Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Rúmenía Geggjaðasta hús í heimi opnað á ný Höll alþýðunnar í Búkarest er einhver fráleitasta bygging í heimi. Hún er hvorki meira né minna en 330 þúsund fermetrar (til saman- burðar má geta þess að salur Laug- ardalshallarinnar er 1500 fermetr- ar). Smíði byggingarinnar hófst 1984 eftir að Nicolai Ceausescu Rúmeníuforseti hafði farið í opin- bera heimsókn til Norður-Kóreu og heillast af því hvað allt var í röð og reglu í ríki Kim II Sung. Ceaus- escu, sem var orðinn hálfgalinn á þessum tíma, fylltist öfund og ákvað að umbylta Búkarest í fyrir- myndarborg. Heilu hverfin voru jöfnuð við jörðu, lagðar miklar breiðgötur og ráðist í byggingu þessa húss, en í samanburði við það virðist tröllaukinn arkítektúr Sta- línstímans í Austur-Evrópu næst- um smekklegur. Þegar Ceausescu var tekinn af lífi eftir byltinguna í desember 1989 var smíði hússins enn ekki lokið. Iðn- aðarmennirnir lögðu jafnskjótt niður tæki sín og tól, enda skildu þeir mæta vel að húsið hefði enga þýðingu að Ceausescuhjónunum gengnum. Allt virtist bencia til þess að saga hússins væri öll. f tvö ár karpaði þing Rúmeníu um hvort ætti að verja einhverju fé til að lappa upp á bygginguna. Þá kom til sögunnar lon lliescu for- seti, gamalreyndur kommúnisti og fyrrverandi hugmyndafræðiráð- herra Ceausescus. Hann treysti völd sín smátt og smátt, meðal ann- ars með því að flæma alla sanna umbótasinna úr stjórn sinni og með því að siga slagsmálaglöðum námamönnum á stjórnarandstæð- inga. Á sama tíma var eins og menn væru smátt og smátt að taka bygg- inguna í sátt. Andstaða Rúmeníu- þings við að hafa neitt með húsið að gera gufaði snögglega upp þegar fram kom tillaga um að það flytti inn í Höll alþýðunnar þar sem þingmönnum var heitið þægileg- um og rúmgóðum skrifstofum. f staðinn fyrir að vera fullir skammar vegna þessarar geggjuðu byggingar eru Rúmenar farnir að vera stoltir af henni, að minnsta kosti sumir. Iliescu hefur látið verja sem nemur 13 milljörðum íslenskra króna í að klára þennan hluta bygg- ingarinnar. Rúmenía er næst fátæk- asta land Evrópu, aðeins Albanir eru blankari. Óviðjafnanlegt smekkleysi Byggingin stendur við endann á Calea Victoriei, Sigurstræti, sem átti að verða einhver glæsilegasta breiðgata í heimi en er nú í niður- níðslu. Stíllinn er ógn smekklaus blanda af ný-klassík og rjómatertu- byggingarlagi Stalínstímans. Inn- anhúss ægir saman öllurn stílteg- undum. Herbergin eru níu hundr- uð og á stærð við flugskýli: sum eru í bárrokkstíl, önnur eru sniðin eftir fyrirmyndum frá Versölum, í sum- um er eins og-maður sé kominn inn í veiðikofa, þá gengur maður inn í annað herbergi og það einkennist af brúnum litum og appelsínugul- um í forljótum nytjastíl sem Ceaus- escu var mjög haílur undir. Ceausescu hafði mikinn áhuga á framkvæmdunum og fylgdist grannt með, enda var þetta aflt gert til að svala barnalegum hégóma harðstjórans. Hann vildi hafa mik- ið af súlum, eins og hann hafði dáðst að í byggingum sem hann hafði séð í Moskvu og Pyongyang. Strætið sem liggur upp að höilinni er upp á hár fjórum metrum breið- ara en Champs Elysées-breiðgatan í París og nákvæmlega fjórum metr- um lengra. Það hljóta hins vegar að hafa verið einhver hræðileg mistök sem valda því að í fermetrum talið er húsið ögn minna en Pentagon- byggingin sem hýsir bandaríska varnarmálaráðuneytið og leyni- þjónustuna. Hvað varðar smekkleysi og yfirg- engilegheit jafnast þetta á við það helsta sem hefur verið gert í þeirri deild á þessari öld. Byggingin getur hæglega haldið sínum hlut and- spænis mannvirkjunum sem Al- bert Speer teiknaði fyrir Adolf Hitler eða Dal hinna föllnu sem Franco Spánarleiðtogi lét hanna. Gangar teygja sig óravegu í allar áttir. Þiljur eru úr eik og gólf úr marmara og fótatak bergmálar óþægilega um salarkynnin. Öll hlutföll eru úr Iagi; svalirnar í aðaldanssalnum eru svo hátt uppi að gestum hefðu virst „Ljósberinn“ (eins og hann kunni vel við að láta kalla sig) og kona hans, Elena, eins og agnarlitlar leikbrúður hefðu þau gengið þar fram til að taka á móti fagnaðarlátum. Úti um allt eru málverk af ung- um og hraustlegum sveitastúlkum við uppskerustörf. I gegnum hvitar blússur sést móta í geirvörtur, ekki ósvipað og á dagatölum sem gjarn- an hanga uppi á bifreiðaverkstæð- um. Þegar marmaranum sleppir taka við endalaus gólfteppi, hver renningur er tvöhundruð metrar á lengd. Ceausescu var svosem þekktur fýrir ýmislegt annað en að kunna sér meðalhóf. Bresk blaðakona sem nýskeð var á ferð í Rúmeníu reyndi að ná tali af einum arkítekta hússins. Það kemur kannski ekki á óvart að hann fór undan í flæmingi og vildi ekkert kannast við þetta verk sitt. „Mesta hetja rúm- ensku þjóoarinnar“ Byggingin á ekki einungis að hýsa rúmenska þingið, heldur er líka gert ráð fýrir því að þarna verði ráðstefnumiðstöð, ein sú stærsta í heimi. Hún á að vera á fýrstu hæð- inni, en seinna á að innrétta aðra ennþá stærri á annarri hæðinni. í þeim anda hafa verið bornir inn í húsið óþægilegir stólar úr stáli og gosdrykkjasjálfsalar. Það hefur ver- ið komið fýrir básum fýrir þýðend- ur í kringum hringborð sem eru svo tröllaukin að við þau geta setið fimmtíu menn. En ekki nægja þing og ráðstefnur til að fýlla húsið, langt í frá. I raun verður nýtingin á fermetrunum 330 þúsund ekki nema svona 20 af hundraði. Allt eru þetta tómar grillur. Það er verið að telja fólki trú um að for- tíðin sé að baki, að nú sé allt breytt. Á sama tíma er höllin eins og minnisvarði um fagurfræðilega ör- birgð og pólitískan tvískinnung sem svo mjög einkennir ástandið í Rúmeníu um þessar mundir. Þeir eru þó til sem berjast gegn því að höllin verði nýtt á þennan hátt. Petre Bacanu er fyrrum and- ófsmaður og núverandi ritstjóri dagblaðsins Romania Libera. Hann hefur verið afar gagnrýninn á stjórn Iliescus og er afar mótfallinn áformum um að halda áffam fram- kvæmdum við bygginguna. Bacanu segir að líkt og fyrri ríkisstjórn kommúnista sé ríkisstjórnin sem nú situr upptekin af sýndar- mennsku en kæri sig kollótta um raunveruleikann. Allt sé í niður- níðslu í landinu, það séu ekki einu sinni til brúklegir vegir, bændur eigi engar vélar, en samt sé pening- um ausið í þennan óskapnað. Þrátt fyrir það verður að gera eitthvað við bygginguna. Andstæð- ingum hennar finnst fráleitt að láta hana hýsa þing landsins. Það sé ekki eins og Rúmenar eigi sér ein- hverja glæsilega lýðræðishefð; höll, byggð af geðtrufluðum harðstjóra, sé líklega versta tákn nýfengins lýð- ræðis sem hugsast geti. Bacanu rit- stjóri er nýkominn heim frá ferða- lagi þar sem hann staldraði við í Las Vegas. Hann er geysihrifinn og seg- ir að byggingin sé ennþá smekk- lausari en spilahallirnar og skemmtihúsin þar. „Kitsið“ sé enn yfirgengilegra. Hugmynd Bacanus er að byggingunni verði breytt í griðarlegt spila- og skemmtihús og fyllt með spilamaskínum og vín- stúkum. Slíkar hugmyndir vekja ekki mikla kátínu í Rúmeníu. Minning- ar um Ceausescu hafa verið mark- visst kæfðar; í staðinn fyrir ógnar- stjórn hans er komin önnur stjórn, öllu mildari, en samt með miklar alræðistilhneigingar. Iliescu forseti gætir sín á því að minnast aldrei á fortíðina, hvað þá á hlutverkið sem hann þá gegndi. Einhvers konar vúsir að markaðshagkerfi er að verða til, en því er stjórnað af fyrr- um flokkskommisurum og með- limum leynilögreglunnar illræmdu, Securitate. Það eru hinir nýju bis- nessmenn. Bak við höllina miklu hafa sí- gaunar og flækingar fundið sér griðastað. Þar sefur fólk undir beru iofti, svangir hundar fara um í hóp- urn og spangóla út í nóttina. Þaðan er stutt að fara með bíl í kirkjugarð sem iætur lítið yfir sér. Þar er ómerkt gröf þar sem lík Ceausescu- hjónanna voru husluð um jólaleyt- ið 1989. Síðan þá hafa aðdáendur þeirra sett upp kross, á honum er ljósmynd og áletrunin Neconoscut- ule og útleggst „þú óþekkti". Svo stendur. „Þú varst, ert og verður mesta hetja rúmensku þjóðarinn- ar.“ Þetta heimatilbúna minnismerki lætur afar lítið yfir sér. Það hefði aldrei getað svalað mikilmennsku- órum einræðisherrans. En hann gæti þá huggað sig við að nú er ver- ið að koma á fót ráðstefnumiðstöð Nikolai Ceausescu. - eh. endursagt úr The Spectator. Máttlaus Frankenstein Nýjasta bíómynd breska leikar- ans og leikstjórans Kenneth Bran- agh hefur fengið heldur slæma dóma. Myndin byggir á frægri sögu Mary Shelley um vísindamanninn Frankenstein og skrímslið sem hann skapar. Branagh leikur sjálfur Frankenstein og þykir gera það eins og hann sé að leika uppa. Um Ro- bert de Niro sem leikur skrímslið er hins vegar sagt að hann sé hættur að leika neitt annað en Robert de Niro.B Föðurland í sjónvarpi Skáldsagan Föðurland eftir Robert Harris var mikil met- sölubók og nú hefur verið gerð eftir henni sjón- varpsmynd með Rutger Hauer og Miranda Richardson í aðalhlut- verkum. Myndin hefur fengið góð- ar viðtökur. Eins og margir vita lík- lega er þetta margslungin leynilög- reglusaga þar sem höfundurinn gerir sér í hugarlund að nasistar hefðu unnið heimsstyrjöldina og ríktu nú yfir hálfum heiminum. Adolf Hitler kemur við sögu, orð- inn nokkuð aldraður, eins og sjá má á meðfylgjandi rnynd.B Giscard skrrfar sápu Það þykir við hæfi að helstu stjórnmálamenn í Frakklandi séu menningarlegir. Best er ef þeir hafa það sem aukagetu að skrifa bækur. Þetta veit Valéry Giscard d’Esta- ing, fyrrverandi Frakklandsforseti, og nú hefur hann sent frá sér skáld- sögu. Bókin, sem ber heitið Le Passage, hefur fengið afspyrnu vonda dóma, hún var til dæmis rökkuð niður í stórblaðinu Le Motide og sagt að þetta væri argasta sápa.B Nýtegund kvenna I nýjasta hefti þýska tímaritsins Der Spiegel er grein þar sem kunngjört er að komin sé ffam á sjónarsviðið ný tegund af kon- um. Þetta eru ungar konur sem vilja í senn vera villtar og kvenlegar, frjálsar og eig- ingjarnar, þær gangi í skrítnum stígvélum og ósmekklegum kjólum með blómamynstri. Þær gefi gam- aldags femínisma langt nef, heldur hafi skapað nýja kvenmynd sem feli í sér: mikið kynlíf, mikla skemmt- un og alls enga óbeit á karlmönn- um. Blaðið segir að upp á ensku kallist þessar stúlkur girlies eða ba- bes og nefnir sem verðuga fulltrúa þeirra konur á borð við Courtney Love, Neneh Cherry, Uma Thur- man og Winona Ryder.H Courtney Love Hitler fimtugur Margaret Thatcher Umdeilt skjaldarmerki jámfrúarínnar Nú er Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, orðin lafði og því hefur hún orðið að fá sér skjaldarmerki eins og slíku fólki hæfir. Bresk blöð segja að með vali sínu hafi hún enn einu sinni sýnt óbrigðula hæfileika sína til að kljúfa bresku þjóðina í tvennt. Flestir virðast þó á því máli að skjaldarmerkið sé ekkert sérstak- lega vel lukkað. Á skjaldarmerkinu, sem tók tvö ár að hanna, eru tveir menn: Annar er í búningi sjóliða og á að tákna herliðið sem Thatcher sendi til Falklandseyja á hápunkti valdaferils síns. Hinn maðurinn er enginn annar en eðlisfræðingurinn Isaac Newton og er hann til marks um áhuga lafðinnar á vísindum. Yf- ir þessu trónir kóróna en undir er letrað: Cherish Freedom sem út- leggst „hlúum að frelsinu". Þeir sem mest hafa rýnt I skjald- armerkið segja að sjóliðinn minni helst á Tinna, en Newton sé ekkert líkur sjálfum sér. Margir hafa líka Skjaldarmerkið: Sjóliði og Newton. orðið til að snúa út úr skjaldar- merkinu. Skopmyndateiknarinn frábæri, Michael Heath, spurði hvar handtaskan væri sem Thatc- her heldur alltaf á. Blaðið The Sunday Times hvar járnglófinn væri — hann hlyti þó altént að vera tákn járnfrúarinnar. Thatcher segist sjálf vera ánægð með árangurinn — og er það ekki fyrir mestu?B Afmæli meistara Fann Voltaire upp sjónvarpið? Ýmislegt hefúr verið á seyði að undanförnu til að minnast þess að 300 ár eru liðin frá fæðingu eins merkasta rithöfundar og heim- spekings allra tíma, Voltaire. Hann fæddist 21. nóvember 1694. í snjallri grein segir franski heim- spekingurinn André Glucks- mann um þennan andans jöfur að heil mannsævi dugi varla til að lesa allt sem hann skrifaði. Voltaire hafi gripið til fjaðurpennans eins og nútímamenn til símans. Hann hafi skipt um umfjöllunarefni eins og nútímafólk um sjónvarpsstöðv- ar. Glucksmann segir að Voltaire sé einn helsti fulltrúi frjálsrar hugs- unar sem mannkynssagan þekki. Á tíma þegar ríkti mikil bjartsýnis- hyggja hafi hann ekki veigrað sér við að flytja slæm tíðindi, eins og sjáist best í höfuðverki hans Birt- ingi. Þar láti hann hetjuna fara í gegnum allar helstu hörmungar samtímans og þannig sé hann eins konar forveri sjónvarpsins sem daglega flytur hræðilegar fréttir inn í stofur heimsbyggðarinnar. Loks, segir Glucksmann, að Voltaire: Notaði pennann eins og síma. ofsatrúarmenn skipti kannski um kenningar og fána. Eðli þeirra sé þó alltaf hið sama. Á stríðstímum tuttugustu aldarinnar hefði Volta- ire skrifað ritgerð um umburðar- lyndi. Henni hefði hann gefið titil- inn Eyjahafið Gúlag og undir hefði hann skrifað Solzhenítsín.H

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.