Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag..Frá jólum til jóla tekur fjölskylda okkar breytingum, „sumir koma og aðrir fara í dag.. .ÍC, eins og komið hefur í ljós á undangenginni hátíð sem vart er eingöngu reiknað á kostnað fráfallinna fjölskyldumeðlima eða fæðinga. Heldur jafnt til útskiptinga í fjölskyldunni. Foreldrar skilja og ný „fullorðincc börn bætast í hópinn. Það leiðir hugann að spurningunni... Fjölskylduboðin eru nýafstaðin. Fyrir sumum voru þau frábrugðin fjölskylduboðunum í fyrra. Margir sem voru meðal okkar á síðasta ári voru ekki þarna í ár, jafnframt sem nýir fjölskyldumeðlimir bættust í hópinn. Vissulega ljúfsár lýsing, líkt og um fæðingu og dauða í fjöl- skyldunni hafi verið að ræða. En svo er ekki þegar grannt er skoðað. Hér er ekki unt hina eiginlegu hringrás lífsins að ræða. I því dærni sem hér fer á eftir kemur fyrir hringrás lífsins í nýrri merkingu þess orðs; Fyrir jólin 1993 mætti maður nokkur, sem við skulum kalla Njál, í fjölskylduboð til tengdaforeldra sinna. Tengdafor- eldrarnir, sem bæði eru nýskriðin yfir fimmtugt, eru nákvæmlega tíu árum eldri en Njáll. Það hlýtur að gefa til kynna að eignkona Njáls, Er raðkvæni manninum eðlilegra en emkvæni? sem við skulum kalla Sigþrúði sé töluvert yngri. Sigþrúður er réttara sagt ellefu árum yngri en Njáll, eða nákvæmlega í dag 29 ára. Njáll var 36 ára en Sigþrúður 25 ára þegar þau gengu í það heilaga. Njáll var þá tiltölulega nýskilinn og á tvö börn með fyrri konu sinni. Sig- þrúður á hins vegar að baki eina sambúð með æskuástinni sinni. Fjölskylduboðið sem hér er skoðað var jólin 1993. Að sama tíma á ári var svo haldið fjölskylduboð í söntu húsakynnunum á Seltjarnarnesinu. Nema hvað um þessi jólin hafði ■ ■ FJOLNIR VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS ■P^á STRENGUR hf. - í stööugri sókn Stórhöföa 15, Reykjavík, sími91 -875000 margt tekið breytingum enda fjöl- skyldan að kynnast nýjum fjöl- skyldumeðlim. Ekkert hafði þó fjölgað í hópnurn því á móti kom að aðrir meðlimir fjölskyldunnar voru horfnir á braut, að minnsta kosti úr þessu fjölskylduboði sem hef- ur verið eins eins síðan Njáll kynntist Sigþrúði fyrir fimm árum. Undanfarin fjögur ár höfðu verið saman- komin á jóladag tengdaforeldrarnir, Sigþrúður og Njáll, og undanfarin þrjú ár Jónatan Njálsson, sem er sonur þeirra Sigþrúðar og Njáls, en auk þess hafði systir Sigþrúðar, Sædís, ver- ið þarna eins og hver önnur fjölskyldu- mubla, en um jólin 1994 var hún kannski frekari til athyglinnar en fyrr enda á hátindi gelgjunnar. Semsé, jól- in 1994 voru runnin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.