Helgarpósturinn - 13.10.1994, Side 26
26
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
Yfirlitssýningu Magnúsar Páls-
sonar á Kjarvalsstöðum. Ein
af eftirminnilegustu listviðburðum
ársins.
Salon 1994 samýning fjölmargra
listamanna í Gallerí Greip.
Jenny Hozer sýnir verk á Mokka
kaffi.
Lind Völundardóttur i Gallerii
Sævars Karls. „Fallegasti óður til
kaffibollans innan islenskrar mynd-
listar fram að þessu. “
Gunnar Örn opnar i Gallerí Borg
á laugardag.
Gerður Steinþórsdóttir, Her-
mann Friðfinnsson, Ingileif
Thorlacius, Niels Hafstein og
Hörður Nielsson opna öll, en þó
hvert i sinu lagi, nema þeir tveir
síðastnefndu, sýningar í Nýlista-
safninu á laugardag.
Rut Malinowski opnar sýningu i
Norræna húsinu á laugardag. I
anddyrinu eru til sýningar danskar
teiknimyndaseríur. Allt er þetta
undiryfirskriftinni danskir haust-
dagar.
Aðrar sýningar
Magdalena Margrét Kjartans-
dóttir í Galleri Úmbru.
Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir í
galleri Slunkaríki.
Anna Jóhannsdóttir i gallerí Sólon
Islandus.
Spessi sýnir Ijósmyndir i Borgar-
kringlunni.
Ólafur Lárusson sýnir fram á laug-
ardag i Nýlistasafninu.
Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar
sýningu i Sparisjóði Garðabæjar á
laugardag. Hún var meðal þeirra er
sýndu list sina á Nordisk Forum.
Magnús Theódór Magnússon.
Kallaður Teddi, sýnir ÍRáðhúsinu.
Magrét Þ. Jóelsdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir og Dröfn Guð-
mundsdóttir sýna i Hafnarborg.
Arnfinnur R. Einarsson erísóf-
anum i Nýlistasafninu.
Ólöf Einarsdóttir sýnir listvefnað i
Stöðlakoti.
Árni Rúnar Sverrisson sýnir i Ás-
mundarsal.
Kristján Steingrimur Jónsson
enn igallerii Birgis Andréssonar.
Valgerður Hafstað sýnir i Lista-
safni ASÍ.
Samsýning fjögurra listakvenna í
Galleri Art-hún.
World Press Photo siðasta sýn-
ingarhelgi iKringlunni.
Stefáns Hilmars-
sonar-vandi
Sonur minn, fjórtán ára, er orðinn
heltekinn af Stefáni Hilmarssyni.
Hann liggur uppi í rúmi alla daga og
hlustar á sólóplötuna sem hann gaf
út fyrir jólin í fyrra, myndir af Stef-
áni hanga uppi um alla veggi, dreng-
urinn hefúr látið klippa sig eins og
Stefán, og það sem verra er, hann er
farinn að ganga og hreyfa sig eins og
Stefán. í hvert sinn sem hann tjáir
sig skýtur hann saman hnjánum,
setur augabrúnirnar f spíss og fettir
upp á hendurnar á sér. Þegar þetta
gerist finnst mér eins og föðurást
mín á drengnum sé í haettu. Ég á
bágt með að trúa að þessi drengur sé
búinn til úr mínum genum.
Ég verð að viðurkenna að ég var
hrifinn af Björgvini Halldórssyni urn
árið - en drottinn minn dýri - ég
trúi því ekki að Bjöggi hafi haft
helminginn af væmninni sem kemst
fyrir í þessum Stefáni.
Hvað á ég að gera til að geta átt eðli-
leg samskipti við drenginn? Ég veit
að á þessum árum er hætt við að
feður og synir fjarlægist. En ég á erf-
itt með að sætta mig við að horfa á
eftir syni mínum hverfa inn í Stefán
Hilmarsson.
43 ára verslunarmaður
Það er ekkert eðlilegra en að fjórtán
ára drengir séu í uppreisn gegn for-
eldrum sínum og stundum tekur
þessi uppreisn á sig sérkennilegustu
myndir. Þú getur ekki kveðið upp-
reisnina niður en þú getur haft áhrif
á birtingarform hennar. Fjórtán ára
drengir óttast ekkert meir en að líkj-
ast feðrum sínum og gera þeim eitt-
hvað til geðs.
Ráð mitt er því eftirfarandi: Láttu
greiða þér eins og Stefán Hilmars-
son, fáðu þér föt í hans stíl og láttu
taka af þér mynd á ljósmyndastofú.
Stilltu henni síðan upp á áberandi
stað svo sonur þinn sjái hana örugg-
lega — ofan á sjónvarpinu, til dæm-
is. Píndu þig síðan til að hlusta á
Stefán Hilmarsson í tíma og ótíma.
Hafðu kassettu með honum í bíln-
um, settu plötuna hans á fóninn
þegar drengurinn er í þann mund að
sofna og syngdu lögin hans í baði.
Eftir örfáa daga mun sonur þinn
verða afhuga Stefáni og líkast til
breytast í þungarokkara.
Frú Fjóla
Skrifið frú Fjólu:
Utanáskriftin er: Frú Fjóla
Vesturgötu 2,101 Reykjavík
Olafur Einarsson formaður F.I.F.L. er alveg gallharður á því að „Hringborð dauðans" hafi fátt eitt með fé-
lagið að gera.
Klorningur í F.I.F.L og félagið í fæðingarhríðum
FlFLertil
í umfjöllun MORGUNPÓSTSINS
um félagsskap nokkurn sem gengur
meðal annars undir nafninu
„Hringborð dauðans“, kom fram
að í burðarliðnum væri stofnun Fé-
lags íslenskra fjöllistamanna. Þetta
félag er þegar til og var skráð hjá
Hagstofu 8. apríl 1994. Skömmu
eftir birtingu greinarinnar höfðu Ól-
afur Einarsson og Jóhann Valdi-
marsson samband við blaðið, töldu
að þarna væri aldeilis verið að fara
með rangt mál og kynntu sig sem
forsvarsmenn þessa félags. Þeir vilja
einnig meina að gáleysislega haft
verið farið með F.I.F.L. og framsetn-
ingin ekki í anda stefnu félagsins.
ilvað er það sem stangaðist á við
meiningar ykkar?
„I fyrsta lagi þótti okkur það
fremur óviðurkvæmilegt að við, sem
forsvarsmenn þessa félags, vorum
hvergi nefndir á nafn. Auk þess
finnst okkur þessi fyrsta opinbera
ffásögn af félaginu ekki í takt við þá
ímynd sem við viljum skapa.“
Er þetta svona virðulegt félag?
„Nei, en svona einstrengingsleg
birting er ekki heppileg til þess að
stuðla að vexti félagsins. Það er
stofnað handa þeim sem eru utan
félaga en starfa samt á vettvangi lista.
Það er rétt að hefja starfsemi og
megin markmið er til dæmis að
auðvelda aðföng fyrir þá sem starfa
innan listasviðanna með því að veita
félagsmeðlimum afslátt á þeim stöð-
um sem listamenn skipta helst við. í
framhaldi af því verður gefið út blað
sem sér um að kynna félagsmeðlimi,
hvort sem þeir eru ljóðskáld, tónlist-
armenn, myndlistarmenn og svo
framvegis, með myndbirtingum og
kynningu á verkum þeirra.“
Hvað er á döfinni?
„Það er náttúrlega kynning á fé-
laginu og meiriháttar undirbúnings-
vinna. Það verður engin sprenging
þannig séð — engin „grandör opn-
un“ eins og „Dr. Fritz" talaði um. En
þegar tími kemur þá verður vissu-
lega haldin uppákoma á vegum fé-
lagsins til að sýna það að við erum
komnir til að vera.“ JBG
Góður staður en
enginn fastastaður
Kaffi Reykjavík
Vesturgötu 2
★★★
Drykkjumaður MORGUNPÓSTSINS
var svo latur um daginn að hann
komst ekki lengra en á Kaffi Reykja-
vík, en svo heppilega vill til að staður-
inn er á jarðhæðinni fyrir neðan rit-
stjórnarskrifstofur málgagnsins. Þar
sem áður var höndlað með sérkenni-
lega ullarvöru er nú selt kaffi, vínar-
brauð, brennivin og bjór. Stað-
setningin er hreint prýði
leg - svona burtséð fr á
nálægðinni við MORG-
UNPÓSTINN - enda ræð-
ir hér um nafla heimsins,
að minnsta með hliðsjón af því
af því að öll götunúmcr í Reykjavík
miðast við innganginn á staðnum. í
fremri salnum, þeim sem veit út að
götu, hcfur ágætlega tekist til að búa
til huggulegasta sal með siðmennt-
uðu yfirbragði. Umhverfis flennistór-
an barinn skiptast á djúpir sófar og
hægindastólar og hefðbundin kaffi-
borð (glæný, en smíðuð með það fyr-
ir augum að virðast ævafom). Þegar
innar dregur er aftur ekki sami stíll,
þvi það er eins og vindurinn hafi að-
eins farið úr mönnum. Þar innra er
stemmningin líkari þvi, sem gerðist
þegar bjórlíkispöbbamir vom fyrst
að spretta upp, enda
hafa gaulararnir í
Hálfú í hvoru
troðið þar upp án
afláts. Niðri í kjallara
er síðan allt plussi klætt og
á hillum tróna Ijótustu stytturnar,
sem fundist gátu í Kúnst eða viðlíka
verslun. Til þess að toppa vitleysuna
er einn ljótasti bar höfuðborgarinnar
þama niðri, en hann lítur út fyrir að
hafa verið hafnað af Hótel Tindastóli.
Decorið miðast grcinilcga við að ná
til þess kúnnahóps, sem vertinn Val-
ur hafði trekkt til sin á Café Romance
á sínum tima, lítilega snobbað og
vemmilegt í senn. Ekki síður er þó
seilst í viðskiptavini ömmu Lúar,
enda veitir ekki af þegar haft er í huga
að staðurinn tekur á sjötta hundrað
manns. Þetta gímald er þó ekki jafn-
yfirþyrmandi og ætla mætti, því stað-
urinn fyllist á mjög rökrænan hátt:
fyrst er uppselt í fremri salnum, svo
þeim innri og loks niðri. Fyrir vikið
virðist staðurinn aldrei tómur. Á
daginn má finna fólk af öllum stærð-
um og gerðum á Kaffi Reykjavík,
enda er staðurinn þegar orðinn vin-
sæU treffpunktur í miðbænum. Kaff-
ið er hreint prýðUegt og meðlætið er
flest ágætt. Hins vegar er maturinn
ekkert sérstakur og þrátt fyrir þjóna-
fjöld er þjónustan frekar slöpp með
tveimur undantekningum. Þegar
dregur að kveldi í miðri viku er það
hins vegar fólk frá 25 ára aldri upp að
þrjátíuogeitthvað, sem helst sækir
staðinn í bland við bUasala á óræðari
aldri. Þá er öl kneyfað af miklum
móð fyrir utan einstaka sérvitringa.
Um helgar er aldurssviðið mun
Spjallað við Venna um djasskonsert
Danskur beyki-
skógardjass a
sunnudag
Danskri haustviku lýkur með
djasstónleikum í Súlnasal á sunnu-
dagskvöld. Það er kvartett bassa-
leikarans Jespers Lundgaards
sem leikur en djassspekingurinn
Vernharður Linnet segir að hann
sé arftaki Niels-Hennings í
dönsku djasslífi. Með Lundgaard í
bandinu eru þeir Bob Rockwell
tenórsax, Jacob Fischer gítar og
Alex Riel trommur. Þetta eru allt
rniklir foringjar á sínu sviði enda
virðist djassinn láta einkar vel við
Dani: Hvar er hinn dæmigerði
Dani ef ekki á kránni, fullkomlega
afslappaður og „ligeglad", með
einn öl, hlustandi á djass? Enda seg-
ir Vernharður að Danir hafi alla tíð
verið mjög góðir djassarar. „Rock-
well er reyndar bandarískur og er
algjört monster, hann er svo góður.
Hann er einn höfuðleikari Radio-
ens Big Band og einn fremsti tenór-
saxisti heims.
Vernharður þvertekur fyrir það
að íslenskur djass sé í einhverri nið-
ursveiflu. En segiði þetta ekki alltaf?
„Við þurfum ekkert að segja
þetta! Við höfum átt tvo, þrjá djass-
leikara i gegnum tíðina sem hafa
verið mjög góðir en nú eigum við
fjölmarga og íslenskur djass er á
toppnum núna. Sem dæmi þá hafa
viðtökurnar, sem diskur Sigurðar
Flosasonar, „Gengið á lagið“, hef-
ur fengið erlendis, verið ótrúlegar.
Rabonowitz, sem er einn mesti
slátrarinn meðal krítíkera í Evrópu,
segir í dómi í Politiken að á Islandi
sé spilaður djass í hæsta gæða-
flokki.“
Nú gengur mýtan út á það að
djassarar séu dóparar og slarkarar en
ef við lítum á þessa íslensku djassara
— þá eru þetta hálfgerðir ferminga-
drengir í samanburði?
„Já, þetta er það sem hefur gerst í
breiðara, enda er þegar byrjað að
kalla staðinn Veiðikofann við Vestur-
götu. í raun er Kaffi Reykjavík eins
og hver annar ballstaður um helgar,
nema hvað ytra yfirbragð er aðeins
menningarlegra og fólk dansar
minna. Stóri barinn í fremri salnum
er á miðju gólfi og umhverfis hann
sitja menn að skrafi og drykkju. Um-
hverfis hann er vel gengt og það
myndast gjarnan rúntur í kringum
hann. Tvær vinkonur hefja hugsan-
Iega gönguna og eftir þrjá, fjóra
hringi eru þær yfirleitt orðnar fimm
eða sex saman. í innri salnum sitja
söngfrikin, þvi þar er nær ávallt lif-
andi tónlist, annað hvort einhverjir
slagaraglamrarar eða djassóféti.
Þangað hafa jafnvel komið sekkjap-
ípuleikarar svo eðlilegu fólki er ráðið
frá að dvelja lengi í salnum. Ef fremri
salurinn er aðalveiðisvæðið fer að-
gerðin fram í kjallaranum, þvi þar er
yfirleitt mesta næðið til samræðna.
En það er líka ástæða til þess að vekja
sérstaka athygli karla á salemisað-
stöðunni. Lýsingin er nefnilega þann-
ig að ef miðpissuskálin er notuð fell-
ur skuggi á skálina, sem auðveldlega
vekur mikilmcnnskubrjálæði manna,
jafnvel þeirra, sem prýðilega vom
vaxnir niður fyrir. Kaffi Reykjavik er
ágætur bar með sæmilegasta úrvali af
áfengi og stundum fólki. Það er samt
ekki staður, sem menn gera að fasta-
stað. Til þess er hann of ópersónuleg-
ur. ■
lard með kontrabassann.
djassheiminum, að þessir svallarar
eru horfnir og eftirsjá af þeim. Þeir
lifðu djassinn í einkalífinu líka. Nú
er þetta orðið meira eins og í ldass-
íkinni, akademísk spilamennska,
sem er á margan hátt slæmt. Þess
vegna má fagna samruna rapps og
djass í sýrudjassinum og ég er ein-
mitt að vinna í því að fá slíka
hljómsveit til landsins."
Vernharður segir rétt að Guð-
mundur Ingólfs sé síðasti svallar-
inn í íslenskum djassi. „Hann var
djassímyndin holdi klædd þó að
•það væri lítið hold á honum.“
En þarf ekki bara að draga Eyþór,
Sigurð, Tómas og þessa stráka á
œrlegt fylleri?
„Ja, ég veit nú ekki nema ein-
hverjir þeirra hafi drukkið nóg. Og
það er ekki það, þeir bara drekka
ekki á nieðan þeir spila, fá sér bara
á eftir, og það er munurinn og hið
besta mál. Ég hlustaði til dæmis oft
á Dexter Gordon og þekkti hann
vel. Maður hefði nú stundum
óskað að hann hefði ekki fengið sér
alveg svona mikið. Þegar hann spil-
aði í Háskólabíói þá faldi ég brenni-
vínsflöskuna en hann hafði beðið
mig unt að kaupa „Black Death“.
Hann fór tvisvar af sviðinu fyrir hlé
að leita og þegar hann fékk flösk-
una í hléi tók bann niður að miða i
einum teyg.“
Er munur á dönskum djassi og
bandarískum?
„Já, mikill. Danskur djass ber
með sér hvar hann er saminn.
Hann er svona beykiskógardjass:
Ljúfur og yfirleitt ekki mjög hættu-
legur, hann svingar, hann er léttur,
leikandi, melódískur, lipur og
skemmtilegur en yfirleitt ekki mjög
harmrænn. íslenskur djass er
þyngri, eins og þjóðin, en upp-
sprettan er auðvitað í Bandaríkjun-
um. En Dönum hefur flestum öðr-
um fremur tekist að sameina sína
tónlistarhefð djassinum.“
Vernharður lofar góðum tón-
leikum og segist aldrei hafa séð
annað eins og þegar Lundgaard
bjargaði Hubbart, trompetstjörn-
unni miklu, hér á landi í fyrra.
Bassaleikarinn hans missti af vél-
inni þegar þeir voru að koma til ís-
lands. Það hitti svo á að þetta var
eini frídagur Lundgaards og hann
kom hingað, sá og sigraði. „Hann
átti tónleikana og ég held að það sé
enginn íslenskur djassaðdáandi
sem ekki dýrkar og dáir Lundgaard
sem er einn virtasti bassisti heims.“
JBG