Helgarpósturinn - 12.01.1995, Síða 2

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Síða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRETTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 I þessu blaði 4 Enn átök vegna pistlahöfunda RÚV Hrafn Jökuls klagaður Kvennalistinn í Reykjavík Elínu bolað burt 6 Kvikmyndasjóður íslands Hinir útvöldu 7 Frambosmál Jóhönnu skýrast Treystir á konumar 8 fslenski lakkrísdraumurinn Breytistí jámbrautarstöð 10 Jói Begg Afrekalistinn 12 Jóhanna Sig. í þungavigt Nýleið í kjaramálum 14 Konur og menn og öfugt Einkvæni og mðkvæni 16 Þörfin eftir glasafrjóvgunum eykst Biðiistar eftir bömum 18 Ingólfur Margeirsson Ræðir við Sigurð Valgeirsson 20 Líkamsræktin Kúlurassamir eru „inn“ 22 Barnaverndarmál Hverá bömin? 27 Hvað viliabreskir karlar með Björk? 28 Súsanna Svavarsdóttir Afhveiju hættir hún? 29 Björn Leifsson Færirenn út kvíamar Bjarni Dagur Jónsson Þáttur hans kom ekki vel út í hlustendakönnun. Rannveig Guðmundsdóttir Kerfisbreyting í atvinnuleysisbótakerfinu slær á spillinguna. Fórnarlamb umferðarslyss Hitnar undir Bjarna Degi Talsverður óróleiki er á Bylgjunni enda staðfesti síðasta könnun Félags- vísindastofnunar hnignandi hlustun. Þáttur Bjarna Dags kom ekki vel út og sögusagnir herma að það sé farið að hitna verulega undir þessum ann- ars geðþekka og reynda útvarps- nranni. Yfirstjórn Bylgjunnar mun nú vera að leita allra leiða til að toga hlustun upp og hugmyndir eru uppi um að bæta við útvarpsrásum í þeim tilgangi að ná til fleiri þjóðfélags- hópa, til dæmis með því að fara í samkeppni við X-ið sem hefur geng- ið mjög vel sé litið til hlustenda um og undir tvítugu. Saksóknari á kafi Ragnar H. Hall, hæstaréttarlög- maður, mun fljótlega kalla Sævar M. Ciesielski til sín vegna Geir- finns- og Guðmundarmálanna. Ragnar var, sem kunnugt er, skipað- ur saksóknari til að fjalla urn þá kröfu Sævars að þessi umtöluðustu sakamál aldarinnar verði endurupp- tekin í Hæstarétti. Ragnar er ekki far- inn að sjá fyrir endann á því hvenær hann lýkur vinnu sinni og sendir gögn málsins til réttarins ásamt til- lögu um hvað beri að gera. Ástæðan er ekki síst sú að málsgögnin eru tal- in í tugþúsundum síðna sem hann þarf að pæla sig í gegnurn, auk nýrra gagna. Og það meðfram öðrum störfum sem málflutningsmaður. Alli Rúts gjaldþrota í annað smn en býr enn í einbýiishúsmu Undir lok síðasta árs lauk gjald- þrotaskiptum í búi bílasalans fýrr- verandi, Albert Rútssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Alli Rúts. Skiptunum lauk án þess að króna fengist upp í kröfúr en þær voru ríflega 20 milljónir króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alli er tek- inn til gjaldþrotaskipta, hann fór líka í þrot 1989. Það hefur vakið nokkra athygli að þrátt fyrir að hafa farið tvisvar á hausinn býr Albert ákaflega vel í stóru einbýlishúsi í Mosfells-' sveit. Húsið ásarnt bílskúr og veglegu geymsluhúsi er samkvæmt bruna- bótamati 21,5 milljóna króna virði en er hvorki skráð á Alla sjálfan né konu hans. Annars er það helst að frétta af Alla að hann hefur síðari ár snúið sér að viðskiptum með þarfasta þjón mannsins og þykir hann búa sérdeil- is vel að reynslu sinni úr bílasölunni í hrossakaupunum. Fékk afhent nafnspjald lögmanns hjá lögreglunni Síðastliðið haust afhenti lög- Gylfi Thorlacius vill ekki reglumaður í rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík manni, sem hafði lenti í umferðarslysi, nafn- spjald Gylfa Thorlaciusar lög- manns að lokinni skýrslutöku með þeirri ábendingu að fórnarlömb slysa þyrftu að ráða sér lögmann til að fara með skaðabótakröfu á hendur viðkomandi tryggingarfé- lagi. Þetta hlýtur að teljast vafa- samt athæfi, sérstaklega í ljósi þess að Gylfi er lögmaður Landsam- bands lögreglumanna. Gylfi Jónsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, kannast aðspurður alls ekki við að rnenn hans dreifi nafnspjöldum frá Gylfa Thorlacius. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta,“ segir hann. Þegar Gylfi er spurður hvort það geti verið að lögmenn séu farnir að láta nafnspjöld sín liggja frammi á rannsóknardeildinni, hlær hann við og segist ekki vita til þess. „Það er allt í lagi að taka við nafnspjaldi, við viljum ekki móðga neinn, en við nýtum það ekkert. Við erum alveg hlutlausir í þessurn efnum,“ fullyrðir Gylfi. fremur en nafni hans kannast við að nafnspjöld frá honum liggi frammi á rannsóknar- deild lögreglunnar. „Það er af og frá. Ég er ekki einu sinni með nafnspjald,1' segir Gylfi og bætir því við að hann hafi aldrei haft nafnspjöld. Gylfi segir að það sé ekki til í dæminu að einhver hagsmunatengsl geti hafa valdið því að lögreglu- maðurinn mælti með honum. Og aðspurður hvort hann hafi orðið var við að fórnarlömb slysa hafi leitað til hans samkvæmt ráðleggingum lögreglumanna svarar hann: „Það er algjör fjarstæða og hefur ekki einu sinni hvarflað að mér. Það er hins vegar ekkert launung- armál að lögmannsstofa mín hefur feiknalega mikið af slysamálum til meðferðar en það er heldur ekkert skrítið þar sem við auglýsum með- al annars í símaskránni að við tök- um slík mál að okkur.“ Marteinn Másson, fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags ís- lands, var spurður álits á þessu rnáli. „Það er ekki hægt svara neinu um þetta einstaka dæmi beint enda veit maður ekki öll málsatvik. En ef þetta er rætt almennt er það ekki eðlilegt, að mínu nrati, að op- inberir embættismenn í starfi sem þessu gefi upp nöfn á einhverjum einstökum lögmanni.“ -JK Þórarinn V. Þórarinsson Honum er eignuð nafngiftin „Flóabandalagið". Alli Rúts Aftur í risavöxnu gjaldþroti. Sævar Ciesielski Þraelar Ragnari Hall út við lestur málskjala í Guðmundarmálinu. Friðrik Rafnsson Þýðir enn eina söguna eftir Kundera. Ólafur G. Einarsson Skaupið jók óvinsældir hans gífurlega. Þórarinn V. slær í gegn í áróðursstríðinu Margir hafa orðið til þess að taka upp nafngiftina „Flóabandalagið" gagnvart fúlltrúum þeirra verkalýðs- félaga sem sameinast hafa um kröfu- gerð; það er að segja Dagsbrún, Hiíf og Sjómanna- og Verkalýðsfélags Keflavíkur. Þessi nafngift hefur verið tekin upp af flestum fjölmiðlum án frekari skýringa. Heiðurinn af henni mun hins vegar Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSl, eiga og þykir sumum lykta af snjöllu áróðursbragði þarna. Spilling í atvinnuleys- isbótanefndum Eins og komið hefur fram hyggst Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra gera kerfisbreytingu á útgreiðslu atvinnuleysibóta og fækka nefndum til að spara fjár- muni. Núna heyrast hins vegar sög- ur af því að nefndarkerfið hefi verið misnotað af nefndarmönnum en komið hefur fram að sumir þeirra sátu í mörgum nefndum. Gerðu menn það gjarnan að opna og loka fundum með skömmu millibili og ná þannig mörgum fundurn á sama degi. Kom það fyrir að mál vegna eins atvinnulauss rnanns var tekið fyrir á einum fundi og kostaði fund- urinn eins og vanalega 6000 krónur. Afrit af fundargerðarbók var síðan sent í Tryggingastofnun sem reikn- aði hverjum nefndarmanni 1200 krónur fyrir hvern fund. Þóknunin var síðan send til þeirra í desember og hefur verið um ríflega jólabónus að ræða hjá mörgum þar sem þessi hópur skipti á milli sín 13 milljónum á ári. Skaupið fimmfaldaði óvinsældir Olafs G. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaupið hennar Guðnýjar Halldórsdóttur. Þótti mörgum Alþýðubandalagskonan ganga hart að þeim Ólafi G. Einarssyni og Árna Sigfússyni. Ljóst virðist að sendingarnar hafi kornist til skila því óvinsældir Ólafs Garðars fimmföld- uðust á einum mánuði samkvæmt skoðanakönnun DV. Þegar spurt var um óvinsælustu stjórnmála- mennina um mánaðamótin nóv- ember/desember kom í ljós að að- eins 1,1 prósent af þeim sem afstöðu tóku nefndu Ólaf Garðar. Eftir ska- upið eða í byrjun janúar var gerð ná- kvæmlega eins könnun. Þá höfðu óvinsældir hans fimmfaldast og mældust skyndilega 5,4 prósent í ná- kvæmlega eins framkvæmdri könn- un. Nýr Kundera fyrstur á íslensku Á allra næstu dögum kemur út, samtímis í Frakklandi og á íslandi, nýjasta skáldsaga Milan Kundera. Það er að sjálfsögðu einkavinur Kundera, Friðrik Rafnsson ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sem þýðir bókina sem ber titilinn Með hægð. Bókin kemur út í Syrtluröð- inni en þess má geta að þetta er fyrsta skáldsaga Kundera sem hann skrifar á frönsku. Ekki er búið að semja um útgáfu í hinum ensku- mælandi heimi en hún kemur út á Spáni í febrúar og á Ítalíu í mars. ís- land virðist því loks vera komið á menningarkortið. Veistu að éa trúi því bara ekki upp á hann Halldór að hann hafi flutt heim til bróður síns bara til þess að fá meiri pening í íaunaumslagið. Ég trúi þessu ekki heldur. Ef þetta væri hægt væri Guðmundur Arni löngu fluttur heim til Gunnlaugs bróður síns í Heydölum. Létt vigt ísland, já takk - Björgvin, nei takk Ég veit ekki lengur hversu snið- legukind er þó eftir meo maðkað þjóðkirkjan ekki að styðja íslensk- orgelkaup ekki um þjóðerni heldur karakter. Þannig væri mál að orgel hefðu þá náttúru að þau hljómuðu ugt þessa Island, já takk- herferð er. Ég sé ekki betur en hún geri þeim helst greiða sem búa til vonda vöru og dýra. Þegar Islendingar fengu kost á að kaupa aðrar vöru fúlsuðu þeir við þessum og hættu að kaupa. Þeir höfðu reyndar fuss- að áður og sveiað en látið sig hafa það að kaupa þær samt í stað þess að svelta í hel, kafna í skít, drepast úr þorsta eða láta frjósa undan sér. Hvað urn það. Eftir að já takkið hafði tröllriðið öllu í þrjú misseri sé ég ekki betur en eitthvert baks- lag sé komið í seglin. Þeir íslenskir iðnrekendur sem einhver dugur er í eru farnir að reyna að selja vör- urnar sínar vegna þess að þær séu góðar og hagstæðar. Einstaka eftir- mjöl í pokahorninu og vill neyða það ofan í landann af þjóðernis- ástæðum. 1 síðustu viku var helsti Island, já takk-maðurinn, Björgvin nokkur pípuorgelsmaður. Hann segir Þjóðkirkjuna sjálfa hafa hafnað sér og skal engan undra að honum hafi þótt nokkuð um. Það er sök sér að vera hafnað af kærustunni eða vinnuveitandanum, en að vera hafnað af fulltrúum guðs almátt- ugs er alvarlegt. Þjóðkirkjumenn hafa verið að kaupa sér nokkur orgel að undanförnu og gera það aðallega í Þýskalandi. Björgvin seg- ir að þegar þeir leiti tilboða gæti þeir sín sérstaklega á að skilja hann útundan. Og hann spyr: Á íslenska an iðnað eins og aðrir? Og hann fór á fund biskups og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar til að knýja þá urn svör. Sjónvarpið flutti fréttir af þessu. Undir fréttinni mátti sjá Björgvin ganga á biskupsfund. Ólafur var reffilegur eins og alltaf. Björgvin reyndist hins vegar hálfgerður Kristjaníu- hippi, í einhvers konar mussu og með hárið í tagli sem náði niður á rass. Ekki beint eins og reglulegur kirkjugestur. Haukur Gunnarsson er söng- málastjóri þjóðkirkjunnar. I frétta- tímanum var hann spurður hvað hann hefði á móti íslenskum iðn- aði. Hann sagðist ekkert hafa á móti honum. Hins vegar snerust alltaf eins og orgelsmiðurinn. Smiðurinn smitaði pípurnar á ein- hvern hátt með karakter sínum. Og þegar menn keyptu orgel þá væru þeir að velja karakter orgelsmiðsins en ekki þjóðerni hans. Meðan hann útskýrði þetta sá maður Kristjaníu-hippann fyrir sér og skildi að jafn prúður maður og Haukur vildi ekki að karakter hans fyllti kirkjur landsins. Haukur kýs frekar látlausari og vinnusamari þýska karaktera. Haukur sagði í raun við Björg- vin: ísland, jújú takk Björgvin, nei takk. Laili Jones

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.