Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 23
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
23
ið að ráðstafa barninu og dómstóll-
inn vill ekki endurskoða og endur-
meta það. Auk þess sem fullnaðar-
forræði er talið í lögunum vera í
hendi barnaverndar. Dómstólaleið-
in er því ekki raunhæf í þessum
málum eins og búið er um hnútana
í dag þótt hún sé formlega mögu-
leg. Þess vegna þarf að koma
ákvæði um það í mannréttinda-
kafla stjórnarskrárinnar að á fyrstu
stigum mála verði ekki hægt að að-
greina barn og foreldri nema með
úrskurði dómara.“
Guðjón Bjarnason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri barnaverndar-
ráðs og deildarsérfræðingur í fé-
lagsmálaráðuneytinu, telur að þær
þverstæður og erfiðleikar sem við
er að glíma í barnarverndarmálum
hverfi ekki út úr myndinni með því
að fela alntennum dómstólum að
úrskurða í barnaverndarmálum. „Á
það er að benda að þegar íslending-
ar undirrituðu Barnasáttmála Sam-
einuðu Þjóðanna kom til skoðunar
hvort það ákvörðunarferli sem við
búum við í barnaverndarmálum
hér á landi stæðist þær kröfúr sem
gerðar eru í samningnum," segir
hann. „Þjóðréttarfræðingar fjöll-
uðu um þetta og svarið var talið já-
kvætt enda hefði samningurinn
varla verið undirritaður upp á ann-
að.“
Stöðugleikakenningin
Frá því er embætti umboðs-
manns Alþingis hóf starfsemi sína
í. janúar 1988 frarn til ársloka 1993
bárust 23 forjármál, 16 barnavernd-
armál og 7 ntál er vörðuðu um-
gengnisrétt til hans afskipta eða
samtals 46 mál. Hann hefur einnig
gagnrýnt harðlega seinagang í
vinnslu mála hjá barnaverndaryfir-
völdum en mörg dæmi eru um að
mál velkist um í kerfinu um árabil
áður en komist er að niðurstöðu
um úrlausn þeirra.
Svokölluð stöðuleikakenning
varðandi uppeldi barna er höfð í
öndvegi í úrvinnslu forsjármála
sem koma til afskipta barnavernd-
aryfirvalda og telur Pétur Gunn-
laugsson að henni sé beitt á kostnað
kynforeldra barna og vísar til for-
dæmis fyrir því í dórni. Arthur
Morthens, formaður Barnaheilla,
telur einnig notkun stöðugleika-
kenningarinnar geta verið varhuga-
verða.
„Ég hef komið inn í mál þar sem
stöðugleikakenningin hefur verið
látin gilda þrátt fyrir verulegar
breytingar á högum foreldra," segir
hann. „Ég hef verulegar efasemdir
um það hversu langt er hægt að
túlka stöðugleikann. Þess kenning
er tilkomin úr almennri sálarfræði
um öryggi barnsins og festu á nýj-
um stað og það eigi ekki að raska
högum þess. Auðvitað verður að
meta það í hverju tilfelli fyrir sig og
það gera sálfræðingar og félags-
fræðingar sem eiga að meta stöð-
una hjá báðum aðilum. Mér finnst
þetta kannski vera viðkvæmasti
þátturinn í þessu og stundum hefur
maður á tilfinningunni að það sé
unnið þannig að barn sé sett tíma-
bundið í fóstur og á grundvelli
stöðuleikakenningarinnar verður
það að fóstri til 16 ára aldurs áður
en menn geta áttað sig.“
Óskipulögð gagna-
söfnun
Félagsmálaráðuneytið hefur ekki
enn hafist handa við að endur-
skipuleggja upplýsingaöflun eftir
að nýju barnalögin tóku gildi að
sögn Guðjóns Bjarnasonar og mjög
takmarkað magn tölulegra upplýs-
inga um störf barnaverndaryfir-
valda eru fýrirliggjandi í ráðuneyt-
inu. Guðjón segir kröfur í því efni
verði að vera „raunhæfar“ og setja
þurfi þær í nánu sambandi við
barnaverndarnefndir og félags-
málastofnanir enda sé þar uni mál-
efni þúsunda einstaklinga að ræða.
Þá telur hann miður að ekki eru til
lög sem fela í sér náin ákvæði um
þetta og það hafi aukið nokkuð á
erfiðleikana.
Félagsmálaráðuneytinu er ætlað
að halda skrá um börn í varanlegu
fóstri og telst Guðjóni að minnsta
kosti 160 börn séu nú í varanlegu
fóstri en hann „gerir þó ekki ráð
fýrir að í öllurn tilvikum hafi ráðu-
neytinu borist tilkynning urn öll
fósturbörnin" eins og hann orðar
það. „Sú vitneskja sem ráðuneytið
hefur bendir til að foreldrar séu
sviptir forsjá um 10 til 12 barna ár-
lega,“ segir hann. „Fjöldi úrskurða
af þessum toga hefur farið lítils-
háttar hækkandi undanfarin 10 ár
eða svo. Á hinn bóginn segir yfirlit
ráðuneytisins yfir lengri tíma að
ætla megi að nær 200 börnum sé á
ári hverju komið í skammtímafóst-
ur utan síns heimilis, frá 3 til 12
mánuðum.“
I barnalögunum frá 1992 er að
finna nýtt ákvæði um endurupp-
töku mála sem byggir á því að að-
stæður foreldra hafi breyst frá því
barnaverndarnefnd úrskurðaði um
forsjársviptingu í máli þeirra. „Nú
nýlega reyndi á þetta ákvæði í fýrsta
sinni,“ segir Guðjón. „Sú vitneskja
bendir til að þetta hafi gerst í 3 til 4
tilvikum frá gildistöku laganna.
Eftir því sem ráðuneytið kemst
næst var því hafnað í öllum tilvik-
um. Ákveði barnaverndarnefnd að
taka mál upp aftur skal hún úr-
skurða um það og skjóta má slíkum
málum til barnaverndarráðs.
Ákvörðun barnaverndarnefndar
um að hafna að taka upp mál má
skjóta til félagsmálaráðuneytisins.
Það hefur verið gert tvisvar sinnum
ef ég man rétt og var það niður-
staða ráðuneytisins í báðum tilfell-
urn að staðfesta niðurstöðu nefnd-
arinnar."
Opinber afskipti eru höfð af ntál-
efnum um 2000 til 3000 barna á ári
á íslandi í dag samkvæmt upplýs-
ingum félagsmálaráðuneytisins og
er þar með talin afskipti vegna
hvers konar félagslegrar aðstoðar.
LAE
Artúr Morthens
formaður Bamaheilla
Spuming um
borgarafegan
rétt gaanvart
sérfrædingavaldinu
„Við erum
þeirrar skoð-
unar, að feng-
inni reynslu á
löggjöfinni um
vernd barna
og unglinga,
að það sé
mikið álitamál
hvort eigi ekki
að færa úr-
skurðarmálin
yfir í dómskerfið. Það er margt sem
bendir til þess að þannig yrði tekið
betur á málum en í gegnum barna-
verndarráð og alla vega þyrfti að
skoða þessi mál all rækilega til
þess að fá úr því skorið hvernig
best verður að þeim staðið. Það er
orðið brýnt að velta því upp hvort
skilja eigi á milli undirbúnings mála
og úrskurðar, það er að rannsókn-
arþátturinn og úrskurðarþátturinn
séu aðskildir. Barnaheill hefur ekki
viljað fara inn í einstök mál en auð-
vitað helgast þetta viðhorf af því að
við höfum séð ýmislegt sem má
bæta. Ég held að það sé líka rétt að
nefna að það þarf að stórbæta
fóstrunarmál almennt á landinu.
Þótt þau séu að færast í þokkalegt
horf í Reykjavík þá er skipulag
þessara mála ekki nægilega sterkt í
dag. Ég vil ekki taka svo sterkt til
orða að tala um fúsk í þessu sam-
bandi en það er víða pottur brot-
inn.“
Finnst þér kærleikstengsl á
milli foreldra og barna virt sem
skyldi innan þessa kerfis?
„Þetta eru afskaplega fá mál sem
við erum að tala um í þessu sam-
bandi og ég held að menn hafi 8.
grein Mannréttindasáttmála Evrópu
um fjölskylduna, og barnasáttmála
S.Þ. í heiðri þegar þeir segja að
stjórnvöldum beri að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að halda fjöl-
skyldunni saman. Það er auðvitað
það sem fólk á að leggja alla
áherslu á að gera. Ef menn telja
það ekki mögulegt þá er í lögum
um börn og unglinga ákveðið ferli
sem á að setja í gang. Maður hefur
kannski áhyggjur af því að á stund-
um hoppi menn yfir einstök þrep
og taki ákvarðanir of fljótt f einstök-
um málum þó þess séu einnig
dæmi að félagsmálayfirvöld grípi
ekki nógu skjótt inn í.“
Telur þú að þau réttindi sem
kveðið er á um í barnasáttmálan-
um séu þá fyllilega virt hérlend-
is?
„[ flestum tilvikum tel ég svo
vera. Þess ber hins vegar að geta
að umboðsmaður Alþingis hefur
bent á með rökstuddri álitsgerð að
barnaverndarnefndir þurfi að taka
sig taki. Við höfum sagt sem svo að
fyrst umboðsmaðurinn var jafn
harðorður og raun ber vitni hljóti
eitthvað að vera að.“
Sú spurning hlýtur að vakna í
tengslum við þessi mál hverjir
eigi börnin?
„Já, í tengslum við mannréttin-
daumræðu erlendis hefur spurning-
in um borgaralegan rétt almennings
gegn sérfræðingavaldinu borið á
góma. íslendingar hafa ekki farið
mikið inná hversu sterkt sérfræð-
ingavaldið er gagnvart almenningi
en það er spennandi umræða sem
þyrfti að fara í gang fljótlega. Mér
finnst það mjög skýrt í lögum að
foreldrarétturinn hér er mjög sterk-
ur. Hins vegar þegar þessi erfiðu
mál koma upp þá reyna menn að
hafa hagsmuni barnsins í fyrirrúmi
og þá verður ágreiningur um hverjir
þeir eru og hver sé réttur foreldr-
anna. Það hefur kannski ekki verið
nógu skýrt þótt kveðið sé á um í
lögum að hagsmunir barnsins skuli
alltaf hafa forgang." ■
Um 140 manns eru í Fjölskyldu-
vemd. Um helmingur þeirra hefur
lent í harðvítugum deilum við
barnaverndaryfirvöld. í fyrrakvöld
var haldinn fundur hjá félaginu þar
sem Aðalsteinn Jónsson og Sigrún
Gísladóttir gerðu grein fyrir stöð-
unni í máli sínu.
N o kku rbamavemdarmál
Maí 1989
[ maí 1989 var sagt í fréttum að um-
boðsmaður Alþingis teldi ótækan
drátt vilja vera í afgreiðslu mála af
hálfu barnaverndaryfirvalda og að
hans áliti væri stjórnvöldum skylt að
kynna foreldrum gögn í forsjármál-
um og gefa þeim tækifæri til að tjá
sig af því tilefni. Barnaverndaráð
gerði opinbera athugasemd við álit
umboðsmanns og varð það til þess
að Kristín Einarsdóttir alþingis-
maður gagnrýndi ráðið harðlega og
sagði að nauðsynlegt væri að al-
þingi krefðist þess að breytt væri
eftir áliti umboðsmannsins í stað
vangaveltna um gildi þess.
Febrúar 1990
Alls 40 einstaklingar stofna
Fjölskylduvernd og álykta á
fundi að mál sem eru til um-
fjöllunar hjá barnaverndaryf-
irvöldum megi leysa með
stuðningsúrræðum við fjöl-
skyldur sem eiga í erfiðleik-
um í stað þess að grípa til
harkalegra aðgerða eins og
að taka barn af heimiii. Ólaf-
ur Skúlason biskup lofar samtök-
unum liði sínu.
Mars 1990
Móðir og amma fagna lokum sjö
ára deilna við barnaverndaryfirvöld
sem höfðu úrskurðað að barn móð-
urinnar skyldi tekið þrátt fyrir að til
átaka kæmi. „Sálfræðingur barna-
verndarráðs taldi að tilfinninga-
tengslin væru ekki góð á milli móð-
ur og barns. Þessu kollvarpaði síð-
an hlutlaus barnageðlæknir," sagði
Lilja Bjarnadóttir amma barnsins
í DV. Á þessum sjö árum hafði
gengið á ýmsu og barnarverndaryf-
irvöld meðal annars beðið Lilju um
að hjálpa við að svipta dóttur henn-
ar sjálfræðinu að því er hún sagði.
Afskiptum barnaverndaryfirvalda af
drengnum er ekki enn lokið eins og
fram kom í MORGUNPÓSTINUM 5.
janúar síðastliðinn en hann er nú
hafður í svokallaðri „rannsóknar-
vistun". Lilja og Hafsteinn sonur
hennar hugðust fara með drenginn eS
úr landi skömmu fyrir jól gegn vilja
barnaverndaryfirvalda en þau kom-
ust á snoðir um fyrirætlun þeirra.
Lilja óttast að drengurinn verði nú
settur í fóstur til 16 ára aldurs.
Ȓn>ua rwmaverodanuiJa 41 >.Lwti.
Bömin hverfa í skugga
ráðstafana nef ndanna
■Utertmmkwi
hessi vmnubrögð”
fæ aðeins að hitta þau tvisvar á ári,
klukkutíma í senn.“
Febrúar 1992
Lögregla og fulltrúar barnaverndar-
nefnda á Akureyri og Sandgerði
brutu sér leið inn í hús þann 5.
febrúar og tóku mæðgin með valdi.
Vegna áfengisvandamála móður-
innar tóku barnaverndaryfirvöld af
henni drenginn vorið 1991 og komu
honum í fóstur á Húsavík. Foreldr-
arnir námu hann úr fóstrinu gegn
vilja barnaverndar og faldi móðirin
sig með drenginn hjá vinkonu sinni í
Sandgerði. Hún sagði aðgerðirnar
mjög harkalegar og að hvorki lög-
regla né fulltrúar barnaverndar-
nefndar hafi reynt að miðla málum.
„Drengurinn var slitinn af móður
sinni, hún handjárnuð fyrir framan
hann og dregin út úr húsinu á
sokkaleistum og bol. Drengurinn var
látinn horfa upp á þetta ásamt syst-
ur sinni og fjórum börnum mínurn,"
sagði hún þegar hún lýsti atburðarr-
ásinni í DV. I júní flúði drengurinn
siðan sjálfur úr fóstrinu til móður
og grátbað um að fá að vera
hjá henni.
Dfea KalMr O«Mt0»M>r n
Hefur verið f hung-
urverkfaíli f 46 daga;
September 1990
Fógeti og lögregla ruddust inn
íbúð Hildar L. Ólafsdóttur í
harðvítugri forjárdeilu. Lögregla
hvarf þó af vettvangi án þess að
hafa 9 ára dóttur Hildar með sér.
Eiginmaður Hildar fékk forsjá með
stúlkunni eftir skilnað þeirra og var
hann búsettur á Spáni. Hildur var
búin að berjast um árabil fyrir að fá
forsjárúrskurðinum hnekkt án ár-
angurs. Til stóð að setja Hildi í
gæsluvarðhald segði hún ekki frá
dvalarstað dóttur sinnar en til þess
kom ekki. Lögregla vaktaði heimili
Hildar en hætti því þegar það var
gert opinbert. Hildur
hafði umsagnir barnaverndarnefnda
og þá sannfæringu sína að 9 ára
dóttir hennar vildi vera hjá henni, til
síns máls eins og sagði í DV þegar
málið var rifjað upp í maí 1990.
Hildur faldi því dóttur sína í tvígang.
Málið strandaði hins vegar í dóms-
málaráðuneytinu sem ekki vildi
breyta úrskurði sínum um áfram-
haldandi forræði föðurins. Dóttirinn
býr enn hjá móður sinni.
Apríl 1991
Guðrún Kristinsdóttir, doktor í
félagsráðgjöf við háskólann í Umea
í Svíþjóð, leggur fram ritgerð og
segir eftirfarandi í DV 28. febrúar
1992: „[ skýrslum barnaverndar-
nefnda sem ég byggi ritgerð mína á,
var afskaplega lítið skráð um börnin
sjálf, hvernig þeim leið og hvað þau
vildu. Það var langmest skrifað um
fullorðna og samtöl sem fóru fram
við þá. Það var lögð áhersla á að-
gerðirnar, þ.e. að nú ætti að koma
viðkomandi barni fyrir. Barnið var
því mjög lítið í brennidepli í þessum
skýrslum, nema þá í allra stærstu
málunum. Þar komu einn sálfræð-
ingur og aðrir sérfræðingar sem
gerðu nákvæma úttekt á börnun-
um.
En hið almenna er þetta, að börnin
virðast hverfa í skugga ráðstöfun-
aninnar sem á að gera. Það er lögð
mest áhersla á móðurina, mjög lítið
skrifað um föðurinn og barninu er
ýtt til hliðar.“
jjFógeti og lögregia
ruddust inn í íbúðina“
Júní
1991
„Ég vil hjálpa syni mínum en fæ það
ekki,“ sagði Guðlaug Helga Jóns-
dóttir í opnuviðtali í DV en hún er
móðir eins af strokuföngum sem
flúðu úr Hegningarhúsinu skömmu
áður. Sonur hennar hafði þurft að
sæta ítrekaðri innilokun og refsivist
frá níu ára aldri en foreldrar hans
voru svipt forræðinu árið 1986.
Þegar viðtalið var tekið var dreng-
urinn í 60 daga einangrun í Síðu-
múlafangelsinu og sagði móðir
hans andlegt ástand hans slíkt að
nauðsynlegt væri að koma honum
undir læknishendur. Drengnum var
komið fyrir á Unglingaheimilinu í
Kópavogi eftir að foreldrarnir voru
sviptir forræðinu þar sem Guðlaug
segir að hann hafi fyrst komist í
gengi. „Það er sorgleg staðreynd
að sjö félagar hans frá Upptöku-
heimilinu eru látnir núna, flestir
vegna fíkniefnaneyslu," sagði hún.
Júlí 1991
Einar Ingvi Magnússon segir í
Pressunni að barnaverndaryfirvöld
hafi svipt sig forræði tveggja barna
sinna vegna tímabundinna erfið-
leika fjölskyldunnar og valdið skiln-
aði hans og konu hans með því að
stilla henni upp gegn þeim valkosti
að hún yrði að skilja við hann til að
halda forsjá barnanna. Börnin voru
síðan sett á vistheimili og úrskurð-
að að móðir þeirra væri vanhæf til
að annast uppeldi þeirra. Annað
barnið höfuðkúpubrotnaði í vistinni
og var því ekki veitt athygli fyrr en
foreldrar þess bentu á að eitthvað
væri að, að sögn Einars. „Okkur var
strax gefið til kynna að það kæmi
aldrei til greina að við fengjum
börnin aftur, hvernig svo sem að-
stæður breyttust okkur í vil,“ sagði
hann. „( beinu framhaldi af þvi var
markvisst reynt að klippa á öll til-
finningatengsl mín við börnin og ég
Kolbrún Matthíasdóttir
og Ólafur Jónasson
sögðu frá því í DV að þau
æ ættu yfir höfði sér að þrjú
| börn þeirra verði tekin með
■ valdi vegna gruns um van-
rækslu þeirra. Þau sögðust
vonast til að barnaverndar-
mál verði opinber dómsmál
og ekki hafa fengið tækifæri til
að verja sig fyrir ásökunum
sem höfðu ekki verið sannaðar
á neinn hátt. Helga Hannesdóttir
barnageðlæknir sagði í sama blaði
að það væri ekkert sem rökstyddi
forsjársviptingu í þessu máli en hún
hafði kynnt sér gögn þess ítarlega.
Maí 1994
„Ef ekkert gerist þá mun ég svelta
mig til dauða,“ sagði Dían Valur
Dentchev við upphaf hungurverk-
falls síns í Eintaki. Dían krafðist að
umgengnisréttur hans við son
sinn væri virtur. Dían kvartaði
yfir að hafa verið vísað á milli
Pontíusar og Pílatusar, innan
kerfisins í umgengnisdeilunni,
sem staðið hafði í þrjú ár. Hann
sagðist einnig hafa verið blekkt-
ur af háttsettum aðilum í dóms-
málaráðuneytinu til að undirrita
skjöl sem gengu þvert á vilja sinn
og sakaði ráðuneytið um mann-
réttindabrot. Það var ekki fyrr en
;r~ ; hungurverkfallið hafði staðið í
tæpa 50 daga og Dían var nær
dauða en lífi sem samkomulag náð-
ist við barnsmóður hans. Hún gekk
þó strax að baki samkomulaginu
eftir að hungurverkfallinu var lokið
og Dían hefur ekki enn fengið eðli-
lega umgengni við son þeirra. Mál
hans er nú í athugun hjá Mannrétt-
indadómstól Evrópu.
Júní 1994
Hanna Andrea Guðmundsdóttir
og Helga Björk Óskarsdóttir sök-
uðu félagsmálastofnanir Kópavogs
og Hafnarfjarðar í Eintaki um að hafa
gert þeim að fara í fóstureyðingar
sem skilyrði fyrir að þær hlytu fé-
lagslega aðstoð. Hanna sagði að
sér hefði verið sagt að færi hún í
fóstureyðingu mundi það styrkja
stöðu hennar en hún var svipt for-
ræði tveggja barna sinna nokkru
áður. Hanna fór í fóstureyðinguna
þvert á móti eigin sanfæringu en
hefur ekki enn hlotið forræði sona
sinna og ekkert bendir til að svo
verði.
Desember 1994
Aðalsteinn Jónsson nam á brott
barn þeirra Sigrúnar Gísladóttur
af Barnaspítala Hringsins á Þorláks-
messu. Foreldrarnir óttuðust að
barnaverndaryfirvöld mundu svipta
sig forræði barna sinna til frambúð-
ar en þau höfðu verið svipt því til 17.
janúar. Sigrún fór í felur með börnin
og var hennar og barnanna leitað í
14 daga er lögregla kom höndum
yfir eldra barnið. I kjölfar þess gaf
Sigrún sig fram með yngra barnið
og samningaviðræður standa nú yf-
ir á milli foreldranna og barnavernd-
aryfirvalda. Leit lögreglunnar var
víðtæk og farið var inn á fjölda
heimila. Fíkniefnalögreglan tók þátt í
leitinni og hafa yfirvöld verið sökuð
um að hafa beitt ólöglegum símhler-
unum við rannsókn málsins.