Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 Tíu leikir fóru fram í bikarkeppni HSÍ um helgina KA-menn skelltu Víkingum á Akureyri Jón Kristjánsson var markahæstur Valsmanna með fimm mörk. Hér sést hann í baráttu við tvo leikmenn Aftureldingar, en Geir Sveinsson er viðbúinn öllu á H'n- unni. Körfubolti Bowmeð stórleik gegnKR- ingum Valur-KR 86-83 Stigahæstir: Valur: Jonathan Bow 45, Bragi Magnússon 19, Ragnar Jónsson 15. KR: Falur Harðarson 25, Hermann Hauks- son 23, Ólafur Jón Ormsson 14. Það var stórleikur Jonathan Bow sem gerði útslagið í leik KR og Vals að Hlíðarenda í gærkvöld. Auk þess að skora 45 stig hirti hann 24 fráköst og hélt Donovan Cas- anave í aðeins 5;stigum, sem reyndar telst alls ekki til undan- tekninga þar sem. sóknarleikur Casanave er langt frá því að vera góður. KR-ingar höfðu yfirhönd- ina framan af leiknum en Bow og félagar létu ekki deigan síga og tryggðu sér mikilvæg stig. Keflavík- Tindastóll 105-97 Stigahæstir: Keflavík: Lenear Burns 36, Sigurður Ingimundar- son 17, Kristján Guðlaugsson 16. Tindastóll: Ómar Sigmarsson 33, John Torrey 25. Keflvíkingar sýndu að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir að oft hafi þeir vakið meiri ugg í hjörtum andstæðinga sinna. Lenear Burns er mjög sterkur leikmaður og Sigurður Ingi- mundarson hefur verið að leika vel að undanförnu. Ómar Sig- marsson, Tindastóli, átti stórleik -og mega menn fara að vara sig á þessari ungu stórskyttu. ÍA-Snæfell 113-102 Stigahæstir: ÍA: B.J. Tomph- son 34, ívar Ásgrímsson 23, Har- aldur Leifsson 19. Snæfell: Raymond Hardin 41, Karl Jóns- son 21, Eysteinn Skarphéðins- son 14. Sigur Skagamanna var aldrei í teljandi hættu en mörg lið hafa nú verið að brenna sig á því að van- meta Snæfellinga og erfitt er að álasa þeim fyrir það. Snæfellingar hafa þó sótt í sig veðrið og það líð- ur eflaust ekki á löngu þar til Snæ- fellingar læðast aftan að einhverju liðinu og stela sigri. Skallagrímur-Þór Akureyri 74-78 Stigahæstir: Skallagrímur: Gunnar Porsteinsson 20, Tómas Holton 19, Henning Hennings- son 18. Þór: Kristinn Friðriksson 25, Konráð Óskarsson 16, Sandy Anderson 13. Sjónvarpsleikurinn var ekki ýkja merkilegur enda spilaði hvorugt liðið eins og getur best. I lið Skalla- gríms vantaði Alexander Ermo- linskíj sem er burðarás liðsins. Kristinn Friðriksson var í mikl- um ham í fyrri hálfleik og hitti úr fimm 3-stiga skotum. Skallagríms- menn náðu aldrei að ógna gestun- um verulega en börðust þó hetju- legri baráttu og fór þar fremstur í flokki Gunnar Þorsteinsson sem var drjúgur í fráköstunum. Staðan eftir 15 umferðir: A-riðill Leikir Stig Njarðvík 14 26 Skallagrímur 15 16 Þór Ak. 14 14 Haukar 14 10 Akranes 15 10 Snæfell 14 0 B-riðill Leikir Stig Grindavík 15 24 ÍR 15 22 Keflavík 15 20 KR 15 16 Valur 15 10 Tindastóll 15 8 Nú er ljóst hvaða lið verða í hatt- inum þegar dregið verður í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, karla- flokki. KA, ÍBV, Stjarnan, Valur, KR, Haukar og Grótta unnu öll leiki sína og komast þar með áfram í keppninni. I kvennaflokki fóru fram tveir leikir. Stjarnan og ÍBV tryggðu sér áframhaldandi þátt- tökurétt í keppninni. Úrslit urðu eftirfarandi: Karian KA - Víkingur 30:24 UBK - ÍBV 23:27 Stjarnan - HK 27:25 UMFA - Valur 20:24 Valur b - KR 24:26 Haukar-ÍH 29:17 Grótta - Fram 31:19 Selfoss - FH 26:22 Konun FH - Stjarnan 15:34 ÍBV - Víkingur 23:22 Þeir sem héldu því fram að Grindavík væri liðið ósigrandi í úr- valsdeildinni þurfa nú að læðast með veggjum frani. I gærkvöld tókst IR, liðið sem lék í fyrstu deild í fyrra, að leggja Grindavík að velli í stórkostlegum leik í Séljaskóla. Þar með sigraði ÍR sinn áttunda heima- leik í vetur og hefur liðið urinið alla sína leiki í Iþróttahúsi Seljaskóla. - Áhorfendur troðfylltu íþrótta- húsið enda enginn smáleikur hér á ferð. Bæði lið hafa leikið mjög vel í vetur svo að leikmenn voru ákveðn- ir að selja sig dýrt. Stemmningin var ólýsanleg í upphafi leiks þegar að ÍR-ingar kynntu lið sitt með ljósa- sýningu. Grindvíkingar náðu þó undirtökunum fljótt í fyrri hálfleik þar sem ÍR-ingar hittu illa úr skot- um utan af velli. Þar með tókst þeim að ná mörgum hraðaupp- hlaupum, eins og þeir eru þekktir fyrir, og nýttu þau vel. Guðmundur Bragason tróð tvisvar, á þessum kafla, með þvílíkum fítonskrafti að rnenn héldu að karfa Breiðhyltinga væri að syngja sitt síðasta. Ánnars skoraði hann tíu stig í fyrri hálfleik eins og Pétur Guðmundsson. Stigahæstur Grindvíkinga var þó Guðjón Skúlason með ellefu stig. Þegar leið á hálfleikinn tókst IR að saxa á forskot Grindavíkur en þar fór fremstur Herbert Arnars- son sem skoraði fimmtán af síðustu nítján stigum liðsins í hálfleiknum. Grindvíkingum tókst aftur að ná KA-menn sýndu allar sínar bestu hliðar KA-menn gera það heldur betur gott þessa dagana. Liðið hélt áfrarn sigurgöngu sinni í gærkvöld er liðið sigraði Víking, 30:24. „Við lékum ekkert sérstaklega vel í vörninni í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta vinnusigur og vörnin þjapp- aðist vel saman,“ sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður KA, kampakátur í leikslok. Jafnræði var með liðunum frarn- an af og munurinn aldrei rneira en eitt mark. KA-menn tóku þó kipp rétt fyrir leikhlé, skoruðu fjögur mörk í röð, og höfðu yfir í hálfleik, 15:12. Sriémma í seinni hálfleik fór Sigmar Þröstur að verja eins og ber- serkur og KA náði sjö marka fór- ystu, 20:13. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur leiksins urðu 30:24. Patrekur Jóhannes- son fór á kostum í leiknum. og undirtökunum í byrjun seinni hálf- leiks en ÍR-ingar, sem börðust eins og ljón, komu til baka. Þannig gekk þetta fram aftur; Grindavíkingar náðu góðu forskoti en alltaf tókst Breiðhyltinum að rninnka muninn. Þeir náðu þó ekki forystunni fyrr en með körfu Eggerts Garðars- sonar þegar fimm mínútur voru til leiksloka. En sú forysta var skamm- vinn því aftur komst Grindavík yfir. Á lokamínútunni náði spennan hámarki. Helgi J. Guðfinnsson skoraði með ævintýralegu sniðskoti þegar fimmtán sekúndur voru eftir og kom Grindavík yfir 83-82. Leik- menn ÍR flýttu sér að koma boltan- um í spil og barst hann til Herberts. Herbert tókst ekki að hrista af sér varnarmanninn og gaf boltann til John Rhodes sem kom honum til Jóns Arnar Guðmundssonar sem beið fyrir utan þriggja stiga línuna. Honum tókst að sleppa frá sér bolt- anum rétt áður en flautan gall og ofan í rataði hann. Án efa skot árs- ins. Ætlaði allt um koll að keyra í húsinu. Stuðningsmenn IR stigu tryllta stríðdansa á meðan fjölda- margir Grindvíkingar tárfelldu. Það er ekki á neinn hallað að segja að Rhodes hafi verið maður leiksins. Auk þess að skora sextán stig tók drengurinn 26 fráköst, stal fimm boltum og varði þrjú skot. Sannkallaður stórleikur hjá þessum geðprúða miðherja sem einnig er þjálfari liðsins. „Gulldrengurinn“ skoraði tíu mörk, en Valur Arnar- son skoraði sex. Sigmar Þröstur átti einnig stórleik og varði fimm- tán skot. Hjá Víkingum var Sig- urður Valur Sveinsson marka- hæstur með tíu mörk en Rúnar Sigtryggsson gerði sex mörk. Reynir Reynisson í markinu varði þrettán skot. Valsmenn sterkarí á endasprettinum Afturelding og Valur áttust við í Mosfellsbænum. Ekki er langt síð- an Valur tapaði þar sínum fyrsta leik á tímabilinu, þannig að þeir höfðd harma að hefna. Reyndar benti fátt til þess í upphafi að þeir ætluðu sér eitt eða neitt í leiknum, því heimamenn náðu fljótlega fimm marka forystu, 9:4. Eftir það tóku Valsmenn við sér og tókst að jafna með mikilli seiglu. Liðin skiptust síðan á um að hafa forystu Herbert Arnarsson átti einnig stór- leik. Hann hefur leikið frábærlega í allan vetur og kæmi það mörgum á óvart ef hann yrði eldd valinn besti leikmaður deildarinnar, nýliði árs- ins og svo framvegis. Eggert og Jón Örn skoruðu einnig þýðingarmiklar körfur. Eins og svo oft áður var það breiddin sem var í fýrirrúmi hjá Grindavík. Pétur Guðmundsson ÍR-UMFG 85-83 Stigahæstir: ÍR: Herbert Arn- arsson 37, John Rhodes 16, Jón Örn Guðmundsson 12, Björn Steffensen 8, Eiríkur Önundar- son 6, Eggert Garðarsson 4, Halldór Kristmannsson 2. Tölfræði: Skotnýting innan teigs: 12/19, skotnýting utan teigs: 15/43.3-ja stiga nýting: 5/16, fráköst: 36, stoðsendingar: 8, stolnir boltar: 13- UMFG: Guðmundur Bragason 18, Guðjón Skúlason 16, Pétur Guðmundsson 16, Franc Booker 14, Helgi J. Guðfinnsson 7, Marel Guðlaugsson 7, Unndór Sigurðs- son 3, Nökkvi M. Jónsson 2. Tölfræði: Skotnýting innan teigs: 21/39, utan teigs: 4/21, 3- ja stiga nýting: 7/16, fráköst: 38, stoð- sendingar: 21, stolnir boltar: 14. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möller.B og aldrei varð munurinn meiri en tvö mörk. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Afturelding var yfir en Valsmenn náðu að jafna og komast yfir með mörkum upp úr vel útfærðum hraðaupphlaupum. Það var síðan Valgarð Thorodd- sen sem gulltryggði sigur Vals- manna er hann sveif inn af línu og skoraði, nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur leiksins urðu átti skínandi leik og verður ekki langt að bíða þar til að hann klæðist landsliðstreyjunni. Hann er alltaf á réttum stað og nýtir þar með sín tækifæri vel. Guðmundur Bragason (tíu fráköst), Franc Booker (níu stoðsendingar og fjórir stolnir bolt- ar) og Guðjón Skúlason komu einnig vel út frá þessum leik. Aðspurður hver væri ástæðan fyrir því að IR ynni alla sína heima- 20:22. Jón Kristjánsson var markahæstur Valsmanna með fimm mörk en Júlíus Gunnars- son gerði fjögur. Guðmundur Hrafnkelsson varði alls átta skot í leiknum. Hjá Aftureldingu var Ingimundur Helgason marka- hæstur með 6 mörk. Bergsveinn Bergsveinsson átti stórleik í markinu og varði fimmtán skot. leiki sagði Herbert að áhorfendurn- ir væru frábærir. „Það er allt sem hjálpast að; við erum tíu leikmenn sem klæðum okkur fyrir leikinn en svo er náttúrlega fullt að góðum mönnum fyrir utan liðið sem hjálpa okkur að gera þetta kleif).“ „Við ætlum að fagna í kvöld en á morgun verð ég aftur kominn í World Class alveg á fullu.“ -eþa Frábær árangur ís- lensku keppend- anna á HM í snóker Jóhannes komstí úrslit Árangur íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í snóker í Suður-Afríku hefur vakið mikla athygli. Þeir Kristján Helgason og Jóhannes R. Jóhannesson komust báðir í átta manna úrslit, og Jóhannes komst alla leið í úr- slitaleikinn. Þar tapaði hann hins vegar 9:11 í tíu tíma viðureign. Ár- angur hans er frábær og ætti að gefa honum kost á að komast í at- vinnumennsku. ■ íslandsmeistaramótið í shotok- an um helgina Kamtefélagið Þórshamar sigursætt íslandsmeistaramótið í shotok- an karate fór fram um helgina í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Mót- ið tókst vel í alla staði og ekki urðu nein alvarleg meiðsl á fólki. Kar- atefélagið Þórshamar var sigursælt á mótinu og varð lang stigahæst en árangur kollega þeirra frá Akranesi vakti einnig athygli. Þeir voru aðeins fjórir að tölu en unnu þó til sex verðlauna, þar af tvennra gullverðlauna. Verður það að telj- ast góður árangur hjá svo fáskip- uðum hópi keppenda. ■ Oskubuskuævin- týri í Breiðholtínu Þriggja stiga karfa Jóns Amarí lokin heldur sigurgöngu ÍR á heimavelli gangandi. Herbert Arnarsson skorar hér tvö af 37 stigum sínum í leiknum. Fyrir aftan hann má sjá nokkur hundruð áhorfendur sem fylltu húsið en þeir skemmtu sér konunglega.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.