Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Rússnesk kosning í öll embætti í aðalstjórn Framsóknarflokksins á flokksþingi í gær Kristín Á. Guðmundsdóttir „Ekki er Ijóst hvort hjálpsamur einstaklingur eða óprúttinn aðili bjóði öldruðum þessa þjónustu." Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélagsins Bottinn er hjá rfltinu Samninganefnd ríkisins hafnaði launakröfum sjúkraliða á fundi sáttasemjara í gær. Ekki hefur þó slitnað upp úr samningaviðræðum en næsti fundur er boðaður klukk- an 9.30 í dag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir ríkið ekki hafa nægan samnings- vilja. „Við fórum fram á 5.500 króna fastar greiðslur upp allan launastigann. Það er um níu pró- senta hækkun á lægstu launin. Fólk raðast mismunandi í launaílokka og samninganefndin vill meina að ef allt er tekið saman þá þýði þetta um 20 prósenta launahækkun. Þeir telja að við förum fram á of mikið, en ég veit ekki á hvaða forsendum þeir vilja halda áfram samninga- fundum. Það skýrist vonandi á morgun. Boltinn er því hjá þeim. Við getum ekki endalaust komið fram með skýrari kröfur án þess að þeir leggi neitt á borðið,“ segir Kristín í samtali við MORGUNP- ÓSTINN. I fréttum hefur komið fram að einkaaðili, rúmlega tvítugur piltur, bjóði þjónustu fyrir aldraða. „Við lítum þetta verkfallsbrot mjög al- varlegum augum. Mun alvarlegra er þó að ekki er ljóst hvort um sé að ræða hjálpsaman einstakling eða óprúttinn aðila. Ég álít að heil- brigðisráðherra og landlæknir verði að skoða þetta mál nánar," segir Kristín. -HM Halldór fékk 97,1 prósenft atkvæða í formanns Það var ekki ýkja mikil spenna í loftinu á flokksþingi Framsóknar- manna þegar kosið var um fjórar æðstu stöðurnar innan flokksins. Halldór Ásgrímsson hlaut 97,1 prósent allra greiddra atkvæða í formannskjörinu, eða 467 atkvæði af 481. Á tímabili leit reyndar út fyr- ir að nokkur spenna gæti myndast við kosningu varaformanns, þar sem Ingibjörg Pálmadóttir íhug- aði að fara fram á móti Guðmundi Bjarnasyni. Á endanum ákvað Ingibjörg þó að láta Guðmundi varaformannsembættið eftir bar- áttulaust og hlaut Guðmundur tæp 84 prósent greiddra atkvæða í kjöri til þess embættis. Ingibjörg fékk samt rúmlega 12 prósent atkvæð- anna, þrátt fyrir að hafa lýst yfir stuðningi sínum við Guðmund. Töluvert var þrýst á Ingibjörgu um að bjóða sig fram í varaformanns- embættið, en hún hætti ekki á að stefna einingu flokksmanna í voða og lét sér því nægja ritarastöðuna. Hún fékk örugga kosningu í það embætti, 81,3 prósent greiddra at- kvæða. Unnur Stefánsdóttir var kjörin gjaldkeri, en hún hyggur á framboð á Reykjanesi í vor. Mikið fjölmenni var á þinginu og var mikil áhersla lögð á þann ein- hug þinggesta, sem fram kom í kosningunum. Þó mun nokkurrar óánægju gæta meðal Framsóknar- kvenna, sem vildu sjá Ingibjörgu í Ný aðalstjórn Framsóknarflokksins, frá vinstri: Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Pálmadóttir ritari, Guðmundur Bjarnason varaformaður og Halldór Ásgrímsson formaður. embætti varaformannsins. Fannst þeim hlutur kvenna á þessu þingi nokkuð rýr, þrátt fyrir að þær Ingi- björg og Unnur myndi helming að- alstjórnarinnar og að fimm af níu fulltrúum í miðstjórn flokksins séu konur. Halldór vék að þessu atriði í lokaræðu sinni á þinginu, og vísaði öllum fullyrðingum um kvenfjand- semi Framsóknarmanna á bug. Ásta Ragnheiður ekki á staðnum Það vakti rnikla athygli, að á sama tíma og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hlaut góða kosn- ingu í miðstjórn Framsóknar- flokksins, sat hún á kynningarfundi Þjóðvakans, hinnar nýju stjórn- málahreyfingar Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Einungis þrír hlutu fleiri atkvæði en hún í kosningunum til miðstjórnar flokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Haukur Halldórs- son og Drífa Sigfúsdóttir. Eins og fram kemur annars staðar hér í blaðinu, hefur Ásta Ragnheiður þó enn ekki sagt endanlega skilið við Framsóknarflokkinn. I stjórnmálaályktun þingsins var aðaláhersla lögð á atvinnumál. Framsóknarflokkurinn vill auka fjárfestingar í atvinnulífinu og er í ályktuninni meðal annars mælst til þess að lífeyrissjóðirnir leggi allt að 10 prósentum af ráðstöfunarfé sínu sem áhættufé í atvinnulífið. Einnig er lagt til, að Byggðastofnun verði breytt í atvinnuþróunarstofnun og að ríkissjóður leggi að minnsta kosti einn milljarð króna á ári til at- vinnuþróunar. Með þessu móti onnu telja Framsóknarmenn unnt að auka hagvöxt hér á landi um 2,5-3 prósent á ári. Þá segir í ályktuninni, að ekki megi auka útgjöld ríkissjóðs á næstu árum frá því sem nú er, en breyta forgangsröðun verkefna þannig að meira fé verði varið til atvinnuskapandi verkefna. Þá skuli einnig stefnt að því að gera fjárlög til fjögurra ára í senn. Skuldastaða heimilanna er einnig gerð að um- talsefni í ályktuninni og farið fram á að ríkisvaldið hafi forystu um gerð kjarasamninga. Að lokum hafnar Framsóknarflokkurinn al- farið aðild íslands að Evrópusam- bandinu. -æöj Ingibjörg Pálmadóttir og Unnur Stefánsdóttir takast í hendur að loknum kosningum, ánægðar með sinn hlut. ■ Rokna gróði af Kvennalistanum ■ Kraftakarlar kneyfa ölfyrir keppni Diskótekari fellir Björk ■ Vopnaeigandi á Eystra-Núpi en sómafólk á Vestra-Núpi að kom Kvennalis takonum þægi- lega á óvart þeg- ar í ljós kom að rekstur listans er ákaflega gróðavæn- legt fyrir- tæki. Á starfsár- inu frá 1. októb- er 1993 til loka september síðastliðins voru tekjur umfram göld rúmar fjór- ar milljónir króna. Tekjurnar námu rúmum þrettán milljónum en gjöld- in tæpum níu þegar allt er talið. Það sjónarmið var á lofti á landsfundin- um að hinar hagsýnu húsmæður hefðu jafnvel haldið of fast um budduna og nær væri að verja meira fé til kynningarstarfa. Þær hagsýn- ustu bentu hins veg- ar á að varasjóður- inn kæmisérvelí kosningabarátt- unni framundan... ICraftakarlarnir, sem tóku þátt í mót- inu Sterkasti maður jarðar í Reykjavík um helgina, vöktu nokkra athygli gesta veitingahússins Pizza ‘67 á laugar- dagskvöldið. Ekki endilega fyrir tröllslcga burði eða mikið át. Fremur fyrir það hversu afslappaðir þeir virtust. Það er nefhilega ekki algengt að sjá íþróttamenn sötra bjór kvöld- ið fýrir keppni, sem þeir leyfðu sér þó feimnislaust. Það skal þó tekið fram að alls ekki var að sjá að þeir væru drukknir... Stórstjörnur létu mikið á sér bera í Berlin eftir af- hendingu MTV- tónlistarverð- launanna, segir í nýlegri frétt norska dagblaðsins VG. Þar segir sögum af Biörk okkar, ásamt vinkonu sinni, Naomi Campell fyrirsætu. Björk hélt upp á afmæli sitt þetta kvöld á diskóteki Hilton-hótelsins. Þær stöllur voru ósáttar við lagaval dikótekarans svo Björk ákvað að gerast diskótekari í hans stað. Kunningi diskótekarans varð hins vegar leiður á frekjunni í stjörnunum svo hann stjakaði við Björk með þeim aflciðingum að hún féll kylliflöt í gólfið. f fréttinni er tek- ið ffam að Björk hafi vcrið lítið sofin g þvi hafi ekki þurft meira tU aðfellahana... I frétt blaðsins á fimmtudaginn var fjallað um þegar fíkniefnalögregl- an gerði töluvert vopnasafn upptækt hjá Herði Gunnari Ingólfs- SYNI, betur þekktum undir nafninu Höddi feiti. Hann hefur í rúmt ár haft á leigu býlið Eystri-Núp í Hvols- hreppi, í nágrenni HvolsvaÚar. í greininni var sagt að hann byggi á býlinu Núpi. Hið rétta er að bæimir eru tveir. Hörður hefur haft hjallann að Eystra-Núpi á leigu en á Vestra- Núpi býr mikið sómafólk. Það hefur orðið fýrir nokkrum óþægindum og upphringingum og er þvi rétt að biðjast velvirðingar á að ekki var greint á milli bæjanna tveggja... Ágættað taka ekki of stór skref segir Ingibjörg Pálmadóttir sem gaf ekki kost á sér í varaformannsembættið þrátt fyrirmikinn þrýsting en varkjörinn ritari. „Ég veit út á hvað þetta starf gengur og það leggst ekkert illa í mig,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokks- ins. „Ritari er tengiliður stjórnar- innar við flokksstarfið í landinu og þetta er mikil vinna.“ Ingibjörg sagði vissulega hafa verið þrýst á sig um að bjóða sig fram í varafor- mannsembættið, og það jafnt af körlum sem konum. „Ég væri ekki sannsögul, ef ég segði að þessi þrýst- ingur um að gefa kost á mér, sem ég varð fýrir hér, hafi ekki kitlað mig. Það var töluvert stór hópur sem Halldór Ásgrímsson Stór skref íjafh- rettisátt Halldór Ásgrímsson kvaðst mjög ánægður með þingið og hina nýju aðalstjóm. „Ég held að þetta sé fjölmennasta flokksþing sem ég hef setið síðan ég gekk til liðs við Fram- þrýsti á mig og ég tel mig hafa haft möguleika á að ná kjöri sem vara- formaður. Annars hefði ég ekki íhugað það. En mér fannst þetta skynsamlegast í stöðunni. Mér finnst mikið atriði að flokkurinn komi heill út úr þessu glæsilega þingi og að það ríki sátt hér þegar menn ganga út. Ég mat því stöðuna þannig, að þetta væri skynsamlegast núna. Enda get ég líka haft áhrif á stjórn Framsóknarflokksins sem rit- ari. Það kemur líka dagur eftir þennan dag og það er ágætt að taka ekki of stór skref í einu.“ ■ Unnur Stefánsdóttir Bætir ímynd flokksins „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði Unnur Stef- ánsdóttir nýkjörinn gjaldkeri Framsóknarflokksins, en hún stefnir einnig á annað sæti fram- boðslista flokksins í Reykjanes- kjördæmi. „Nú er helmingur þessarar svokölluðu aðalstjórnar konur. Við vorum að taía um það stöllurnar hér áðan að fýrir átta árum síðan vorum við ein- mitt að ræða hvort við ættum eftir að lifa það að konur væru helmingur stjórnar Framsóknar- flokksins. En nú hefur það gerst.“ ■ sóknarflokkinn. Hér ríkir mikill ein- hugur og þingið allt mun glæsilegra en ég hafði nokkum tímann gert mér vonir um.“ Halldór segist bjartsýnn á að nið- urstöður þingsins bæti stöðu flokks- ins í skoðanakönnunum og kom- andi kosningum. „Síðasta könnun Gallup var okkur hagstæðari en sú næsta á undan og ég hef á tilfinning- unni að við eigum eftir að bæta okk- ar hlut á næstunni." Halldór sagði enga ástæðu fýrir Framsóknarkonur að vera óánægðar með hlut Ingibjargar í kjörinu. „Rit- arastarfið er ekki síður mikilvægt en varaformannsstarfið. Sem dæmi má nefna að bæði Eysteirtn Jónsson og Steingrímur Hermannsson vom lengi ritarar áður en þeir urðu formenn. Mér hefur því fundist að það hafi verið gert of lítið úr stöðu ritarans í þessari umræðu. Það voru íjórir karlmenn í þessari æðstu stjóm flokksins, en núna em þar tvær kon- ur og tveir karlar, og tvær konur sem varamenn. Hér hafa því verið stigin stór skref í jafnréttisátt.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.