Helgarpósturinn - 13.10.1994, Page 32
■ Skattrannsókn á hœlunum á Steen Johansen
■ Fíknó malaði fangana og lögmennirnir líka
■ Frikki Soph. fórfýluferð í Madrid
ir að er ekki ein báran stök, sem
ríður yfir heilbrigðisráðuneytið og
starfsmenn þar á bæ þessar vikurn-
ar. Fyrir fáeinum vikum stormuðu
inn í ráðuneytið fílefldir menn, sem
tóku til við að rótast í tilteknum
hillum og skúffum þar innandyra.
Starfsmenn vissu í fyrstu ekki
hvaðan á þá stóð veðrið, en málið
upplýstist þó innan skamms. Á
ferð voru menn frá skattrann-
sóknarstjóra, sem eitthvað vildu
grauta í pappírum sem Steen Jo-
hansen kynni að hafa skilið eftir
þegar hann lét af störfum í ráðu-
neytinu. Eins og menn muna sá Ste-
en þessi um kynningarmál fyrir
Guðmund Árna Stefánsson og háar
greiðslur til hans voru eitt af þvi fáa,
sem ráðherrann viðurkenndi sem
mistök í um-
deildum emb-
ættisrekstri
sínum í ráðu-
neytinu...
Fyrir nokkru fór fram árleg viður-
eign milli liðs fanga á Litla-Hrauni
og lögreglumanna í fíkniefnadeild-
inni. Fregnir herma að þeir síðar-
nefndu hafi rótburstað fangana
með tíu mörkum gegn fimm. Eins
og ekki hafi verið nóg að gert,
fylgdu lögmenn í kjölfarið og settu
þrjú mörk gegn engu fanganna.
Haft var á orði að verkaskiptingin á
vellinum hafi verið sú sama og í
réttarkerfinu — fyrst sá löggan um
sitt verk og síðan tóku lögmennirnir
við. Engum sögum fer af því hverjir
voru dómarar í leikjunum,
hvort þeir komu frá
dómstólunum eða
annars staðar frá...
em kunnugt er
þávarfjöldiráða-
manna í Madrid í
síðustu viku á þingi Alþjóðabank-
ans. Þar var meðal annars Fridrik
Sophusson fjármálaráðherra og
þótti fréttamanni Ríkisútvarpsins í
Madrid, Kristni R. Ólafssyni, kjör-
ið að fá hann i viðtal um stefnu og
strauma í alþjóðafjármálum. Var
Friðrik bcðinn að koma niður í bæ í
stúdíó Kristins en þar átti viðtaiið
að fara fram. Aksturinn þangað tók
45 mínútur hvora leið og lét ráð-
herrann sig hafa það. Mörgum
fannst hins vegar skrýtið að ekki
fannst tími til að útvarpa viðtalinu
hér heima. Ferð ráðherrans var því
erindisleysa...
Blúsbræðurnir Bubbi og Bjöggi
„í gasrkvöld var haldið útgáfuteiti á Kaffi Fteykjavík í tilefni af haust- og jólaplötuútgáfu Skífunnar. Fjöldi listamanna steig á svið við þetta tækifæri
og Bjöggi og Bubbi tóku meðal annars Segulstöðvarblús þess síðarnefnda. Eftir að þeir höfðu lokið sér af söng Diddú aríu við mikinn fögnuð
boðsgesta en hún átti einnig komment kvöldsins þegar hún sagði „Jesús, þakka þér fyrir elskan" við móttöku á gullplötu fyrir framlag sitt á ís-
landslögum 2 sem Skífan gaf út í tilefni lýðveldisafmælisins. Veislunni lauk síðan með því að hljómsveitirnar Scope og The Boys tóku hvor sitt
lagið en plata fermingardrengjanna, The Boys 2, var gefin út í vikunni sem leið.
Silfurskottumaðurinn hengdur upp
Silfúrskottumaðurinn er upphaf-
lega afkvæmi þeirra Steingríms Ey-
fjörð Kristmundssonar og Sjón,
en síðar bættist Torfi Franz Ólafs-
son í feðrahópinn og gæddi hann
nýju lífi, líkt og álfamærin gerði fyrir
spýtustrákinn Gosa fyrir margt
löngu. Á laugardaginn klukkan
16:00 opna þeir Steingrímur og
Torfi installation með Silfurskottu-
manninum á Kaffi List við Klappar-
stíginn. I fréttatilkynningu frá þeim
segir meðal annars: „Silfurskottu-
maðurinn er teiknimyndasaga sem
byggir á viðburðaríku lífi sam-
nefndrar sögupersónu en hún hefur
alið ævi sína á stöðum sem sumir
hverjir eru ekki lengur til eins og
Vestur-Þýskaland, Pressan og Ein-
tak. Persónuleiki Silfurskottu-
mannsins byggir á hugmyndum
pólsk-þýska heimspekingsins Fried-
rich Nietzsche um ofurmennið
sem ekkert aumt má sjá og heldur
hinu sammannlega sakleysi og tær-
leika hvað sem á dynur.“ Og á laug-
ardaginn kemur hann sem sagt fram
á Kaffi List í formi frumteikninga
Steingríms á veggjum og þrívíðra
hreyfimynda Torfa á sjónvarps-
skjám. Gestir sýningarinnar geta
einnig upplifað bæði kjól og búning
kappans, sem ku vera miklar ger-
semar, enda saumaðar af þeim Ástu
og Möggu. Þeir Sjón, Hallgrímur
Helgason og Haraldur Jónsson
munu mæta í kaffið og vera Silfúr-
skottumanninum til halds og trausts
og öðrum gestum til nokkurrar
skemmtunar, en þeir ætla að lesa
upp úr jólabókunum sínum. Það
verður ekkert lesið eftir Nietzsche,
en ef við megum trúa boðbera ofúr-
mennisins, þá hefur þessi sýning far-
ið fram áður. Og á eftir að fara fram
aftur. En það er engin ástæða til að
mæta ekki á hana núna. Eða öllu
heldur ástæða til þess að mæta
núna. Aftur. æöj
Veðurhorfur næsta sólarhring:
Lægðardrag er yfir landinu, víð-
ast alskýjað og úrkoma, slydda
norðan til en súld eða rigning
sunnan til. Hiti 1-10 stig.
Horfur á föstudag: Norðaustan
átt á Vestfjörðum og Norðurlandi,
yfirleitt fremur hæg og slydda
eða snjóél. Annars staðar á land-
inu verður suðvestlæg átt. Hiti 0-
6 stig.
Horfur á laugardag: Úrkomulaust
um mest allt land og víða léttir til.
Hiti 2-7 stig.
Horfur á sunnudag: Útlit fyrir vax-
andi suðaustan átt og sunnan-
lands og vestan fer að rigna.
Veðrið um helgina
Kjörkassinn
MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar
sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það
er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og '
greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á sunnu-
daginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar birtar í
mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurningin er...
Finnstþérað
þroskaheftir megi
eignastböm?
Greiddu atkvæði
1 6
1 /
Hlustum
allan
sólarhringinn
39,90 krónur minútan
2 1900