Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 smaa letrið Ólafur Jóhann náðaður Nú rignir góðu dómunum yfir hann Óiaf Jóhann Ólafsson, forstjórann sem framdi þá höfuðsynd, að mati íslensku intellígensunnar, fyrir fáum árum að skrifa vonda bók. Dóms- niðurstöður voru þær að atvinnu- laus maður eða illa launaður mætti skrifa eins vonda bók og hann hefði getu til en forstjórar mættu það ekki. Og á milli línanna mátti lesa að forstjórar ættu yfirhöfuð ekki að vera skrifa bækur í frítíma sínum. En nú er Ólafur Jóhann náðaður í hverjum ritdóminum á fætur öðrum. Þegar Ólafur gaf út sína fyrstu og aðra bók var synd hans sú að skrifa bækur sínar í flugvélum. Hann sat ekki og drakk eins og aðrir íslend- ingar gera á milli landa og hann fór heldur ekki yfir skýrslur eins og út- lendra forstjóra er víst siður. Hann skrifaði og virtist halda að slík skrif ættu erindi á bók eins og skrif fólks sem hefur samviskusamlega skrif- að fimm tíma á dag og gætt þess að gera ekkert annað á meðan og helst af öllu að hugsa um ekkert annað þess á milli. Það að Ólafur skyldi skrifa og fá útgefið var ögrun við aðalkenningu intelígensunnar, að listin væri fullt starf en ekki tóm- stundardútl. Margar aðrar stéttir hafa farið í gegnum það sama. Kennarar fengu löggildingu starfsheitis síns og sendu leiðbeinendur, sem höfðu kennt alla sína hunds- og kattartíð, á námskeið. Sömu sögu er að segja af bókasafnsfræðingum, fóstrum og nú síðast bilasölum. Allar stéttir í leit að bættum kjörum hafa brugðið á það ráð að loka stéttunum fyrir ut- anaðkomandi og auka sjálfsvitund sína með því að þrástagast á að hver sem er geti nú ekki innt þessi störf af hendi. Listamenn eiga hins vegar ekki auð- velt með þetta. Fólk verður að fá að tjá sig ef það kærir sig um. Það er ekki hægt að krefja höfunda um bókmenntafræðikúrs eða lágmarks viðurkenningu samfélagsins í gegn- um styrki. Þess vegna bregst lista- heimurinn við þeim sem standa á skjön við stéttarhagsmunina með því að hafna þeim. Það var gert við Ólaf Jóhann. En hvers vegna er hann tekinn í sátt nú? Ef til vill vegna þess að hann er búinn að skrifa tvær bækur og er þar af leiðandi fullgildur meðlimur í Rithöfundafélaginu. Ef til vill vegna þess að intelígensíunni er Ijóst að það skiptir engu hversu heiftarlega hún hafnar Ólafi Jóhanni, almenn- ingur mun alltaf kauþa hann og lesa. Ef til vill vegna þess að Ólafur Jóhann hefur fengið bækur sínar gefnar út í stærri upplögum en aðr- ir núskrifandi Islendingar og fengið um þær betri dóma. ■ Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur á Sauðárkróki, sigraði Vilhjálm Egilsson með yfirburðum í próíkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra um helgina Ekki pláss fýrír spámenn í Sjátfstæðisflokknum Á laugardaginn fór fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur á Sauðárkróki og varaþing- maður flokksins, vann öruggan sig- ur á Vilhjálmi Egilssyni, þing- manni og framkvæmdastjóra Versl- unarráðs. Hann mun því taka sæti Pálma Jónssonar á Alþingi eftir næstu kosningar, en Pálmi ætlar að hætta þingmennsku að þessu kjör- tímabili loknu. „Fólkið verður að svara því, ég get það ekki,“ sagði Hjálmar, aðspurður um ástæðuna fyrir stórsigri sínum á Vilhjálmi. „í prófkjöri er tekist á um persónur ekki síður en málefni og það er greinilegt að ég hef átt hljóm- grunn meðal kjósenda.“ Það hefur verið haft á orði, að Vilhjálmur hafí liðið nokkuð fyrir afstöðu sína til Evrópubandalagsmála í prófkjör- inu, en Hjálmar vill ekki gera of mikið úr því. „Það er bara eitt af Hjálmar Jónsson Lætur af prestsstörfum í haust til að geta sinnt þingstörfunum af fullri al- vöru. Vilhjálmur Egilsson Segist bara vona að Hjálmar sé jafn rosalega góður og kjósendur virðist telja hann vera. mörgum málum. Ég gerði mér far um það að kynnast fólkinu í kjör- dæminu, fór vitt og breitt um kjör- dæmið og reyndi að nýta mér alla þá jákvæðu þætti sem prófkjör hefur. Ég reyndi að setja mig inn í málefn- in, hlusta á fólk og komast að því hvar skórinn kreppir. Við búum hér á mesta láglaunasvæði landsins sam- kvæmt úttekt á skattskýrslum lands- manna. Ég hef verið að velta því fyr- ir mér hvers vegna svo sé, og án þess að boða einhverjar töfralausnir þá er ég óánægður með þá stöðu mála. Hér er ákaflega gott að búa og ég vil leita ástæðunnar fyrir þessu og bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að þingmenn sem aðrir megi ekki unna sér hvíldar meðan við erum á þessum botni. Efnahagur fólks skiptir máli hvað varðar aðra velferð þess, fólk sem á í basli í pen- ingamálum á oft í basli í tilfinninga- málum líka, eins og ég hef komist að í starfi mínu sem prestur. Hvað utanríkismálin varðar, þá greinir okkur Vilhjálm auðvitað á um þau. Ég er afskaplega ánægður með hvernig flokksforystan hefur haldið á því máli og vil ekki skapa mér sérstöðu innan Sjálfstæðis- flokksins með því að vera gagngert á m b 1 1 ; j li-i « i[t ,1 1 1 | ii J 'f jwseani Kvennafangelsið í Kópavogi. Ung móðir situr þar af sér dóm og hefur nokkurra mánaða gamalt barn sitt hjá sér. Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri. „Það er gert ráð fyrir því í fang- elsismálalögum að þessi staða geti komið upp,“ segir hann um það þegar kvenfangar hafa kornabörn hjá sér. í Kvennafangelsinu í Kópavogi eru ekki aðeins sakamenn. Einn fanganna hefur barn sitt hjá sér. Komabam sltur með móður sinni í fangelsi Ungur kvenfangi afplánar dóm í slíka beiðni þarf einnig samþykki Haraldur. Kvennafangelsinu í Kópavogi með nokkurra mánaða gamalt barn sitt hjá sér. Barnið hefur verið hjá henni frá því það fæddist i surnar. Fangelsisvist móðurinnar lýkur um jólin en hún hefur setið inni í langan tíma. Haraldur Johannessen fang- elsismálastjóri segir það vera af heilsufarsástæðum sem fallist er á að aðskilja ekki móður og korna- barn fyrstu mánuði eftir fæðingu. Til þess að fangelsisyfirvöld fallist á lækna, barnaverndarnefnda og fleiri aðila. Fangelsislæknir og hjúkrunar- fræðingur fylgjast vel með líðan barnsins og móðirin fer í eðlilega mæðraskoðun. „Ákvæði í fangelsislöggjöfinni heimila kvenföngum að hafa kornabörn sín hjá sér í fangelsi. Þar segir að eigi kona ungbarn við upphaf afþlánunar eða fæði barn í afplánun þá má heimila henni að hafa það hjá sér í fangelsinu," segir „Það er erfiðleikum bundið fyrir fangelsiskerfið að standa frammi fyrir þessum vanda, þar sem leysa þarf mörg praktísk vandamál. En þegar ákvörðun er tekin, er vegið og metið hvaða hagsmunir eru í húfi. Yfirleitt vegur það þyngst að hafa móður og barn saman. En um leið og barnið er orðið nokkurra mánaða gamalt þá horfir málið öðruvísi við,“ segir Haraldur. Þetta mun vera annað tilfellið á Ijórum árum sem fangi óskar þess að hafa kornabarn sitt hjá sér í fangelsi. Fyrir fjórum árum var kona ný- búin að eignast barnið þegar henni var gert skylt að afplána dóm sinn. Barnið hafði hún hjá sér í um tvo mánuði. Fyrir tíu árum eignaðist kona barn í afplánun og var vistuð í framhaldi af því á Bitru. Og á með- an Múrinn var og hét var aigengt að konur ættu börn og hefðu þau hjá sér í fangelsinu. -GK/HM móti stefhu flokksins í veigamiklum málum. Sjálfstæðisfólk á yfirleitt allt þátt í að móta stefnu flokksins og það er í rauninni ekki pláss fyrir spá- menn í þessu, því að forystumenn- irnir í stjórnmálunum eru í rauninni að leiða mikið starf, sem byggir á hugsjónum og skoðunum og vilja til þess að móta lífið í ákveðinn farveg." Á Alþingi situr nú einn prestur, séra Gunnlaugur Stefánsson, og gegnir hann jafnframt prestsstarfi. Hjálmar ætlar hins vegar eingöngu að helga sig þingstörfúnum þegar þar að kemur. „Ég hef gengið ffá því við biskup og kynnt það hér í presta- kallinu að ég muni ekki reyna að sinna hvoru tveggja, heldur muni ég óska eftir leyfi á næsta kjörtímabili til að sinna þingstörfunum. Það er fullt starf að vera þingmaður og ég vil reyna að sinna því sem slíku,“ sagði Hjálmar að lokum. Ekkiífýlu „Ég er ekki í neinni fylu, en hefði að sjálfsögðu verið ánægðari ef ég hefði náð fyrsta sætinu," sagði Vil- hjálmur í samtali við MORGUNP- ÓSTINN. „Þetta var hvorki sigur né ósigur fyrir mig, ég náði ekki því sem ég ætlaði mér en tapaði heldur engu.“ Þeir eru þó til sem eru ósam- mála þessari fullyrðingu Vilhjálms og telja hann, sem sitjandi þing- mann flokksins í raun hafa beðið ósigur í prófkjörinu. „Það hlýtur að fara eftir því, hvað verið er að keppa við sterkan mann. Við skulum bara vona að sá sem lenti í fyrsta sætinu hérna sé svona rosalega góður. Mað- ur verður að trúa því, það er niður- staða þessa prófkjörs.“ Vilhjálmur sagði afstöðu sína til Evrópubanda- lagsins vissulega hafa verið honum fjötur um fót í prófkjörsbaráttunni. „Það hefur verið notað mjög gegn mér, en það er auðvitað ekki eina málið. Ég er vanur því að hafa skoð- anir á hlutunum og er venjulega nokkuð umdeildur í sambandi við hin ýmsu málefni. Það er nú bara þannig sem ég er.“ Vilhjálmur kvaðst ekki telja að hann hafi sinnt kjördæmi sínu of lítið á kjörtímabil- inu. „Þingmenn eru náttúrlega kosnir bæði til að sinna sínu kjördæmi og eins til að stjórna landinu. Ég held að ég hafi skilað mínu sem þing- maður og vel það, en það er annarra að meta það líka. Út á það ganga nú kosningar.“ Vilhjálmur segist ætla að taka annað sætið á framboðslistanum. „En ég vil að sjálfsögðu ekki vera að íþyngja fólki með nærveru minni ef það telur að listinn verði sterkari án ntín,“ sagði Vilhjálmur. -aeöj Bætifláki Yfirlœtisfullur klámhundur í gervi fréttamanns Oddur Ólafsson aðstoðarrit- stjóri Tírmws sendi Loga Berg- manni Eiðssyni fréttamanni hjá Ríkissjónvarpinu heldur kaldar kveðjur í grein á fimmtudag þar sem hann gagnrýnir tvískinnung í garð klámefnis hjá sjónvarpinu. Oddi er sérstaklega heitt í hamsi út af matreiðslu Loga á „bláurn" hlið- um hins viðamikla Internets í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á dögunum, eins og glöggt má sjá af þessum orðum hans: „Yfirlætisfullur klámhundur kom nýlega fram í gervi frétta- manns, fullur upp af því að hafa komist á snoðir um að í einhverj- um útnárum alþjóðlegs upplýs- inganets, sent „háskólatölvan“, hefur aðgang að, sé hægt að ná fram ástarlífslýsingum í hreyfi- mynd. Ríkisrekna upplýsingamiðlunin gerði heila dagskrá um fyrirbærið og tvísýndi lostarlega kvenkroppa og barnaldám, sem einhverjir öf- uguggar kváðu hafa smekk fyrir. Svo talaði lúðinn við háskóla- konur, sem voru miður sín yfir því að Háskólinn væri áskrifandi að ósómanum og skilja ekkert í því að tölvuskömmin hegði sér svona. Nú situr Háskólinn uppi með óorðið en Ríkissjónvarpið með vandlætinguna.“ Logi Bergmann Eiðsson Ég veit ekki á hverju maðurinn er. Tilgangurinn með þessari sýningu var að vekja athygli og konia af stað umræðu um þessi mál, eins og hefur líka tekist. Það sent við sýndum var til- tölulega saklaust nmiðað við hvað annað var þarna að finna eins og til dæmis harðsoðið barna- og dýraklám. Ég var síður en svo að velta mér upp úr kláminu. Og ég held að ég verði að vísa því á bug að ég sé klámhundur, hvað þá yfirlæt- isfullur klámhundur. Ég treysti mér hins vegar ekki til að leggja dóm á hvað landbún- aðarblaðið meinar með orðinu lúði, það er margt sem ég skil ekki á þessu heimili. “ Niðurföll stífluðust í Reykjavík Vatn flæddi inn í íbúð og prentsmiðju Mikil úrkoma fylgdi vonsku- veðrinu, sem reið yfir höfuðborgar- svæðið um helgina. Slökkviliðið var kallað á tvo staði með dælubifreið sína vegna stíflaðra niðurfalla. Vatn komst í kjallara við Síðumúla þar sem prentsmiðjan Steindórsprent er til húsa en allur pappír var á brettum þannig að skemmdir urðu óverulegar. Hitt útkallið var í hús við Drápuhlíð en þar hafði stíflast niðurfall á svölum og vatn var farið að flæða yfir þröskuld út á svalirnar og inn í íbúðina. Engar teljanlegar skemmdir urðu á húsinu. ■ Reykjavík Brotist var inn í bíl við fjöl- brautaskólann í Breiðholti á föstudag og stolið úr honum 63.000 krónurn í peningum. I fyrrakvöld var síðan farið inn í bíl við Sundlaugarnar í Laugar- dal og andvirði 70.000 króna í enskum pundum tekið ófrjálsri hendi. Lögreglan í Reykjavík vill brýna fýrir bifreiðaeigendum að skilja ekkert sýnilegt eftir í bílum sínum sem freistað gæti inn- brotsþjófa. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.