðuflokkurinn, Samtök frjáls
lvndra og vinstri manna oc At-
þýðubandalagið sameinist í'einn
flokk. Og sú sameining ^elur
aldrei orðið að veruleika með-
an Alþýðuflokkurinn starfar
með íhaldinu í ríkisstjórn.^ Al-
þýðuflokkurinn verður að vakna
af þessum illa draumi og 'taka
á ný upp harða og ákveðna'bar-
áttu fyrir íslenzka alþýðu í jlutlu
samræmi við stefnuskrá flokks-
ins um lýðræðislegan sósíal-
isma. Þá fyrst getur hann iekið
þátt í sköpun þess nýja þjoðfé-
lags sem er krafa allra ja.fnað-
armanna.
Með baráttukveðju,
NjÖrður.