Helgarpósturinn - 13.10.1994, Qupperneq 5
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
5
I
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
Óánægja íbúa Ólafsvíkur vegna sameiningar
sveitarfélaga á utanverðu Snæfellsnesi
Byggð á misskilningi
ÁKMÁ SUPRÁ
HVERFISGÖTU 64, SÍMI 622 322
Gunnar Már Kristófersson, fynverandi sveitarstjórí
Neshrepps utan Ennis, skrifar.
Síðastliðinn mánudag birtist í
Morgunpóstinum frétt sem rekja
má til bæjarstjóra Snæfellsbæjar
þar sem rætt er um að mikil
óánægja sé meðal íbúa Ólafsvíkur
vegna sameiningar sveitarfélaganna
Neshrepps utan Ennis, Ólafsvíkur,
Staðarsveitar og Breiðuvíkur-
hrepps. Undirritaður telur að sé
um einhverja óánægju að ræða
hljóti hún að vera byggð á misskiln-
ingi, og sér sig því knúinn til að
leiðrétta þann misskilning.
Fréttin, eða viðtalið við bæjar-
stjórann, ber það raunar með sér að
um misskilning sé að ræða, en þar
segir meðal annars að nettóskuldir
við sameininguna hefi verið kr. 93
þúsund á íbúa í Ólafsvík, en kr. 77
þúsund í Neshreppi. Hið rétta er
hins vegar að nettóskuldir í Ólafs-
vík voru kr. 94 þúsund á íbúa en kr.
74 þúsund í Neshreppi eða kr. 20
þúsund á hvern íbúa verri í Ólafs-
vík.
Hvað heildarskuldir sveitarfélag-
anna fyrrverandi varðar þá skuld-
uðu íbúar Ólafsvíkur kr. 219 þús-
und á hvern íbúa en íbúar Nes-
hrepps kr. 142 þúsund á íbúa eða
kr. 77 þúsund verri staða í Ólafsvík.
Vegna stöðu Ólafsvíkurkaup-
staðar var um það rætt í viðræðum
um sameininguna að skuldajafnað
yrði, þær upphæðir sem talað var
um í því sambandi voru að mínu
mati ásættanlegar fyrir íbúa Nes-
hrepps, Staðarsveitar og Breiðavík-
urhrepps.
í viðtalinu, eða fréttinni, er sagt
að gert hafi verið ráð fyrir að skuld-
ir Neshrepps væru mun lægri en
raun varð á. Það er auðvitað ekki
rétt. Þegar viðræður um samein-
ingu þessara sveitarfélaga hófust í
alvöru í september 1993 var ákveðið
að taka mið af fyrirliggjandi árs-
reikningum sveitarfélaganna þar til
ársreikningar ársins 1993 lægju fyr-
ir. Það var auðvitað vitað að íjár-
hagsstaða Neshrepps mundi versna
á árinu 1993, og frá því skýrt, og
kom þar tvennt til. Framkvæmdir í
sveitarfélaginu að upphæð kr. 27
milljónir og að tekjur sveitarfélags-
ins lækkuðu að raunvirði um kr. 8
MORQUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 10. OKTÚBER tt
I
a bönnuð börnunr yngri eo 16. ara.
BI0B0RGIN
syncl l<l 4W - 6[)l} - 9 - 1Æ
Myndin er strang
kSAGA-BIO
-
■ íi cl ld 9 o g m
sýnd í Sagabíó í THX
synd i Bioborginm i Digital D^J^L
Veruleg óánægja í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Snæfellsbæ
Vilji fýrir að slrta
samslarfinu
SkukSr Neshœpps miklu meiri en áætíað var og msarar nyg&a*™*
2E3s»«
A< í;J> ríaióna
N'ííhiuVÍ'4
milljónir.
Ársreikningar sveitarfélaganna
fyrir árið 1993 lágu fyrir í febrúar og
á fundi í mars voru öllum sveita-
stjórnarmönnum á svæðinu kynnt-
ir þessir reikningar.
Mér var ljóst að skuldir hins nýja
sveitarfélags yrðu mikiar og svig-
rúm til framkvæmda yrði því ekki
mikið fyrsta árið. Það var um það
talað fljótlega í viðræðum um sam-
einingu þessara sveitarfélaga að
nauðsynlegt væri að lækka
greiðslubyrði hins nýja sveitarfé-
lags. Það var meira að segja um það
rætt að tii þess þyrfti um 200 millj-
ónir kr. til lengingar á lánum og
greiðslu á skammtímaskuldum. Ég
fagna því auðvitað að tekist hefur
að fá kr. 40 milljónir vonandi hag-
stætt lán til þeirra hluta. En betur
má ef duga skal, ekki aðeins vegna
stöðu fyrrverandi Neshrepps held-
ur einnig vegna stöðu fyrrverandi
Ólafsvíkurkaupstaðar.
Hvað ráðningu endurskoðanda
varðar er staðreyndin sú að endur-
skoðunarskrifstofa Sigurðar Stef-
ánssonar hefur endurskoðað árs-
reikninga Neshrepps frá 1974 eða
síðastliðin 20 ár. Hagskil hefur end-
urskoðað reikninga Ólafsvíkur frá
árinu 1988. Ég veit ekki til að at-
hugasemdir hafi verið gerðar við
störf þessara fyrirtækja, en auðvitað
er rökrétt að það fyrirtækið sem
starfað hefur lengur á svæðinu yrði
ráðið í endurskoðun fyrir hið nýja
sveitarfélag.
Við sameiningu sveitarfélaga,
sem ég vona að verði meira af í
framtíðinni, er og verður erfitt, ef
ekki óframkvæmanlegt, að velja
saman sveitarfélög sem eru fjár-
hagslega, þjónustulega og félags-
lega eins stödd. Það hélt ég að all-
ir vissu.
Ég var einn af þeirn sem var
mikill áhugamaður um santein-
ingu sveitarfélaga og er enn. Ég
tel að sameining sveitarfélaganna
á utanverðu Snæfellsnesi hafi ver-
ið og sé þessu svæði nauðsynleg
og að allar forsendur séu fyrir
hendi til að þessi sameining geti
tekist vel, en það er mjög slæmt ef
í upphafi á að fara að deila um
hver sé að borga fyrir hvern.
Undirritaður telur tímanum bet-
ur varið í að sameinast um að
þrýsta á stjórnvöld til að standa
við þau fyrirheit sem þau gáfu
fyrir sameiningu sveitarfélag-
anna.
Ég trúi því að fljótlega fari íbú-
ar í hinu nýja sveitarfélagi á utan-
verðu Snæfellsnesi að sjá þann
ávinning sem af sameiningunni
mun leiða. Ég óska bæjarstjóra og
bæjarstjórn velfarnaðar í starfi.
Gunnar Már Kristófersson
fyrrverandi sveitarstjóri
Neshrepps utan Ennis
GENUINE ARMY SURPLUS