Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
15
Afreksmaður án afreka
Það eru nokkur stór afrek sem
vert er að vinna á íslandi. Gera KR
að Íslandsmeisturum. Vinna borg-
ina af sjálfstæðismönnum. Ná ár-
angri í Eurovision. Fá fleiri áhorf-
endur en Hemmi Gunn. Og sam-
eina vinstri menn. Afreksmaðurinn
Ólafur Ragnar stendur nú frammi
fyrir því að hann mun ekki sem
gamall maður geta hreykt sér af
neinu þessara afreka. Og það er biti
sem er erfitt fyrir hann að kyngja.
Hann, sem öllum ber saman um að
sé klárari en fólk er flest, kappsam-
ari og einbeittari. Þessi afrek verða
unnin af ókláru fólki, duglausu og
reikullu á meðan hann verður að
sætta sig við að stærstu afrek hans
hafi verið framin á Indlandi og í
nokkrum velvöldum einræðisríkj-
um í Afríku, Asíu og Suður- Amer-
íku.
Það er öllum ljóst að Ólaf skortir
ekki vit til afreka. Og öllum er jafht
ljóst að hann hefur nógan kapp til
afreka og að hann hefur í raun ein-
staklega hentuga innréttingu til að
skara fram úr. Ekkert er svo sterkt i
hugarheimi hans að það trufli
metnað hans. Hann hefur bara eina
hugsjón og hún er Ólafur Ragnar
Grímsson. En þrátt fyrir rétt hjarta-
lag, skap og vit til afreka er hann
dæntdur til að verða hornreka.
Ólafur Ragnar verður ekki sakað-
ur um að hafa ekki reynt. Hann
reyndi fyrir sér í Framsókn, hann
reyndi fyrir sér í Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna, hann
reyndi fyrir sér í Alþýðubandalag-
inu. Og eins og það væri ekki nóg,
þá bjó hann sér til baklönd í Birt-
ingu og Nýjum vettvangi. Allt hefur
komið fyrir ekki. Á Ólafi hefur sann-
ast það sem áður hefur svo margoff
sannast á fólki sem flýr sjálft sig. Það
skiptir ekki máli þótt það fljúgi til
Timbúktú. Sá fyrsti sem það hittir á
flugvellinum er það sjálff. Þess vegna
hefur Ólafur ekki náð betri hljóm-
grunni í Alþýðubandalaginu en í
Framsókn. Og þess vegna hefur fólk
ekkert frekar hlýtt á hann þótt hann
sé formaður eða óbreyttur. Þegar
Ólafur talar þá talar Ólafur. Honum
mun aldrei takast að breyta því. Og
það er löngu sannað að enginn
hlustar á Ólaf. Og það skiptir engu
reka. “
hvaða titil hann ber eða úr hvaða
púlti hann talar.
Hver nema Ólafur gæti verið for-
maður í flokki sem vill ekkert með
hann hafa. Þeir Svavar og Stein-
grímur hafa skömm af honurn. Og
hans eigin fylgismenn eru nú flestir
annað hvort gengnir í Jóhönnu eða
á leiðinni í Jóhönnu. Einn situr
hann eftir í ormagryfjunni og bíður
pólitísks dauða síns.
Áður en Jóhanna kom til voru
þeir Svavar og Steingrímur að leggja
á ráðin hvernig þeir gætu losað sig
við Ólaf fyrir kosningar. Nú standa
þeir frammi fyrir því að líkast til er
best að láta hann sitja áfram og leiða
leifarnar af Alþýðubandalaginu til
ósigurs í næstu kosningum. Etja
fíflinu á foraðið. Það er betra að
losna við stjórnmálamann með því
að láta kjósendur hafna honum en
að fella hann í samsæri. Þeir sem
eru felldir af flokksmönnum eiga
það til að rísa upp að nýju, eins og
stórkanónurnar Eggert og Jóhanna
eru að sýna fram á.
Þeir Svavar og Steingrímur munu
því líklega losa sig við Ólaf á þann
hátt sem alltaf hefur verið augljós-
astur. Skilja hann einan eftir í hönd-
unum á kjósendum. Það eru engar
líkur til að hann lifi það af. -ÁS
„Ekkert er svo sterkt í
heimi hans að það trufli
metnað hans. Hann hefur
bara eina hugsjón og hún er
Ólafur Ragnar Grímsson. En
þráttfyrir rétt hjartalag,
skap og vit til afreka er hann
dœmdur til að verða horn-
Menn
Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins
BHMTfSll
Jafnrœðisregla ífjölmiðlum
„Á hverjum mánudegi hefur mátt lesa heims-
endakenndar frásagnir afhegðun unglinga
niður í miðbœ í DV eins ogþað vœri heilagt
markmið blaðsins að hraeða almenningfrá því
að ganga um miðbceinn eftir myrkur. Að und-
anförnu hefur mátt greina ákveðin hlutverka-
skipti ífréttum blaðsins, nýbúar eru að taka
við hlutverki unglinganna sem vandamál
númer eitt. “
Ég hef aldrei keypt þá hugmynd
að fjölmiðlar hafi vald. Og þá fyrst
og fremst af tvennum ástæðum.
Annars vegar vegna þess að ég yrði
verri blaðamaður ef ég hugsaði um
áhrif þess sem ég skrifa eða birti.
Blaðamanni, sefn er upptekinn af
hugsanlegum eða ímynduðum
áhrifum sínum, er hætt við að
ntissa af aðalatriði fréttarinnar sem
hann er að segja og einblína þess í
stað á afleiðingar fréttarinnar.
Hann hættir að vera hlutlaus skrá-
setjari og upplifir sjálfan sig sem
geranda og þátttakanda í fréttinni.
Hins vegar hef ég orðið vitni af
vinnubrögðum blaðamanna sem
líta á sig sem eitthvað annað og
meira en eyra og hendi. Þeir enda á
því að verða sölumenn heirns-
myndar sinnar og glínta látlaust við
að berja raunveruleikann inn í fyr-
irfram ákveðið form.
En þrátt fyrir að ég hafni því að
líta á fjölmiðla sem valdastofnanir
er eitt sem þeir geta lært af slíkum
stofnunum og yfirfært á sjálfa sig.
Það er sú grundvallarregla valdsins
að allir skuli njóta sömu aðstöðu og
valdhafanum sé gert ómögulegt að
mismuna einstaklingunum.
Ef fjölniiðlar fylgja þessari reglu
þá þurfa þeir að láta eitt yfir alla
ganga. Ef þeir nafngreina einn for-
stöðumann fyrirtækis eða stofnun-
ar sem hefur verið vikið frá störf-
um, þurfa þeir að nafngreina aðra
einnig. Ef þeir mynda einn sem
ákærður er fyrir líkamsárás í réttar-
salnum þá þurfa þeir að mynda
aðra einnig. Og ef þeir setja sér ein-
hverjar reglur um þessar nafn- og
myndbirtingar þurfa þær að vera
sanngjarnar.
Morgunblaðið hefur lengi beitt
þeirri reglu varðandi nafnbirtingar
í sakamálum að veita þeim nafn-
leynd sem dæmdir eru í minna en
tveggja ára fangelsi. Þessi regla hef-
ur að sjálfsögðu alla galla þumal-
puttareglna. Ef menn líta á nafn-
birtingu sem jafn alvarlegan verkn-
að og í raun felst í þessari reglu er
erfitt að sjá sanngirni þess að birta
nafn manns sem er dæmdur í 24
mánaða refsivist en ekki þess sem
er dæmdur í 22 mánaða refsivist.
Og enn erfiðara ef 18 mánuðir af
dómi þess fyrrnefnda eru skilorðs-
bundnir en ekkert af dómi þess síð-
arnefnda. Það er sömuleiðis erfitt
að verja regluna þegar haft er í huga
að niðurstöður dómstóla hafa
löngum verið í litlu samhengi við
réttlætisvitund almennings. Þessi
þumalputtaregla er því, eins og aðr-
ar slíkar, fyrst og fremst til að fría
þann sem beitir henni hugsun og
dómgreind.
Ástæðan fyrir því að ég nefndi
val fjölntiðla á því hvenær þeir
mynda sakborninga í réttarsal og
hvenær ekki, er myndbirting DV af
víetnömskum manni sem ákærður
var fyrir hnífsstungu í Lækjargötu.
Það er óvanalegt að DV tjaldi svo
miklu til í jafn ómerkilegu líkams-
árásarntáli (þetta mál var ómerki-
legt ef líkamsárásarmál geta verið
það). Eina hugsanlega skýringin á
viðbúnaði DV er uppruni hins
ákærða. Ef rnenn skoða DV undan-
farin ár er ekki hægt að komast að
annarri niðurstöðu en þeirri að
blaðið hefði látið það ógert að
senda Ijósmyndara í Hæstarétt ef
sakborningurinn hefði verið úr Vík
í Mýrdal en ekki frá Víetnam.
Fyrir áratug eða svo hóf DV
massívan fréttaflutning af drykkju
unglinga í miðbæ Reykjavíkur.
Blaðið er höfundur af hugmynd-
inni um Hlentm sem helvíti. Á
hverjum mánudegi hefur mátt lesa
heimsendakenndar frásagnir af
hegðun unglinga niður í rniðbæ í
DV eins og það væri heilagt mark-
mið blaðsins að hræða almenning
frá því að ganga um ntiðbæinn eftir
myrkur. Að undanförnu hefur mátt
greina ákveðin hlutverkaskipti í
fréttum blaðsins, nýbúar eru að
taka við hlutverki unglinganna sem
vandamál númer eitt.
Eitt skal. yfir alla ganga, sagði ég
áðan, og ef sagt er frá fjármála-
óreiðu eins forstöðumannsins þá á
að segja frá öðrum einnig. Ástæðan
fyrir því að ég nefni þetta er sú, að
þegar við birtum nafn forstöðu-
konu Kvennaathvarfsins í frétt urn
fjármálaóreiðu þar innandyra urðu
viðbrögðin þessleg að sumir hér
innandyra fóru að velta því fýrir sér
hvort þetta hefðu ekki verið mis-
tök. Hvort ekki hefði mátt sleppa
nafninu og myndinni. En ef það
hefði verið gert — vegna óþæginda
sem starfsmenn Mogunpóstsins
urðu fyrir vegna nafnbirtingarinn-
ar — þá má spyrja hvort ekki væri
jafnframt rétt að birta ekki nafn
þess sem stendur fyrir söntu
óreiðu, en á sér enga vini eða
stuðningsmenn sem eru tilbúnir að
verða móðgaðir fyrir hans hönd.
Það væri einfaldlega brot á jarn-
ræðisreglunni að birta nafn hans en
ekki þess sem kemur úr verndaðra
umhverfi.
Þetta síðasttalda tengist öðru
ntáli sem brátt mun gera mig grá-
hærðan af leiðindum. Fyrir nokkr-
um vikurn birtist grein í blaðinu
um styrki til listamanna og var hún
í alla staði svipuð og hliðstæðar
greinar um styrki til annarra hópa.
Eftir sem áður hef ég varla getað
látið sjá mig á opinberum stöðum
síðan þá án þess að hlusta á vand-
lætingarræður þeirra sem teljast
listamegin í lífinu. í raun má ekki
skilja þetta fólk öðruvísi en svo að
tjáningarfrelsið sé góðra gjalda vert
svo framarlega sem þeir sem efast
unt ágæti styrkja til listamanna
haldi kjafti.
Ég minnist á þetta hér vegna þess
að þessi vandlæting er sprottin af
sama grunni og hneykslan þeirra
sem vildu hlífa forstöðukonu
Kvennaathvarfsins við nafni sínu.
Alveg eins og embættismenn í
ganila daga sem báru fína titla ög
skrautlega búninga misstu andlitið
þegar einhverjum datt í hug að vé-
fengja stöðu þeirra, eiga þeir sem
telja sig vera í heilaga liðinu (listir,
mannúðarmál, menning, trúboð)
bágt nteð að þola sömu meðferð og
þeir telja aðra eiga skilið. Þá skortir
einfaldlega þá afslöppun gagnvart
sjálfum sér sem þarf til að skilja að
þeir eru nokkurn veginn eins og
fólk er flest og eiga að fá sömu
meðferð og það.
Gunnar Smári Egilsson
Er tími Jóhönnu
kominn?
Bjarni P. Magn-
ússon, sveitar-
stjóri Reykhóla-
hrepps. „Hann er
löngu kominn.“
Bubbi Morthens
tónlistarmaður.
„Nei.“
Ragnhildur Vig-
fúsdóttir ritstjóri.
„Það fer eftir hverj-
ir fara með henni
og hvað hún hefur
til málanna að
leggja."
Júlíus Sólnes
verkfræðingur.
„Já. Þetta er skyn-
samleg tímasetn-
ing. Hún greip
tækifærið þegar
það gafst.“
Ragnheiður Dav-
íðsdóttir upplýs-
ingafulitrúi. „Já,
hann er fyrir löngu
kominn.“
Hannes Hólm-
steinn Gissurar-
son stjórnmála-
fræðingur. „Til
þess að stjórn-
málamaður sé vel
heppnaður þarf
hann í senn að
hafa fylgi og standa sig vel. Sumir
standa sig vel en hafa ekki fylgi, til
dæmis Jón Baldvin og Ólafur Ragnar.
Aðrir hafa fylgi en standa sig ekki vel
og í þeim hópi er Jóhanna. I þriðja
hópnum eru þeir sem standa sig vel
og hafa líka fylgi. Þar kem ég auga á
Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sól-
rúnu.“
Nína Björk Árna-
dóttir skáld. „Ég
veit ekki hvað hún
ætlar að gera en
vona það besta.“
En er tími Jóns
Baldvins liðinn?
Bjarni P. Magn-
ússon „Já, hann
er löngu liðinn. Jón
Baldvin ætti að
standa upp fyrir
Jóhönnu og bjóða
henni að taka við
flokknum."
Bubbi Morthens
„Já.“
Ragnhildur Vig-
fúsdóttir „Já,
hans tími er löngu
liðinn og það vita
allir nema hann
sjálfur."
Júlíus Sólnes
„Margt bendir til
þess. Jón Baldvin
sagði sjálfur að ef
kallinn í brúnni
hætti að fiska, þá
ætti hann að víkja.
Það verður nú
samt að gefa honum færi á að Ijúka
kosningabaráttunni og kosningunum
áður en endanleg afstaða er tekin."
Ragnheiður Dav-
íðsdóttir. „Það
ætla ég rétt að
vona, og þó fyrr
hefði verið."
Hannes Hólm-
steinn Gissurar-
son „Um Jón
Baldvin má hafa
það sem segir í
Grettissögu:
Slyngt yrði þér um
margt, frændi, ef
ekki fylgdu með slysin."
Nína Björk Árna-
dóttir „Mér finnst
Alþýðuflokkurinn
ekki vera Alþýðu-
flokkur lengur.“