Helgarpósturinn - 12.01.1995, Side 22

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Side 22
22 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Guðjón Bjarnason deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu „Ertthvert glund- roðakennt vald Hversu mikið vega kærleiks- tengsl barna við kynfor- eldra sína í hlutfalli við „að alast upp við normal heimilis að- stæður" sam- kvæmt skil- greiningu barnaverndarnefnda? „í því felst að gefa sér ákveðnar forsendur sem maður getur náttúr- lega ekki gert. Mörg þessara barna eru í svo lélegum tengslum við for- eldra sína að þau eru í raun og veru í rúst.“ Finnst þér ekkert vafasamt að veita þeim sem koma tilkynning- um á framfæri við barnaverndar- yfirvöld nafnleynd í Ijósi þess hversu alvarlegar afleiðingar slík- ar ábendingar geta haft fyrir hlut- aðeigandi aðila? „Þetta er ekki gert fortakslaust. í reglum um þetta segir að nafnleynd skuli virt þegar viðkomandi óskar hennar gagnvart öðrum en barna- verndarnefnd, nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Ef barna- verndarnefnd kemst til dæmis að því að tilkynningin hafi verið vísvit- andi ósönn þá mundi nafnleyndin aldrei halda. Það hefur komið upp mál þar sem á þetta reyndi en nið- urstaðan var sú að ekki hafi verið um slíkt að ræða. Viðkomandi gekk sannarlega til að halda að aðstæð- um barnsins væri alvarlega ábóta- vant. Þetta er þekkt úr löggjöf annarra Norðurlanda og er eitthvað sem menn telja sig verða að hafa. Það má hafa ýmsar skoðanir á þessu atriði en það er megin spurning hvort börnin þurfi ekki að hafa þann rétt að þetta sé gert til að tryggja öryggi þeirra. Það kemur í Ijós við könnun á málinu hvort tilkynningin á við rök að styðjast. Og ef niður- staðan er sú að ekkert aðfinnslu- vert kemur í Ijós er málinu bara lok- að.“ En þú getur ekki borið á móti því að það getur verið mjög erfitt að sanna ávirðingar um kynferð- islega misnotkun til dæmis? „Já, það er náttúrlega alveg Ijóst en menn sitja uppi með þennan vafa. Ef að það er rétt, hvað þá? Kynferðisofbeldismenn geta verið að verki þó þeir séu í meðferð og brosi framan í meðferðarfulltrúann og allir voðalega ánægðir með ár- angurinn. Þetta hafa margir þerap- etar þurft að ganga í gegnum með miklum sárindum." Gagnrýnin í barnaverndarmál- um beinist oft að því að sérfræð- ingavaldið sé of mikið í þjóðfé- laginu og frelsi einstaklingsins ekki metið að verðleikum. Hvað finnst þér um þetta? „Ég sé ekki að þekking sérfræð- inga þurfi endilega að skerða rétt- indi einstaklinga. Þessi gagnrýni kemur bara frá einum stað eða svo. Hin krítíkin er miklu fyrirferðameiri að barnaverndamefndirnar séu eitt- hvert glundroðakennt vald sem í raun og veru ráði ekki við sitt hlut- verk og það vanti alla sérfræði- þekkingu. Þetta er eins og oft í þessum málum, algjörir öfgar í gagnrýninni. Nú heyrist sú gangrýni að verið sé að rífa börn af fjölskyld- um í tíma og ótíma og hins vegar að það sé aldrei gerður nokkur skapaður hlutur. Þessar öfgafullu skoðanir lifa mjög góðu lífi og það virðist enginn spyrja hver sé raunin í þessum málum. Það er kannski eðlilegt að þegar rökin þrýtur þá fái menn ofsóknarkennd en við getum auðvitað ekki unnið þessa vinnu eftir þeim leikreglum. Við hljótum náttúrlega að nota þær aðferðir og þekkingu sem við best best búum yfir.“ ■ Tortryggni og ásakanir um ofsóknarkennd einkenna umræðu um barnaverndarmál hér á Selma Júlíusdóttir fyrrverandi formaður Félags dagmæðra um leið og þeir kvarta yfir að frá- sagnir fjölmiðla af barnaverndar- málum séu einhliða og oft á tíðum villandi. Þeir sem gagnrýna barnavernd- aryfirvöld eru ekki síður ósáttir við þessa grein laganna og segja þá sem starfa að félagsmálum stunda vald- níðslu í skjóli þessarar lagagreinar og komast þannig hjá því að færa rök fyrir embættisfærslum sínum. Þá kvarta þeir einnig yfir að kerfið sé það lokað að oft fái þeir ekki að- gang að öllum málskjölum í málum sem þeir eru sjálfir viðriðnir. Mannréttindabrot Þessar kvartanir hafa komið til kasta umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu í rök- studdri álitsgerð að barnaverndar- yfirvöld hafi sýnt óeðlilega stífni og ekki veitt hlutaðeigandi aðilum eðlilegan aðgang að upplýsingum í málum er þá varða. I röksemdar- færslu sinni vísaði umboðsmaður- inn meðal annars til þess að réttur foreldra til að annast um börn sín nyti sérstakrar verndar samkvæmt 8. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu. í skýrslu sinni sagði umboðs- maður meðal annars orðrétt: Til þess að ofangrcindur réttur foreldris til að gteta hagsmuna barns og cigin réttar við úrlausn forsjárdeilu konii aðgagni, verður foreldri að eiga kost á að kynna sér þau gögn sem þar skipta tnáli. Umboðsmaður vísar einnig til reglna varðandi almenna dómstóla í þessu sambandi og segir í álitsgerð sinni: Tel ég ekki eðlilegt, að gagnger tnunur sé á aðstöðu aðila til að kynna sér gögit eftir því, hvort um þessi mál erfjallað af dómstólum eða stjórnvöldum. Þá segir hann: Það er samkvcemt framansögðu skoðun mín, að stjórnvöldum, sem fjalla um forsjá barna við skilnað foreldra, sé að lögum skylt að kynna foreldrum þau gögn, sem fyrir liggja Stríðsástand ríkir í meðferð barnaverndarmála hérlendis. Ásak- anir um ofsóknarkennd ganga á milli félagsmálakerfisins og gagn- rýnenda þess en á undanförnum árum hefur reglulega verið fjallað um mál í fjölmiðlum þar sem barn- arverndaryfirvöld eru borin þung- um sökum. Eiginleg umræða hefur ekki farið fram á opinberum vett- vangi á milli opinberra aðila, sem hafa afskipti af málefnum barna og unglinga, og þeirra sem hvað harð- ast hafa gengið fram í gagnrýni sinni á barnaverndaryfirvöld. Skýr- inguna á þessu er að miklu leyti að finna í 5. gr. barnaverndarlaganna sjálfra þar sem kveðið er á um að starfslið sem vinnur að barna- verndarmálum megi ekki skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir verða vísir í starfi sínu um einkamál manna. Starfsmenn barnaverndarmála vísa einatt til þessa þegar einstök mál ber á góma Vfffff hjá þessum stjórnvöldum vegna stíkra mála og beri stjórnvöldum að hafa frumkvœði íþví efni. Jafnframt sé foreldrum gefinn kostur á að gera athugasemdir af því tilefni og skýra máliðfrá sínu sjónarmiði. Krafa um sér dómstól Félagið Fjölskylduvernd sem hvað einarðlegast hefur barist fyrir breytingum í meðferð barnavernd- armála setur þá kröfu á oddinn að meðferð þeirra verði með þeim hætti sem kemur fram í framan- greindu áliti umboðsmanns alþing- is. „Við teljum eðlilegt að aðskiln- aður barns og foreldris fari fram með dómsúrskurði á fyrstu stigum mála,“ segir Pétur Gunniaugs- son, lögfræðingur og formaður fé- lagsins, sem telur um 140 meðlimi. „Þó það sé formlega hægt að end- urskoða ákvarðanir stjórnsýslunn- ar fyrir dómi þá er það ekki raun- hæft úrræði vegna þess að þá er bú- Nafnleyndarákvæði í lögum óeðlileg og varasöm „Ég get I ekki skilið j hvernig á því | stendur að reglur um meðferð barnaverndar- j mála virðast vera allt aðrar en reglur um meðferð hefð- bundinna sakamála. I barnamálum fær fólk oft ekki tækifæri til að bera af sér þær ávirðingar sem á það eru born- ar. Ég tel það spurningu um hvort ekki sé verið að fremja mannrétt- indabrot þegar hver sem er getur hringt inn ávirðingar og í framhaldi af þeim eru gerðar skýrslur og þeir sem í hlut eiga fá hvorki að vita hvers eðlis kæran er né hver kom henni á framfæri. Aðgangur að mál- skjölum í barnaverndarmálum er svo takmarkaður að í mörgum til- fellum fær fólk ekki aðgang að þeim fyrr en búið er að komast að niðurstöðu í málinu. Barnaverndar- yfirvöld vilja meina að fólk fáist ekki til að kæra nema þeim sé tryggð nafnleynd en þetta eru alveg sömu vinnubrögð og leyniþjónustur víða um heim nota. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart þessu því enginn veit hver er næstur að lenda í þessu. Ég er heldur ekki sátt við framkvæmd þeirrar hjálpar sem fólk fær frá barnaverndaryfirvöldum. Það er iðulega sagt að öll ráð hafi verið reynd áður en gripið er til for- sjársviptinga en það kemur aldrei fram hvað hefur verið reynt, hvernig framkvæmdin á því hefur verið og hver útkoman var við hverju atriði fyrir sig.“ Hvaða leiðir telur þú vænleg- astar til úrbóta? „Ég vildi sjá félagsmálayfirvöld senda góðar eldri konur til að að- stoða þá sem eiga í vandræðum inn á heimilunum en ekki bara til að horfa á eða setja út á, eins og ég hef grun um að sé stundum gert af tilsjónarmönnum barnaverndaryfir- valda. Ég held að ef þessi leið yrði farin mundi barnaverndarmálum fækka verulega og þau yrðu auð- veldari viðfangs. Það er allt annað að aðstoða fólk þannig í stað þess að senda tilsjónarmenn til að at- huga hvort fólk kunni þau störf sem inna þarf af hendi innan veggja heimilisins, þegar það er jafnvel vit- að að það kann þau ekki. Væri ekki eðlilegra að senda hjálp inn á heim- ilin í stað þess að taka börnin út af þeim og setja þau í hendur ókunn- ugra? Þá sætu foreldrarnir ekki eftir i hræðslu og ótta eins og nú er. Ég get ekki séð að það sé neinum til góðs að koma börnum fyrir á stofn- unum og svo koma foreldrarnir í heimsókn á meðan starfsmennirnir horfa á. Það er fáránlegt að hafa þetta svona.“ Heldur þú að fagþekkingu sé beitt gegn frelsi einstaklingsins? „Já ég tel að kerfið hafi farið út af brautinni og fagþekkingunni sé stundum beitt til að skipa fólki fyrir en ekki leiða það til lausna á vandamálunum. Það er ekki sam- vinna ef einhver skipar manni að gera eitthvað og ef ekki er farið eftir því í einu og öllu fer illa fyrir manni. Mér sýnist þetta oft einkennast af því að fagmanneskjan álítur sig hafa miklu réttar fyrir sér en skjól- stæðingurinn þannig að hann fær ekki að koma sínu máli á framfæri heldur verður að beygja sig undir vilja hennar. Þetta er ekki samvinna heldur valdníðsla. Mér sýnist til dæmis að mál Sig- rúnar og Aðalsteins, sem verið hef- ur í fréttum að undanförnu, sé nær- tækt dæmi um þetta. Sigrún átti að vera undir vernd barnaverndar fram til 18 ára aldurs sem átti að tryggja með sínum fagráðum að henni liði vel, samkvæmt nýju lögunum um starfsemi umboðsmanns barna. Ef að þær aðferðir sem alþjóð hefur horft upp á eru þær aðferðir sem á að beita til að gera hana að góðri og þroskaðri móður þá kann ég ekkert til uppeldismála þótt ég hafi starfað við þau í 27 ár.“ ■ landi. Almenningur fylgdist á dögunum með einni umfangsmestu aðgerð lögregl- unnar í umboði barnaverndaryfir- valda og lögðust flestir á sveif með foreldrunum í málinu. Hér er brugðið Ijósi á nokkrar ástæður þess hvers vegna barnaverndarmál á íslandi eru í jafn ströngum hnút og raun ber vitni.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.