Helgarpósturinn - 28.11.1994, Síða 11

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Síða 11
'1- MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Halldór Ásgrímsson og Jóhanna Sigurðardóttir ætla að kynna sér baráttu Sævars Marinós Ciesielskis fyrir því að verða hreinsaður af dómi vegna Geirfinns- og Guðmundarmálanna. Vilja gefa honum tækifæri til að ávarpa flokksmenn sína Jóhanna og Halldór sýna baráttu Sævars Ciesielskis áhuga Ólafur Ragnar Grímsson um stofnfund Þjóðvaka I gær stóð til að Sævar Marinó Ciesielski ávarpaði flokksþing Framsóknarflokksins, sem haldið var á Hótel Sögu um helgina. Hafði hann fengið vilyrði af hálfu flokks- ins um að fá að kynna baráttu sína fyrir því að fá æru sína hreinsaða vegna Geirfinns- og Guðmundar- málanna. Af óviðráðanlegum or- sökum gat ekki orðið af þessu. Sæv- ar ræddi hins vegar stuttlega við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, í gær. „Ég fékk mjög jákvæðar undir- tektir hjá Halldóri," segir Sævar. „Hann vill ræða þetta mál við mig fljótlega. Ég talaði einnig við flesta þingmenn flokksins um helgina og þetta fólk hvatti mig til að halda áfram minni baráttu. Það sem kom mér mest á óvart var að fá að vita að þetta mál hefur verið rætt sérstak- lega í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Ég veit því að það er mikill vilji innan flokksins að skoða rann- sóknina og dóminn yfir okkur upp á nýtt, enda var þetta mál notað gegn flokknum á sínum tíma og hann bendlaður við ákveðna þætti þess.“ Sævar segir að hann hafi ætlað að ræða um erfiðleika einstaklingsins við það að ná fram rétti sínum í samfélaginu við Framsóknarmenn. „Mér finnst alvarlegast hvað það Jóhanna Sigurðardóttir hefur gefið Sævari vilyrði um að hann fái að kynna mál sitt á vettvangi Þjóðvaka. „Það er mér mikill léttir að stjórnmálaforingjarnir vilji hlusta á mig eftir alla þá baráttu sem ég hef staðið í til að fá æru mína hreinsaða," segir Sævar. mig og enn hef ég ekki fengið kröf- ur mínar uppfylltar. Svo virðist sem einstaklingurinn komi engu fram nema hafa þrýstihópa á bak við sig og borga lögfræðingum háar fjár- Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi stuttlega við Sævar í gær og í hyggju er að þeir hittist fljótlega til að ræða málin betur. „Ég fékk mjög jákvæðar undirtektir hjá Halldóri," segir Sævar. tekur langan tíma fyrir fólk þegar það vill fá yfirvöld til að skoða hvort brotið hafí verið á rétti þess. Það hefur tekið mig næstum tutt- ugu ár að fá einhvern til að hlusta á „Fólk sem hefúr flosnað upp úr sljómmálum“ „Það sem mér fannst athyglisvert við þennan fund var að í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur var hvergi að finna neinn boðskap um sam- fylkingu félagshyggjufólks og jafn- aðarsinna. Það fannst mér sanna að það hefur skort raunverulegan áhuga og heilindi af hennar hálfu. Það væri nú gaman að vera fluga á vegg þegar þeir menn sem maður sá á fundinum fara að mynda stefn- una, til dæmis Páll Halldórsson og Ágúst Einarsson eða Bjarni Guðnason. Mér fannst þetta satt að segja vera ærið mikið fólk sem með ein- hverjum hætti hefur flosnað upp af starfsvettvangi stjórnmálanna. Ég er ekki að segja það í neikvæðum tón en mér sýndist það vera þannig. Ég varð fýrir vonbrigð- um með að það kom ekkert fram af nýjum hugmyndum sem hægt væri að segja að sættu tíðindum." Óttast þú ekki framboð Jó- hönnu? „Nei, ég geri það ekki. En mér finnst miður að hennar framboð virðist hafa orðið til þess að sundra mjög vinstri kantinum í Ólafur Ragnar Grímsson „Það væri íslenskri pólitík og gefa Sjálfstæð- nú gaman að vera fluga á vegg þegar isflokknum hér oddastöðu sem Páli Halldórsson, Ágúst Einarsson og hann ekki hafði áður.“ Bjarni Guðnason fara að mynda pj stefnuna." hæðir. Ég hef aldrei leitað til stjórn- málamanna áður eða kvabbað í háttsettum mönnum þótt ég hafi haft ástæðu til þess. Og þótt ég sé að kynna mál mitt fyrir leiðtogum stjórnmálaflokk- anna er ég ekki að fara fram á sér- staka fyrirgreiðslu frá þeim heldur er ég að vonast til þess að vekja at- hygli á málinu. Baráttuna fyrir því að fá málið endurupptekið fyrir Hæstarétti ætla ég að vinna sjálfur. Greinargerðin sem ég skilaði í síð- ustu viku er skotheld að mínu mati þannig að ég er bjartsýnn á að það takist.“ Fleiri áhrifamiklir stjórnmála- menn hafa sýnt baráttu Sævars áhuga því hann hefur rætt við Jó- hönnu Sigurðardóttur. „Hún ætl- ar að gefa mér tækifæri til að kynna mín sjónarmið á vettvangi hinnar nýju stjórnmálahreyfmgar, Þjóð- vaka.“ Sævar ætlar ekki að láta þar stað- ar numið því hann hyggst reyna að fá viðtal við Davíð Oddsson, Jón Baldvin og fleiri stjórnmálaleið- toga. „Það er mér mikill léttir að stjórnmálaforingjarnir vilji hlusta á mig eftir alia þá baráttu sem ég hef staðið í til að fá æru mína hreins- aða.“ -SG Kæra Lindu komin til saksóknara Kæra Lindu Pétursdóttur á hendur lögreglumönnum þeim, sem hún segir hafa beitt sig harð- ræði fyrir tveimur vikum, er nú komin í hendur ríkissaksóknara. Rannsóknarlögreglan hefur því lokið rannsókn sinni á þessum hluta Lindumálsins svokallaða, en rannsókn stendur enn yfir vegna kæru lögreglumannanna á hendur Lindu. „Eg fagna því að rannsókninni er lokið,“ sagði Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, í samtali við blaðið. Gísli kvaðst ekkert vita enn um niðurstöður rannsóknarlögreglunnar. „Mað- ur verður bara að bíða og sjá hvað setur. En ég er feginn að þetta er komið til ríkissaksóknara og ég veit að málið fær faglega meðferð þar.“ ■ I návíqi Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Eiga óánœgju og skipbrot í öðrum flokkum sameiginlegt I gær kynnti Jóhanna Sigurðar- dóttir framboð stjórnmálahreyfing- ar sinnar, Þjóðvakans, við alþingis- kosningarnar í apríl. Fylgi hennar mælist miklu meira í skoðanakönn- unum en fylgi Alþýðuflokksins sem er í sögulegu lágmarki. Jón Baldvin Hannibalsson þarf því að leiða flokk sinn í kosningabaráttunni við þær aðstæður að hann er rúinn trausti kjósenda. Hvernig skýrir þú hrikalega stöðu Alþýðuflokksins í skoðana- könnunum undanfarið? „Það er nú einkum tvennt sem hefur orðið til þess að veikja Al- þýðuflokkinn á undanförnum mán- uðum og vikum. Hið fyrra er brott- hvarf fyrrverandi varaformanns og ráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hið síðara er allur málabúnaðurinn sem kenndur hefur verið við Guð- mund Árna Stefánsson. Þetta tvennt hefur verið uppistaðan í allri um- fjöllun um Alþýðuflokkinn á und- anförnum mánuðum, allt frá því fyrir flokksþing, og öll hefur sú um- fjöllun verð fremur neikvæð. Þannig að þetta eru nú áreiðanlega megin- skýringarnar. Ekki geta skýringarnar verð þær að þetta endurspegli óánægju með stefhu Alþýðuflokksins, sérstaldega í ljósi þess að nú, þegar við sjáum fyrst forsmekk að þeirri stefhu sem Jóhanna Sigurðardóttir boðar, þá er hún í stærstu málum nánast tekin að láni frá Alþýðuflokknum þannig að það framkallar nú ekki mikinn ágreining. Þá á ég vð stór mál eins og jöfnun atkvæðisréttar þar sem stefn- an er sú hin sama. Að því er varðar afstöðu til Evrópusamhandsins, þar sem stefnan er í stórum dráttum sú hin sama og var mörkuð á seinasta flokksþingi Alþýðuflokksins, og ýmsar tillögur um tekjujöfnun inn- an skattakerfisins, sem eru tillöur sem Alþýðuflokkurinn hefur á dag- skrá og er að vinna í. Þannig að það er eitthvað annað en stefnan, enda kemur á daginn í skoðanakönnunum til dæmis að verulegur hópur landsmanna er sammála Alþýðuflokknum í stór- málinu um að við eigum að leggja fram umsókn og Iáta reyna á samn- inga að því er varðar Evrópusam- bandið. Svo ég held að það sé fyrst og ffemst þessi tvö mál.“ Þungavigtarfólk, eins og Ágúst Einarsson, yfirgefur flolddnn og þó telst hann til hægri kratanna sem þú sækir fylgi þitt til. „Það er ágætt dæmi um umfjöll- un þegar menn segja að Ágúst Ein- arsson hafi verið þungavigtarmaður í Alþýðuflokknum. Ágúst hefur þrisvar sinnum sagt skilið við AI- þýðuflokkinn. Hann sagði fyrst af sér og hætti störfum sem gjaldkeri flokksins vegna ágreinings við Kjart- an Jóhannsson. Eftir prófkjör í að- draganda kosninganna 1983 sóttist hann eftir þriðja sæti og atti kappi við Bjama Guðnason, sem nú er orðinn samferða honum til Jó- hönnu. Hann tapaði með naumum mun fýrir íþróttafélaginu Víkingi, eins og hann sagði sjálfur, og hvarf á braut. Hann kom ekki aftur inn í AI- þýðuflokkinn fýrr en Jón Sigurðsson leitaði til hans til þess að gera hann að formanni bankaráðs Seðlabank- ans. Og svo er hann nú að segja sig úr flokknum, í þriðja sinn. Af því að menn tala um þungavigt þá er þetta ekki mikil þungavigt metið á mæli- kvarða Alþýðuflokksins.“ Þannig að þú sérð ekki eftir Ág- ústi? „Ég var ekki að segja það, heldur að útskýra að þetta er í þriðja sinn sem hann rýkur á dyr. Það er ákveð- „Menn eru að koma saman vegna þess að þeim hefur ekki vegn- að vel í öðrum stjórn- málahreyfingum. “ ið hegðunarmynstur. Þú sagðir sjálf- ur að hann væri hægrikrati sem gæri þýtt það að hann ætti kannski sitt- hvað ekki sameiginlegt með þeim sem þarna eru samankomnir, eins og til dæmis hörðustu andstæðing- um kvóta. Ágúst er viðurkenndur sem einhver harðasti talsmaður óbreytts kvótakerfis. Þannig að ef miða má við reynsluna úr fortíðinni er kannski ekki við því að búast að hann staldri lengi við þarna heldur.“ Er ekki málið að tími Jóhönnu er kominn og þinn liðinn? „Sá sem spyr svona á grundvelli skoðanakannana hefði gott af því að líta á skoðanakannanir fýrr. Þannig að ég myndi nú ráðleggja þér að álykta ekki allt of mikið af þessum skoðanakönnunum.“ Þú ert sem sagt að spá þvi að Þjóðvakinn eigi sér eldd langa líf- daga framundan? „Sá sem þekkir eitthvað til ís- lenskra stjórnmála og þekkir reynsl- una af svipuðum samtökum sér menn hlaupa saman úr öllum áttum þar sem í forystuliðinu er fýrst og fremst fólk sem á eitt sameiginlegt, það er óánægju með framgang sinn í öðrum flokkum eða sameiginlegt skipbrot. Menn sem eru harðir tals- menn kvótakerfis og menn sem eru í algjörum uppreisnarham gegn því. Menn sem eru leifarnar af Þjóðar- flokknum en eiga að standa að kröfu um jöfnun á atkvæðisrétti sem fyrst og fremst skírskotar til þéttbýlisbúa. Þeir sem eru eindregnir og einarðir talsmenn inngöngu í Evrópusam- bandið, eins og til dæmis Sigurður Pétursson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, og svo fjöl- margir sem mega ekki heyra það nefnt. Þetta eru staðreyndir um það að þarna eru menn ekki að samein- ast á grundvelli málefna. Menn eru að koma saman vegna þess að þeim hefur ekki vegnað vel í öðrum stjómmálahreyfingum. Þessi grund- völlur er ótraustur, hann er ekki til ffamtíðar. Þannig að niðurstaðan er að mínu mati sú hin sama og með önnur slík pólitísk skyndikynni. Þetta gýs upp í skoðanakönnunum og nærist nú á umtalsverðri þjóðfé- lagslegri óánægju, sem er pólitísk staðreynd á Islandi eftir margra ára erfiðleikatímabil. En límið sem á halda þesu saman, sem eru hug- myndir, stefnumál og lífsviðhorf, er ekki fýrir hendi.“ Kemur til greina að þú víkir og nýr formaður verði kosinn á auka- flokksþinginu eftir áramót ef staða flokksins sýnist þá ekkert betri en hún er núna? „Það kemur bara í ljós.“ -SG

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.