Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Aston Villa með
nýjan fr'amkvæmdastjóra
Brian UttJe
tekur við
liðinu
Brian Little var á föstudag ráð-
inn framkvæmdastjóri enska úr-
valsdeildarliðsins Aston Villa, og
tekur hann við af Ron Atkinson
sem var rekinn fyrir skömmu. Little
hætti sem framkvæmdastjóri Leic-
ester fyrr í vikunni sökum óánægju
í starfi. Leicester tók þessum frétt-
um illa og hótar nú að stefna Aston
Villa fyrir dómstóla. I yfirlýsingu
frá félaginu kemur fram að það hafi
fengið skriflega yfirlýsingu frá Little
þess efnis að hann yrði ekki næsti
framkvæmdastjóri Villa. Lögfræð-
ingar Leicester eru þegar byrjaðir
að undirbúa málsókn.B
Formula í kappaksturinn
Hugsan-
legar reglu-
breytingar
ádöfínni
Nú er talið hugsanlegt að nýjar
reglur verði kynntar í Formula t
kappakstrinum áður en næsta
keppnistímabil hefst. Þær eiga að
koma í veg fyrir árekstra í loka-
keppninni, líkt og gerðist í haust, er
tveir efstu keppendurnir, Michael
Schumacher og Damon Hill, rák-
ust saman í lokakeppninni með
þeim afleiðingum að Hill missti af
titlinum og Schumacher varð sig-
urvegari. Það atvik vakti upp deilur
og var mikið skrifað um málið á
sínurn tíma. Meðal annars leiddu
sum blöðin líkum að því að Schu-
macher yrði sviptur titlinum í kjöl-
far atviksins.B
Paul Gascoigne á leið í
enska boltann?
Segist vilja
vera áfram
áfíaiíu
Enski miðvallarleikmaðurinn
Paul Gascoigne ber til baka sögu-
sagnir þess efnis að hann sé á leið
frá ítalska liðinu Lazio. Fyrir viku
síðan var haft eftir honum í sjón-
varpsviðtali að hann gæti vel hugs-
að sér að fara aftur í ensku úrvals-
deildina, jafnvel þótt hann eigi tvö
ár eftir af samningi sínum hjá
Lazio. „Ég hef aldrei sagst vilja fara
frá Lazio,“ sagði Gascoigne við
fréttamenn er þetta var borið upp
við hann. Hann hefur ekki leikið
með liði sínu síðan hann fótbrotn-
aði í apríl, og ekki er búist við að
hann leiki fyrr en í mars á næsta
ári.H
ÍR-ingar hafa verið lítt áberandi í körfuknattleik síðustu ár og hafa ekki unnið titil 1
hartnær tvo áratugi. Það sem af er vetrar hefur liðið komið mjög á óvart og virðist ætla
að vera í baráttu um titilinn í ár. Rafn Marteinsson rifjaði upp hin gömlu gullaldarár
ÍR-inga og velti fyrir sér, með aðstoð góðra manna, hvort von væri á annarri slíkri.
NýgtmoU
mvændum
landslið Islands á þessum tíma og
hefur verið kallaður „faðir“ nútíma
körfubolta hér á landi, enda eru
menn sammála því að líf hans snú-
ist um körfubolta. Helgi man vel
eftir þessum tíma: „Þetta var alveg
ógleymanlegt tímabil. Maður lifði
og hrærðist í körfuboltanum og
hugsaði ekki um annað. ÍR-liðið
kom geysisterkt upp í kringum í
1960 og hafði þó nokkra sérstöðu.
Við höfðum mikla yfirburði yfir
önnur lið og á tímabili var orðið
formsatriði að spila leikina, svo sig-
urvissir voru menn. Þetta var orðið
svo einhliða að menn voru hættir
að komast í keppnisstuð. 1964 fóru
margir góðir IR-ingar yfír í KR,
leikmenn eins og Einar Bollason
og Kolbeinn Pálsson, og þá var
allt í einu komin
mikil sam-
keppni milli lið-
anna. Allt voru þetta leilc-
menn, sem ég hafði þjálfað
sem ÍR-inga. Þessi aukna
samkeppni var til góðs
fyrir íþróttina því þá var
komin meiri breidd en áð-
ur í boltann.“
Framtíðin er
þeirra
Lið IR í dag er skipað
úrvalsleikmönnum og
nægir að nefna nöfn eins
og Herbert Arnarsson,
Jón Örn Guðmundsson og John
Rhodes, en hann þjálfar einnig lið-
ið. ÍR-ingum hefur gengið vel og
Herbert Arnars-
son. Er hann
burðarásinn í nýju
gullaldarliði ÍR-
inga?
stefnir allt í öruggt sæti í úrslita-
keppninni. En eiga þeir raunhæfa
möguleika á að verða meistarar í
ár? Því svarar Kolbeinn Pálsson,
formaður Körfuknattleikssam-
bands Islands: „Mitt sjónarmið er
að það verður erfitt fýrir þá að
vinna í ár. Njarðvík og Grindavík
eru með bestu liðin og það verður
harðsótt fyrir ÍR að vinna þau, en í
körfubolta getur allt gerst og því
alltaf möguleiki. Úrslitakeppnin er
þannig gerð upp að það er heildar-
styrkur liðanna sem skiptir sköpum
þegar upp er staðið. Leikirnir eru
margir og sterkustu liðin eru þau,
sem ná sem flestum góðum leikj-
um. ÍR-ingar eiga marga erfiða leiki
fyrir höndum og það verða allt úr-
slitaleikir í ljósi þess hversu mikil-
vægt það er að ná einu af efstu sæt-
um riðilsins. Þeir eru í B-riðli, sem
er erfiðari riðillinn, og ef þeir enda
neðarlega í honum, geta þeir alveg
eins fallið út í fyrstu umferð, því ef-
laust munu Njarðvíkingar leika við
neðsta lið hins riðilsins. Ég spái ÍR-
ingum í fjögurra liða úrslit.“
Er nýgullöld ÍR-inga í vœndum?
„Ég hef fylgst töluvert með þess-
um ungu leikmönnum hjá IR, eins
og Eiríki Önundarsyni, Márusi
Arnarsyni, og Halldóri Krist-
mannssyni. Þetta lið var sigurlið
frá yngsta aldursflokki og upp úr,
og ef rétt er á málum haldið þá þarf
það ekki að óttast framtíðina. Þá er
Körfuknattleiksdeild IR er mjög vel
stjórnað, framkvæmd heimaleikja
liðsins er alveg einstök, og mikið
lagt upp úr því að fá góða aðsókn.
Með þessu áframhaldi á IR effir að
verða stórveldi í íslenskum körfu-
bolta. Framtíðin er þeirra.“ -RM
Kolbeinn Pálsson „Ég spái því að þeir nái í fjögurra liða úrslit."
ÍR-ingar hafa verið óstöðvandi í
körfunni það sem af er yfirstand-
andi keppnistímabili og hafa unnið
hvern leikinn á fætur öðrum. Langt
er síðan liðinu hefur gengið eins vel
og nú, og menn spyrja sig hvort ný
gullöld sé í vændum, svipað og fýr-
ir eins og 30 árunt eða svo, er Iiðið
varð Islandsmeistari fimm ár í röð,
1960-1964, og síðan aftur 1969-1973.
Með gullaldarliði ÍR gerbreyttist
körfuboltinn hér á landi og tala
menn um að hér hafi verið á ferð
fyrsta alvöru körfuboltalið Islend-
inga. Liðið beitti nýrri tækni, sem
ekki hafði sést hér á landi áður, og
varð það til þess að það fékk litla
sem enga keppni. Voru leikmenn
þess fyrirmyndir margra annarra
körfuboltakappa. Það var ekki fýrr
en KR-ingar komu sterkir upp,
1964, að iR-liðið fékk einhverja
samkeppni. KR varð Islandsmeist-
ari 1965-1968 og voru þessi tvö lið í
sérflokki á Islandi. Það þarf því vart
að taka það fram að landslið Islands
í körfubolta á þessum tíma var nær
eingöngu skipað leikmönnum KR
oglR.
Faðir nútíma
körfubolta
Á fyrrnefndu gullaldarskeiði léku
með IR leikmenn eins og Þor-
steinn Hallgrímsson, Agnar
Friðriksson, Guðmundur Þor-
steinsson, Hólmsteinn Sigurðs-
son og Helgi Jóhannsson, en
hann var þjálfari liðsins auk þess að
leika með því. Hann þjálfaði einnig
Helgi Jóhannsson „Við höfðum mikla yfirburði yfir önnur lið og á
tímabili var orðið formsatriði að spila leikina."
lþróttasamband fatlaðra og Ás-
geir Sigurðsson h/f hafa gert með
sér samning um stuðning fýrirtæk-
isins við íþróttasambandið vegna
þátttöku fatlaðs íþróttafólks á stór-
mótum næstu tvö árin.
Tilefnið er hundrað ára afmæli
fýrirtækisins á næsta ári og hefur
verið ákveðið að verja 5% af allri
sölu á Lux snyrtivörum fram yfir
áramótin 1995-1996 til hreyfingar-
innar. Varlega áætlað ætti sú þár-
hæð að nema þremur milljónum
króna.
Við undirritun samningsins
þakkaði Ólafur Jensson, formað-
ur sambandsins stuðninginn og
sagði framlagið ómetanlegt til frek-
John Aikman forstjóri Ásgeirs Sigurðssonar h/f og Ólafur Jensson
handsala samninginn um stuðnlnginn við fatlað íþróttafólk.
ari árangurs iðkenda. Skorri fordæmi þannig að vel væri stutt
Andrew Aikman, sölustjóri fýrir- við fatlað íþróttafólk sem sífellt
tækisins, sagði að samningurinn væri að vinna til verðlauna erlend-
ætti að gefa öðrum fýrirtækjum is. -Bih
Nýsljóm
íþrottsfijjálfam
Ný stjórn var kjörin í félagi
frjálsíþróttaþjálfara á aðalfundi
félagsins hinn 17. nóvember.
Stefán Jóhannsson var kjörinn
formaður félagsins og aðrir í
stjórn voru kjörnir Helgi Þór
Helgason, Gunnar Páll Jóa-
kimsson, Rakel Gylfadóttir og
Hlynur Guðmundsson.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um nýja strauma og stefn-
ur í frjálsíþróttaþjálfun í Evrópu.
Mikill áhugi kom fram hjá fund-
armönnum á því að félagið beiti
sér fyrir því að afla námskeiða og
fyrirlestra þekktra þjálfara úr
frjálsíþróttaheiminum á næst-
unni og var samþykkt bókun þess
efnis. ■
Stórveldið Manchester United
í fjárkröggum
Stærri stúka eða endur-
uppbygging liðsins
Ensku meistararnir Manchester
United tilkynntu á föstudag hagn-
að upp á 10,8 milljónir punda, fyr-
ir skatta, en eru engu að síður
uggandi yfir fjármálum sínum
þessa dagana. Á árlegum hlut-
hafafundi kom meðal annars fram
að þeir gætu þurft að hækka
miðaverð á heimaleiki til að fjár-
magna áætlanir um að stækka
áhorfendstúkuna á Old Trafford
þannig að hún taki yfir 50 þúsund
áhorfendur í stað 44 þúsund, eins
og hún tekur í dag. Þá vantar
einnig fjármagn til að fá nýja
enska leikmenn í liðið í kjölfar út-
lendingareglunnar sem gildir í
Evrópuleikjum liðsins. Þá mega
þeir aðeins nota þrjá „útlendinga"
og kemur það illa við liðið þar
sem það er með hátt hlutfall er-
lendra leikmanna. Þannig þarf fé-
lagið að velja á milli þess að
stækka stúkuna og endurupp-
byggingar liðsins. I nýlegri skýrslu
kemur fram að leikmenn Manc-
hester United eru metnir á sam-
tals um 35 milljónir punda. Inni í
þeirri tölu eru kaup liðsins á varn-
armanninum David May sem
keyptur var til liðsins frá Black-
burn ekki alls fyrir löngu.B