Helgarpósturinn - 12.01.1995, Síða 4

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Síða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Bréf til blaðdns Góðar stundirí sumarbú- staðnum SigurðurÁ Friðþjófsson skrifar Kvefþest er landlægur andskoti á þessum árstíma og þykir mér leitt að eitt af næmari netjum blaðamanna- stéttarinnar skyldi stíflast jafn kyrfi- lega og raun bar vitni í Morgunpóst- inum mánudaginn 9. janúar. Gunn- ari Srnára Egilssyni, ritstjóra blapsins, varð heldur betur á í messunni í leið- araskrifúm þegar hann agnúast út í orlofshúsabyggðir verkalýðsfélaganna samtímis og hann gagnrýnir það fyr- irkomulag sem er á útgreiðslu at- vinnuleysisbóta. Hér er um tvö gjörólík mál að ræða og á ég ákaflega bágt með að skilja hvernig hægt er að tengja þetta tvennt saman. Endurskoðun á því fyrir- komulagi sem haft er á greiðslu at- vinnuleysisbóta á fullan rétt á sér, enda á það rætur að rekja til þess tíma sem atvinnuleysi var nánast óþekkt hér á landi. Slík endurskoðun kallar þó á málefnalegri umræðu en boðið er upp á í leiðaranum þar sem verka- lýðshreyfingin er þjófkennd án rök- stuðnings. Orlofshúsabyggðir samtaka launa- fólks eru hins vega allt önnur og miklu ánægjulegri Ella, sem gert hafa efnalitlu launafólki kleift að njóta ís- lenskrar náttúru án þess að þurfa að hírast í skjóllitlum tjöldum í roki og rigningu. í leiðaranum talar Gunnar Smári um að fólk sem hafi átt í mesta basli með að láta enda ná saman í heimilis- rekstrinum þurfi að greiða „góðar fjárhæðir í orlofshúsasjóð og annað sem vart er annað hægt að líta á sem munað í kreppunni.'1 Gunnari Smára til upplýsingar má benda á að í flest- urn tilfeflum greiðir atvinnurekand- inn samkvæmt samningum ákveðið hlutfall af launum í orlofssjóð en launamaður ekkert. Segja má sem svo að ef atvinnurekandinn greiddi ekki þetta í sjóðinn gæti hann greitt það beint í umslag launagreiðandans. Þar sem yfirleitt er um 0,25% af launum að ræða eru þetta um 250 krónur á mánuði til 100 þúsund króna manns- ins og 125 krónur til 50 þúsund króna mannsins. Síðan á skatturinn eftir að kroppa í þessar krónur. Þetta eru vissulega „góðar fjárhæðir" því fáar krónur nýtast launamanninum jafn vel og þessar. Þótt skórinn hafi oft kreppt hef ég aldrei séð eftir krónu sem farið hefur í að byggja upp þessa starfsemi hjá mínu stéttarfélagi. í sumarbústöðum félagsins hef ég átt margar góðar stundir með fjölskyldu minni og veit að svo er um marga aðra sem ekki hafa haft ráð á að reisa sína eigin sumarhöll. Gildir það sama um félaga í ASÍ, sem veita sér þann „munað“ í kreppunni að fá viku í Ölfúsborgum, eða BSRB-félaga sem hópast á hverju surnri í Munaðarnes þrátt fyrir að krónunum í launaumslaginu fækki stöðugt. Það er enginn munaður að veita sér vikufrí á sumri fjarri skarkala hversdagsins og gluggapósti. Það er hverjum einstaklingi lífsnauðsynlegt því maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Með uppbyggingu orlofsbúða hefur launafólki tekist að skapa sér sælureiti víða um land, sem það hefur getað nýtt fyrir fjárhæðir sem eru langt undir því sem gengur og gerist á almennum markaði. Það kernur á óvart að jafn þefvís maður og Gunnar Smári er, skuli ekki finna eitthvað bitastæðara þegar hann ætlar að koma höggi á samtök launa- fólks. Bestu menn geta hins vegar kvefast. I von um skjótan bata. Sigurður Á. Friðþjófsson blaðamaður og starfsmaður BSRB Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, flutti fýrsta pistil sinn í þættinum í vikulokin á Rás 1 á laugardaginn. Málflutningur hans hefur vakið mikla reiði innan Kvennalistans og Kristín Ástgeirsdóttir hefur sent Heimi Steinssyni, Otvarpstjóra, kvörtunarbréf vegna ummæla ritstjórans um Kvennalistann og hana sjálfa persónulega sem hún kallar svívirðingar Telur Hrafh sérvi ðfjölda- morðingja Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, hóf störf sem reglu- legur pistlahöfundur hjá Ríkisút- varpinu, Rás 1, síðastliðinn laugar- dag í þættinum í vikulokin í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar. Hrafn byrjaði sinn feril sem pistla- höfundur hjá stofnuninni á sama hátt og bróðir hans, lllugi Jökuls- son, endaði sinn feril sem slíkur í haust með því að vekja upp reiði stjórnmálamanna sem þóttu þeir sitja undir persónulegum svívirð- ingum. Hrafn gerði Kvennalistann að umtalsefni, nánar tiltekið fram- boðsmál hans í Reykjavík og Reykjanesi. Svo ræddi hann sér- staklega um stöðu Kristínar Ást- geirsdóttur og frammistöðu hennar í forystuhlutverki innan listans. Kristínu þótti Hrafn hafa vegið að sér og Kvennalistanum með ósæmilegum hætti og mikil reiði er innan Kvennalistans vegna ýmissa ummæla ritstjórans og Kristín sá Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans hefur ýmislegt við málflutning Hrafns að athuga. „Ég er voða lítið fyrir að það sé verið að reka menn fyrir það að segja skoðanir sínar. En Hrafn fór langt út fyrir það að segja sínar skoðanir." ástæðu til að senda Heimi Steins- syni, Útvarpsstjóra, kvörtunarbréf. Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfskona Kvennalistans og vara- maður í útvarpsráði, sagði í gær að ekki hefði verið ákveðið hvort þetta mál verði tekið upp á fundi ráðsins á föstudaginn en „það gæti gerst“. Mikil reiði innan Kvennalistans „Já, ég skrifaði bréf til Útvarps- stjóra þar sem ég hvatti hann til þess að kynna sér þennan pistil. Mér fannst pistlahöfundurinn ganga allt of langt og fara með lygar og staðlausa stafi,“ sagði Kristín þegar leitað var álits hennar á þessu máli í gærkvöld. Hvað fór helst fyrir brjóstið á þér? „I fyrsta lagi að hann skyldi segja að ég hafi verið gallvaskur maóisti í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar maður hugsar til þess hvernig maóistar hegðuðu sér, þá var þar um að ræða fjöldamorðingja, ein- ræðisherra og karlrembusvín — menn sem svifust einskis við að út- rýma menningarverðmætum. Ég vil ekki láta bendla mig við svona lagað. Hver er tilgangurinn með því að gefa manni svona heiti sem eiga ekki við nein rök að styðjast? Aðalmálið er þó lýsing hans á því hvernig staðið er að uppröðun á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík. Hann segir að ég ráði lögum og lofum í þessari frímúr- arareglu, eins og hann kallar Kvennalistann, sem er fjarri sanni. Öll hans iýsing á því hvernig þetta hefur gengið fyrir sig er út í hött.“ Voru það sneiðar sem sneru persónulega að þér sem þú ert ósáttust við, eða það sem hann hafði að segja um Kvennalistann? „Bæði sú mynd sem hann dró upp af mér og eins lýsing hans á Kvennalistanum." Óskaðir þú eftir einhverjum að- gerðum af hálfu Útvarpsstjóra? „Nei, nei. Ég er voða lítið fyrir að það sé verið að reka menn fyrir það að segja skoðanir sínar. En Hrafn fór langt út fyrir það að segja sínar skoðanir. Hann var að lýsa þarna ferli og sú lýsing á ekki við nein rök að styðjast.“ Hvað um málfrelsi pólitískra dálkahöfunda, var Hrafn ekki bara að lýsa hlutunum eins og þeir koma honum fyrir sjónir? „Nei, því hans lýsing var röng.“ Nú varði Kvennalistinn Illuga, bróður Hrafns, þegar hann var rekinn sem pistlahöfundur frá Rás 2 í haust og þið, þingmenn hans, fluttuð fagrar ræður á Alþingi um málfrelsið? „Hrafn hefur auðvitað málfrelsi en því eru takmörk sett. Það er lág- mark að menn fari rétt með og séu ekki að ausa svívirðingum yftr aðra.“ Hver viltu að verði niðurstaðan af athugasemdum þínum? „Mér finnst að það eigi að gera athugasemdir við að Hrafn fari með rangt mál og geri fólki upp skoðanir." Finnst þér ástæða til þess að þetta mál verði tekið upp í út- varpsráði? „Já, mér finnst það nú en ég hef ekki farið þess á leit. Það er mikil reiði innan Kvennalistans út af þessu.“ Stendur við allt sem hann sagði í pistlinum „Það hlægir mig að Kristín Ást- geirsdóttir skuli nú leita skjóls und- ir hempufaldi Heimis Steinssonar, ekki síst í ljósi þess hvert viðhorf Kvennalistans til yfirmanna út- varpsins er en það kom glöggt í ljós í nýlegum umræðum á Alþingi ís- lendinga,“ sagði Hrafn þegar um- mæli Kristínar voru borin undir hann. „Þar á ég við frægar umræð- ur um brottrekstur pistlahöfunda í haust. Þá gengu Kvennalistakonur fram af aðdáunarverðu kappi í því að verja rétt manna til þess að hafa skoðanir í útvarpi.“ hafa líkl Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins byjaði með látum sem pistla- höfundur hjá Ríkisútvarpinu. „Vitaskuld vekur það Kristínu Ástgeirs- dóttur, oddvita Kvennalistans, nokkurt angur hvernig komið er fyrir flokknum eftir að hún varð þar helsti forystumaður." Hafa þær ekki fullan rétt á þvi að vekja athygli Útvarpsstjóra á ummælum þínum ef þú ert að fara með lygi og rakalausan þvætting — málfrelsinu hlýtur að fylgja ábyrgð? „I þessum pistli var ekkert, ég endurtek ekkert, sem ég get ekki staðið við. Vitaskuld vekur það Kristínu Ástgeirsdóttur, oddvita Kvennalistans, nokkurt angur hvernig komið er íyrir flokknum eftir að hún varð þar helsti forystu- maður. Uppstillingarklúður, bæði í Reykjavík og Reykjanesi, helstu vígjunt flokksins, er nokkuð sem hún getur ekki neitað og breytist ekki þótt hún klagi í Heimi Steins- son. Kvennalistinn er því miður orðinn flokksræði að bráð. Þar ræður örlítil klíka, klíka sem ákveð- ur að ef niðurstöður forvals henti ekki nógu vel þá skuli endurtaka það. Þetta er staðreynd. Önnur staðreynd er sú að þátttakendur í forvali Kvennalistans í Reykjavík fá ekki að vita hver útkoma þeirra er. Þetta er það sem í minni orðabók heitir gamaldags, úrelt flokksræði sem mér þykir dapurlegt að Kristín Ástgeirsdóttir, sem einu sinni var virt og elskuð kennslukona í Kvennaskólanum, skuli vera orð- inn helsti málsvari fyrir.“ Er það ekki klént stílbragð að uppnefna fólk sem maóista eða nota aðrar álíka nafngiftir? „Mér þykir miður að hafa vakið upp sárar endurminningar og taugavigbrögð hjá Kristínu Ást- geirsdóttur með því að kalla hana gallvaskan maóista. Vera kann að það hafi verið rangt hjá mér, þótt heimildarmenn mína greini á um það, en sumir segja að hún hafi ekki verið maóisti heldur hallast nær trotskíisma. Ef henni léttir við þá hugmyndafræðilegu leiðréttingu þá er hún hér með gerð.“ -SG Kvennalistinn búinn að raða á framboðslistann í Reykjavík. Elínu G. Ólafsdóttur fórnað fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur og Guðrúnu Halldórsdóttur sparkað upp á við Forvalið hunsað Um helgina verður tillaga upp- stillingarnefndar Kvennalistans í Reykjavík um röðun á framboðs- listann kynnt á félagsfundi og búist er við að hún verði samþykkt. Miklar og vaxandi deilur hafa stað- ið innan samtakanna urn hvernig raða á í efstu sæti listans allt frá því að forval fór fram í desentber. Nið- urstöður þess hafa ekki verið kynntar innan Kvennalistans ennþá og á einungis að vera á vitorði upp- stillingarnefndarinnar. Þetta hafa yngri konurnar verið afar ósáttar við og talið leyndina merki um að verið væri að sniðganga þær. Svo langt gengu þesar deilur að nýlega hótaði nokkur hópur þeirra að ganga út og segja skilið við list- ann ef þær fengju ekki 3. sætið á listanum. Nú hefur öldurnar lægt eftir að þær fengu þessari kröfu sinni framgengt, þótt kandídat þeirra hafi lent í 4- sæti í forvalinu. MORGUNPÓSTURINN hefur stað- festar heimildir fyrir því hver úrslit forvalsins voru og sömuleiðis hver niðurstaða uppstillingarnefndar var. Kristín Astgeirsdóttir varð efst í forvalinu, eins og búist hafði verið við, og Guðný Guðbjörns- dóttir önnur. Engin breyting verð- ur á þessum sætum á sjálfum fram- boðslistanum. Elín G. Ólafsdóttir varð þriðja í forvalinu en hún mun ekki skipa eitt af efstu sætunum. Þess í stað mun Þórunn Svein- bjarnardóttir, kandídat ungu kvennanna, setjast í 3. sætið. Aðeins örfáum atkvæðum munaði á henni og Elínu í forvalinu, samkvæmt heintildum blaðsins. Sætið sem þá losnar rnun Guðrún Halldórs- dótttir, þingkona, skipa þrátt fyrir að hún hafi fengið slæma útreið í forvalinu. Talað er um að Elínu hafi verið fórnað til þess að hægt væri að friða yngri konurnar því raunveruleg hætta hafa verið á því að þær létu verða af þeirri hótun sinni að ganga út. Ekki náðist tal af Elínu í gær- kvöld en hún er stödd erlendis. -SG Þórunn Sveinbjarnardóttir mun skipa 3. sætið á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík en hún lenti í 4. sæti í forvalinu. Elín G. Ólafsdóttir náði 3. sæt- inu í forvalinu en var fórnað fyrir Þórunni eftir að yngri konurnar í flokknum höfðu hótáð að ganga út.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.