Helgarpósturinn - 13.10.1994, Síða 8
8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
iðskiptablaðið, undir ritsjórn
Óla BjöRNS Kárasonar, hefur fram
að þessu verið til húsa í Kópavogin-
um, í húsi Almenna bókafélagsins. í
næstu viku mun blaðið flytja starf-
semi sina í Síðumúla 14 cn það hús
hefur meðal annars hýst Vísi, Dag-
blaðið, Vikuna og DV. Á morgun,
föstudag, verður svo haldinn hlut-
hafafundur hjá Viðskiptablaðinu.
Fyrir fundinn liggur tillaga sem
heimilar aukningu á hlutafé, minnst
fimm milljónir króna og mest átta
milljónir króna. MORGUNPÓSTUR-
INN hefur öruggar heimildir fyrir
því að tillagan verði samþykkt og er
bæði um að ræða aukið hlutafé og
nýja hluthafa...
SlGURÐUR TÖMAS BjÖRGVlNSSON,
framkvæmdastjóri Alþýðuflokks-
ins, hefur lengi verið skráður rit-
stjóri Alþýðublaðsins þótt lítið sem
ekkert sjáist til hans á ritstjórninni.
Nú hefur verið ákveðið að Hrafn
JÖKULSSON taki
við ritstjórn
blaðsins og hefur
hann störf strax
á mánudaginn
eftir helgi. Fyrir
á blaðinu eru
þeir Jón Birgir
Pétursson, Sæmundur Guðvinsson
og StefAn Hrafn Hagalín. Hrafn
fær fullt umboð til þess að stýra
blaðinu og er búist við einhverjum
breytingum á ritstjórninni og jafn-
vel fjölgun. Ráðning Hrafns er
hugsuð til bráðabirgða fram yfir
kosningar, en vel er inni í myndinni
>. að hann verði ráðinn til frambúðar.
J Alþýðublaðsmenn eru enn að gæla
við stækkun blaðsins og hugsa sér
jafnvel að fara upp í tólf síður dag-
lega. Forsmekkurinn af því birtist
föstudaginn 28. október þegar 40
síðna afmælisblað verður gefið út í
tilefni þess að þann 29. á blaðið 75
ára afmæli. Varðandi ráðningu
Hrafns í stól ritstjóra má rifja það
upp að um síðustu áramót ritaði
Hrafn Sigurði opið bréf í Pressunni
sálugu, þar sem hann svaraði fyrir
mcint skot í sinn garð. Um var að
ræða „Guccigreinina“ frægu um
Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Þar
lætur Hrafn að því Jiggja (svo vægt
sé til orða tekið) að Sigðurður Tóm-
as sé hálfgerður pappírsritstjóri
(„meintur ritstjóri“) og gefur í skyn
að Sigurður Tómas þurfi fyrr en
seinna að finna sér annan starfa.
I'etta gæti bent til þess að Hrafn sé
forspár...
Dr. Helgi Gunnlaugsson félagsfræðingur
Ótti Islendinga
við glæpi
fer vaxandi
Þótt afbrot á Islandi hafi ekki
færst í aukana undanfarin fimm ár
óttast æ fleiri íslendingar glæpi. Yf-
ir 90 prósent þeirra telja afbrot
mikið vandamál á Islandi. „Islend-
ingar hafa orðið ekki minni áhyggj-
ur af afbrotum en nágrannar þeirra
í Vestur- Evrópu," segir Dr. Helgi
Gunnlaugsson lektor í félagsfræð-
um.
íslendingar hafa löngum stært
sig af því að búa í landi þar sem
menn geta svo að segja gengið
óhultir um göturnar. Samanborið
við önnur lönd er glæpatíðni á Is-
landi - í það minnsta af alvarlega
taginu - enn með því lægsta sem
gerist. En þótt glæpir hafi ekki færst
í aukana undanfarin ár, samkvæmt
nýrri samanburðarkönnun, sem
Helgi vann í samvinnu við Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands á
málum sem komið hafa inn á borð
Rannsóknarlögreglu ríksins, telja
tæp 90 prósent Islendinga afbrot
mikið vandamál hérlendis. Það er
töluvert hærri prósenta en taldi af-
brot mikið vandamál á íslandi árið
1989.
Samanborið við 1989 hefur fjölg-
að mjög í hópnum sem finnst af-
brot á Islandi mjög mikið vanda-
mál, eða um 20 prósent. Árið 1989
töldu 12 prósent íslendinga afbrot
mjög mikið vandamál, en 32 pró-
sent gera það í dag. Sami fjöldi, eða
56 prósent, taldi afbrot frekar mikið
vandamál á árunum ‘89 og ‘94 en á
móti kernur að fækkað hefur veru-
lega í þeim hópi sem finnst afbrot á
Islandi frekar lítið vandamál. Að-
eins 12 prósent Islendinga telja af-
brot lítið vandamál í dag saman-
borið við 31 prósent árið 1989.
Einstök Ijótari mál
En hverja mætti telja skýringuna
á aukinni hræðslu almennings við
afbrot á Islandi?
„Þegar ég kom að utan úr námi
frá Bandaríkjunum árið 1987, og
allt til haustsins 1989, var engin sér-
stök ofbeldisumræða á Islandi. Það
var ekki fyrr en um haustið sem of-
beldisumræða tröllreið öllu í fjöl-
miðlum. Hún náði meira segja inn í
borgarstjórn. Umræðan gekk svo
langt að rætt var unr að koma fyrir
videóupptökuvélum í miðbænum.
Síðan þá hefur reglulega komið
upp umræða um ofbeldi, í það
minnsta einu sinni á ári. Það kemur
því ekki á óvart að viðhorfm til af-
brota hafi tekið breytingum. I eðli
sínu má líka segja að ofbeldisumr-
æðan hafi breyst. Við fáum kannski
einstök ljótari mál sem fá meiri
umfjöllun, samanber málið þegar
ungíingsstúlka sparkaði í kynsystur
sína í miðbænum nreð skelfilegum
afleiðingum, fyrir tæpum tveimur
árum. Þessi ljótu mál gætu ef til vill
mýkt þennan mun sem fram kem-
ur varðandi aukinn ótta almenn-
ings. Skýringin gæti verið sú að ein-
stök mál sitja meira í fólki, þótt
ekkert bendi til þess að afbrot hafi
farið vaxandi, samkvæmt saman-
tekt minni um fjölda og eðli mála
frá RLR. Á hinn bóginn hafa fréttir
tengdar afbrotum aukist, til dæmis
í Morgunblaðinu. En árið 1989
voru 264 afbrotafréttir að finna í
Morgunblaðinu en 1994 voru fréttir
af afbrotum í sama blaði 409 tals-
ins.“
Líkt hjá RLR og
Reykja víkurlögreglunni
Af samantektinni um eðli og
(jölda mála frá RLR að dæma, virð-
ist sem innbrotum hafi lítillega
fjölgað á þessu tímabili. Helgi segir
hins vegar að ofbeldismálum hafi
fækkað. Kemur það á óvart ef höfð
er í huga aukin umfjöllun fjölmiðla
um ofbeldi. „Hjá Reykjavíkurlög-
reglunni virðist nokkuð svipað
uppi á teningnum og hjá RLR. En
Guðmundur Guðjónsson, sem
meðal annars hefur skrifað um
þessi mál á opinberum vettvangi,
hafði ekki ósvipaða tilfinningu
gagnvart Reykjavíkurlögreglunni
þegar hann hlýddi á fyrirlestur um
þessi mál hjá mér.“
Aðrir málaflokkar standa svo að
segja í stað milli ára hjá RLR og
einnig sá málafjöldi sem komið
hefur inn á borð fíkniefnalögregl-
unnar. Aukning ofbeldismála í
samfélaginu kemur hins vegar nok-
uð heim og saman við aukna
hræðslu almennings við ofbeldi, en
frá 1989 hefur þeim sem óttast of-
beldi mest fjölgað úr 14 prósentum
í 30 prósent. Á móti kemur að færri
virðast líta á fíkniefnavandann senr
rnesta vandann. Þeim sem það gera
hefur fækkað úr 40 prósentum í 31
prósent.
Umræður á villigötum
Eins og kom fram í frétt MORG-
UNPÓSTSINS á mánudag úr sömu
könnun - er, þrátt fyrir að Island sé
með hvað minnstu fangatíðni í
heiminum, jafn hátt hlutfall sí-
brotafólks hér á landi og í Banda-
ríkjunum. En þar í landi er hvað
hæsta hlutfall síbrotafólks að finna
í heiminum, jafnvel þótt refsingar
séu mun harðari í Bandaríkjunum.
Segjast yfir 80 prósent aðspurðra
nú á dögum, samanborið við 70
prósent fýrir fimm árum, telja refs-
ingar of vægar. „Varðandi þessi
svör er auðvitað spurning hvort
menn séu að hugsa um tiltekin brot
eða almenn brot. Það er hugsanlegt
að menn hafi í huga kynferðisaf-
brot gangvart börnum, nauðganir
og ofbeldisbrot, þegar þeir svara
þessari spurningu. En eins og flest-
Telur þú að afbrot séu mikið H Hvert af eftirtölduin afbrot-
eða lítið vandamál hér á landi? H um telur þú mest vandamál
I hér á landi?
Hvert af eftirtöldu telur þú
mikilvægasta ástæðu þess að
fólk leiðist út í afbrot?
Vægar
refsingar
Dr. Helgi Gunnlaugsson lektor í félagsfræðum „íslendingar hafa
orðið ekki minni áhyggjur af afbrotum en nágrannar þeirra í Vestur-
Evrópu.“
um er kunnugt hafa umræður um
of vægar refsingar verið tengdar
slíkurn brotum upp á síðkastið.“
Einnig hefur komið fram að
harðari refsingar hafa ekki dugað til
að fækka síbrotafólki í Bandaríkj-
unum. Við nánari athugun á síaf-
brotahópnum hérlendis hefur
komið á daginn, hjá til dæmis þeim
sem koma við sögu fíkniefnalög-
reglunnar, að það er meira og
minna fólk sem á í miklum félags-
legum vanda. „Þetta er hópur sem
virðist fremur þurfa stuðning en
harða refsingu,“ segir Helgi.
Er það álit hans, að líkt sé konrið
fyrir umræðunni um að notkun
fíkniefna orsaki ofbeldi, og umræð-
unni um að ofbeldi í sjónvarpi valdi
ofbeldi á götum úti; þetta séu um-
ræður á villigötum. En til dæmis
landlæknir hefur borið það á borð
opinberlega, og fleiri, að ofbeldis-
myndir orsaki ofbeldi á götum úti.
Vandinn eigi sér mun dýpri rætur.
„Þetta er mjög yfirborðsleg túlk-
un. Til staðfestingar á þessari sam-
Eru refsingar við afbrotum hér
á landi of strangar, hæfilegar
eða of vægar?
félagslegu sýn á orsökum ofbeldis
má benda á að félagsleg einkenni,
til dæmis síbrotaunglinga, meðal
annars þeirra sem beita ofbeldi,
hafa iðulega tilhneigingu til að fel-
ast í brotnum fjölskyldutengslum
þar sem ofbeldi hefur viðgengist,
skólaganga verið í molurn og efna-
hagsleg kjör bág,“ segir Helgi, en
bætir svo við. „En svo er aftur ann-
að mál að misnotkun vímuefna
getur verið fylgifiskur þessa fólks og
ofbeldismyndir haft meiri áhrif á
þennan hóp en aðra í samfélaginu.
Þetta er hins vegar ekki orsökin.“
Dauðarefsingar
Tengt refsingunum er annað sem
vekur athygli í þessari könnun, þótt
ekki hafi það breyst frá 1989, en 10
prósent Islendinga virðast hlynntir
því að taka upp dauðarefsingar.
„Það er þó ekki há prósenta sam-
anborið við hve margir eru hlynnt-
ir dauðarefsingum, til dæmis í
Bandaríkjunum. Þar í landi er
stuðningur við dauðrefsingar mjög
mikill. I nánast hverju fylki er orð-
inn meirihlutastuðningur við
dauðrefsingar sem hefur sýnt sig í
því að á síðustu 10 til 20 árum hefur
hvert fylkið á fætur öðru verið að
taka upp dauðarefsingar. Ég held
að hér á landi sé óvenjumikil and-
staða við dauðarefsingar saman-
borið við önnur lönd, en ég get þó
ímyndað mér að við séum ekki óra-
fjarri hinum Norðurlöndunum.
Þar er kannski ívið meiri stuðning-
ur. Það, sem er hins vegar athyglis-
vert við þessi 10 prósent sem hlynnt
eru dauðarefsingum, er að þar er í
meirihluta ungt fólk.“ -GK
Upplýsingar um ráðstöfunarfé Ólafs G.
Ekkert um 1993
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra hefur enn ekki veitt
sundurliðaðar upplýsingar um
hvernig ráðstöfunarfé ráðherrans var
varið á síðasta ári. MORGUNPÓST-
URINN hefur í hálfan mánuð beðið
um sundurliðaðar upplýsingar um
þennan fjárlagalið hjá ráðuneytinu
án árangurs. Öll önnur ráðuneyti
hafa veitt þessar upplýsingar.
Ólafur sendi í gær frá sér upplýs-
ingar um hvernig ráðstöfunarfé hef-
ur verið varið það sem af er á þessu
ári. Þar kemur meðal annars fram að
Samtök íþróttafréttamanna fá 200
þúsund krónur vegna starfsemi fé-
lagsins, Jón Ólafsson fréttamaður
fær 300.000 krónur fyrir rannsókn-
arstörf í Moskvu og Nýja bíó fær
700.000 krónur fyrir kaup á sýning-
arrétti á „Öruggara kynlíf'. Kór
Garðakirkju er í bæjarfélagi ráðherr-
ans og fær hálfa milljón króna í styrk
og íslendingafélagið í Kaupmanna-
höfn fær eina milljón króna vegna
útitafls þann 17. júní, en stórmeistar-
arnir okkar tóku þátt í mótinu. Alls
eru þetta 12,4 milljónir sem ráðherr-
ann hefur veitt af ráðstöfunarfé árs-
ins 1994. Ráðherrann hefur sagt að
ffekari sundurliðun verði ekki gefin
upp. Eins og áður, bárust upplýsing-
ar með símriti eftir lokun ráðuneyt-
isins og ekki reyndist unnt að fá sam-
band við ráðherra. Ráðherrann svar-
aði heldur ekki skilaboðum á heimili
sínu. Menntamálaráðuneytið hefur
langhæstu upphæðina til ráðstöfun-
ar eða 18 milljónir króna árlega.
-Pj
Sá sem helst er grunaður um að hafa myrt Valgeir Víðisson
Ennþáá
Sá sem helst er grunaður um að
hafa myrt Valgeir Víðisson,
hugði á ferð til Austurlanda síðast-
liðinn sunnudag en samkvæmt
heimildum MORGUNPÓSTSINS
varð ekkert af þeim fyrirætlunum.
Ástæðan er þó ekki sú að hann
hafi verið úrskurðaður í farbann,
samkvæmt upplýsingum frá
Grétu Baldursdóttur, skrifstofu-
stjóra hjá Héraðsdómi Reykjavík-
ur.
„Ég get ekkert staðfest á þessum
tímapunkti,“ sagði Hörður Jó-
hannesson, yfirlögregluþjónn hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, þeg-
landinu
geirs Víðissonar var borin undir
hann. Þar kom meðal annars fram
að böndin bærust einkum að ein-
um manni við rannsóknina og
líksins hafi verið leitað í Krýsuvík.
Þetta var meðal annars haft eftir
heimildum innan lögreglunnar.
„Við höfum yfirheyrt fullt af
vitnum en engan sem grunaður er
urn aðild að einhverju máli,“ sagði
Hörður. „Við erum ekkert nær
lausninni en við vorum í upphafi.
Staðreyndin er sú að við vitum
ekki hvort Valgeir hefur verið
myrtur, hann hafi fyrirkomið sér
eða farið úr landi." ■
Valgeir Víðisson
ar frétt MORGUNPÓSTSINS síðast-
liðinn fimmtudag um hvarf Val-