Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 32
Wlngvar sloppinn
fyrir horn
MFyllerí á
íþróttaleikjum
MKarfan trekkir
konurað
I ljósi slælegs árangur Valsmanna í
úrvalsdeildinni i körfubolta eru
menn famir að
velta vöngum
yfir framtíð
INGVARS JÓNS-
SONAR þjálfara
liðsins. Mann-
skapurinn hjá
Val er alls ekki
slæmur en leik-
mennirnir virð-
ast með endem-
um áhugalaus-
ir. Þó má búast við að staða Ingvars
hafi styrkst verulega cftir sigurinn á
KR-ingum í gærkvöldi. Allavega
vilja menn meina að hann hafa
sloppið fyrir horn — í ^
bili...
.A.fengisneysla
áhorfenda á íþrótta-
leikjum virðist færast
í vöxt hér á landi og
hafa rnenn á orði að ef
svo fer sem horfir eigi
það eftir að hafa áhrif i
ills. Á lcik Aftureldingar og Vals í
Mosfellsbænum á laugardag voru
allmargir með öl í hönd og einhver
sagði að annar hver maður væri
„íðí“ á leiknum. Vilja menn meina
að fólk sé farið að nota íþróttalciki
sem nokkurs konar „upphitun“ fyr-
ir kvöldið. Hér skal ekki lagður
dómur á sanngildi þessara ummæla
en hitt er annað mál að þetta ættu
forsvarsmenn íþróttahúsanna að
taka til íhugunar...
ICxmur virðast vera farnar að
sækja körfuboltalcik í auknari mæli
en áður. Allavega er kynjaskiptingin
á leikjum ÍR liðsins sífellt að breyt-
ast, konunum í hag. Menn eru ekki
á eitt sáttir um ástæðu þess en flest-
ir hallast á þá skoðun að innan liðs-
ins sé leikmaður sem sé afar vinsæll
meðal kvenþjóðarinnar sökum
þokka, og ku þær sækja leikina til að
berja goðið augum. Nafn mannsins
verður ekki gefið upp hér, enda vart
þarft því flestir vita við hvern er átt.
Fyrir þá sem ekki vita það skal látið
uppi að hann skorar yfirleitt mikið
og hefur verið töluvert í sviðsljósinu
að undanförnu...
i»t»iwip'i»iáiii
gfmú 686 ö86 Fox:
Keppnin um sterkasta mann jarðarinnar fór fram i Laugardalshöll i gær. Manfred Houderl frá Austurríki
bar sigur úr býtum en Andrés Guðmundsson hafnaði í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Houderl. í þriðja
sæti var síðan Skotinn Forbes Cowan. Á myndinni sjást þessir þrír jötnar með sigurlaunin.
f m
■'WKes- ■
Húsfyllir á danskeppni
Dansráðs íslands
JónPétur
og Kara
unnu
Það var margt um manninn I
íþróttahúsinu Strandgötu í gærdag
þegar danskeppni Dansráðs Islands
fór fram þar. A myndinni eru sig-
urvegarar í frjálsri aðferð atvinnu-
manna, standard-dönsum, þau
Jón Pétur Úlfljótsson og Kara
Arngrímsdóttir, ásamt Jóhanni
Erni Ólafssyni og Unni Berglind
Guðmundsdóttur sem lentu í
öðru sæti. Húsfyllir var á keppninni
og greinilegt að dans hefur sjaldan
eða aldrei notið álíka athygli og um
þessar mundir. ■
Dregið í
bikarkeppni KKÍ
Grindavík
færÞórí
heimsókn
Dregið var í átta liða úrslitum
bikarkeppni Körfuknattleiks-
sambands Islands um helgina.
Áætlað er að leikirnir fari fram
fimmtudagskvöldið 8. desember.
Þó gætu einhverjir leikir færst til.
Eftirfarandi lið drógust saman:
Kariar:
Njarðvík - ÍA
Tindastóll - Keflavik
Grindavík - Þór
Valur - Haukar
Konur:
KR/Snæfell - Fjölnir
Njarðvík - Keflavík
Grindavík - UBK
IR - Valur
Veður
Veðurhorfur á mánudag:
Suðvestan gola eða kaldi víð-
ast hvar á landinu. Él eða
slydduél vestan og norðan
lands en annars þurrt að
mestu.
Horfur á þriðjudag:
Hvöss suðlæg átt og rigning,
einkum sunnan og vestan
lands. Hiti 5 til 11 stig.
Horfur á miðvikudag:
Suðaustan-læg átt. Súld eða
rigning suðaustan lands en
annars að mestu þurrt. Hiti á
bilinu 2 til 6 stig.
Á að taka upp
Guðmundar- og
Greiddu
atkvæði
39,90 krónur mínútan
Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á
spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á
símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass-
anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS.
r z'
Hlustxim
allan
sólarhringinn
2 1900