Alþýðublaðið - 04.08.1970, Blaðsíða 14
14 Þriöjudagur 4. ágúst 1970
«»
MOA MARTIUSSON:
wmm
14. GIFJtSJ
hælnum, sem ég var að
prjóna. Ekki vegna þess að
ég í sjáifn sér kynni það
ekki, heldur vegna hins, að
hún kenndi Okkur aðra að-
ferð við það en mamma not-
aði, og náttúrlega þorði ég
ekki að móðga hana með því
að fara mínar eigin leiðir.
Hún tók við so'kknum aí mér
og byrjaði áð ta'ka úr. Ég
beygði mig áfi'am í mesta sák
leysi til þess að geta séð bet-
ur hvernig hún fór að, — og
þá varð mér það á að koma
■ við smáskítlega hárhnútinn,
S sem hún setti upp í hnakk-
* ánum.
J| Varaðu þig, skrækti hún. —
i* Burtu með þig.
Ég hrökk frá henni og sett-
ist í sætj mitt á ný, án þess
að fá sokkinn með mér.
Komdu hingað og sjáðu,
hvernig þú átt að gera, kall-
aði hún. l|
Ég stóð upp og gekk til
hennar. Hinar stúlkurnar
rýndu í handavinnu sína og
litu ekki upp.
Hvernig hefurðu farið að
því að eyðileggja prjóninn
þinn svona spurði hún. —
Hvernig heldurðu að hægt sé
áð prjóna almenhiiegan so’kk
með svona prjóni? Hann
rífur og klífur bandið og
sokkurinn verður eins og
hann sé flosaður.
Hún sýndi mér prjóninn og
það var satt, sem hún sagði:
Það voru í hann i’ispur og
skorur og það stóðu út úr hon-
um flísar. Og nú minntist ég
þess, að það var í síðasta
handavinnutíma, sem ég fyrst
varð vör við það, að hann
festist í bandinu, en ég hafði
ekki gefið mér tírna til. þess
að athuga, í hverju það lá.
Ætlarðu að svara mér eða
ekki? sagði hún með þjósti.
Hvað hefurðu gert við prjón-
inn þinn?
Ég þagði. Ég gat ekkert
sagt, því í sannleika gat ég
ekki munað eftir þvi, að ég
hefði gert neitt við hann.
Það er ég, skal ég láta þig
vita, sem ber ábyrgð á því
agnvart verksmiðjustjórn-
inni, sem fram fer í banda-
vinnutímunum, og svo skaltu
gera svo vel að segja mér
sannleikann; þú hefur gott af
að gera það einu sinni og þú
hefur alla tíð verið bekknum
til skammar, síðan fyrst þú
komst í þennan skóla, sem
aldrei skyldi verið hafa. Hún
tálaði hratt, og rauðu blett-
irnir á hálsinum á henni voru
stærri en vant var, þótt hún
skipti skapi. Þeir náðu nærri
því upp á hökubroddinn.
Ég varð að gera svo vel að
sitja inni í fríminútunum, það
sem eftir var dagsins. Kennslu
konan fékk ekki upp úr mér
eitt einasta orð, ekki einu
sinni datt mér í hug að gera
henni þáð til geðs að ljúga
upp einhverri skýringu á því,
hvað komið hefði fyrir prjón-
inn. Mér kom heldur ekki
sjálfri til hugar nein skýring;
ög þótt ég leitaði í huganum
eftir ástæðunni, þá gat mig í
raun og veru alls ekki grun-
að, hvað komið hafði fyrir
prjóninn. Prjónfjandinn var
að vísu í mesta lagi tveggja
aura virði, en samt var ég
særð og reið yfir því, að hann
skyldi hafa skemmst. Kennslu
konan harðbannaði mér að
prjóna fyrr en ég hefði með-
gengið; en nýjan prjón skyldi
ég fá strax og ég hefðj gert
það. Þetta kom allt svo ó-
vænt yfir mig, að ég var eins
og lömuð. Ef ég bara hefði
fundið upp einhverja skýringu
strax, bara að ég hefði við-
urkennt stras, að það hefði
verið ég, sem skemmdi prjón
inn; það hefði verið svo miklu
léttbærara heldur en nú þeg-
ar búið var að hóta mér öllu
iíllu. En mér kom bara ekkert
til hugar, þegar hún fyrst
minntist á þetta. Og þó var
mér ljóst, að fyrr eða siðar
yrði ég að gefa nákvæma
skýrslu um það, hvað komið
hefði fyrir prjóninn, — hvern
ig ég hefði farið að því að
eyðileggja hann. En það.var
eins og ég væri gersamlega
lokuð fyrir að geta skáldað
ei'tthvað handa kerlingunni.
Það var komið kolsvart
myrkur, þegar ég kom heim.
Heima var allt á öðrum
endanum. Mamma var útgrát-
in og stjúpi minn niðurlútur
og aumkunarlegur. Hvorugt
þeh’ra tók eftir því, að ég kom
óvenjulega seint. Ég held, að
þau hafi meira að segja hvor
ugt tekið eftir því, að ég kom.
Seint og um síðir kom mam-
ma með kaffilögg handa mér.
Hún virtist vera búin að stein
gleyma því, að ég hafði ekki
fengið neinn miðdagsmat.
Stjúpi minn hafði eignast
bam með ernhverri stúl’ku í
verksmiðjuhvei’finu. Þar var
hann búinn að hafa fyrir sið
að halda sig nú um lengri
tíma í öllum frístundum; —
Stúlkukindin var víst e’kki al-
dæla, því hún var búin að
stefna stjúpa mínum, og
heimtáði meðlag með baminu,
enda þótt hún vissi, að hann
var kvæntur maður. Lögin
vom nefnilega svoleiðis í þá
daga, að kona, sem áttj bam
með manni annai’rar konu, —
átti ekki rétt til að fá með-
gjöf með barninu.
Stefna á stjúpa minn hafði
komið þennan dag, meðan
hann var í vinnunni. Stefnu
vottarnir birtu mömmu stefn
una og hún féll alveg saman.
Henni komu þessi tíðindj al-
gerlega á óvart. Hún hafði
ekki haft minnsta grun um, að
hann væri henni ófrúr.
Ja, hérna, hvílík ósköp, sem
á gengu heima. Hún mamma
mín, sem hversdagslega var
friðsemdarmanneskja, gekk nú
í skrokk á stjúpa mínum og
rak honum hvem löðrunginn
á fætur öðrum. Hann barði
á móti og varðist eftir beztu
getu. Nú grannarnir skárust
í leikinn og vildu skilja þau;
en hún mamma mín fleygði
þeim á dyr og kallaði þá ýms-
um ónöfnum. Þær komust
vís’t áreiðanlega á snoðh’ um
það, verkstjórafi’úmar, dag-
irm þann, hvað þær væru
upp á marga fiska. — Hún
mamma fór ekki dult með
það, hvaða áli’t hún hafði á
þeim.
Forkastanlegt er
flest á storö
En eldri gerð húsgagna og húsmuna eru
gulli betri. Úrvalið er hjá okkur. Það erum
við, sem staðgreiðum munina. Svo megum
við ekki gleyma að við getum skaffað beztu
fáanlegu gardínuuppsetningar sem til eru
á markaðinum í dag.
Við kaupum og seljum allskonar eldri gerð-
ir hús'gagna og húsmuna, þó þau þarfnist
viðgerðar við.
Aðeins hringja, þá komum við strax — pen-
ingarnir á borðið.
FORNVERZLUN og GARDÍNUBRAUTIR
Laugavegi 133 — Sími 20745.
Vörumóttaka bakdyrameginn.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirli'ggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok —Geymslul'ok á Volfeswagen í all-
flestum litum. Skiþtum á einum degi með
dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25, Símar 19099 og 20988.
KJÖTBÚÐIN
Laugavegi 32
Nautahakk kr. 167,00 kg. — Nýtt hvalkjöt
kr. 60,00 fcg. — Eitt bezta saltkjöt borgarinn-
ar kr. 138,00 kg. — Ávallt nýreykt hanigikjöt,
séi’stök gæðavara. — Læri kr. 168,10 kg.
Frampartar kr. 120,00 feg.
KJÖTBÚÐIN
Laugavegi 32
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
MOTORSTILLINGAR
HJOLASTILLINGAR L J Ö S A STILLIN-G A R
Látið stilla í tima. Æ
Fljót og örugg þjónusi'a. I
13-10 0